Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 30
1 22 TUTTUGASTA ÖLDIN LUDVÍK ASKENAZY Aðra eins ferðatösku hef ég aldrei séð. HÚn var ur svinsleðri og þakin auglýsingamiðum frá tuttuguogeinu hoteli, tveimur skemmtiferðaskip- um og einu veitingahusi. Hun var gul og svo luð, að likast var, að hun væri útlifuð. Á henni sá ekkert nema að eitt hornið var rifið af, og þar gægðust ut röndott nattföt. Annars var taskan reglulega virðingarverð, þótt hún ferðaðist í gamalli, fornfálegri Pragabifreið. HÚn tók þvú eir.s cg aristokrat sæmdi. Og maðurinn, sem tilheyrði töskunni, ekki veit eg hvernig þau hafa kynnzt. Hann sat hjá henni eins og aðalsmaður og teygði úr löngum, grönn- um fotunum. Hattur hans var krumpaður og beyglaður, og sama mali gegndi um andlitið. Hann var nýklipptur, en það virtist ekki gert með vilja. Burstaklipping. HÚn gaf andlitinu biturleikasvip. Maðurinn var auðsjáanlega glaðlyndur og eilítið skritinn að eðlisfari. Hann gleypti í sig um- hverfið af svo miklum ákafa, að lögreglan hefði att að vara hann við. En Pragan ok frekar hratt, svo enginn gat ne vildi aðvara hann. Ég fæ að sjá Prag ! Ég fæ að sjá Prag aftur ! sagði maðurinn við sjálfan sig. Ég fæ að sjá Prag á ný. Er það hugsanlegt, að ég fái að sjá Prag aftur? SÍðan brá hann á leik og hrópaði á kúahóp, sem var þarna á beit : "Halló stelpur! Beljur, ég er lifandi ! Halló tuddi l " Peningurinn tók kveðjunum með stillingu. Ein- ungis elzta nautið horfði á eftir Prögunni, sem þaut framhjá, og varð þungt hugsi. öllu milli himins oj» jarðar þurfti maðurinn að heilsa. Helzt þó dyrunum. Ketti, sem gekk á malbikinu, flækingshundi af sch'áferkyni, sem urraði og syndi tennurnar, af því hann var svo illa upp alinn; já meiraðsegja tveimur geitarkið- um heilsaði hann, veifandi beyglaða hattinum. Rauð föt blöktu á þvottasnúru við hlið síðra nær- buxna. Ryðrauðir pollar glömpuðu og spegluðu grænleitan himinn. Þetta var snemma 1 maí, og Prag var falleg. Lögregluþjónninn í kakíúniforminu var eins og Harold Lloyd. Hann verð ég þó að tala við, úr þvi Pragan er hvort sem er stoppuð. "Hverskonar einkennisföt eru þetta, sem þú ert 1?" spurði granni, krumpaði bjartsýnismaðurinn. "Við skulum ekki tala um einkennisföt núna, " sagði lögregluþjónninn skrautlegi. "Svona fólk eins og þú ætti ekki að hafa leyfi til að vera forvitið. " "Situr Sánkti Vaclav frá Myslbek enn hest sinn á Vaclavtorginu ? " spurði hinn óforbetranlegi bjart- synismaður. "Er taglið á hestinum ennþáíhnút?" "Andskotinn hafi það, ætlar hann nú að fara að grínast!" sagði löggan. "Á miðjum gatnamotum og í miðri byltingu. f byltingunni er hvert augnablik dýrmætt. Áfram með jjig! Ekki trufla umferðina, þaðer komið grænt ljos! " "Æ, æ, grænt ljós!" sagði sá granni, kjafthætti sínum trur. "Hallo, græna ljos 1 " "Hvert viltu fara?" kallaði bílstjórinn til hans. "Mér er andskotans sama, " sagði sá krumpaði. "Þangað, sem þér hentar bezt. Ég er svo ánægður yfir þvi, að lifið skuli vera þess virði að lifa því. Aldrei hefði ég trúað þvi, að lxfið gæti endurvakið ahuga minn. Það hvarflaði hreint ekki að mér, og ég trúði ekki a það. Þar að auki var ég ekkert áfjáður í það. Þess vegna gleður það mig. Goðan dajjinn, amma ! Hvert ætlarðu með þennan pels nuna í mai?" " Ég ætla með hann til gyðingastúlku, indælis stúxku, " sagði sú gamla. "Við vorum alveg hætt að búast við henni aftur. " "Jæja, góða ferð amma!" SÍðustu orðin varð hann að hrópa. Svo hélt hann áfram: "Frelsi, jæja, gott og vel, en hvað svo? Við faum eitt- hvað að eta, og hvað meira? Við faum akveðinn fjölda af kalorium. NÚnú, og hvað svo? Við verðum södd. Nei annars, við verðum ekki södd strax, ekki strax. En það kemur með tímanum - og hvað svo meira? Þá byrjum við auðvitað aftur a sömu helvxtis vitleysunni eins og ekkert hafi í skorist. Og á maður að ganga með bindi? Heyrðu, á maður að ganga með bindi eða hvað? " "Auðvitað gerum við Jxað, " sagði bílstjórinn. "Og slaufu og lakksko. Lakkskor og slaufur voru notuð allt stríðið. " "Heyrðu, " sagði sá horaði, " í hverju svafstu ( stríðinu? Svafstu í náttförum? " "Auðvitað, í hverju átti ég að sofa?" sagði bíl- stjorinn undrandi. "Kannski nattserk? Nei goði, við lifum ju a tuttugustu öldinni. " "Æ, já, " sagði maðurinn í Prögunni, "það er satt. Við lifum á tuttugustu öldinni. " Þeir óku framhjá ljósastaur. í staurnum hékk sviðinn Þjóðverji. "Sjáðu bara helvítis svínið. Sérðu hvað hann er hofmoðugur a svipinn, " sagði bilstjorinn. "Mann langar til að stoppa og hrækja í andlitið á honum." "Heyrðu, " sagði sá krumpaði, "gekk fólk al- mennt í sokkum? Venjulegum sokkum? " Éj* ne_yðist víst til að henda honum út, hugsaði bxlstjorinn með sér, hann er auðsynilega ekki alveg klar í kollinum. Aðan hropaði hann a kyrnar, og nuna spyr hann um sokka. En hann meinar þetta áreiðanlega vel, greyið.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.