Austri - 19.02.1969, Blaðsíða 4

Austri - 19.02.1969, Blaðsíða 4
4 f AUSTRI r Neskaupstað, 19. febrúar 1969. Ilm hrKtinfrœðihennslu í shólum Miklar umræður hafa farið fram um íslenzk skólamál upp á síðkastið, og hefur þar margt verið vel og réttilega mælt og borið vitni einlægum vilja til -að finna leiðir til úrbóta, en annað mjög borið keim sleggjudóma og fáfræði og sízt verið til þess fall- ið að leysa þann vanda, sem við er að etja og allir eru sammála um, að er mikill, sem sé hvaða breytingar skuli gera á íslenzku skólakerfi og kennslu. Þessi tven.ns konar málflutn- ingur kom vel fram í 7. hefti tímaritsins Samvinnunnar á sl. ári, þar sem fjallað var um skóla- má!. Sumir greinahöfundar réðust þar harkalega að skólakerfinu og fundu því allt tii foráttu. Til dæmis segir Arnór Hannibalsson, sálfræðingur, í grein sinni, orð- rétt: „Bar.naskólanámið hefst á því, að nemendunum er kennt að lesa, og endai' það oftast með því að meginþorri þeirra verður stautfær. En þar með lýkur menntunarhlutverki barnaskóla. Undanfarin ár hefur námsefnið verið að léttast sökum erfiðleika við að troða hinu úrelta efni í börnin með úreltum aðfei'ðum. En það að létta er ekki lausn, þið er flótti“, Og á öðrum stað í sömu grein: „Ástandinu lenzkum skólamálum verður helzt, lýst með orðunum botnlaust öng- þveiti". Já, ljót er lýsingin, en því miður dálítið sönn. Vonandi hefur ritstjóri Sam- vinnun.nar þarna unnið þarft veik cg hróflað við mörgum og greini- lega ýtt undir frekari umræður um þessi mál og frjálsa skoðana- myndun í landinu, eins og hann segir vera aðaltilgang hins end- urbætta og breytta rits síns. Og hvað sem öllum vangaveltum líðui-, held ég, að við getum öll crðið sammála um, að stöðnun má aldrei verða í skólamálum, og nauðsynlegt er *að fylgjast vel með tímanum og nýjum vinnu- brögðum og aðlaga skólakerfið breytingunum, en byggja samt ætíð á þeim grunni, sem fyrir er og sem er sérstæð íslenzk þjóð- menning. Því skyldi og heldur aldrei gleymt, að til þess að gagnrýni í skólamálum komi að einhverju haldi og verði til góðs, þurfum við, einkanlega kennar- arnir, fyrst að gera okkur Ijóst, hvað við erum óánægðust með, og benda á leiðir til úrbóta, því pll gagnrýni missir marks, ef ekki er bent á neitt jákvætt til lausnar vandanum. Já, hverju á að breyta? Þar eru skoðanir skiptar og sennilega jafn margar og einstaklingarnir, sem setja þær fram. Einn vill auka kennslu í náttúrufræði, ftnn?tr í sö£u o‘| bókmenntum og þriðji í erlendum málum, svo að- eins dæmi sé tekið. Ekki veit ég, hVort um tilviljun er að ræða, að þótt leitað sé með logandi Ijósi í greinum hinna vísu manna í áð- urnefndu Samvinnuhefti, er hvergi nokkurs staðar svo mikið sem drepið á þátt 'kristinnar sið- fræði í uppeldisstarfi skólanna og þeirri viðleitni þeirra að öi-va til- finningaþroska nemendanna yfir- leitt. I grein sinni nefnir Hörður Bergmann kennari bókmenntir, tónlist og myndlist sem greinar til örvunar ímyndunaiafli og til- finningaþroska, og skal hlutverk þessara námsgreina ekki véfengt. Ég býst við, að við getum öll verið sammála um það, að hlut- verk skólans í þjóðfélaginu sé í mjög stórum dráttum að gera hvert barn að svo nýtum og góð- um manni sem hæfileikar þess og vit leyfa og því er áskapað. Á anna.n hátt má orða þetta þannig „að koma öllum til nokkurs þroska“. í þrengri skilningi verð- ur að greina þetta hlutverk í tvennt. I fyrsta lagi ber skólan- um að miðla nemendum sínum Fjárhagserfiðleikar fyrirtækja og einstaklinga aukast með hverri viku og nú hefur þar að auki gífurlegt atvinnuleysi herjað alla landshluta um sinn og því miður virðist lítið rofa til í þeim efnum. Við Islendingar höfum oft áð- ur orðið' að taka harða glímu við margvíslegan vanda, oftast af völdum veðurfars, farsótta eða náttúruhamfara. Ætíð hefur lífs- þróttur þjóðarinnar orðið örðug- leikunum yfii'sterkari og þjóðin hefur rétt við og haldið áfram göngu sinni fram á leið. Sjaldnast hafa grannþjóðir okkar látið sig miklu skipta sviptingar íslendinga við aðsteðj- andi örðugleika, nema þá sjaldan, að kvalastunur þjóðar í örvænl- ingarfullri, tvísýnni lífsbaráttu náðu eyrum þeirra og hrundu af stað hjálparstarfsemi til að hindra að „Söguþjóðin“ yrði al- dauða í sínu eigin landi. Nú fylgjast menn betur með högum nágrannanna, þótt vafa- samt sé, að hjálpfýsin sé stórum meiri en fyrrum. I hörðum heimi