Austri - 21.02.1962, Síða 3

Austri - 21.02.1962, Síða 3
Neskaupstað, 21. febrúar 1962. AUSTRI /P*T>' 3 Mjólkurlramleiðslan Framhald aí 1. síðu. dal hafa sent mjólk. Nokkur sala er einnig úr Tungunni og úr Jök- ulsárhlíð var haldið uppi mjólk- urferðum 1 allt sumar og langt íram á haust. — En erfitt hefur verið um flutninga úr Hlíð og Tungu í desember og janúar. Mjólkursölu fylgja meiri og betri samgöngur. Að sjálfsögðu er stefnt að því að ferðir verði daglega um aðal- mjólkurframleiðslusvæðin. Tveir uýir, ágætir bílar annast nú flutn- ingana austan fljóts, staðsettir sinn á hvorum enda, annar á Víði- læk í Skriðdal, hinn á Sandi í Hjaltastaðaþinghá. — Er það út af fyrir sig mikill kostur fyrir fólkið, sem getur þá notað ferðir bílanna til að bregða sér í kaup- staðinn og komizt aftur heim samdægurs. — Ferðirnar eru reknar af einstaklingum, sem hafa sérleyfi, og póstflutningar þá einn- ig tengdir þeim. — Þetta ger- breytir allri aðstöðu fólksins í sveitunum. Og menn telja hagkvæmt að firamleiða mjólk samhliða sauð- fjárbúskapnum ? Á því er enginn vafi. Ég veit heldur engin dæmi til þess að menn fækki fé vegna mjólkurinn- ar. — Bóndi einn í Hjaltastaða- þinghá hafði t. d. 100 þús. kr. mjólkurinnlegg í fyrra og mun heldur hafa fjölgað fé sínu sam- hhða. Mér virðist menn yfirleitt ánægðir með mjólkursöluna. Og afurðasala búsins gengur vel? Við höfum aldrei selt neitt til Reykjavíkur. Hinsvegar kemur það fyrir að við sendum mjólk til Raufarhafnar á veturna þegar vegir teppast norður þar og of langt á milli ferða að vestan. En segja má að öll framleiðsl- an fari til sölu á Austurlandi. Lang jöfnust er salan til Seyðis- fjarðar vegna stöðugra ferða vet- ur og sumar. En annars er selt meira og minna á alla firðina allt suður til Fáskrúðsfjarðar, en þar var stöðug sala frá því síld byrj- aði og fram undir jól. Um síldar- tímann fer mikið af nýmjólk til neyzlu, 7—8 tonn á dag, Seyðis- fjörður einn komst upp í 3 tonn á dag þegar mest var. — Smjör safnast nokkuð að vetrinum en hverfur „í síldin“ og útvegum við oft smjör annars staðar frá til að geta sinnt pöntunum. Það eru sem sagt ekki horfur á sölutregðu, markaður hér eystra hvergi nærri fullnýttur, og ef til kæmi, er opin leið að selja syðra. Þið hafið opna mjólkurbúð? Kaupfélagið rekur matvörubúð þá, sem hér er til húsa í viðbygg- ingu. Er tvískipt, annars vegar brauð, kjöt, niðursuðuvörur o. s. frv., hinsvegar eingöngu mjólk og mjólkurvörur, skyr, rjómi og smjör. -—• Búið selur verzluninni fyrir 60—80 þús. á mánuði (heild- söluverð). Því má skjóta hér inn að janúarsala búsins var rétt um 280 þús. (niðurgreiðslur ekki með- taldar). Kaupfélag Héraðsbúa á hús og vélar mjólkurbúsins og leigir því. Rekstur búsins er svo alveg út af fyrir sig, öll viðskipti þess við framleiðendur og við kaupendur afurða. Við búið starfa nú 5 manns, einn á skrifstofu, þrír í mjólkinni og svo vinnur ein stúlka við pökkun á smjöri og skyri o. fl. Framkvæmdir og fyrirætlanir ? Húsakynni hafa verið nokkuð aukin og bætt og líta nú orðið mjög sómasamlega út. — Verið er að setja niður tæki sem vinna úr undanrennu, svokallað „kass- in“, sem notað er til iðnaðar. Verður það flutt út til Þýzka- lands. — Við höfum ekki fengizt neitt við ostagerð. Það er svo til