Austri - 06.04.1967, Blaðsíða 4

Austri - 06.04.1967, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Neskaupstað, 6. april 1967. Nýtt s!iip til Neshoupstoðar Enn hefur stórt og glæsilegt fiskiskip komið til Neskaupstað- ar, Magnús NK 72, eigandi Ölver Guðmundsson og fleiri Skammt er síoan „Sveinn Sveinbjörnsson" skip Sveinbjörns Sveinssonar, bættist í flotann, og skip Síldar- vinnslunnar eru hinir glæsileg- ustu farkostir og raunar öll ný. I stuttu símtali við Ölver fékk blaðið eftirfarandi upplýsingar um hið nýja skip: Magnús er 274 smál. með 750 ha. aðalvél. Hann er byggður í Risör í Noregi, en það er smá- bær út með Oslófirðinum. Við héldum heim á leið 15. marz og vorum komnir til Neskaupstaðar þann 19. Veður var vont svo til alla leiðina og alltaf á móti. Reyndist báturinn ágætur í sjó að leggja og var lengst af hægt að keyra fulla ferð. Magnús er að sjálfsögðu búinn öllum venjulegum tækjum. Af nýjungum má nefna tæki sem tengt er dýptarmælinum og gerir lóðningar nákvæmari en aðeins eitt skip annað íslenzkt er þann- ið búið, „Júlíus Geirmundsson" á Isafirði. — Kraftblökkin er af nýrri gerð sem mjög hefur rutt sér til rúms í Noregi, en mun aðeins vera í einu öðru skipi hér, þ. e. „Ásgeir“ Ingvars Viihjálms- sonar. Nótin er ekki höfð' uppi á bátaþilfari, en dregin niður í lok- að rúm. — Á Magnúsi eru allar íbúðir aftur í. Það fyrirkomulag þykir hagkvæmt og skemmtilegt og hefur verið tekið upp í nokkr- um hinna nýjustu skipa. Ganghraði Magnúsar í reynslu- för mældist rétt um 12 sjómílur. Skipstjóri á hinu nýja skipi verður Jón Ölversson, en hann hefur verið með Þráinn í mörg ár. Fyrsti vélstjóri verður Jón Stefánsson frá Karlsskála og stýrimaður Hjörtur Árnason, og er svo einnig um flesta aðra skip- verja af Þráni, að þeir fara nú yfir á Magnús. Báturinn fór suður til veiða eftir páskana og verður með þorsknót í fyrstu. Magnús er í fyrstu skráður á nafn Ölvers, en verið er að stofna hlutafélag innan fjölskyldunnar liieð þátttöku Ölvers, sona hans og eiginkvenna þeirra og færist skipið og útgerð þess yfir á fé- lagið þegar formsatriðum er full- nægt. „Formáli" Þegar ný bók kemur út hefst hún gjaman á formála. Þar er oft skýrt frá því hvernig bókin varð til. Margir munu þeir og þá eðli- lega einkum meðal hinna yngri sem varla gera sér grein fyrir þeirri löngu sögu sem einatt ligg- ur að baki þeim atburði að stórt og velbúið fiskiskip kemur til landsins. I fyrrnefndu símtali við Ölver Guðmundsson, bað ég hann einnig að gefa mér örfáa punkta úr „formálanum". Útgerðarsaga Ölvers er orðin alllöng og í henni er skemmtileg- ur stígandi sem um leið er tákn- rænn fyrir sögu þeirra, er brot- izt hafa áfram af eigin ramleik og aldrei bognað þrátt fyrir mis- jafnt árferði um aflabrögð, MINNING : Þriðjudaginn 28. f. m. andaðist hér á sjúkrahúsinu Ármann Magnússon, útgerðarmaður á Tindum. Hann fæddist á Kirkjubóli í Vaðlavík 23. september 1899 son- ur hjónanna Magnúsar Marteinsi- sonar og Sigurbjargar Stefáns- dóttur. Fjölskyldan fluttist til Norðfjarðar 1910. Ármann kvæntist eftirlifandi konu sinni Hallberu Hallsdóttur, árið 1927. Börn þeirra eru sex: Agnar, Erla, Hrönn, Kolbrún, Áfigir og Randver, öll hér eystra nema Agnar, sem er búsettur syðra. Snemma tók Ármann að stunda sjóinn. Hann var um skeið for- maður hjá Marteini bróður sín- um á mótorbátnum Höfrungi. Árið 1926 lét hann byggja 8 tonna bát í Noregi, Huginn, og gerði hann út í mörg ár, var sjálfur formaður í fyrstu. Svo stækkuðu bátarnir og 1947 kaupa þeir Jón Svan Sigurðsson mb. Hrafnkel, um 100 smál. Ármann var einn af sex stofn- endum fyrstu síldarsöltunarstöðv- arinnar í Neskaupstað. Síðar sameinaðist það fyrirtæki hf. Sæ- silfri. Var hann framkvæmda- stjóri við síldarsöltunina á með- an heilsa og kraftar leyfðu. Ármann átti sæti í stjórn Kaupfélagsins Fram í mörg ár, einnig í stjórn Samvinnufélags útgerðarmanna. Hann var ákveð- inn stuðningsmaður Framsóknar- flokksins, hæglátur maður og óáleitinn, cn einarður í skoðun- um. Heimili þeirra Höllu og Ár- manns á Tindum var rómað fyr- ir gestrisni og þau hjón bæði kunn að hjálpsemi og hjarta- hlýju. Með þakklátum huga minnist ég viðkynningar við Ármann Magnússon. — Fjölskyldunni á Tindum og öðrum ástvinum hans votta ég innilega