verður hver og einn að treysta sjálfum sér og sinn eigin atorku. þekkingu um hin margvíslegustu og óskyldustu efni og þekkingar- svið, en lykilinn að þeirri þekk- ingu veita barnaskólarnir með lestrarkennslunni, og er hún því undirstaða alls þess náms, er síð- ar kemur. I öðru lagi er hlutverk skóians að þroska nemendur sína siðrænt, að svo miklu leyti sem nokkur getur þroskazt fyrir ann- arra tilverknað, gera þá hæfari til að greina á milli góðs og ills, rétts og rangs, þótt oft vilja slík hugtök verða nokkuð afstæð. I heild má segja, að allt nám og kennsla sé í því fólgið að gera sér ljósari grein fyrir því lífi, sem við lifum, og þeim heimi, sem við lifum í, og er í því sam- bandi vafasamt hvorir læra meira nemendur eða kennari. Þekking og þroski er trúlega það, sem gerir einn mann mennt- aðan, eins og það er kallað, og vísast er það bezta skilgreiningin á menningu hverrar þjóðar, hve mikið hver einstaklingur hennar hefur til að bera af þessu tvennu. Óhætt mun að fullyrða, að ís- lenzkir skólar sinni hinum fyrr- Um síðustu áramót barst hing- að kveðja frá sænskum manni — kaupfélagsstjóra í borg 1 Norð- ur-Svíþjóð. Þar segir m. a.: „Ég hef haft fregnir af, að ýmsir erf- iðleikar steðji að ykkur um þess- ar mundir og vaxandi atvinnu- leysi. Mér er í minni, þegar við átliun við svipað vandamál að stríða eftir 1930 með stórkost- legu atvinnuleysi einkum hér í Norður-Svíþjóð. Síðustu áratug- ina hafa slík vandamál ekki orðið á okkar leið og flest gengið okk- ur í hag. Meðan núverandi ríkis- stjórn fær að halda um stjórn- völinn, treysti ég því að þróunin haldist óbreytt. Ríkisstjórnin veit gjörla um þá ábyrgð, sem á henni hvílir og tekur ákveðin mið, sem munu tiyggja hag okk- ar í framtíðinni“. Þannig talar hinn sænski mað- ur, sem um langt árabil hefur verið í forsvari fyrir stóru fyrir- tæki. Vafalaust er, að hann þekkir glögglega þær ytri aðstæður, sem vissulega hafa stórfelld áhrif á hag hverrar þjóðar, en efst er honum í huga hið innra stjórnar- far. hæfileiki forsvarsmanna til nefnda þætti, þ. e. fræðsluþætt- inum, allvel, þótt ýmislegt skorti á og mætti betur fara. íslenzkir unglingar standa trúlega jafnfæt- is jafnöldrum sínum í öðrum löndum, hvað ýmiss konar þekk- ingu áhrærir, en þó einna sízt í þeirri list að koma fram frjáls- lega og geta flutt mál sitt. skýrt og skipulega. Hitf mun aftur á móti samdóma álit fjölmargra skólamanna og foreldra, að mikið vanti á, að síðarnefnda þættinum, sem mér finnst eðlilegast að kalla uppeld- isþátt, sé sá gaumur gefinn, sem æskilegt er og vera ber. Því vil ég nú gera hann einkum að um- ræðuefni. Vel þekkt er þessi vísa Sth. G. Sth.: „En í skólum úti um lönd / er sú menntun boðin: / Fátt er skeytt um hjarta og hönd, / hausinn út er troðinn". Þótt mik- ið vatn hafi til sjávar runnið, síðan þetta var ort, má fullyrða, að heldur betur hafi sigið á ó- gæfuhliðina síðan. Tilfinningalífið er í dag mjög víða vanrækt í skólunum. Virðist augljóst að þróun skólamála undanfarna áratugi helzt í hend- ur við breyttan tíðaranda, þar sem þeirri stefnu er æ á loft Framh. á 3. aiðu. að sjá fram í tímann og skipa málum þjóðarinnar á þann veg, að henni megi vel farnast. Nú mun það svo, að dómar manna um hvern hlut eru harla misjafnir. Á það jafnt um athafn- ir ríkisstjórna, sem annað, þó mun það almælt, að engin ríkis- stjórn, fyrr né síðar, hafi svo gjörsamlega mistekizt að rækja skyldur sínar við land og lýð, og sú, er nú lafir við völd. Engmn væntir þess lengur, að hún sjái svo til framtíðar, að hún sé þess megnug að tryggja hag þjóðar- innar á komandi tímum. MÖnnum er jafn ljóst, að stjórnina skort- ir alla getu og þrótt til að takast á við vandamál líðandi stundar. Þess eins vænta menn — nú ná- lega ö!l þjóðin — að hún skilji sinn vitjunartíma og fari frá, áð- ur en verr er komið þjóðarhag. Við getum aðeins að nokkru ráðið við ytri aðstæður, e.n við verðum að geta treyst viti, fram- sýni, vilja og getu ríkisstjórnar til giftudrjúgra st jórnarathafna, en nú er svo komið málum, að engin þegn með óbrenglaða dóm- greind getur gert að sínum orð hins sænska athafnamanns í dómi um hina örþreyttu, ráð- lausu ríkisstjórn Bjarna Bene- diktssonar. Meðan svo gengur, er batavon íslenzks þjóðlífs sorglega lítil. Ríhissljórnin verður að hyggja til frambúðar 09 stjórna

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.