Morgunblaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 48
48 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
Nýtt íslenskt tískuvefrit hefur
litið dagsins ljós, Nude magaz-
ine, á slóðinni nudemagazine.is. Í
tímaritinu verður tíska og hönn-
un tekin fyrir í sinni víðustu
mynd, íslensk sem erlend, og
einnig verður myndbönd að finna
á vefnum. Fyrsta tímaritið, eða
vefritið, leit dagsins ljós í fyrra-
dag en meðal efnis í því er tísku-
vika í Kaupmannahöfn, hönnun
Alexanders heitins McQueen,
stíllinn fyrir vorið og Reykjavík
Fashion Festival.
„Þetta form býður upp á ýmsa
möguleika, gagnvirkni, vídjó, tón-
list o.s.frv. Svo geta auglýsendur
séð nákvæmlega hve margir
skoða auglýsinguna þeirra, í hve
langan tíma og hvar sé helst ýtt á
hana,“ segir í pósti um ritið en
það er komið í úrslit Gulleggsins
2010, frumkvöðlakeppni Innovit.
Íslenska tískuvefritið
Nude magazine
Fólk
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Við Djúpið, Rás 1 og
Kraumur tónlistarsjóður standa saman að verk-
efninu Leit að nýjum tónskáldum, í tengslum við
hátíðina. Auglýst var eftir umsóknum frá nýj-
um tónskáldum í byrjun árs og barst fjöldi um-
sókna, þar af nokkrar frá erlendum tónskáldum
sem telst nokkuð fréttnæmt.
Dómnefnd valdi úr umsóknum, skipuð þeim
Daníel Bjarnasyni tónskáldi og dómnefndarfor-
manni og tónskáldunum Þuríði Jónsdóttur og
Ólafi Óskari Axelssyni ásamt Dagnýju Arnalds,
listrænum stjórnanda tónlistarhátíðarinnar, og
Stefáni Jóni Bernharðssyni hornleikara.
Þremur tónskáldum var boðin þátttaka á há-
tíðinni en þau eru Finnur Karlsson, Hallvarður
Ásgeirsson og Petter Ekman og fáu þau það
verkefni að semja verk fyrir blásarakvintett.
Verkinu þarf að skila í maí. Þá fær kvintettinn,
sem samið er fyrir, verkin til æfinga og vinnslu,
blásarakvintett skipaður félögum úr Nordic
Chamber Soloists sem tekur þátt í verkefninu.
Tónskáldin mæta svo hljóðfæraleikurunum á
Ísafirði á tónlistarhátíðinni Við Djúpið og fá
tækifæri við að fullvinna verkin með tónlistar-
mönnunum.
Greipur Gíslason, framkvæmdastjóri hátíðar-
innar, segir að með þessu bjóðist nýjum tón-
skáldum einstakt tækifæri.
Hátíðin Við Djúpið verður haldin á Ísafirði
dagana 22.-27. júní. Frekari upplýsingar um tón-
listarhátíðina og dagskrá hennar má finna á
viddjupid.is. helgisnaer@mbl.is
Þrjú tónskáld valin á hátíðina Við Djúpið
Við Djúpið Frá frumflutningi á verki tónskáld-
anna þriggja sem valin voru í fyrra.
Í síðasta menningargrafi menn-
ingardeildar Morgunblaðsins kom
fram hugmynd um að stofnaður
yrði fésbókarhópurinn „Alskeggs-
apríl“. Menningarblaðamaður
stofnaði slíkan hóp skömmu eftir
birtingu og hafa margir skegg-
elskandi Íslendingar slegist í hann.
En nokkru eftir stofnun hópsins
var annar stofnaður með sama
nafni og texti menningarblaða-
manns þar afritaður, án leyfis, til
kynningar á hópnum. Þykir menn-
ingardeild þetta nokkuð undarlegt
og heldur langt gengið í að stela
hugmyndum og textasmíðum ann-
arra. Því er hér með komið áleiðis
til hins seka.
Alskeggs-apríl afrit-
aður á Fésbókinni
Sjónvarpsmaðurinn Sölvi
Tryggvason fer með Jónínu Bene-
diktsdóttur og Gunnari í Krossinum
í brúðkaupsferð, ef marka má for-
síðu helgarblaðs DV sem slær því
upp með fyrirsögninni „Sölvi með í
brúðkaupsferð“.
