Austri


Austri - 18.09.1957, Blaðsíða 1

Austri - 18.09.1957, Blaðsíða 1
Fjórðimgsþing Austurlands gerði samþykktir um helztu framfaramál fjórðungsins Fjórðungsþing Ausurlands var haldið að Egilsstöðum 14. og 15. þ. m. Þingið sátu eftirtaldir 11 fulltrúar úr sýsum og kaupstöð- um f jórðungsins: Seyðisf jarðarkaupstað: Gunnþór Bjömsson, bæjargj.k. Gunnlaugur Jónass. bankagj.k. Jóhannes Sigfússon, bæjarstj. N-Múlasýslu: Erlendur Björnsson, sýslumaður Þorsteinn Sigfússon, bóndi Sandbrekku Gísli Helgason, bóndi Skógar- gerði. S-Múlasýslu: Pétur Jónsson, bóndi Egilsst. Lúðvík Ingvarsson, sýslumaður. Neskaupstað: Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri Eyþór Þórðarson, kennari Vigfú's Guttormsson, verkam. Þingið gerði ályktanir í ýmsum málum og var efni þeirra sem hér greinir: 1. Vegamál. Hraðað yrði lagn- ingu Ausurlandsvegar milli Víði- dals og Skjöldólfsstaða, endur- bættur vegur til Páskrúðsjarðar og gert bílfært milli Stöðvarfjarð- ar og Breiðdals. Lokið verði vega- gerð milli Hallormsstaða og Hrafnkelsstaða í Fljótsdal, Öxi verði sem fyrst gerð bílfær, kapp lagt á vegagerð milli Héraðs og Vopnafjarðar um Hellis- eða Smjörvatsheiði. Ný brú verði byggð á Eyvindará á Héraði. Þá lagði þingið á það áherzlu, að snjó væri rutt af helztu fjallvegum, Oddsskarði, Fagradal og Fjarðar- heiði, haust og vor og eftir föng- um af vegum á láglendi að vetr- arlagi. Talið var mjög æskilegt, að komutími flugvéla til Egils- staða væri fastákveðinn daglega og látið vita símleiðis árla flug- dags, ef út af þarf að bregða. Þá var mótmælt vegagerð yfir Mið- hálendið, meðan ólokið er helztu vegum innan fjórðungsins og upp- byggðum vegi til Norðurlands. 2. Símamál: Þingið minnti sínia- málastjórnina á vanefnt loforð um bætt símasamband við Aust- urland og skoraði ennfremur á hana að gera breytingar á gjald- skrá símans þannig, að sajna gjald verði milli landshluta um land allt og jafnvel að sama gjald komi fyrir öll símtöl, utan bæja- og sveitasíma alls staðar á land- inu. 3. Póstmál: Þingið ítrekaði fyrri samþykktir um þörf þess, að flytja böggla- og blaðapóst með flugvélum í Egilsstaði. 4. Bankamál: Þá var og ítrekuð margendurtekin krafa um, að sett verði á stofn á Egilsstöðum útibú frá Búnaðarbanka Islands. 5. Skógræktarmál. 1 ítarlegri og rökstuddri ályktun um skóg- græðslu var skorað á Alþingi að auka svo fjárveitingu til skóg- ræktarinnar, að unnt verði að gróðurs.'itja allt að 1 milljón barrtrjáa árlega í það skóglendi, sem þegar er í eigu ríkisins og benti þingið sérstaklega á birki- skóglendið á Héraði, sem heppi- legt fósturland og skjól á fyrsta vaxtarskeiði nytjaskóga framtíð- arinnar. 6. Stjórn þingsins var falið að koma á fót Sögufélagi Austur- lands á grundvelli boðsbréfs, er stjórnin hefur samið. 7. Avinnumál: Stjórn þingsins Maddama úr Moskvureisunni sendir Austurlandi athugasemd við frásögn Austra af þeirri frægu landgöngu friðarpílagrímanna í t Neskaupstað. Er í dömunni lítt I skiljanlegur habítur, nýkominni úr blíðum friðarþey austursins. Þykir henni frásögn vor harla kjánaleg og orðbragðið „þriðja flokks“ á köflum. Ekki er oss það sársaukalaust að hin hlýlega heilsun vor er svo vanmetin og hraklega slæmd, eink- um að orðbragðið skuli svo illa fokkast. Höfum vér heyrt, að ann- ars flokks ket sé sæmileg vara, þriðja flokks sínu lakari og má þá gjörla sjá hvursu afleit frá- sögn vor hefur verið, sé flokkun friðardúfunnar úr Eyjum gjörr eftir svipuðum reglum. Hörmum vér það sáran, að ekki skyldi hún stíga nettum fæti á grýtta strönd Norðfjarðar. Hefðum vér þá gjörla vitað „hvurs flokks" kvenmaður var falið að fylgjast með störfum a tvinnutækjaHefndar ríkisins |Og þeim tillögum, er hún kann að gera varðandi Austurland. Þá skoraði þingið á Alþingi að skipa nefnd manna til athugunar á möguleik- um á lánum erlendis til virkjunar á fallvötnum landsins með stór- iðju fyrir augum og taldi, að slík starftæki ætti að staðsetja þann- ig að til jafnvægis mætti horfa í bvggð landsins. 