Morgunblaðið - 27.03.2010, Qupperneq 47
Menning 47FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
KIRKJULISTAHÁTÍÐ verður sett
með viðhöfn á morgun þegar helguð
verður ný aðalhurð Hallgrímskirkju
sem er og listaverk eftir Leif Breið-
fjörð, en síðan rekur hver viðburður-
inn annan fram í apríl; tónleikar,
myndlistarsýningar, listasmiðjur,
fyrirlestrar og svo má telja.
Listahátíðin er nú haldin í tólfta
sinn, en Listvinafélag Hallgríms-
kirkju stendur fyrir henni eins og
jafnan. Hátíðin er nú haldin um
páska í fyrsta sinn og hefur einkunn-
arorðin „frá myrkri til ljóss!“, en
með þeim orðum vilja aðstandendur
undirstrika það markmið að tengja
kirkjulist túlkun atburða kirkjuárs-
ins.
Tónlist er í öndvegi, en einnig
verða myndlistarsýningar, annars
vegar sýning á verki Ólafar Nordal
sem hún kallar Leiðslu og unnið er í
samvinnu hennar og tónskáldsins
Jóns Nordal og hins vegar áður-
nefnd helgun bronshurðar Leifs
Breiðfjörð.
Tónlistarflytjendur eru flestir
innlendir, en einnig koma erlendir
gestir við sögu því sænski orgelleik-
arinn Hans-Ola Ericsson leikur á
opnunartónleikum hátíðarinnar á
sunnudag, en á tónleikadagskránni
er verk sem hann hefur sjálfur sam-
ið og byggist á textum Olovs Hart-
mans. Ericsson leikur á Klais-orgel
Hallgrímskirkju í bland við hljóm
Schnittker-orgela víða að.
Negrasálmar
og þýsk sálumessa
Af öðrum tónleikum Kirkjulista-
hátíðar má nefna tónleika þeirra
Gunnars Gunnarssonar, Sigurðar
Flosasonar og Þóris Baldurssonar á
mánudag, en Gunnar mun leika á
orgel Hallgrímskirkju, Sigurður á
saxófón og Þórir á Hammond-orgel.
Á dagskrá þeirra eru negrasálmar
sem þeir munu skoða frá ýmsum
hliðum.
Föstudaginn langa flytja svo
Schola cantorum og Caput-hópurinn
undir stjórn Harðar Áskelssonar
Hallgrímspassíu eftir Sigurð Sæv-
arsson, en hún byggist á Passíu-
sálmum Hallgríms Péturssonar.
Meðal tónlistarviðburða er einnig
spunagjörningur laugardaginn 3.
apríl sem danshópurinn Hnoð og
söngkonan Ólöf Arnalds taka þátt í
ásamt hljóðfæraleikurunum Borgari
Magnasyni, Katie Buckley, Jesper
Pedersen, Ingrid Karlsdóttur, Mar-
gréti Árnadóttur og Grími Helga-
syni.
Kirkjulistahátíð lýkur 10.-11. apríl
svo með flutningi eins helsta stór-
virkis kirkjulegra tónbókmennta,
Þýskrar sálumessu eftir Johannes
Brahms, í flutningi Mótettukórs
Hallgrímskirkju undir stjórn Harð-
ar Áskelssonar. arnim@mbl.is
Kirkjulist Schola cantorum flytur Hallgrímspassíu eftir Sigurð Sævarsson, en hún er byggð á Passíusálmum Hall-
gríms Péturssonar. Caput-hópurinn tekur einnig þátt í flutningnum og Hörður Áskelsson stjórnar öllu saman.
Kirkjulistahátíð 2010
Fjölmargir viðburðir á hátíð kirkjulegrar tónlistar og
myndlistar Hefst með skrúðgöngu upp Skólavörðustíg
EINS og fram kem-
ur hér fyrir ofan
hefst Kirkjulista-
hátíð á morgun.
Hátíðin hefst kl.
10:30 með skrúð-
göngu upp Skóla-
vörðustíg að Hall-
grímskirkju með
söng og lúðraþyt,
en lagt verður upp neðst á Skóla-
vörðustíg.
Skrúðgöngunni lýkur með því að
biskup Íslands helgar aðalhurð Hall-
grímskirkju, listaverk eftir Leif
Breiðfjörð. Að því loknu verður há-
tíðarmessa í kirkjunni og frum-
fluttur verður Introitus fyrir kór,
tvo trompeta, tvær básúnur og orgel
eftir Gunnar Andreas Kristinsson.
Myndlistarsýning verður svo opn-
uð við lok hátíðarmessunnar þegar
sýnt verður verk Ólafar Nordal sem
hún vann í samvinnu við Jón Nordal
og sóknarbörn við Sjafnargötu.
Verkið, sem ber nafnið Leiðsla, er í
forkirkju og kirkjuskipi og heyrist
einnig í klukkum Hallgrímskirkju.
Söngur og
lúðraþytur
Leifur
Breiðfjörð
Tónleikar
í Hafnafjarðarkirkju
HANNA Björk Guðjónsdóttir og
Svava K. Ingólfsdóttir standa að tón-
leikum í Hafnarfjarðarkirkju í dag,
laugardag, ásamt öðrum listamönn-
um þar sem flutt verður Stabat Ma-
ter eftir Pergolesi. Í Morgunblaðinu í
gær misritaðist tímasetning tón-
leikanna en þeir verða kl. 16:00.
LEIÐRÉTT
Gunnar Gunnarsson,
Klais-orgel Hallgrímskirkju
Sigurður Flosason,
saxófónn
ÚR FJÖTRUM TIL FRELSIS:
SPUNI UM AFRÓ-AMERÍSKA SÁLMA
Nýstárleg blanda sem lyftir hug í hæðir
og spannar styrkleikaskalann frá núlli
og upp í skýin!
Miðasala
í Hallgrímskirkju
og á midi.is
kirkjulistahatid.is
Mánudagskvöldið
29. mars kl. 20
í Hallgrímskirkju
Þórir Baldursson,
Hammond-orgel
Myndlista- og hönnunarsvið
Eins árs undirbúningur fyrir nám í
hönnun - myndlist eða arkitektúr.
Umsóknarfrestur 6.apríl 2010 - FYRRA INNTÖKUPRÓF
Umsóknarfrestur 1.júní 2010 - SEINNA INNTÖKUPRÓF
www.myndlistaskolinn.is
MÓTUN - leir og tengd efni
2ja ára DIPLOMANÁM - leið til BA gráðu.
Námið er tilraunastofa þar sem efni, aðferðir og
hugmyndir mætast
Umsóknarfrestur 31.maí 2010