Morgunblaðið - 27.03.2010, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 27.03.2010, Qupperneq 56
Hönnuðirnir Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir eru um þessar mundir að hefja vinnu við bók Benedikts Gröndals, Íslenzkir fuglar. Handrit bókarinnar hefur legið í mörg ár í skjalaskáp hjá Náttúru- fræðistofnun og mun nú koma fyrir augu almennings í fyrsta sinn. Til stendur að gefa út tvær útgáfur af bókinni, annars vegar sérstaka há- tíðarútgáfu í takmörkuðu upplagi og hins vegar almenna útgáfu. „Við ætl- um að finna einhverja leið til að búa til fallega bók sem er ekki of dýr og verður aðgengileg fyrir alla,“ segir Snæfríð. Myndirnar í bókinni eru ákaflega fallegar og nákvæmar og löngu kom- inn tími til að gefa verkið út. „Bene- dikt hefur svo mikla þýðingu fyrir svo marga, en af mismunandi ástæð- um. Náttúrufræðingar og sagnfræð- ingar til dæmis tengjast honum af mismunandi ástæðum en hann hefur skírskotun til svo margra.“ Kristján B. Jónasson, útgefandi hjá Crymogeu sem gefur verkið út, segir textann sem fylgir bókinni vera dæmigerðan fyrir Benedikt, en í inn- gangi bókarinnar skammast hann út í áhugaleysi Íslendinga um útgáfu bókarinnar. Orðrétt segir Benedikt: „Ég lagði myndirnar einu sinni fram á alþíngi, en þar var ekki litið við þeim, því síður að þær væru mér til nokkurrar meðmælíngar.“ Hann seg- ist enn fremur hafa sýnt þær útlendingum og að þeir hafi lofað þær og kunnað betur að meta en sam- landar hans. Rætt er við Snæfríði og Hildigunni í Sunnudagsmogganum um verð- launahönnun þeirra á Flora Islandica eftir Eggert Pétursson. Íslensk flóra og fuglar  Fengu verðlaun fyrir Flora Islandica og vinna nú bókina Íslenzkir fuglar Skógarþröstur Teikningar Benedikts eru bæði nákvæmar og fallegar. LAUGARDAGUR 27. MARS 86. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Umheimurinn hræðist Kötlugos 2. Hraunstraumur að Hvannárgili 3. Hraunið komið í tvo farvegi 4. Varað við banvænum eiturgufum  Sæbjörn Valdimarsson rýnir í Kóngaveg Valdísar Óskarsdóttur. Hrósar hann sérstaklega leikurunum, segir þá aðal myndarinnar og að hand- ritið sé jafnframt bráðfyndið. »50 „Undarlegur, vel filmaður heimur“  Í ljósi elds- umbrota á Fimm- vörðuhálsi þótti Helga Björns til- hlýðilegt að „ræsa Kröflu“ eins og hann orðar það og sleppa ball- skrímslinu Síðan skein sól, lausu. Sveitin leikur á Spot í kvöld og heldur síðan vestur til Ísa- fjarðar og heldur árlegt páskaball í Edinborgarhúsi á páskadagskvöld. Síðan skein sól ætlar að rokka um páskana  Dansmyndin Uniform Sierra eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur var valin á dans- myndahátíðina Loikka í Helsinki. Einungis tíu myndir voru valdar til sýningar á opnum hluta hátíðarinnar. Uniform Sierra hefur verið sýnd á hátíðum á Spáni, Noregi og Íslandi og var m.a. valin besta myndin á Actfestival í Bilbao. Dansmyndin Uniform Sierra til Finnlands FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-15, en 15-20 við suðurströndina. Rigning eða slydda S-lands, en stöku él fyrir norðan. Á sunnudag Austanátt, 15-20 m/s við suðurströndina, annars víða 8-15. Slydda eða rigning á sunn- anverðu landinu og dálítil él fyrir norðan. Hiti 0 til 5 stig, en 0 til 5 stiga frost N- og A-lands. Hamarskonur úr Hveragerði náðu í gærkvöld undirtökunum í einvíginu við KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með því að vinna þær örugglega í Vesturbænum, 92:79, í fyrsta úrslitaleik liðanna. Í átta liða úrslitum karla var líka um útisigra að ræða, Snæfell sigraði í Grindavík og Njarðvík lagði Stjörnuna í Garðabænum. »2-3 Hamar vann fyrsta úr- slitaleikinn gegn KR Guðmundur Þ. Guðmunds- son, landsliðsþjálfari í handknattleik, fær það hlut- verk að koma nýja stjörnu- liðinu í Danmörku, AG Kö- benhavn, í fremstu röð í Evrópu. „Ég verð ábyrgur fyrir árangri liðsins. Sé um alla áætlanagerð varðandi framtíðina, legg drög að því hvaða leikmenn við eigum að fá til liðsins, “segir Guð- mundur. »1 Á að koma AG á toppinn í Evrópu Íslenska kvennalands- liðið í fótbolta mætir Serbum í undankeppni heimsmeistaramótsins klukkan 14 í dag. Leikið er í serbneska smábæn- um Banatski Dvor þar sem aðstæður eru ekki upp á það besta. Völlurinn, stúkan og bún- ingsklefarnir eru langt frá því að sæma leik í svona keppni. Margrét Lára Viðarsdóttir var í vandræðum vegna meiðsla á æfingu í gær og tvísýnt er hvort hún nái að taka þátt í leiknum. Fylgst verður með gangi mála á mbl.is í dag. »1, 4 Slæmar aðstæður og tvísýnt með Margréti Bragi V. Bergmann á Akureyri mælir með elstu boltaíþrótt í heimi, að fitla við kúlurnar, eins og mælt hefur verið með í auglýsingum undanfarið í herferð Krabbameinsfélags Íslands, Karlar og krabbamein. Hann segir frá því í Sunnudags- mogganum í dag að slíkt hafi orðið til þess að hann fann æxli í öðru eista. „Við hjónin horfðum á auglýsingu þar sem Þor- steinn Guðmundsson hvatti karlmenn til þessarar íþróttar og konan mín nefndi að þetta þyrfti ég að gera. Ég tók hana á orðinu þegar ég fór í heita pottinn síðar um kvöldið. Kannaði þá málið og dauðbrá, fann að vinstra eistað var miklu stærra en það hægra og að auki glerhart viðkomu.“ Bragi viðurkennir að hann hafi orðið skít- hræddur enda var hann algerlega einkennalaus og hefur alla tíð verið heilsuhraustur og aldrei kennt sér meins. Ómskoðun leiddi í ljós að illkynja æxli var í eistanu og það var fjarlægt aðeins viku eftir heitapottsferðina. Bragi leggur áherslu á að þetta eigi ekki að vera feimnismál og hann sagði samstarfsfólki sínu öllu strax frá hvers lags væri. Hann segir húmorinn einnig mikilvægan í þess- um málum. „Ég held til dæmis að herferðin Karl- ar og krabbamein sé mjög vel heppnuð vegna húmorsins.“ Niðurstöður blóðrannsókna eru enn ekki komnar en Bragi er bjartsýnn. „Því fyrr sem krabbamein finnst, því betra. Þess vegna eru lík- urnar með mér. Þetta hefur verið mikil lífsreynsla og fær mann til að hugsa hlutina upp á nýtt.“ Þakklátur fyrir áminninguna Ófeiminn Bragi leggur áherslu á opna umræðu.  Illkynja æxli fjarlægt viku eftir að sjónvarpsauglýsing varð til að það fannst  Þakkar herferðinni Karlar og krabbamein fyrir að hafa uppgötvað meinið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.