8. Þangið endurtók fyrri kröfu um að landinu yrði sem fyrst sett lýðveldisstjórnarskrá. Taldi þing- ið að í þeirri stjórnarskrá yrði að gera ráð fyrir, að landinu verði skipt í sterkar félagsheildir, fjórð- unga og héröð, með allvíðtæku sjálfsforræði og íhlutun um skipt ingu og ráðstöfun atvinnutekna og gjaldeyris, er skapast á hverju slíku sjálfstjómarsvæði. Þingið fól stjórn sinni að fara. í haust til Reykjavíkur og fylgja fram eftir föngum samþykktum þingsins við þau stjómarvöld er hlut eiga að máli. Stjórnin var endurkjörin, en hana skipa: Gunnlaugur Jónasson. Bjarni Þórðarson. Erlendur Bjömsson. Lúðvík Ingvarsson. hefði oss og Rússum heimsókn gjörva. Var og ástæðulaust frá að snúa er nóg var pláss í líkhúsinu svo sem maddömuna virðist hafa grunað. Hefði hún þá, sem aðrir þardveljendur fundið hve unaðs- leg sálubót dvölin þar var og nán- ari útlistun á niðurlagi vorrar fá- tæklegu frásagnar orðið óþörf — og Austurland misst nöldrið sitt, — en „vertu velkomin þegar þú viit“ heillin og kvefpestin er á sæ rokin. Þá finnst oss óþarft að véfengja að embættismenn hafi snúið sér að sínum skyldustörfum, þótt freistingar sæktu að, er dvölin um borð lengdist. Hefði og G. Gunn- arsdóttur veriði þægara en oss fjarstöddum að veita vorum með- bræðrum styrk að standast þau fláráðu vélabrögð er að sókti í þeirri þýzkulegu fleytu — á langri 1 sjóferð og dægurlangri legu. Sundkeppnin Samnorrænu sundkeppninni lauk sl. sunnudag. 1 Sundlaug Neskaupstaðar synti 401 til- skylda vegalengd, þar af 344 bæj- arbúar og er þá hlutdeild þeirra 25.7% af fólksfjölda í kaupstaðn- um. Er þetta mun minni þátttaka en í síðustu keppni, en þá syntu hér 613 manns þar af 528 bæjar- búar. Yngsti þátttakandi var Sess- elja Ingjaldsdóttir 6 ára. Af eldra fólki þreyttu fáir sundið, af körl- um var Björn Ingvarsson „full- orðna:stur“ 59 ára en af konum Ingibjörg Sigurðardóttir. Þátttaka karla var nokkru rneiri, en kvenna, eða 194 karlar rnóti 150 konum. Einungis 30 sjó- menn syntu sína 200 metra. Ýmsar orsakir munu til þess liggja að þátttaka var lakari nú en áður. Stutt er síðan samskon- ar keppni var háð og áhugi al- mennings því lítill. Vegna vatns- skorts var sundlaugin hér lokuð taisverðan hluta keppnistímabils- ins. Þá drógu margir fram á síð- ustu stund að synda, en um þær mundir var hér napurt kuldakast og laugin aðeins 13—15 stiga hsit, sem gaf ý-msum frambærilega á- tyllu til að slá að fullu frá sér tilhugsuninni um sjóferð þá. Lögmálið ? Ritstjóri Austurlands blæs mik- inn um þau lögbrot er framin voru er friðarfleytan kom til Nes- kaupstaðar. Endurprentar hann langa lagagrein til sönnunar sín- um fullyrðingum, en verður það á að grípa til gainalla laga, er numin voru úr gildi fyrir nokkr- um árum. Sannleikurinn er sá, að tollþjónn, sem samtímis er full- trúi sóttvarnarnefndar, á að fara fyrstur um borð í skip, sem koma utanlands frá. Skal þá skipstjóri og einnig skipslæknir skýra full- trúa sóttvarnarnefndar frá heil- brigðisástandi um borð. Skipstjóri fleytunnar og læknar reyndu að leyna krankleik ,skipv(:rja fyrir „embættismönnum" og kom hann ekki í ljós, fyrr en héraðslæknir kom um borð og skoðaði farþega. Ekki skal dregin fjöður yfir það, að framkoma sumra þeirra er um borð fóru var önnur en skyldi, en þeim, er harðast fordæma, er hollt að minnast þess, að fleiri en land- ar okkar sniðgengu ísl. lög, og, að ekki voru allir undir sömu sök seldir af þeim, er glæptust um borð í skipið. ■- T-r'*—-rrr- Æ kemur mein eftir munað

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.