Austri


Austri - 16.10.1957, Blaðsíða 4

Austri - 16.10.1957, Blaðsíða 4
4 A U 1 T R I Neskaupstað, 16. októBer 1957. Barnafræðsla iil sveiia -- farkennsla og heimavistarskólar Framkvæmd barnafræðslu í sveitum landsins hefur löngum verið miklum örðugleikum háð. Áður var heimilunum lögð sú skylda á herðar, að annast upp- fræðslu barna, enda ekki fjöl- breytt í þá tíð, lestur, skrift, smá- vegis stærðfræði og utanbókar- lærdómur í kristnum fræðum. Var prestum falið eftirlit með því, að heimilin gengdu sínum skyldum Er fram leið, varð hvort tveggja, að fólki fækkaði, annríki óx og kröfur um þekkingu og fjölbreytt- ari kennslu einnig. Varð því heim- ilunum um megn að veita full- nægjandi fræðslu, en að því horfið að fá til sérstaka uppfræðendur er ferðuðust stað úr stað, söfnuðu um sig börnum úr næsta nágrenni, hreiðruðu um sig á bæjunum, bað- stofu eða frammistofu eftir því hvernig húsum var háttað. Varð dvölin tíðast fáar vikur í stað, en að þeim tíma loknum voru kort og fábreytt kennslutæki lögð á bak og skóli settur með nýjum nemendum á öðrum bæ. Slík námstilhögun hefur haldizt fram til okkar tíma og mun svo víðast hér eystra, að utan þorpa og þétt- býlis sé farkennsla tíðasta r kennsluformið. Hefur mörgum ; þótt þessi háttur úreltur og ó- ! æskilegur, en þótt víst sé um það, að ónæðisamt sé slíkt fyrir kenn- ara, misjafn aðbúnaður barna og stuttur skólatími, hefur náðst undraverður árangur í kennslunni og oft á tíðum sízt lakari en þar sem aðstaða öll liefur verið langt- «m betri og námstími helmingi lengri eða vel það — en ekki skal sú hlið málsins rædd hér, heldur vikið nokkuð að skipulagi þessara mála á Héraði, sem um fátt mun haío sérstöðu hér eystra. Rætt um stofnun heima- vistarskóla Fviir noktrun; árum var tölu- vert um ]'ac rætt, að stofna bæri allstcra htimavistarskóla fyrir víðáttumikil svæði. Var byggður á Skjöidóifsstöðum skóli fyrir Jökuldai. íætt um að byggja ann- ati á Eiðum fyrir Útsveitir, einn á Hallormsstað fyrir Uppsveitir - önnur skipti voru og rædd, Gegn þessum áformum hafa kom- ið fram ýmsar raddir. — Slíkir skólar væru dýrir í byggingu og rekstri og einkum þó, að kostn- aðarsamt yrði fyrir barnmargar fjölskyldur að kosta börn sín frá upphafi skólaskyldu til dvalar í slíkum skóla. Þá voru foreldrar líka uggandi um það, að börnin yrðu með slíkum hætti svipt þeim þroskandi áhrifum sem foreldrar og heimilislíf er börnunum og samheldni og tryggð barnsins við eigin fjölskyldu, störf og átthaga rofnuðu. í stað þroskandi heimil- islífs, sem leiddi barnið frá leik frumbernsku um þekkingarbraut- ir æsunnar að þátttöku, ábyrgð og fullri hlutleild i heimili og starfi foreldra, kæmi vélræn ein- hhða fóstrun skólans, rofin skyld- mennatengsl, átthaga og hins dag- lega lífs. Þarf ekki að efa að slík- ur ótti er ekki ástæðulaus. Hins vegar er þvi ekki að leyna að far- kennslan fu* 1’; æg;r ekki ætíð peim kröfmn, scm +il barnafræðslu eru gerðar nú á dogum og af ýmsum ástæðum örðug i framkvæmd Kennara skoriir, húsnæði ófull- nægjandi. tja1 rast nema húsmóð- ir ein við i.unislörf og á því óhægt að bæta