Morgunblaðið - 27.03.2010, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
Ísinni ómissandi reisubók um Bandaríkin,Travels With Charlie (’62), eyðir meist-ari John Steinbeck drjúgum tíma í aðlýsa nýjung sem hann telur að eigi eftir
að leysa húsnæðisvamdamál hinna vinnandi
stétta þar vestra, ekki síst farandverkamanna.
Nýjungin er hjólhýsin, sem þá voru að byrja að
breiðast út um landið. Þar varð nóbelsskáldinu
á í messunni því á þeirri hálfu öld sem liðin er
síðan hafa hjólhýsahverfin almennt breyst í fá-
tækrahverfi sem einkum hýsa olnbogabörn og
undirmálsfólk. Slíkt byggðarlag smælingja er
bakgrunnur Kóngavegar, meinfyndinnar
tragikómedíu Valdísar Óskarsdóttur.
Hverfi sem þessi eru ekki til á landinu bláa
nema talin sé með hjólhýsabyggðin á Laugar-
vatni, hverfið var byggt „frá grunni“ af bráð-
snjöllum leikmyndahönnuðum myndarinnar,
Gunnari Pálssyni og Harry Jóhannessyni. Ár-
angurinn minnir á faglega lausn Árna Jóhanns-
sonar í Djöflaeyjunni. Niðurnítt slömm með
niðurníddum íbúum.
Persónurnar eru margar og misjafnar á
Kóngavegi, þar sem BB (Ingvar Eggert Sig-
urðsson), er staðarhaldarinn sem annast dag-
legan rekstur þessa rytjulega samfélags fyrir
eigandann, Senior (Sigurður Sigurjónsson).
Fyrrverandi vafasaman kaupsýslumann sem
spilaði rassinn úr buxunum í bankahruninu en
komst undan með þýfi sem er í vörslu móður
hans, Maríu (Kristbjörg Kjeld), Hann býr með
ljóshærðri bimbó (Nanna Kristín Magnús-
dóttir), en rót kemst á heimilislífið þegar Júní-
or sonur hans (Gísli Örn Garðarsson), birtist
allslaus og vel það að utan eftir þriggja ára
fjarveru ásamt „vini“ sínum Rupert (Daniel
Brühl).
Hér hefur aðeins verið talið brot þeirra
hornreka sem búa innan við rislága girðingu
Kóngavegar, sem státar m.a. af undarlegum
bræðrum (Ólafur Darri Ólafsson og Ólafur Eg-
ilsson), Önna (Björn Hlynur Haraldsson)
drykkfelldum og hæfileikarýrum tónlistar-
manni, sem hokrar við þröngan kost í einum
hjólhýsagarminum ásamt Rósu (Nína Dögg
Filippusdóttir), þungaðri kærustu sinni.
Valdís er með afburðaleikara í hverju einu
og einasta hlutverki og það er engin spurning,
hópurinn er aðal myndarinnar. Kóngavegurinn
á einnig fína spretti í handriti því það er á köfl-
um bráðfyndið með dúndurgóðum tilsvörum.
Yfirbragðið á þessu undirmálsfólki þjóðfélags-
ins er vel samhæft og í anda ásigkomulagsins á
þessum griðastað landeyða sem ber þetta tígu-
lega öfugmæli, Kóngavegur.
Valdís og hennar góða fólk hafa skapað ný-
stárlegan heim, fjarri glaumi og gleði því flestir
eru vansælir og ónógir sjálfum sér og með ör-
stuttan kveikjuþráð. Myndin líður lítillega fyrir
alvöruþunga dramans en það er jafnan fljótt að
kúvenda á ný inn í kómedíuna og það er maka-
laus, fersk skemmtun að fylgjast með þessum
mennska, vesældarlega dýragarði, sem hreyk-
ir sér líka af sómafólki sem hefur af einhverjum
ástæðum orðið undir í lífsgæðakapphlaupinu.
Rétt eins og þjóðin sem býr utan við „bæjar-
mörkin“.
Kóngavegur er annað leikstjórnarverkefni
gæðaklipparans Valdísar og engin spurning að
hún hefur tekið framförum sem slíkur. Mér
finnst hún einkum eftirtektarverð sem hnytt-
inn handritshöfundur og stjórnandi leikara-
hópsins. Tónlistin, sem er að mestu eftir Lay
Low og Sugar Cubes, samfléttast þessum und-
arlega, vel filmaða heimi, Kóngavegi, sem á eft-
ir að gleðja okkur næstu vikurnar, engin
spurning.
Smárabíó, Háskólabíó,
Borgarbíó Akureyri
Kóngavegur
bbbmn
Leikstjóri og handritshöfundur: Valdís Ósk-
arsdóttir. Aðalleikarar: Gísli Örn Garðarsson, Dani-
el Brühl, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ólafur Darri
Ólafsson, Ólafur Egilsson, Nína Dögg Filipp-
usdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sig-
urðsson o.fl. 100 mín. Ísland, 2010.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Kóngavegur Ólafur Darri og Ólafur Egilsson í́ hlutverkum sínum.
Hjólhýsahyski og annað forvitnilegt fólk
SÝND Í REGNBOGANUM
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA-
HHH
-Dr. Gunni, FBL
HHHH
-H.S.S., MBL
HHHH
-Ó.H.T. - Rás 2
Earth kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Shutter Island kl. 3 - 6 - 9 B.i. 16 ára
Daybrakers kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára
The Good Heart kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára
Nikulás litli kl. 4(650kr) - 6 LEYFÐ
Kóngavegur kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:15 B.i.10 ára
Lovely Bones kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára
Daybreakers kl. 8 B.i.16 ára
The Good Heart kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.10 ára
Precious kl. 3 - 5:30 B.i.12 ára
Loftkastalinn sem hrundi kl. 10:15 B.i.14 ára
Mamma Gógó (síðustu sýningar) kl. 3:30 LEYFÐ
Kóngavegur kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára
Bounty Hunter kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára
Nanny McPhee kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í REGNBOGANUM
STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA
Á MARTIN SCORSESE MYND
SÝND Í SMÁRABÍÓI
HHHH
-Roger Ebert
HHHH
-EMPIRE
HHHH
-S.V., MBL
HHH
-Þ.Þ, FBL
SÝND Í REGNBOGANUM OG HÁSKÓLABÍÓI
FRÁBÆR MYND Í ANDA
“THE MATRIX” OG “28 DAYS LATER”
ÁRIÐ ER 2019 OG VIÐ ERUM VERÐMÆTASTA AUÐLINDIN
BARÁTTAN MILLI MANNKYNSINS
OG HINNA ÓDAUÐLEGU ER HAFIN
TÖFRANDI SKEMMTUN
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
Emma Thompson
HHHH
„Bráðfyndin og ákaflega vel leikin...”
- Þ.Þ., FBL
Ógleymanleg mynd í ætt við meistaraverkið
Ferðalag keisaramörgæsanna
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m