Austri


Austri - 16.10.1957, Blaðsíða 3

Austri - 16.10.1957, Blaðsíða 3
AUSTRI Neskaupstað, 16. október 1957 r 3 Verkin tala Stuttlega var í síðasta blaði drepið á vaxandi örðugleika tog- araútgerðar og talið eðlilegt, að aiutlaus athugun yrði látin fara fram á því, hve miklum vinnu- tekjum togari bæjarútgerðar Neskaupstaðar hefði skilað í bæ- inn og hvað mikið bæjarbúar yrðu að leggja fram fyrir þær tekjur. Var í sakleysi haldið að slíkt mat væri ekki síður þýðing- armikið fyrir bæjarbúa, en vit- neskja um fjölda Garúna, Hillarí usa og fleiri dánumanna burtkall- aðra af vorri jörð fyrir nokkrum öldum. Var talið líklegt að komm únistar gætu bráðlega lagt fram reikninga hinna tveggja togara en sumt af því hafa þeir nú ýldað undir sér um ár, þá ætti og fyrstu tölur um rekstur Gerpis að liggja fyrir og mætti af þessum upplýs- ingum ráða nokkuð, hvemig mál- in liggja nú fyrir. En ekkert slíkt fæst fram, en því meir af venju- legum vaðli og haldlausum full- yrðingum. Nú skal geymt nokkuð að ræða útvegsmál, enda nokkur vandi við slíka öndvegismenn að ræða, sem kommúnistar em í sjávarútvegsmálum og í mörgu brautryðjendur hér í bæ. Menn niuna, er helztu broddar þeirra stofnuðu til Preyfaxaútgerðarinn- ar og fór þar fyrir núverandi út- vegsmálaráðherra og hefur þá væntanlega ekki skort heilla- drjúga leiðsögn og gæmusama forsjá, enda hafði kempan fyrir stuttu stigið af fleytunni er út- gerðin komst í þrot og var bátur- inn seldur héðan. Aðrir leiðtogar hafa og litið í „stjömur“ og fund- ið töluvert til sín. Vikingur hf. sem þeir hafa nokkuð verið við kenndir núverandi leiðtogar, komst yfir bát, sem umskírður var og Mummi nefndur. Sá bátur hefur nú verið leigður um nær- fellt ár úr bænum. Stapi hf. reis af sængurklæðum og lét byggja Jón Ben. Voru þá lúðrar þeyttir og þrekvirki látið heita að ráðast í slíkt manndómsbragð og mátti halda að tímamótum mundi til- koma þess báts valda í atvinnu- málum bæjarins. En varla var blek þornað af reikningur, er þeir mætu athafnamenn tóku að ótt- ast um að nafnið myndi stytast og tapið eitt yrði eftir af Stap- anum, seldu SÚN mestan hluta í bátnum og létu það sjá um út^ gerðina. Fór báturinn til Eyja í vetur og þótti enga sérstöðu hafa um að leggja upp afla hér heima. Er sízt að furða að ritstjóri Aust- urlands þykist nú hátt mega gala um að 70 tonna bátar séu of litlir og leggi sjaldan afla á land í heimahöfn, er þeir bátar, sem hann hefur átt hlut að eru liðlega 20 tonn og er annar leigður burt allt árið, hinn gerður út þaðan, sem veiðivonin er mest. Þær gleymast sjálfum lífsreglumar, sem öðrum er ætlað að lifa eftir. 