í h.nmilið. Eru því mál þessi óleyst að mestu og sýnist sit.t hverjum hvemig að eigi að vmna. loftið austur í Síberíu er eldflaug- ar kljúfa geiminn með gný furðu miklum, titraði líka við Hollands- strendur er eldflaugar nazista hófu sig á loft og tóku stefnu á borgir Englands. Þar léku böm, saklaus, en fullorðnir biðu með ógn í hjarta. Hvað hefur breytzt? Orka vopnsins og eyðinarmáttur. Ekki hefur kommúnisminn alið til einskis sér við hjarta um árabil það fóstur, er hinir þýzku nazist- ar fæddu mannkyni. Vísindin gefa og taka sitt. Bök þeirra bogna enn meir, er arðrændir eru til að leggja fé til smíða margbrotinna morðtóla, harðar dregin hungurs- ólin að þeim, er sviptir em kjara- bótum til þess að „guðsfómin" verði sem stærst, marin hjörtu þeirra, er vilja trýna á hið góða, en keyrðir eru fram af fúlmenn- um til þjónustu við hið illa og eyðandi. Þess vegna færir slík nýjung þjóðum heims blandna gleði, jafn vel þótt dýrð hennar sé sett meðal hnatta himingeimsins. Friður í heimi hér á meiri styrk í vináttu og bræðraþeli hinnar rússnesku þjóðar, sem bæld hefur verið og oki hneppt af hinni fámennu kommúnistísku valdaklíku, en geimförum og vítisvélum og meir væri um það vert, ef þær kenndir brytu af sér hlekki, heldur en þótt tekizt hafi að safna á einn stað þúsundum dagsverka þeirrar þjóðar, sem lítið á aflögu af ver- aldarinnar gæðum, og spú til „himins tungla“. Skólar reistir Auk heimavistarskóla þess, er byggður var að Skjöldólfsstöðum, hefur nú verið byggður heiman- gönguskóli í Egilsstaðaþorpi, að vísu ekki fullgerður enn. Kemur vitanlega ekki annar háttur þar til greina. Á Eiðum var í vor byrj- að á byggingu veglegs barnaskóla. Er húsið tvær álmur, um 425 fer- metrar að flatarmáli, en 2190 rúmmetrar. Eru í suðurálmu tvær kennslustofur 6x7.30 m, rúm- góður gangur, áhaldageymsla, kennarastofa, fata- og snyrti- herbergi. Er sú álma ein hæð, eD hin tvær og kjallari undir nokkr- um hluta. Verður þar á neðri hæð eldhús, matsalur og íbúð skóla- stjóra, en á efri hæð heimavist fyrir 16 nemendur, kennaraíbúð, herbergi ráðskonu og starfsstúlku, sjúkraherbergi og snyrtiklefar. Er svo ráð fyrir gert, að bæta megi 14 nemendum í heimavist væri kennari einhleypur. Tæki þá skólinn 30 nem. í heimavist, en fyrirhugað er að börn úr næsta nágrenni gangi að heiman. Aðeins ein sveit, Eiðaþinghá, stendur að þessari skólabyggingu og nýtur lögboðins styrks úr ríkissjóði. Kemst húsið undir þak í haust og verður væntanlega tilbúið til notkunar næsta haust. 1 Eiðaþinghá munu nú vera nær 30 börn á skólaskyldualdri. Af þeim býr meir en helmingur svo nálægt skólanum, að þau ganga til skólans. Verður þvi hinn dýri skóli ekki fullsetinn, hin góða að- staða ekki fullnotuð og kostnaðrr við skólahaldið meiri á hvern nem- anda en annars væri. Heimavist — farkennsla Skóli þessi er byggður í næsta nágrenni Eiðaskóla. Er ætlunin, að þar fái nemendur kennslu í handavinnu, en á Eiðum er nú í smíðum sérstakt hús fyrir verk- legt nám, —t- auk þess leikfimi og sund. Slíka aðstöðu, sem nemend- um við þennan skóla er búin, er hvergi að hafa á öllu