Austri - 20.07.1967, Side 3

Austri - 20.07.1967, Side 3
Neskaupstað, 20. júlí 1967, AUSTRI t l 3 Alykfanir Egilsstaðafundarins um vandamól síldariðnaðarins „Fundur haldinn að Valaskjálf 17. júlí af Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Félagi síldarsaltenda á Norður- og Aust- urlandi og síldarverksmiðjusam- tökum austan og norðan til að ræða fjárhagsörðugleika at- vinnufyrirtækja og sveitarfélaga á Austurlandi, lítur svo á, að á- stand í lánamálum, hvað snertir stofnlán og reksturslán sé al- gjörlega óviðunandi og leiði til ó- famaðar sé eigi að gert nú þeg- ar. Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina að hlutast til um, að eftirtaldar aðalráðstafanir komi strax itil framkvæmda. 1. Að ríkisábyrgðarsjóður láti meta þær eignir atvinnufyrirtækja sem ómetnar eru nú og varða sjávarútveginn, svo sem fisk- vinnslustöðvar, síldarverksmiðjur, síldarsöltunarstöðvar, dráttar- brautir, vélaverkstæði, netagerðir og önnur þjónustufyrirtæki út- gerðarinnar. Stofnlán verði nú þegar veitt þessum aðilum, sem nemi tveimur þriðju af matsverði ríkisábyrgðasjóðs, og verði fé það tekið að láni í atvinnuleysistrygg- ingasjóði, eða þess aflað á annan hátt. 2. Að lánasjóður sveitarfélaga verði efldur svo, að hann geti veitt sveitarfélögunum stofnlán til hinna nauðsynlegustu fram- kvæmda, svo sem varanlegrar gatn age r ð a r, h af na rf ramk væmda, skóla- og sjúkrahúsabygginga, vatnsveituframkvæmda og fleira. Leggur fundurinn sérstaka á- herzlu á, hve Austfirðir eru langt á eftir með ýmsar áðurnefndar framkvæmdir. 3. Að lán bankanna út á sjávar- afurðir verði aukin í 80% af út- flutningsverðmæti afurðanna. 4. Að sett verði bankatrygging eða ríkisábyrgð á greiðslu hrá- efnis, sem lagt er upp til síldar- verksmiðjanna eða söltunar- stöðva. 5. Að þjónustufyrirtæki sjávar- útvegsins fái í viðskiptabönkun- um rekstursfé er nemi a. m. k. einum þriðja af árlegri umsetn- ingu fyrirtækjanna. 6. Að sveitarfélög eigi kost á rekstursfé í viðskiptabönkum sín- um, er nemi einum fjórða áætl- aðra útsvara og aðstöðugjalda. 7. Að ríkissjóður greiði árlega að fullu sinn hluta af kostnaði við framkvæmdir sveitarfélag- anna. f f " 8. Lánstími stofnlána út á fiski- skip verði lengdur úr 15 árum í 20 ár, en rekstrarlán útgerðarinn- ar verði hækkuð úr kr. 400.000 í kr. 700.000, og þau bundin við 20% af afla í stað 35% nú. Leyfi verði veitt til að taka erlend lán til veiðarfærakaupa til lengri tíma, eða 18 mánaða í stað 12 nú. 9. Útflutningsgjöld af síldaraf- urðum verði eigi hæ'rri en af öðr- um sjávarafurðum. Unnið verði að því að fá afnuminn innflutn- ingstoll af síldarlýsi í Bretlandi. 10. Fundurinn lýsir undrun og óánægju yfir svörum Landsbank- ans og Útvegsbankans sem fram koma í bréfum þeirra til sjávar- útvegsmálaráðuneytisins og skoða á sem svar þeirra og rílsisstjórn- arinnar við ályktun fundar þess, sem Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi boðaði til á Egilsstöðum 28. apríl sl. 11. Fundurinn samþykkir að kjósa níu manna nefnd, þrjá til- nefnda af hverjum fundarboðanda til þess ásamt þingmönnum kjör- dæmisins að fylgja eftir við ríkis- stjórnina samþykktum fundarins. Er nefndinni heimilt að leita sam- starfs við samtök útvegsmanna og alþýðusamtökin, og fjölga þá í nefndinni um þrjá frá hvorum aðila. Fundurinn harmar, að ráð- herrar og aðalbankastjóri Seðla- bankans skyldu ekki sjá sér fært að mæta á fundinum, og felur nefndinni að bjóða þessum aðil- um og öðrum þeim, sem henni þurfa þykir til fundar á Austur- landi innan hæfilegs tíma. Jafn- framt heimilar fundurimii nefnd- inni að stofna til hvers konar ráðstafana sem þurfa þyki, svo samþykktir þessar nái fram að ganga því annars telur fundurinn að verulegur samdráttur og jafn- vel algjör stöðvun atvinnulífsins á Austurlandi sé yfirvofandi“. RÆKTUNARSAMBANDIÐ Framhald af 1. síðu. því skotið til næsta -aðalfundar B.S.A. til