ætlazt, að aðstað- an hérna geti dugað eitthvað j fyrst um sinn, t. d. 4—5 ár. Þá verði reist nýtt mjólkurbú frá grunni miðað við þær aðstæður, sem þá verða fyrir hendi og fram- tíðarhorfur þá. — Nú er leitazt við að haga þannig kaupum á nýj- um tækjum, að þau geti síðar orð- ið liður í vélakerfi nýrrar mjólk- urstöðvar. Þannig hafa t. d. ver- ið keypt gerilsneiðingartæki fyrir rjóma, sem geta skilað margfalt meiri afköstum en nú er þörf fyr- ir. Hvað svo að lokum, Svavair? Bændurnir í frjósömum og víð- lendum sveitum Héraðsins auka mjólkurframleiðsluna, á því er enginn vafi. En umferðin þarf að batna, vegakerfið að styrkjast og endurbyggjast. Greiðar samgöng- ur eru nauðsynlegar allri fram- leiðslu. Og fyrir mjólkurvinnsluna, aðfærslu mjólkurinnar og dreif- ingu söluvara, eru þær alveg lífs- nauðsyn. V. V. Tilboð Tilboð óskast í smiði á löndunarbryggju hjá Sildarvinnslunni hf. í Neskaupstað. Tilboðum þarf að skila fyrir lok þessa mánaðar. Útboðslýsingu, ásamt frekari upplýsingum, gefur Hermann Lárusson. Síldarvinnslan hf. U tsvarsinnlieimtan 1961 Bæjarstjórn Neskaupstaðar hefur ákveðið, að við útsvars- innheimtu í Neskaupstað árið 1962 skuli farið eftir sömu regl- um og giltu við útsvarsinnheimtuna 1961. Samkvæmt þessu ber hverjum gjaldanda að greiða fyrir- fram upp í útsvar þessa árs upphæð, sem svarar til helmings þeirrar fjárhæðar, er honum bar að greiða í útsvar 1961. Gjalddagar eru fjórir, 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní og skal á hverjum gjalddaga greiða upphæð, sem svarar til 12.5% útsvarsins 1961. Bæjarstjórinn í Neskaupstað, 8. febr. 1962. Bjarni Þórðarson. ^^^^VS/VW/VWWWWS/WWWWWWVWWWWWWWWWWVWWVWWWWVA/SA^VWWW Frá Heilsuverndar- stöð Neskaupstadar Heilsuverndarstöð Neskaupstaðar tekur til starfa föstudag- inn 23. febr. 1962. (Mæðravernd kl. 1—2 e. h.). Starfsemi heilsuverndarstöðvarinnar nær til eftirtalinna greina heilsugæzlunnar: a. Mæðravernd. Eftirlit með barnshafandi konum. b. Barnavernd: Eftirlit með heilsufari ungbarna og barna innan skólaskyldualdurs og ónæmisaðgerðir (barnaveiki, berldar, stífkrampi, kíghósti, kúabólusetning og ónæmis- aðgerðir gegn mænusótt). : e. Berklavarnir og eftirlit með berklaveikum. : d. Kynsjúkdómaeftirlit og lækningar. | Starfsemin fer fram í húsnæði fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað og verður tilhögun sem hér segir: a. Mæðravernd 1. og 3. föstudag hvers mánaðar kl. 1—2 e. h. ; b. Barnavernd 2. og 4. föstudag hvers mánaðar kl. 1—2 c. h. c. Aðrar greinar, þ. e. berklavarnir og kynsjúkdómaefí^lit fara fram í móttökutímum sjúkrahússins og er sú móttaka á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 1—3 e. h. eða eftir ! samkomulagi. ; Neskaupstað, 16. febr. 1962 F. h. Heilsuverndarstöðvar Neskaupstaðar ; Eggert Brekkan ; ' yfirlæknir. Ti Ú tger ðar iiien n — Skipstjórar Alls konar yfirbreiðslur og segl eru tekin til við- gerðar. Saumum og útvegum ný segl og yfirbreiðslur. Gerum við bilaða plastbelgi. Netaslöngur, netateinar og uppsett þorskanet fyrir- liggjandi. NETAGERÐIN, sími 102 — Eskifirði. ATVINNA Vantar háseta á 100 tonna netabát. Einnig vantar einn mann á 250 tonna bát. Uppl. gefur Jóhann K. Sigurðsson, sími 52, Neskaupstað.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.