„Ég gleðst yfir því að geta hjálp-
að til við að selja DV í dag … Úr því
að þeir ákváðu að slá mér upp hefði
ég nú samt viljað sjá graðari fyrir-
sögn. Til dæmis: „Sölvi kúrir á
milli“ eða „Sölvi horfir á“. Góða
helgi öll :)“ segir Sölvi um þennan
uppslátt á Facebook. Annar laugar-
vörður Djúpu laugarinnar, Tobba
Marinósdóttir, stingur upp á betri
fyrirsögn: „Sölvi er skinkan í sam-
lokunni!“
Sölvi mun ætla að rita ævisögu
Jónínu, eins og fram hefur komið í
fjölmiðlum.
Gleðst yfir því að geta
hjálpað DV að selja
Eftir Hólmfríði Gísladóttur
holmfridur@mbl.is
EITT stærsta númer Blúshátíðar Reykjavíkur í ár
er án efa Mississippi-blúsarinn Super Chikan.
Hann kemur hingað ásamt bandi sínu The Fight-
ing Cocks og mun spila á Hilton Reykjavík Nordica
fimmtudaginn 1. apríl. Super Chikan fæddist
James Johnson 1951 í vöggu blústónlistarinnar í
Mississippi. Hann fékk viðurnefnið sem ungur
strákur og segist ekki svara öðru nafni í dag. „Ég
hafði það verkefni að líta eftir hænsnunum heima
þegar ég var strákur. Ég var of lítill til að elta ung-
ana, þannig að ég varð að læra að kalla í þá með
kjúklinga-kallinu. Og þá fór fólk að kalla mig kjúk-
linga-strákinn (chicken-boy).“ Það var svo þegar
hann fór að aka leigubíl og varð þekktur fyrir að
koma viðskiptavinum fljótt og örugglega á milli
staða að hann varð Super Chikan, því hann var
súper fljótur. Hann hefur svarað því nafni í 35 ár.
„Allir kalla mig því nafni, meira að segja fólkið í
bankanum,“ segir hann og hlær.
Illa farið með tónlistarfólk
Super Chikan vann við að keyra átján hjóla
trukka þegar hann byrjaði að semja tónlist. Hann
langaði að þéna meiri peninga en hann fékk fyrir
aksturinn og hann tók eftir því í tónlistarlífinu í
kringum sig að lagahöfundarnir fengu miklu betur
borgað en söngvararnir og hljóðfæraleikararnir.
„Þá vantaði lög og ég sagði að ég gæti vel samið lög
og texta. Ég ætlaði mér aldrei að syngja lögin sjálf-
ur en þeir sögðu að í flutningi annara yrðu þetta
bara orð, en að lögin væru partur af mínu lífi, væru
mér hjartfólgin og að þau væru frásögn sem ég
gæti betur komið til skila,“ segir hann.
Helstu áhrifavaldar þegar hann var að byrja að
semja voru Jimmy Reed, Muddy Waters, JohnLee
Hooker en þó sérstaklega James Brown. „Ég
hlustaði á tónlist þeirra þegar ég var að búa til
mína tónlist; reyndi að búa til einhvers konar kjúk-
lingasúpu úr þessu,“ segir hann og hlær. Super
Chikan er þekktur fyrir að vera glaðlyndur og kát-
ur en honum er ekki hlátur í huga þegar hann talar
um hvernig farið er með tónlistarfólk heima í Miss-
issippi. Hann grunaði aldrei að hann myndi slá í
gegn en það leið langur tími milli þess að tónlist
hans fór að gefa eitthvað í aðra hönd og að hann fór
að njóta ávaxta erfiðis síns. „Það er til fólk sem not-
ar svona fólk eins og mig, sem vissi ekkert um
bransann þegar ég var að byrja. Þeir nota þig í
langan tíma, lána þér peninga og steypa þér í
skuldir en græða svo á þér þrisvar sinnum það sem
þeir láta þig fá. Þeir græða helling af pening áður
en þeir segja þér að þú sért að græða peninga.
Þetta er alltaf að gerast í Mississippi.“
Super Chikan hefur aldrei lært á hljóðfæri en
segist hafa verið fæddur blúsmaður. Hann kemur
úr mjög fátækri fjölskyldu og segir að hann hafi
verið að endurnýta löngu áður en hugtakið var
fundið upp. „Alltaf þegar við hentum einhverju
hugsuðum við okkur tvisvar um og reyndum að sjá
möguleika í því sem við vorum að henda.“ Fyrstu
gítararnir sem hann eignaðist voru rusl sem aðrir
höfðu losað sig við og hann hefur alla tíð unnið með
hljóðfæri sem hann hefur sjálfur búið til úr afgöng-
um frá öðrum.
