Austri - 01.11.1956, Blaðsíða 4

Austri - 01.11.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Neskaupstað, 1. nóvemb'er 1956. Nær og fjœr *******sr>*>#0> Ör fjölgun sláturfj ár á félags svæði Kaupfélags Héraðsbúa Sjósókn hefur verið lítdl frá Neskaupstað í októbermánuði vegna stöðugra ógæfta. Tveir vélbátar fóru á sjó á mánudaginn og var afli dræmur. Flestir bátarnir ligga í heima- höfn. Gullfaxi stundar rekneta- veiðar í Faxaflóa og hefur aflað vel þegar gefið hefur, en ógæftir hafa hamlað veiði. Huginn er nú í Danmörku, þar sem verið er að skipta um vél í bátnum. Sú gamla, sem reyndar var nærri ný, reynd- ist gölluð. Goðanesið er nú í Þýzkalandi og seldi afla sinn í gær fyrir 71000 mörk. Móðgaður mjólkursali: „Hvort mjólkin sé ný! Fyrir fjórum klukkustundum var hún gras“. Undanfarin ár hafa víða um land verið gerðir flugvellir fyrir sjúkraflugvélar eða merktiij gjálfgerðir flugvellir í þessu skyni. Skapast af þessu mikið öryggi og oft hafa vellir þessir komið í góðar- þarfir, er slys eða bráða sjúkdóma hefur borið að höndum. Hér Austanlands geta sjúkraflugvélar víða lent. Nú er byrjað, eða áformað, að gera sjúkraflugvelli við Starmýri, Djúpavog og Heydali í Breiðdal. Nærri lokið er byggingu veg- legs sjúkrahúss í Neskaupstað og standa vonir til að starfsemi sjúkrahússins hefjist innan tíðar. Ráðinn hefur verið yfirlæknir, Elías Eyvindsson, víðkunnur maður í sinni grein með merkan náms- og starfsferil að baki. Olíufélagið h. f. hefur hafið undirbúning að því að reisa geymi fyrir dieselolíu í Neskaupstað. Mun hann rúma um 350 smálestir. Togarinn Isólfur kom tiýlega úr „klössun" frá Þýzkalandi. Við- gerðin kostaði um 700 þús. kr. enda hefur heildarviðgerð á skip- inu ekki verið gerð sl. 8 ár. Skip- ið fór strax á veiðar, en svo illa tókst til að spil skipsins bilaði og hefur togarinn tafizt í Reykjavík í 10 daga vegna viðgerða á því. Verið er að athuga hvort skipa- smíðastöðin, sem viðgerðina gerði í Þýzkalandi, er bótaskyld fyrir óhapp þetta. Nýlega lauk haustslátrun í sláturhúsum Kaupfélags Héraðs-t búa. Slátrað var 31.750 fjár, en í fyrra var tala sláturfjár liðlega 27.000. Frá árinu 1953 hefur sáturfé stórlega fjölgað, komst það ár niður í 15.606 og hefur því liðlega tvöfaldazt á fjórum árum. Veldur hér mestu um, að með bólusetningu ungfjár hefur tekizt að sigrast á gamaveikinni, sem hafði breiðst nálega um allt Hérað og hvarvetna valdið stór- tjóni. Þá hefur aukin ræktun og fjárhúsbyggingar gert bændum fært að fjölga fé sínu, sem raun er á og gera menn sér vonir um að svo haldi fram næstu ár. Meðal fallþungi dilka var 14.42 kg. og hefur aukizt lítillega frá því í fyrra, var þá 14.36 kg. Dilkar reyndust, að sögn, mun vænni vestan Fljóts eti austan, enda virðist þar sauðland betra. Af Jökuldal komu þyngstu dilk- arnir og hæstu meðalvigt 18.86 náðu 141 dilkur Halldórs Sigurðs- Heim skal halda Fréttastjóri Þjóðviljans sneri á sl. sumri sinni för austur til Rússlands. Um reisu þá getur að fræðast í greinum mörgum og trúverðugum, er fréttastjórinn reit í blað sitt, gæfusamlega heim kominn. Má þar lesa, að hann lagði sína leið að sið fornra víkinga, um Eystrasalt. Hafði hann landsýn af tanga þeim við Fitinland er nafn hefur hlotið af borginni Hangö. Hófu þá sænskir reisufélagar að uppfræða hinn hánorræna víking um, að þar hefði hinn „austræni fjándi“ her-i stöð átta. Þótti honum það lítil tíðindi en hin mikil er hann herm- ir okkur fáfróðum löndum sínum að hersetumenn hafi fljótlega fundið að heimamönnum þótti herseta þessi eigi ástsamleg og hefðu þeir ekki fyrr formerkt að pakka til útflutnings vænati farm Isólfs af Grænlandsmiðum. sonar, Brú. Þyngstir og nálega jafnir voru tveir sammæðra tví- lembingar, fyrirmálslömb en gengu báðir undir sömu ánni. Vóg annar 62 kg., eli hinn 62 y2 kg. lifandi, en fallþungi hvors um sig reyndist 27 kg. Mun sá kropp- þungi með fádæmum mikill. Eig- andi dilkanna var Einar H. Elí- asson, Eyjaseli, Hlíð. Sj á varútregsmál Framhald af 2. síðu. þann stjórnmálaflokk, sem hann var málsvari fyrir. Nú er ennþá svo komið, að út- gerðarmerJi sjá sér ekki fært að hefja vertíð eftir n. k. áramót, að óbreyttum aðstæðum. Viðræður munu hafnar milli LlO og ríkis- stjórnarinnar um rekstursgrund- völl fyrir útgerðina á næsta