Morgunblaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 47
Menning 47FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 KIRKJULISTAHÁTÍÐ verður sett með viðhöfn á morgun þegar helguð verður ný aðalhurð Hallgrímskirkju sem er og listaverk eftir Leif Breið- fjörð, en síðan rekur hver viðburður- inn annan fram í apríl; tónleikar, myndlistarsýningar, listasmiðjur, fyrirlestrar og svo má telja. Listahátíðin er nú haldin í tólfta sinn, en Listvinafélag Hallgríms- kirkju stendur fyrir henni eins og jafnan. Hátíðin er nú haldin um páska í fyrsta sinn og hefur einkunn- arorðin „frá myrkri til ljóss!“, en með þeim orðum vilja aðstandendur undirstrika það markmið að tengja kirkjulist túlkun atburða kirkjuárs- ins. Tónlist er í öndvegi, en einnig verða myndlistarsýningar, annars vegar sýning á verki Ólafar Nordal sem hún kallar Leiðslu og unnið er í samvinnu hennar og tónskáldsins Jóns Nordal og hins vegar áður- nefnd helgun bronshurðar Leifs Breiðfjörð. Tónlistarflytjendur eru flestir innlendir, en einnig koma erlendir gestir við sögu því sænski orgelleik- arinn Hans-Ola Ericsson leikur á opnunartónleikum hátíðarinnar á sunnudag, en á tónleikadagskránni er verk sem hann hefur sjálfur sam- ið og byggist á textum Olovs Hart- mans. Ericsson leikur á Klais-orgel Hallgrímskirkju í bland við hljóm Schnittker-orgela víða að. Negrasálmar og þýsk sálumessa Af öðrum tónleikum Kirkjulista- hátíðar má nefna tónleika þeirra Gunnars Gunnarssonar, Sigurðar Flosasonar og Þóris Baldurssonar á mánudag, en Gunnar mun leika á orgel Hallgrímskirkju, Sigurður á saxófón og Þórir á Hammond-orgel. Á dagskrá þeirra eru negrasálmar sem þeir munu skoða frá ýmsum hliðum. Föstudaginn langa flytja svo Schola cantorum og Caput-hópurinn undir stjórn Harðar Áskelssonar Hallgrímspassíu eftir Sigurð Sæv- arsson, en hún byggist á Passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar. Meðal tónlistarviðburða er einnig spunagjörningur laugardaginn 3. apríl sem danshópurinn Hnoð og söngkonan Ólöf Arnalds taka þátt í ásamt hljóðfæraleikurunum Borgari Magnasyni, Katie Buckley, Jesper Pedersen, Ingrid Karlsdóttur, Mar- gréti Árnadóttur og Grími Helga- syni. Kirkjulistahátíð lýkur 10.-11. apríl svo með flutningi eins helsta stór- virkis kirkjulegra tónbókmennta, Þýskrar sálumessu eftir Johannes Brahms, í flutningi Mótettukórs Hallgrímskirkju undir stjórn Harð- ar Áskelssonar. arnim@mbl.is Kirkjulist Schola cantorum flytur Hallgrímspassíu eftir Sigurð Sævarsson, en hún er byggð á Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar. Caput-hópurinn tekur einnig þátt í flutningnum og Hörður Áskelsson stjórnar öllu saman. Kirkjulistahátíð 2010  Fjölmargir viðburðir á hátíð kirkjulegrar tónlistar og myndlistar  Hefst með skrúðgöngu upp Skólavörðustíg EINS og fram kem- ur hér fyrir ofan hefst Kirkjulista- hátíð á morgun. Hátíðin hefst kl. 10:30 með skrúð- göngu upp Skóla- vörðustíg að Hall- grímskirkju með söng og lúðraþyt, en lagt verður upp neðst á Skóla- vörðustíg. Skrúðgöngunni lýkur með því að biskup Íslands helgar aðalhurð Hall- grímskirkju, listaverk eftir Leif Breiðfjörð. Að því loknu verður há- tíðarmessa í kirkjunni og frum- fluttur verður Introitus fyrir kór, tvo trompeta, tvær básúnur og orgel eftir Gunnar Andreas Kristinsson. Myndlistarsýning verður svo opn- uð við lok hátíðarmessunnar þegar sýnt verður verk Ólafar Nordal sem hún vann í samvinnu við Jón Nordal og sóknarbörn við Sjafnargötu. Verkið, sem ber nafnið Leiðsla, er í forkirkju og kirkjuskipi og heyrist einnig í klukkum Hallgrímskirkju. Söngur og lúðraþytur Leifur Breiðfjörð Tónleikar í Hafnafjarðarkirkju HANNA Björk Guðjónsdóttir og Svava K. Ingólfsdóttir standa að tón- leikum í Hafnarfjarðarkirkju í dag, laugardag, ásamt öðrum listamönn- um þar sem flutt verður Stabat Ma- ter eftir Pergolesi. Í Morgunblaðinu í gær misritaðist tímasetning tón- leikanna en þeir verða kl. 16:00. LEIÐRÉTT Gunnar Gunnarsson, Klais-orgel Hallgrímskirkju Sigurður Flosason, saxófónn ÚR FJÖTRUM TIL FRELSIS: SPUNI UM AFRÓ-AMERÍSKA SÁLMA Nýstárleg blanda sem lyftir hug í hæðir og spannar styrkleikaskalann frá núlli og upp í skýin! Miðasala í Hallgrímskirkju og á midi.is kirkjulistahatid.is Mánudagskvöldið 29. mars kl. 20 í Hallgrímskirkju Þórir Baldursson, Hammond-orgel Myndlista- og hönnunarsvið Eins árs undirbúningur fyrir nám í hönnun - myndlist eða arkitektúr. Umsóknarfrestur 6.apríl 2010 - FYRRA INNTÖKUPRÓF Umsóknarfrestur 1.júní 2010 - SEINNA INNTÖKUPRÓF www.myndlistaskolinn.is MÓTUN - leir og tengd efni 2ja ára DIPLOMANÁM - leið til BA gráðu. Námið er tilraunastofa þar sem efni, aðferðir og hugmyndir mætast Umsóknarfrestur 31.maí 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.