Syngur um lífið
Í dag selur hann endurunna gítara á heimasíðu
sinni; hver og einn er búinn til úr hlutum eða brot-
um af notuðum gíturum og hefur sitt eigið einstaka
hljóð. Gítararnir eru fagurlega skreytt listaverk og
kallar hann þá Chiktars. Super Chikan segir það
ekki auðvelt að láta þá frá sér eftir að hafa lagt svo
mikla alúð í þá. „Ég reyni að verðleggja þá þannig
að enginn tími að kaupa þá. En þeir seljast samt,“
segir hann hálfdaufur en hlær svo við.
Super Chikan hefur ferðast um allan heim og
segist hafa farið mörgum sinnum póla á milli. Hann
hefur spilað fyrir forseta og aðra þjóðhöfðingja og
er einnig frægur fyrir að hafa túrað um Bretland
með Steven Seagal og fyrir að vera uppáhalds-
blúsari Morgans Freemans. Um þessar mundir
ferðast hann með bandinu The Fighting Cocks en
dóttir hans spilar í sveitinni og er Super Chikan
raunar eini karlkyns meðlimur bandsins. Hann
segir að sér hafi alltaf þótt auðveldara að umgang-
ast konur, enda séu þær skilningsríkari en karl-
menn og hafi stærra hjarta. „Lögin mín eru um það
sem hefur gerst í mínu lífi og það sem ég sé gerast í
lífi annara. Ég velti því alltaf fyrir mér af hverju öll
þessi blúslög væru um konur og kynlíf. Lífið er svo
margt annað. Því svo er alltaf verið að niðurlægja
þær. Ég ólst upp án pabba og lærði fljótt að karl-
menn hafa harðari hjörtu. Konur eru örlátari á
tíma sinn, athygli og umhyggju.“
Blúsari af guðs náð
Mississippibúin Super Chikan spilar á Blúshátíðinni sem hefst í dag Lærði
aldrei á hljóðfæri og smíðar eiginn gítara Segir lífið meira en konur og kynlíf
Fæddur í þetta Super Chikan leikur á heimasmíðaðan Chiktar. „Ég reyni að verðleggja þá þannig að
enginn tími að kaupa þá. En þeir seljast samt,“ segir hann í gamansömum tón í viðtalinu.
Kvennaveldi Jamiesa Turner, trymbillinn í The
Fighting Cocks, sveit Super Chikan.
Blús í miðbænum laugardaginn 27. mars
Blúsgjörningur á Lækjartorgi kl. 13 The
flying white Cadillac over the
House of Blues. Akstur blúsvagna Krú-
serklúbbs Reykjavíkur kl 13.15 og bílasýn-
ing í bílakjallara Ráðhússins frá kl. 14.
Setning í Ráðhúsi Reykjavíkur kl 14 og til-
kynnt um heiðursfélaga Blúsfélags Íslands.
Klúbbur Blúshátíðar á Café Rósen-
berg
27. mars - 1. apríl Nánari dagskrá má
nálgast á blues.is. Fjöldinn allur af inn-
lendum og erlendum blúsurum mun troða
upp.
Sunnudagur 28. mars kl. 20 í Fríkirkj-
unni Fjórar dívur; Deitra Farr, Kristjana
Stefáns, Ragnheiður Gröndal og Brynhild-
ur Björnsdóttir. Davíð Þór Jónsson leikur
á flygil.
Þriðjudagur 30. mars kl. 20 á Hilton
Reykjavík Nordica Hotel
Deitra Farr. Þessi stórkostlega blús-
söngkona frá Chicago tryllir gesti Blúshá-
tíðar. Einnig leikur Nordic All Stars Blues
Band.
Miðvikudagur 31. mars kl. 20 á Hilton
Reykjavík Nordica Hotel
Billy Branch. Goðsögn úr Chicago-
blúsnum; fyrrverandi munnhörpuleikari
Willie Dixon og Chicago Blues All Stars.
Með honum leika Blue Ice band og Ragn-
heiður Gröndal.
Fimmtudagur 1. apríl, skírdag kl. 20 á
Hilton Reykjavik Nordica Hotel
Super Chikan and the Fighting Cocks.
Miða má nálgast á midi.is.
Dagskrá Blúshátíðar