Skólablaðið - 01.01.1970, Side 34
Inspector scholae setti fundinn, sem hófst í sjötta
tima ardegis fimmtudaginn 8. janúar.
Las inspector sítSan upp dagskra fundarins :
1. Kosningar á Landsþing menntaskóla-
nema. Kosning skyldi ekki bundin
við bekki.
2. Álit nemenda á hæfni kennara.
3. Lagabreyting : í stað orðanna "tillög-
um um lagabreytingar" í 5. kap. gr. 5. 1
komi orðin "öllum tillögum, sem lesa
á upp á skólafundi".
Flytjandi : Kristján Auðunsson.
4. önnur mál.
Sex framboð höfðu boriat : Einar Unnsteinsson
4. -R, Geir Haarde 5. -B, Guðni jóhannesson 5.-Z,
Hannes J. S. Sigurðsson 5.-U, Mörður Árnason
3. -J og Ólafur Flóvenz 5. -Z. Inspector ræddi
nokkuð þá tilhögun kosninga, að fimm fulltrúar
væru kosnir á skólafundi og einn úr samstarfs-
nefnd. ^Sagði hann þá hugmynd áður hafa verið
rædda á skólafundum, að kosnir yrðu tveir full-
trúar úr samstarfsnefnd og fjórir á skólafundi,
en vegna réttlátrar gagnryni hefði verið horfið
fra því ráði, þar eð fundarboðendur eiga sæti í
nefndinni og eru sjálfkjörnir á þingið. Sagðist
inspector vilja leiðrétta þann misskilning, að
stjorn skolafelagsins hafi með ákvörðun sinni um
kosningu eins fulltrúa úr samstarfsnefnd tekið á
einhvern hatt fram fyrir hendurnar á skólafundi.
Stjornir skólafélaga allra menntaskólanna boðuðu
til þingsins og væri það þeirra en ekki skóla-
fundar hvers skóla, að ákveða fyrirkomulag þings-
ins í stórum dráttum, svo og fjölda fulltrua.
Taldi inspector eðlilegt, að kosinn væri einn full-
trui ur samstarfsnefnd og sjálfsagt, að fundar-
boðendur væru sjálfkjörnir.
Fyrstur á mælendaskrá var Geir Haarde. Taldi
hann bokakaupsmal nemenda vera eitt brýnasta
verkefni landsþingsins, þ. e. a. s. athuganir á því,
hvort ekki mætti lækka námsbókakostnaðinn með
þvi að koma á einhvers konar sameiginlegri inn-
kaupastofnun á vegum menntaskólanema. Þá lagði
Geir a það aherzlu, að ef takazt ætti að gera
einhverjar raunhæfar tillögur varðandi skolakerf-
ið í heild, yrðu umræður þingfulltrúa að snúast
um skolamal, ekki þjóðmál almennt.
Þá tók til máls Einar Unnsteinsson. Sagði hann
hinn mikla namskostnað erlendis samfara vanda-
malum Haskolans gera umræður um lánamál
studenta að knyjandi nauðsyn. Þo taldi Einar
tima vera til þjóðmálaumræðna.
Hannes J. S. Sigurðsson tók í sama streng og
Einar varðandi lanamál stúdenta, en lagði mikla
aherzlu a það, að kröftunum yrði beint að af-
mörkuðum punktum, en ekki eytt í óþarfa tillögur
og þras, sem einungis yrði til að beina athygl-
inni fra aðalmálum þingsins.
Guðni jóhannesson sagði nýjar námsleiðir krefj-
ast nýs husnæðis og alla verða að fá tækifæri á
því að stunda nám við sitt hæfi. Hann áliti ís-
lenzkukennslu í menntaskólunum vera steindauða
og likti nemendum í þvi sambandi við kálffullar
beljur, teymda gegnum fornbókmenntirnar og
jortrandi hverja orðskýringu þrisvar án þess að
kunna meðferð talaðs máls. Guðni lagði áherzlu
a^nauðsyn þess, að menntaskólanemar ættu með
ser öflug samtök, sem samræmt gætu kröfur
þeirra út á við.
Mörður Árnason minntist jpess, hversu mjög öll-
um skólarannsoknum er her abotavant op i þvi
sambandi á endurskoðun skólakerfisins í heild.
Aleit Mörður umræður um þessi tvö atriði með
tilliti til menntaskólastigsins, hljóta að verða
aðalverkefni þingsins.
SÍðastur frambjóðenda talaði ólafur Flóvenz.
Harmaði hann skipulagsleysið í menntamálum og
ræddi um nauðsyn þess, að landsþingið yrði
virkt tæki í höndum menntaskólanema, til þess
að ýta á eftir umbótum, svo og, að þeim tækizt
með tilkomu landssambandsins að gera þingið að
ábyrgri stofnun, sem mark væri tekið á.
Næstur á mælendaskrá var Geir Waage. Bar
hann fram eftirfarandi tillögu : "Við undirritaðir
álítum, að verið sé að ganga á ákvörðunarrétt
skólafundar til að tilnefna fulltrúa M. R. á lands-
þing. Við teljum, að inspe_ctor op scriba séu
sjalfkjörin a þingið, en stjorn skolafelagsins hafi
enga heimild til að skipa þess utan a þingið og
höfum við þar í huga fulltrúa þann, sem hún ætl-
ar samstarfsnefnd, og leggjum við fyrir fund
þennan, hvort skólafelaginu verði veitt heimild
til að lata samstarfsnefndarfulltrúa eiga sæti á
landsþingi. Viljum við, að fundurinn skeri úr
um það. "
Kári Stefánsson, Geir Waage.
Inspector gerði athugasemd við tillögu Kára og
Geirs og sagði stjorn skolafélagsins ekki bera
skyldu til að bera öll þau mál, er hún fjallaði
um, undir urskurð skolafundar. Sagði hann það
einungis mundu tefja eðlilega framvindu mála.
Vissulega bæri skolastjórn að leita álits skóla-
fundar um öll mikilvægari málefni, en ekki vera
bundin honum 1 öllum sínum gjörðum.
Kari Stefansson bað um orðið og sagði kosningu
fulltrua skólans á landsþing ekki vera neitt smá-
mal og einkamal stjornar skolafelagsins, heldur
hagsmunamal allra nemenda. Sagðist Kári vilja
benda a það, að með þessari nýbreytni væri
næstum helmingur allra fulltruanna sama og
sjálfkjörinn. Skoraði hann því á skólafund að
sýna hug sinn í þessu máli.
Inspector tók þá aftur til máls og sagðist ekki
skilja, hvers vegna gera þyrfti Jjessa nýbreytni
að fjaðrafoksmali, þar eð augljost væri, að hún
væri smávægileg og einungis til bóta, og bryti á
engan hátt í bág við lög skólafélagsins.