1 síðasta blaði Austurlands er sungin messa í nokkuð öðrum dúr, enda er guðspjallið fengið frá Sjálfstæðismönnum og er óvenju hugnæmt og vel hugsað af efni úr þeirri átt. Hinsvegar fær Sjálf- stæðisflokkurinn launin goldin í hlýlegri orðsendingu til Einars Sigurðssonar sem skotið er inn í útlístun textans. Bjarni Jónsson Framh. af 1. síðu. Eiga margir erfitt að.sætta sig við hin snöggu skipti, að Bjami á Skorrastað sé horfinn frá óðali yfir móðuna miklu, en óskir fá engu þar um þokað. Þakklæti og virðing vefur minningu vinar og félaga og samúð leitar til venzla- manna, sem lostnir em sámm harmi. G. H. Auglýsing ■ ■ Félagsmálaráðuneytið hefur heimilað Sjúkrasamlagi Nes- kaupstaðar að hækka mánaðariðgjöld meðlima sinna úr kr. 35.00 í kr. 40.00, frá og með 1. maí 1957 að telja. ■ \ ■ ■ ■ Sjúkrasamlag Neskaupstaðar. Refaskyttan Framh. af 1. síðu. Ertu kannske að hugsa um að hætta þessu stríði? Stefán svaraði aldrei þessari spurningu, Hefur líklega þótt hún óþörf. Og mér sýndist maðurinn til alls annars líklegri þó ég spyrði svona. Samtalið varð ekki öllu lengra. Það var að byrja fundur uppi í skólahúsinu nýja, og við Stefán héldum þangað. Nú sakna ég þess mest að hann skyldi ekki segja mér eina eða tvær spennandi veiðisögur til að setja í Austra. En sumir eru klárari að fara með byssuna sína, sigta og fíra af heldur en færa í stílinn eftir á. — Þetta er svo misjafnt. Refaplágan er víða eitt hið versta böl búandmanna, og veldur stórum vanhöldum á lömbum mikilli tímatöf um hábjargræðið og gifurlegum kostnaði fyrir sveitafélögin, sem mörg hver eru ekki of vel stæð fyrir, Duglegar grenjaskyttur eru sannkallaðir bjargvættir. En hér Nr. 25/1957. Tilkpinfncf Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á gasolíu, og gildir verðið hvar sem er á landinu. Heildsöluverð, hver smálest .................... kr. 825.00 Smásöluverð úr geymi, hver lítri ............... — 0.83 Heimilt er að reikna 3 aura á líter fyrir útkeyrslu. Heimilt er einnig að reikna 12 aura á líter í afgreiðslu- gjald frá smásöludælu á bifreiðar. Sé gasolía afhent í tunnum, má verðið vera 2V2 eyri hærra hver lítri. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 1. okt. 1957. Reykjavík, 30. sept. 1957. VerðJagsstjórinn. Eftir kröfu bæjarstjórans í Neska-upstað var hinn 11. þ. m. kveðinn upp úrskurður um lögtak á ógreiddum gjöldum til Bæjarsjóðs og Hafnarsjóðs Neskaupstaðar sem hér segir: Otsvör 1957 Fasteignaskattur 1957 | Vatnsskattur 1957 Hafnar-, bryggju- og ljósagjöld heimaskipa 1957. Lögtökin mega fara fram án frekari aðvörunar að liðnum átta dögum frá birtingu auglýsingar þessarar fyrir gjöldunum og kostnaði við lögtakið, á kostnað gjaldenda en ábyrgð gerð- arbeiðanda. Bæjarfógetinn í Neskaupstað, 12. október 1957. Axel V. Tulinius. - Lögiök Eftir kröfu stjórnar Sjúkrasamlags Neskaupstaðar var hinn 11. þ. m. kveðinn upp úrskurður um lögtak á áföllnum og ó- ■ greiddum iðgjöldum samlagsmanna. Lögtökin mega fara fram án frekari aðvörunar að liðnum átta dögum frá birtingu auglýsmgar þessarar fyrir gjöldunum | og kostnaði við lögtakið, á kostnað gjaldenda en ábyrgð gerð- j arbeiðanda. Bæjarfógetinn í Neskaupstað, 12. október 1957. Axel V. Tulinius. þarf fleira að koma til. Og verði ekki hafizt handa um skipulegar hernaðarsðgerðir gegn þessum ó- íögnuði þá mun verra af hljótast. Það ættu þeir að hugleiða sem með lögum er falin forysta um eyðingu refa, V. H, Til sölu ; Til sölu er orgel. — Upp-j j lýsingar hjá blaðinu.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.