Austri - 29.05.1969, Blaðsíða 4

Austri - 29.05.1969, Blaðsíða 4
4 ' h ' AUSTRI Neskaupstað, 29. maí 1969. arðlxera fjdrfestinia Víkjum duglausri Það er alkunna, að síðustu ára- tugj hefur legið stríður fólks- straumur suður að Faxaflca frá nálega öllum byggðarlögum landsins. Þeir sem nenna, geta aflað sér upplýsinga um tölu fólkis, sem flutt hefur byggð sína utan af landi í iherlegheitin og frjósemina við Faxaflóann su,nn- forystu til hliðar en reisna skrifstofubákn fyrir 150 millj. sem aðeins er til augna- yndis, að 25 millj. kr. fiskiskip gefi af sér meiri arð en 200 millj. sem varið er til að sprengja vegagjá í blásaklausan Kópa- vogshálsinn, — að þjóðinni væri meiri nytsemd að þeim þúsund- um handa til starfa í atvinnulífi þjóðarinnar, en sem nú eru verk- efni pappírsþræla í tvíhæða stjórnkerfi ríkisvaldsins. Mönnum hlýtur að veia það ljóst, að fjárhagslegt gjaldþrot þjóðarinnar er óhugnanlega ná- lægt oig því verður aðeins forðað með því, að fjármunum hennar verði í stcrlega vaxandi mæli beint til atvinnulífsins með skipu- legri fjárfestingu í undirstöðuat- vinnuvegum þjcðarinnar. Til þess hafa stjórnvöldin ein vald, en þau virðist skorta yfirsýn á mögu- leika landsins alls, vit og þor til að stjórna. Þess vegna gerist sú spurning æ áleitnari við flesta hugcandi menn, hvort dkki sé nú brýnasta hagsmunamál alþjóðar að sópa duglausum ráðherrum úr valdastólum og láta þeim í té ríkisfrsmfærin á hagkvæmari máta cg hefja síðan nauðsynlega uppbyggingu atvinnulífsins að ieiðsögn nýrra, duga.ndi og ó- þreyttra stjórnenda. Mor um samgöniur d vori anverðan. Um það eru aðgengi- legar tölur í opinberum skýrsium. Hitt er óvissara, ;hve mikinn auð þetta fólk hefur flutt úr sinni heimabyggð og fjárfest i grjóti við flóann igóða suður þar. Hér skaL engum getum. að því leitt, hve mörg hundruð milljóna hafa þannig skipt um samastað. Það slkiptir ekki höfuðmáli. Hitt er meira íhugunarefni, hvort eitt- hvað af þeim hundruðum millj- cna hefðu ekki fært þjóðinni meiri arð í sínum heimahögum en,í gerfi malbiks og skrauthalla höfuðborgarinnar. Við Austfirðingar höfum feng- ið orð í eyra fyrir óhcflega fjár- festingu í síldariðnaðinum undan- farin uppgripaár, og því sé okk- ur mátulega í rass rekið, að nú hafi þrengt heldur betur að. Þetta er að nokkru rétt. Flest- um er það ljóst, að gálauslega var að farið á síldarárunum og lítil fyrirhyggja um að treysta aðra þætti atvinnulífsins, esn þetta var engum Ijósara en Austfirði- ingum sjálfum, sem sáu liættuna fyrir, þegar isíldveiðan* drægjust saman og þeir vissu lika, að svo mundi fara fyrr en séinna. Hinsvegar var engum aðvörun- arorðum sinnt, og lánastofnanir cg rikisvaldið var þrálega lokað fyrir þörfum allra annarra greina atvinnulífsins, hvað þá, að frá þessum aðilum örlaði á viðleitni tili oð skipuleggja eða styrkja aðra þætti atvinnulífsins hér eystra. Þá var lifað í sælu líð- andi stundar og aldrei fyrr hafði straumur fjáihagnsins suður til Faxaflóa verið istríðari en þá oig enn sem fyrr fór mestur hlutinn í dauða fjárfestingu á höfuð- borgarsvæðinu. Þeír valdsmenn þjóðarinnar, sem ieita vilja síldargróðans í síldai'plássunum eystra, þurfa ekki í langa leit. Þeir hafa mest- an hluta hans fyrir augum, nenni þeir'að klífa tur.n Hallgrímskirkju ög horfa þaðan til allra átta. En nú er fánýtt að deila um gerða hluti, þótt af þeim megi ndkkuð læra. Hitt er þýðingar- íneira að efla skilning fólks á því, að nauðsynlegt er að fjár- munum þjóðarinnar sé skynsam- lega varið. Það sé nytsamlegra að kpma á fót iðjufyrirlæki og íeggja ti! þess 15 millj. fremur Eftir snjóléttan vetur um Upp- Hérað, stöndum við Héraðsbúar nú enn einu sinni andspænis köldu vori, ef ekki brsytir til batnaðar á næstunni. Það sem af er maímánuði hefur hér haldizt cslitin norðainátt með frosti um nætur. Gróðri fer mjög lítil fram cg hætt er við að sauðburður verði mörgum bóndanum erfiður og gjafafrekur ef veðurfar helzt óbreytt. Það sem ofarlega er á baugi hér um slóðir á hverju vori eru vegamálin. Ekki er það þó fyrir þær sakir, að vegir séu hér svo góðir að umtalsvert sé, heldur vegna þess, að segja má, að yfir þennan tíma sé hér algjört neyð- arástand 1 samgöngumálum og ástand veganna þannig, að enginn trúir nema sá, sem reynt hefur. Og nú er clkkur t.jáð að á þessu vori skuli ekki gert við vegina nema sem aillra minnst og eina bjargráðið sem