ári. Vonandi ber hin nýja ríkis- stjórn gæfu til þess að finna ein- hverja leið til varanlegrar lausn- l þann andbyr landsbúa, er þeir samansöfnuðu síniun tólum og með vinabros á vör eftirlétu landsbúum skika þennan. Trúverðugheit Ekki er þess að vænta að ó- sannsögulir menn heima fyrir leggi af óvat.ida þann á ferðalög- um og enginn skyldi áfellast fréttastjórann fyrir það, þótt at- burðir brenglist í hugskoti myrkv. uðu af hatursfullri ofsatrú. Sann-( leikur þessarar frásagnar er sá, að eftir lok árásarstríðsins 1940, lirifsuðu Rússar til sín borgina Hangö ásamt nágrenni. Næsta sumar voru þeir hraktir þaðan eftir snarpar, blóðugar orustur og létu þá fyrst undan síga, er svo hafði verið að þeim þjarmað, að frekari vörn var vctilaus. — En hverju skiptir sannleikurinn fréttastjórann hjá því að vera trúr sinni köllun. Niður með kúgarana — upp með kúgarana Islendingar hafa ríka samúð með þeim þjóðum sem nú eru á svipaðri frelsisgöngu og þeir sjálfir hófu á síðustu öld. Blað fréttastjórans hefur verið „brennandi í andatium" og rétti- lega fordæmt af orðsins kyngi- krafti þá ófrelsisfjötra, sem ýms- ar vestrænar þjóðir hafa hneppt í lönd mörg og lýði. En austur stefndi fréttistjórinn sinni för og Heyrt á sjómannabar: „Hjónabandið er eins og höfn, þar sem tvö skip mætast“. „Rétt segir þú, vinur sæll, en ég var bara svo óheppinn að mæta þar herskipi". Á Seyðisfirði hefur næg at- vinna verið. Auk venjulegra haustanna, hafa margir unnið við byggingarvinnu og undirbúöing síldar til útflutninga. Nú *r verið Fyrirhugað er að endurbyggja sildarbræðsluna á Seyðisfirði, þannig að vinnsluafköst verði 1250 mál á sólarhring og hægt um vik að auka afköstin um helming síðar. Síðasta AJþingi heimilaði ríkisábyrgð fyrir 1V2 milljón króna láni til þessara fram- kvæmda auk 1 milljón kr. lán til kaupa á verksmiðjunmi sem Seyðisfjarðarkaupstaður hefur nú keypt. Á PALLSKÖRINNI ar á þessu mikla v < .öamáli, en neyðist ekki til að grípa til vandræðaaðgerða, sem eftir lítinn tíma leggjast sem baggi á út- gerðina í aukinni dýrtíð. Því er haldið fram af stjórn- málamönnum að bátagjaldeyris-i álag og framleiðslusjóðsgjald hækki ekki kaupgjald, þar sem sem skattar þessir leggist ekki á nauðþurftir. Þetta er mjög vafa- söm ályktun, því að íslenzk al- þýða sættir sig ekki lengur við það, að hafa aðeins „til hnífs og skeiðar'í, heldur gerir einnig kröfu til rýmri lífskjara. Hljóta því launastéttirnar að miða kaup- kröfur sínar við fjölmörg lífs- þægindi, en á þau leggjast áður- nefndar álögur með fullum þunga. Um tiltækar leiðir til varan- legrar lausnar á þessu mikla vandamáli, verður ekki bent að þessu sinni. Frá blaðinu Myndamót að nafni blaðsins barst ekki í tæka tíð, varð því að uotast við hversdagslegri höfuð- búnað í þetta sinn. mátti ætla, að nú skyldi að því gáð, hvort nokkurs staðar þar væri skert frelsi eða réttur lítil- magnans. Um það er fréttastjór- inn fáorður. Þeir, sem vas.izt höfðu frásagna um kosningafyrir-i komulagið austur þar, eru litlu nær. Enginn fær um það að vita hvort kosningabandalög eru þar tíðkanleg, eða hve mikill meiri- hluti íbúa Austur-Karelen eða austurhéraða Póllands lýstu sig fylgjandi innlimuninni í Ráð- stjómarríkin. Eða heyrði frétta- maðurinn nokkuð um, hvort ein- hverjir í Eystrasaltslöndunum hefðu greitt atkvæði gegn upp- tökubeiðninni í Ráðstjómarríkja- sambandið á sínum tíma? Fáið yður sæti, Herra Bjarnason Þótt fréttastjórinn sé það glöggskyggn, að skýjabólstrar Ipysist sundur fyrir fránum sjónum haias, þannig að hann megi glögglega greina úr flugvél auðuga og lífsglaða samyrkju- bændur á steppum Rússlands, þar sem áður snapaði horað tötrum- vafið leiguþý hins rússneska há- aðals, verður að efast um, að dómur hans sé þyngri á metun-) um, en íbúa leppríkjanna, sem nú um 10 ára skeið hafa dregið að sér lífssæld og andams frelsi hins kommúnistíska þjóðskipulags, en þó fórna nú lífi og limum í von- lausri, blóðugri baráttu gegn inn- lendum og erlendum herjum, bún- um rússneskum morðvélum. Vera má, að sú frelsishreyfing, sem nú fer um Austur-Evrópu verði kæfð í blóði og kúgurunum heppn. ist um sinn að sitja að völdum á rússneskum byssustingjum. Vel færi fréttastjórsnum að fá sér sæti við þeirra hlið.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.