Austri - 29.06.1967, Qupperneq 3

Austri - 29.06.1967, Qupperneq 3
Neskanpstað, 29. júní 1967. AUSTRI r r 3 Rikisstjórnin riðaði, en hélt ht velli Framh. af 1. síðu. una. Hann er mikill hæfileikamað- ur á bezta aldri og miun vis.su- lega eiga eftir að láta mikið að sér kveða í íslenzkum stjórnmál- um. Framsóknarmenn hafa einn meginlærdóm að draga af þessum kosningum: Að hefja þegar und- irbúning næstu kosninga. Þó engu sé spáð, er óvíst að þær dragist í 4 ár. Margar blíkur eru á lofti, sem eríitt eir að ráða í. Sjálfstæðisflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú þegar haft stjórnarforustu á hendi í tæp 8 ár samfleytt. Hann hefur verið hið ráðandi afl innan ríkisstjómarinnar, og á óefað uppdráttinn að flestum þeim höf- uðiínum, sem farnar hafa verið í þeirri stjómartíð. Formaður flokksins hefur jafnan verið for- sætisráðherra, svo vilji flokks ins hefur ótvírætt mátt speglast í gerðum ríkisstjórnarinnar. Nú gekk flokkurinn undir próf háttvirtra kjósenda og útkoman varð sú, að fylgi hans hrapaði úr 41.4% ofan í 37.5%. Mest varð fyfgishrunið í Reykjavík, sem hingað til hefur verið sterkasta vígi hans. Nú kom í ljós, að at- kvæðatap flokksins í borgar- stjórnarkosningum þar í fyrra var ekki bundið þeim einu kosn- ingum, eins og Sjálfstæðismenn hafa viljað túlka, heldur er fylgi flokksins greinilega að dragast saman í höfuðborginni. Sé litið á landið í heiid þá fer nú flokkuriim niður fyrir það mark, sem jafnan er 'talið skilja á milli stórra flokka og rneðal- stórra flokka, það er 40% kjós- endafylgis. Það svíður þeim Sjálfstæðis- mönnum eðlilega, að samstarfs- mennirnir, Alþýðuflokkurinn, óx upp eins og fífill í túni á þeirra kostnað. Það mun hafa vakið at- hygli margra að kosningunum loknum, þegar forsætisráðherra iýsti því yfir við þjóðina, að enn væri allt óráðið um ríkisstjórn. Fyrst yrði flokksráð Sjálfstæðis- flokksins að koma saman, það yrði fyrst að semja o. s. frv. Hér skaut sem sé all skökku við, miðað við tón kosningabar- áttunnar. Hér töiuðu sárindi ó- sigursins: Betra að athuga vel sinn gang, áður en næsta skref yrði stigið. Sjálfstæðismenn vilja margir kasta ábyrgðinni á herðar Bjarna Benediktssyni einum, og láta hann líða fyrir strandið. Fundir hafa verið haldnir: Talað um að fara ekki í stjóm að sinni... að Bjarni hverfi úr forsæti... að bezt væri að Jóhann Hafstein fylgdi honum eftir... að láta þá kratana hafa forsætið og megin- ábyrgðina ... að setja stóla und- ír Pétur Ben. og Birgi Kjaran ... að gera Ingólf á Hellu að forsæt- isráðherra ... að ... En það er sviðalykt af öllu þessu. Einfaldlega svíður Sjálf- stæðismönnum tapið, og eru að leita að leið til að ná sér niðri — á einhverjum. I Morgunblaðinu tala þeir líkingamál og segja: „Ósigur Framsóknarflokksins" er Eysteins verk, og hann á að segja af sér. Ósigur Framsóknarflokksins var í því fólginn, að hann stóð í stað. Ósigur Bjarna Benedikts- sonar hinsvegar sá, að hann týndi fyigi. Morgunblaðið er hér greinilega að tala líkingamál. Ey- steinn þýðir hér sama sem Bjarni. Orðin ber því að skilja þannig: „Við töpuðum á Bjarna Ben., liann á að segja af sér“. Alþýðuflokkurinn Alþýðuflokkurinn bætti við sig mestu fylgi í nýliðnum kosning- um. Hann hefur nú á bak við sig 15.7% þjóðarinnar í stað 14.2% áður. Níu þingmenn í 'stað átta, vann einn, um leið og „vinirnir" 1 Sjálfstæðishúsinu týndu einum. Sé horft til baka og athugaðar þær aðferðir sem flokkarnir not- uðu til fylgisöflunar í kosningun- um verður það að viðurkennast, að kratarnir komu þar öllum á ó- vart. Þeir tóku lítinn þátt í deil- um, voru ósköp kurteisir og sögðu: „Tryggingarbæturnar! Húsnæðislánin! a Laíunajafnrétti karia ogkvenna! Þetta eru allt okkar verk, góð- ir kjósendur. Við erum ósköp góð- ir strákar. Sjáið þið bara: Við er- um búnir að vinna í tæp 8 ár með Ijótu strákunum í Sjálfstæð- isflokknum, og við höfum svo góð áhrif á þá. Við höfum fengið þá til að vinna með okkur að ákaf- lega mörgum góðum málum, en samt fer nú ýmislegt öðruvísi, en það ætti að fara, af því að við erum ekki nógu sterkir. Gefið okkur meiri styrk, en í guðsbæn- um hlaupið ekki til annarra, góð- ir Sjálfstæðismenn. Komið til vor! Kjósið ekki komma, Framsókn, eða Hannibal, því slíkt skapar bara glundroða". Slíkur var söngurinn. Þeim datt ekki í hug að verja ríkisstjómina. Það