Héraði og mun þess langt að bíða að nem- endur barnaskóla á þessum slóð- um fái svo fjölbreytta kennslu og betri aðstöðu til náms og mennta. Er því mjög að vonum, að menn leiti ráða til að veita sem flest- um börnum möguleika til að njóta slíks án þess að sú hætta fylgi, er áður er að vikið. Væri líka eng- an veginn útilokað að nota bæri bæði farkennslu og dvöl í heima- vistarskóla á leið barnsins gegn- um skyldunámið. Myndi þá hinn nýi skóli sóttur af börnum úr mörgum hreppum síðasta skóla- árið. Þai gætu þau notið hinnar beztu aðstöðu til námsins, iðkað le’kfimi, lokið sinni sundskyldu og væntcnlega náð öllu betri árangri í námi. Yngri börnum yrði kennt, sem fyrr heima í sinni sveit. Yrði þá farkennsla í nokkrum sveitum sameinuð, er börnum fækkaði. Kæmi og til greina að börnin, eink um hin eldri, dveldu nokkurn tima í senn í heimavistarskólan- Framhald á 2. sfðu. Á PALLSKÖRINNI _ Þau tíðindi hafa gerzt, að af drottni vorum hefur verið tekinn einkaréttur sá, er hann hefur til þessa haft til að raða himintungl- um á festinguna að sínu geði. Hef- ur Rússum tekizt að fullkomna svo eldflaugarvopn sín að þau megna að flytja málmkúlu nálega út úr gufuhvolfi jarðar. Hring- sólar nú gripur sá vindi ofar og lofti og sendir rafbylgjur til móð- ur jarðar. Umræður mjög svo margbreyti- legar hafa af þessu tilviki spunn- izt. Ýmsir láta mikið af þeim merka áfanga, sem mannleg snilli hefur náð. Hugkvæmni og hugvit mannskepnunnar kenni engin tak- mörk. Allt á jörðu og í lúti hennar þekkingu og valdi, og nú seilist ,hún til himingeimsins. Víst eru slíkir atburðir merkir og myndu gleði eina vekja, ef svartir skugg- ar fylgdu ekki gljámána þeim, er um loftin geysist millum jarðar og sólu. Við Islendingar bjuggum um langan aldur við þröng kjör, fá- tækt og hungursneyð. Atvinnu- vegirnir tóku engum breytingum. Þúfnakragar og rányrkt útjörð var erjuð úreltum tækjum, á fúa fleytum dorgað upp við sand. En tæknina bar utn síðir að garði, l léði starffúsum höndum tæki til meiri afkasta og aukin þekking og fræðsla gerði mögulega betri hagnýtingu auðlinda lands og sjávar. Þannig var tækni og þekking nytjuð til aukinnar hag- sældar og stórfelldra framfara. I síðustu styrjöld beittu þjóðir heims meiri hugkvæmni en áður við gerð morðvéla og gereyðing- arvopna. Þjóðverjar tóku þá fyrst- ir að senda mannlaus skeyti um langa vegu. Er þeim hildarleik lauk væntu þjóðimar bjartari tíma, en vonbrigðin ein urðu þeirra hlutskipti. Þjóðir, er barizt höfðu gegn sameiginlegum óvini, voru skildar að, blásið að glóðum tortryggni og haturs, víg- búnaður aukinn af kappi í Austur- Evrópu og sá her notaður til að þröngva annarlegu þjóðskipulagi á ; ýmsum löndum, gegn vilja íbú- anna og augsýnilega stefnt að yf- irdrottnun í skjóli hers og fanta-r kúgunar. Hlutur hins óbreytta borgara af þeim gæðum er visindin gátu skapað var minni en skyldi. Her- guðnum var fórnin færð. Þeir, sem þann guð tigna, fyllast stolti og gleði Ijómandi er sýnt þykir að fórnirnar hafa ekki verið til einskis fram færðar. Nú titrar

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.