nánari athugunar. Stjórn B.S.A. verður jafnframt stjórn Ræktunarsambandsins. En fundarmenn voru sammála um að fjölga bæri í stjórninni úr 3 í 5 menn, og stuðlað yrði að því að hinir nýju menn væru búsettir norðan Smjörvatnsheið'ar og sunn- an Breiðdalsheiðar. Til bráðabirgða voru kosnir ■tveir menn stjórnini til aðstoðar í þessu máli, þeir Víglundur Páls- son, Refsstað, og Hermann Guð- mundsson, Eyjólfsstöðum. Stefnt er að því að stofn- un Ræktunarsambands Austur- lands hafi fengið viðurkenningu stjórnarvalda, og sé að öðru leyti tilbúið að taka til starfa um eða upp úr næstu áramótum. NÝTT FISKISKIP Framh. af 2. síðu. og fiskileitartækjum. Hingað komið kostar skipið 20 —21 millj. kr. Það er smíðað hjá Flekkefjord Slipp & Maskin- fabrikk, Flekkefjord í Noregi. Skipstjóri á Birtingi er Filip Höskuldsson en 1. vélstjóri Hjalti Ásgeirsson. Framkvæmdastjóri útgeiðarinn- ar er Jóhann K. Sigurðsson. Framh. af 1. síðu. kvstj. Vopnafirði, Jóliann Sig- ■arðsson, framkvstj. Neskaupstað, sem ræddi einkum málefni út- vegsins, Ilalldór Magnússon, Þor- leilur Jónsson, Kristján Ingóífs- son, Haráldur Gíslason, Ásgrím- ur Ingi Jónsson og Ólafur Ólafs- son. - i Vilhjálmur Hjálmarsson var síðasti ræðumaður við fyrri um- ræðu. Hann kvað þá atburði sem nú eru að gerast í síldarútvegi og síldariðnaði beint framhald langrar sögu. Flestar aðrar at- vinnugreinar íslenzkar hefðu áður verið komnar í hrein vandræði vegna verðbólguþróunarinnar og vanstjórnar í fjárfestingar- og lánamálum. Nú væri röðin komin að síldveiðum og síldariðnaöi. Allir hefðu nú gert sér Ijóst að þrengdur hefði verið kostur at- vinnufyrirtækja og sveitarfélaga austanlands í bönkunum í vor. Hann kvaðst í meginatriðum sam- þykkur þeim ábendingum er fram hefðu komið í tillögum fundar- boðenda, og ræðum framsögu- n.anna og annarra fundargesta. Gert var fundarhlé og málinu vísað til nefndar. Að lokinni athugun í nefnd var fundi fram haldið. Urðu enn nokkrar umræður, en að þeim loknum voru tillögur fundarboð*- enda með þeim breytingum er þær höfðu tekið í nefnd, bornar und- ir atkvæði og samþykktar í einu hljóði. Eru þær birtar á öðrum stað hér í blaðinu. Kosin var níu manna nefnd til að fylgja málinu eftir. I henni eiga sæti þessir menn: Hrólfur Ingólfsson bæjarstjóri, Seyðisfirði, formaður; Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri; Þorleifur Jónsson, sveitarstjóri, frá samb- sveitarfélaganna; Jóhannes Stef- ánsson; Sigurjón Þorbergsson og Aðalste;nn Jónsson frá síldar- verksmiðjusamtökunum og Jón Þ. Árnason, Guðmundur Björns- son og Sigfinnur Karlsson frá fé- lagi síldarsaltenda. Það vakti eftirtekt hversu mik- il samstaða ríkti á fundinum, all- ar ályktanir gerðar samhljóða og ræður allra er tóku til máls hnigu að einu marki. lítil stiífkð drukknar í Heskaupstað Það hörmulega slys átti sér stað sl. föstudag, að lítil stúlka, Kristín Ingólfsdóttir, lézt í sundlauginni hér í Nes- kaupstað. Hafði Kristín litla verið að busla í lauginni og var þar talsvert af fólki, en hafði eng- inn orðið neins var fyrr en hún sást liggja á botni laugarinn- ar. Lífgunartilraunir, sem reynd ar voru, báru ekki árangur. Kristín var dóttir þeirra hjónanna Svanbjargar Gísla- dóttur og Ingólfs Ingólfssonar, rafvirkjameistara hér í bæ. Hún var á 7. ári. Austri vottar foreldrum og öðrum vandamönnum Kristín- ar sína innilegustu samúð. Skógarháiíð Skógahátíð Ungmenna og íþróttasambands Austurlands j verður haldin í Atlavík verzlunarmannahelgina 5. og 6. ágúst j næstkomandi. Að vanda verður um mjög fjölbreytta dagskrá að ræða. Samkoman verður áfengislaus. Skemmtum okkur í Atlavík án áfengis. U. í. A. Austfirðingar Munið sumarhótelið að Hallormsstað, sem er opið í júlí og ágúst. Veitingar — herbergi — svefnpokapláss. Njótið sumarblíðunnar í Hallormsstaðaskógi um helgar. Sumarhótelið Hallormsstað

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.