féll í hlut Sjálfstæðismanna. Satt bezt að segja áttuðu sig engir á því að þessi söngur gæti haft áhrif. Engu að síður tókst þeim þó að byggja úr þessum á- róðri einskyns færiband, sem flutti atkvæðin frá D yfir á A í alls ekki svo 'litlum mæli. En svo kemur allt í einu að skuldadögunum: „vondu strák- arnir“ gerast óþægir. Og nú er að vita hve vel tekst að sætta þá við orðinn hlut. Emil Jónsson gerist nú nokkuð aldraður. Hann hefur verið ballest flokksins síðustiu árin, alvöru- maður, sem lítur oftar framan í reikningsstokkinn sinn en hátt- virta kjósendur og talar meir við pípusafnið sitt en almennmg. Engu að síður hefur hann þó tekið skarið af, þegar svo hefur borið undir. Nú er sagt, að hann hyggi á lausnir, og þá rnuni eiga sér stað talsverð samkeppni um formanns- stöðuna. Dr. Gylfi telji sig þar nokkuð sjálfkjörinn, en aðrir telji áróðurssnilli Gröndals fylla það sæti betur, þó ekki sé hann dokt- or. Enn mun einn hópurinn haida fram Eggert Þorsteinssyni, og hafa m. a. það til mála að leggja, að í samskiptum við aðra jafn- aðarmannaflokka sé nauðsynlegt að geta sýnt mann í fyrirrúm', sem hafi í rauninni bréf iupp á það, að hann hafi fengið sigg í lófana. Hvernig sem þetta veltist má annars telja það nokkuð víst, að öldurnar lægi, og samstjórn í- halds og krata sitji enn um hríð, þó svo að báðum aðifum þyki út- litið dökkt og vildu helzt mega hlaupa langar leiðir. Hér í Austurlandskjördæmi vann Hilmar Hálfdánarson per- sónulegan sigur, og tryggði isig í sessi sem foringja Alþýðu- flokksins í kjördæminu. Hann bætti nú við sig 36 atkvæðum frá því síðast og komst í 5.3% ikjósi- enda úr 4.8%. Fjórða varaþing- mannssæti sínu hélt hann jafn- framt, að vísu í og með af laga- legum ástæðum. Alþýðubandalag Það er eiginlega engin leið um það að segja, hvort heldur Al- þýðubandalagið bar sigur úr bítum eða beið afhroð í kosning- unum. Borgarastyrjöldin í Bandalag- inu og Hannibalsframboðið gerðu flo'kkinn að þeirri spurningu, sem enn er ekki fengið svar við. Ljóst er þó, að í Reykjavík vann Hanni- bal Valdimarsson góðan sigur. Þar hlaut listi Alþýðubandalags Reykjavíkur hinsvegar illan skell. Hvaðan komu Hannibal at- kvæðin? I hverjum tilgangi var hann kosinn? Var hann kosinn af hugsjónalegum ástæðum, eða af því að fólk leit á hann sem garp — eða píslarvott, eins og Magnús Kjartansson 'komst ágæt- lega að orði í útvarpinu sl. laug- ardagskvöld. Eða var hann kos- inn af því að hann væri sigur- stranglegastur, eins og einn ung- ur 'kjósandi hans lýsti yfir í út- varpinu að kvöldi kjördags. Þessu verður ekki reynt að svara hér, enda vita Hannibalist- arnir þetta víst ekki sjálfir, svo ■ þá er ekki von á, að aðrir fái | gefið svar við þeirri spurnimgu. Fyr'r kosningarnar sór Magn- ús Kjartansson af sér allan fé- iagsskap við Hannibal og sonu hans. Bjarni okkar Þórðarson vandaði honum ekki sérstaklega kveðjurnar heldur. Þá var nú 1 an ds kj örs tj ó r n a r úrsk urð ur inn ta 1- inn heidur vafasamur. Hinn 16. júní telur kollega vor Bjarni, að kjósendum Hannibals yrði gert hróp’.ega rangt til „ef landskjör- stjórnin breytir afstöðu sinni, eða Alþingi tekur aðra afstöðu en landskjörstjórn tók í upphafi". —- Og nú hefur Hannibal verið' sleg- inn Magnúsi Kjartanssyni. Lands- kjörstjórn hefur ákveðið að at- kvæði I-listans s-ku’.i lögð við at- kvæði G-listans. Skapar þetta Al- þýðubandalaginu formlega 10 þingmenn geri Alþingi þar ekki einhverjar breytingar á. Það er ógjörlegt að segja nokk- uð um það hver verði framvinda mála í Alþýðubandalaginu. Svo virðist að þar sé jafn margt sinn- ið sem skinnið, að því er varðar málefni Bandalagsms. I fótspor Mýnessböndans Áki Jakobsson fyrrum nýsköp- unarráðherra hrinti fari á flot, „Óháða lýðræðisflokknum". Hann bauð fram í tveimur kjördæmum, en hlaut lítinn framgang. Er nú sú tilraun til flokksmyndunar a. ö.l. úr sögunni. Enginn vafi er á því að íslenzkum kjósendum þykja flokkarnir þegar nægjan- lega margir, og fremur nauðsyn að stefna í átt til tveggja fíokka kerfis, en fjölga flokkum. K. I. Bíll til sölu Moskwitch, árgerð 1957. Selst mjög ódýrt. Haraldur Bergvinsson, sími 161, Neskaupstað. LEMMY í LÍFSHÆTTU Hörkuspennandi frönsk sakamálamynd með Eddie Constant- ine og Elisa Montes. —. Sýnd í kvöld, fimmtudag, kl. 9.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.