forráðamenn okkar í þessum málum sjá, er það að banna umferð og vigta bílana. Nú væri það kannski ráð, að hætta að keyra möl í forar- pytti eitt vor og gera svo virki- legt áta'k í lagfæringu vegan.na ef þeir yrðu einhvem tíma það ve! færir að einhverju farartæki yrði kiomið um þá án þess að skemma meira en það lagar. En verður slíkt átak gert á næst- unni? Ég er því miður ákaflega efins í því. Eins og ástatt er nú, spyrr.ast vegirnir óðum sundur, jafnt þeir spottar sem nýlagðir eru og þeir vegir sem eldri eru og afleiðingin blasir við öllum sem taka sér ökuferð hér um ná- grennið, malarlausir vegir sem eru slarkfærir seinni part sumars og í frostalíð á veturna. Það mætli s'krifa langí mál um samgöngurnar hér og mín skoð- un er sú, að þær standi atvinnu- lífi og almen.num framförum hér í fjórðungnum meira fyrir þrif- um en margan grunar. Og sann- leikurinn 'er sá, að við Austfirð- ingar höfum verið furðu tómlátir um samgöngumál okkar. Við lát- um okkur það lynda enn, á árinu 1969 að vera ekki í sambandi við þjóðvegakerfi a.nnarra landshluta öðruvísi en með vegi sem verða ófærir í fyrstu snjcum og eru e'kki færir fyrr en komið er fram á sumar, þ. e. a. s. vegurinn um Jckuldalsheiði. Vegarlagning um Möðrudalsöræfi hefur staðið yfir um margra ára skeið og á síð- asta ári miðaði henni allvel áfram, en aldrei heyrist hér nokk- ur rcdd um að neitt kagræði sé í því að ljúka þessum vegi. Ég hélt, að það ætti að vera hverju byggðarlagi hugsmuna- og metn- aðarmál að tengjast öðrum byggð arlögum viður.andi vegasambandi. Þess vegna vekur þessi þögn um veginn yfir Jökuldalsheiði og nið- ur Jökuldal furðu mína. Og meðan þessi vegur bíður þarna ófær og ómokaður, látum við okkur það lynda að vegurinn um Fagradal, lífæð okkar Héraðs- búa hvað aðdrætti snertir, er bannaður nema fyrir fimm to.nna öxulþunga langtímum saman vegna aurbleytu, en það þýðir, að vömflutningabílar sem al- mennt eru notaðir nú m'ega aka um hann nær tcmir. Af þessum sökum liggur við að um þennan vortíma séum við héraðsmenn cinangraðir um flutninga á landi. Ég tala um Héraðsmenn, af því að þeir eru hér næst mér en auðvitað vita allir að mörg byggðarlög hér á Austurlandi búa við algjöia einangrun hvað sam- göngur snertir á landi, meirihlut- ann úr árinu. Þetta leiðir meðal annars af sér, að séu viðskipti milli byggðarlaganna hér, geta þau alls ekki farið fram með við- unandi hætti. Við getum, sam- gangnanna vegna, tæplega notað þann mai'kað sem fyrir hendi er innan fjórðungsins fyrir þær vör- ur sem við framleiðum. Ég get tekið dæmi isem ég er vel kunn- ugur. Kaupfélag Héraðsbúa rek- ur kjötvinnslu á Reyðarfirði. Ógerlegt er, vegna samgaingna að koma þessum vörum regiulega um félagssvæði kaupfélagsins hvað þá meira. Þetta er eitt dæmi en nóg er af öðrum hliðstæðum. Ég ætla mér ekki í þessari grein að lýsa ábyrgð á hendur neinum aðila á þessu ástandi. Það er verkefni stjórnmálamannanr.a að gera sI2kt upp. En nú þegar okkur bíleigendum hefur verið tilkynnt það, að fyrsta júní skul- um við borga krónu í viðbót fyrir benzínlíterinn og sú kró.na skuli renna til vegamála, finnst mér ekki úr vegi oð s'kora á hvern þann sem einhver áhrif hefur í þessum efnum og almenning hér í Austurlandskjördæml, að hefja nú herferð sem mætti verða til þess að við fengjum betri vegi, en betri vegir eru undirstaða þess sem við köllum nú mann- sæmandi líf, hvort sem það líkar betur eða vsrr. Jón Kristjánsson. Strand/erðirnar Austfii ðingar þekkja ófremd- arástand strandferðasiglinganna. Nýtt vöruflutningaskip kemur senn í gagnið og hyrjað verður á smíði a.nnars. En hér þarf að fjsiru að hyggja. Á öndverðu þingi í vetur fluttu þeir Vilhjálmur Hjálmarsson, Sig- urvin Einarsson, Tómas Árnason, Bjarni Guðbjörnsson og Eysteinn Jónsson eftirfarandi tillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni: 1. Að láta kanna, hverra úrbóta er þörf á húsakosti og aðstöðu við hafnir í Reylkjavík og ann- ars staðar, til þess að hin nýju vöruflutningaskip, er Skipaút- gerð ríkisins á í smíðum, komi að sem fyllstum notum, og greiða fyrir þeim framkvæmd- um, er nauðsynlegar reynast. 2. Að láta hefja undirbúning að smíði farþegaskips til innan- landssiglinga í stað Heklu 'Og Esju. Stefnt verði að því, að smíði skipsins geti hafizt um það leyti sem þau vöruflutn- 1 Framh. á 2. siðu.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.