samúð. V.II. markaðsmál og verðlagsþróun. Ölver byrjaði útgerð sína 1921 — á árabát. Næsta ár eignast hann trillu sem hann kallaði Laxinn. Árið 1925 kemur Frey- steinn fagri, 8 tonna þilfarsbát- ur byggður í Noregi. (Slíkir far- kostir nefndust ekki trillur í þá daga!) Freysteinn var síðar lengdur og mældist þá 11 tonn. Tíu árum síðar er svo stærðin 22 tonn, Þráinn, byggður í Dan- mörku, afbragðsbátur. Þá gerði Ölver einnig út Jón Guðmunds- son um skeið og átti hlut í Magn- úsi, 74 tonna báti, en seldi hann fljótlega. Árið 1946 kemur nýr Þráinn til sögu, byggður í Sví- þjóð, 60 tonn að stærð. Hann var umbyggður á Akureyri vegna þurrafúa 1962 og varð þá 85 smálestir. Litlu fyrr var skipt um vél í bátnum og aftur nú í Vinur vor og bróðir í stjórnar- andstöou, Bjarni ritstjóri Þórð- arson, er ekki af baki dottinn með kosningaspár sínar og geng- ur nú svo langt í fjarstæðum, að nálgast algjör skrípalæti. Al- þýðubandalagið er nú búíð að vinna fjóra þingmenn kjördæma- kjörna. Mun mörgum þykja það vel í lagt þrem mánuðum fyrir kjördag. Líkiega rennir ritstjór- inn grun í að svo sé og velur þessum sigurfréttum yfirskrift- ina: „Það er þó alltaf búnings- bót...“ (!) Það fyndnasta í þessum allt að því einstæðu gortskrifum er þó enn ónefnt: Eftir að Alþýðu- bandalagið hefur bætt við sig fjórum þingmönnum kjördæma- kjörnum, þá á nú heldur betur að salla á það uppbótarsætum!! Fróðlegt er að bera þessar barnalegu bollaleggingar saman við staðreyndir frá síðustu Al- þingiskosningum: Hannibal Valdimarsson náði líjöri á Vestfjörðum og hafði að- eiiís fá atkvæði umfram 3. mann á lista Framsóknar. Við það tap- aði Alþýðubanda,lagið uppbótar- sæti yfir til Sjálfstæðlsflokksins — og „viðreisninni“ var tryggð aðstaða til að stjórna landinu næstu fjögur ár. Þetta er í samræmi við það „lögmál“ að fjölgun kjördæma- kjörinna þingmanna hjá einum flokki þýðir fækkun uppbótar- þingmanna að öllum jafnaði. Auðvitað veit B. Þ. þetta mæta vel, þó að hann tali rétt eins og litlu stúlkurnar sem ætluðu ekki aðeins að kaupa litla rauða hús- ið í skóginum fyrir krónuna sumar. Sá bátur er í vetur gerð- ur út frá Vestmannaeyjum. Á fyrri árum verkaði sérhver útgerðarmaður afla báta sinna. Ölver hélt því áfram lengur en margir aðrir, kom upp þurrk- húsi fyrir saltfisk og var byrj- aður á harðfiskverkun fyrir inn- anlandsmarkað. Þessi aðstaða hans eyðilagðist að miklu leyti í eldsvoða fyrir nokkrum árum. Um svipað leyti beindust svo at- hafnir flestra austfirzkra út- gerðarmanna að síldveiðunum og standa svo leikar nú að annar útvegur hefur hér mjög dregizt saman eins og kunnugt er. Við, sem nokkur kynni höfum af austfirzkri útgerð síðustu 40 —50 árin, getum vel fyllt þá mynd, sem hér er brugðið upp í útlínum. Og öllum gefur hún nokkuð til kynna, hvernig efnað hefur verið til þeirrar undirstöðu, sem austfirzk útgerð hvílir á í dag. sína, heldur einnig flest annað, sem hugur þeirra girntist. Nú vil ég stinga upp á því við collega Bjarna Þórðarson, að nann leggi niður þennan barna- skap, því það hentar okkur aldrei, þeim gráhærðu, að leika glókolla. — Þess í stað einbeit- um við pennum okkar að því að gera lýðum ijóst að eitt atkvæðí, hvar sem er á landinu, getur í vor ráðið úrslitum um það hvort okkar illræmda viðreisn situr áfram eður ei. — Þetta er höfuð- atriði, sem ekki má gleymast neinum þeim, sem í alvöru vill breytta stjórnarhætti. Auki Framsóknarflokkurinn fylgi sitt í vor í sama hlutfalli og við síðustu Alþingiskosningar kemur hann fyllilega til greina við úthlutun uppbótarsæta. — Engar líkur eru til að fylgis- aukning hans verði minni nú en þá, því ráðleysi ríkisstjórnarinn- ar kemur æ betur í Ijós með hverjum degi. Af þessu leiðir, að jafnvel þótt einhver hafi áður haft tilhneig- ingu til að „spekúlera" með at- kvæði sitt með tilliti til uppbót- arsæta þá er sá möguleiki ekki fyrir hendi í þessum kosningum. -— Allir flokkar geta hæglega fengið uppbótarsæti. Menn verða því að vega og meta stefnur þeirra og störf að fornu og nýju, ekkert annað kemur til greina. Framsóknarmenn kvíða ekki því mati. En kannski er það ekki nema mannlegt, þótt einhverjir reyni fremur að beina huga kjós- andans að sniðgötum. V.H. V.H. Litla rauða húsið

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.