Austri


Austri - 08.07.1977, Blaðsíða 2

Austri - 08.07.1977, Blaðsíða 2
AUSTRI Egilsstöðum, 8. júlí 1977. Utgefandi: Kjördæmissaniband framsóknarmanna á Austurlandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson, sími 97-1314. Af greiðsla og auglýsingar: Snædís Jóhannsdóttir, sími 97-1335. HÉRAÐSPRENT SF. v////////////////////////////////////////////////////////'///////m Stj órnarsamstarf ið Það er ekki óeðlilegt þegar líða fer á kjörtímabilið að menn velti því fyrir isér hvort það stjórnarsamstarf sem nú stendur hafi leitt af sér góða hluti eður eigi og hvað hafi áunnist og hvað farið miður. Það er alkunna og hefur m.a. oft verið rakið hér í þessu blaði hvernig stjórnarsamstarfið bar að. Ekki var þingfylgi fyrir fyrr- verandi stjórnarflokka að starfa saman áfram og ekki tókst að laða fleiri öfl vinstri manna til samstarfs. Það hlaut því að leiða af þessu að SjálfstæðisflokkurinJn kæmi til samstarfs í ríkisstjórn. i Þetta skeði á tíma mikilla erfiðleika í efnahagslífinu og voru viðskiptakjör þá verri en um langt skeið og aðgerðir til varnar höfðu dregist vegna þingrofs og kosninga. Tillögur Ólafs Jóhann- essonar um viðnám hlutu ekki fylgi eins og menn muna væntan- lega. Þegar Framsóknanmenn gengu til þessa stjórnarsamstarfs var þeim ef st í huga að fá framgengt eftirtöldum þrem atriðum. Þau voru: 1) Útfærsla landhelginnar. 2) Full atvinna fyrir alla landsmenn. 3) Efling byggðasjóðs og byggðastefna. 1 landhelgismálinu hefur verið unnifnn sigur, og eru yfirráð okk- ar yfir 200 mílum tryggð. Þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífinu hefur verið haldið uppi fullri atvinnu. Það verður að teljast höfuð- markmið og önnur sjónarmið eru ekki sæmandi. Atvinnuleysi á ekki undir neinum kringumstæðum að nota sem hagstjórnartæki, það er grímulaus íhaldsstefna. Þrátt fyrir að okkur landsbyggðarmönnum virðist oft miða hægt í byggðamálum er þó ekki hægt að segja að snúið hafi verið við á braut byggðastefnu á síðustu þremur árum. Byggðasjóður hefur verið efldur og fyrir hans tilverknað hefur átt sér stað veruleg uppbygging og nægir að benda á frystihusabyggingarnar hér við sjávarsíðuna í því sambandi. Byggðasjóður hefur einnig lánað í vinnslustöðvar landbútaaðarins, en þar kreppir skórinn mjög að. Einnig hefur sjóðurinn stutt iðnfyrirtæki á landsbyggðinni og margháttaða starf semi aðra. Ymigustur manna á þéttbýlissvæðinu á starfsemi þessa sjóðs undirstrikar þýðingu hans, tilvera hans er nánast það eitna sem landsbyggðarmenn hafa til þess að vega upp á móti margháttuðum öðrum aðstöðumun. Þó að þjóðmál séu margslungin og samansett af miklu fleiri en þessum þremur atriðum eru þau samit nægilega veigamikil til þess að réttlæta núverandi stjórnársamstarf fullkomlega. Hitt er svo annað mál að verðbólgan er eins og hún hefur verið mikið vanda- máJl og hefur þessi stjörn ekki fremur en aðrar ríkisstjómir sem setið hafa frá stríðslokum ráðið við halna. Ekki vantar að stjórnar- andstæðingar á hverjum tíma hafa þóst eiga ráð undir rifi hverju, en þau ráð haf a guf að upp þegar til hef ur átt að taka, og að manni læðist sá grunur að verðbólguhugsunarháttúr þeirrar kynslóðar sem nú er að koma til áhrifa í þjóðfélaginu og leikur hennar með verðbólguna eigi drjúgan þátt í því hvemig komið er. Sennilega verður ekki hægt á verðbölguhjólinu svo um muni nema með sam- eiginlegum vilja allra pólutískra afla í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir að stjórnarsamstarfið hafi gengið framar vonum eru stjórnarflokkarnir ólíkir og speglast það í ólíkri afstöðu til ýmissa mála sem upp koma. Upp á síðkastið hefur verið hafinn upp mikill söngur í herbúðum Sjálfstæðismanna um hvers konar ríkisafskipti og hlutverk hins opinbera, undir slagorðinu "báknið burt". Þessir menn verða að gera hreint fyrir sínum dyrum, hvernig þeir hugsa sér framkvæmd þessarar stefnu. Á að hverfa af braut samhjálpar og kippa þjóðfélaginu áratugi aftur í tímann, eða hver er mein- ingin? Ríkisreksturinn þarf að bæta, og ef til vill má breyta ein- hverju af þeim rekstri sem ríkið hefur með höndum og leita sam- starf s um hann við aðra aðila. Þetta er stórt mál og í því duga ekki hálfkveðnar vísur. Framsóknarmenn munu aldrei Ijá því lið að hverfa af foraut siamhjálpar og félagshyggju og leiða lög frumskógarins í gildi á ný forréttindi hins sterkasta. J. K. Lesendabréf Ferðafélag Islands er 50 ára á þessu ári. Af þessu tilefni var ár- bók félagsins höfð með öðru sniði en venjulega, hún er stórt og vandað rit og fallegt, þar sem 20 ágætir menn skrifa sinn kaflann hver. Ey- steinn Jónsson á þarna greinina "Náttúruvernd — ferðalög — land- nýting." Þar segir Eysteinn þetta m.a.: "Ferðafélag Islands hefur nú um hálfrar aldar skeið haft forystu í því að kynna þjóðinni land sitt. Hika ég ekki við að fullyrða að fá störf eru þjóðnýtari en þau sem að því lúta að tengja þjóðina landinu í blíðu og stríðu. Verður þetta verk- efni enn brýnna fyrir það að sí- vaxandi hluti þjóðarinnar hefur ekki samskonar samband við landið í dag- legum störfum og áður var algeng- ast. Þegar svo er ástatt getur þannig farið að tengslin verði of lausleg eða rofni að mestu og er þá hætta á ferð- um. Vináttubönd hnýtast varla nema náin kynni verði og það á jafnt við um fólk og land." Þetta segir Ey- steinn og er vel mælt og viturlega. Fjórir aðrir austfirðingar eiga greinar í þessu riti. Grein Sigurðar Blöndal heitir "Litast um á Hallorms- stað" og er frábærlega vel gerð og merkileg, Sigurður er gáfaður mað- ur, fjölmenntaður og ritfær í besta lagi. Þessa grein þyrfti að sérprenta og selja á Hallormsstað og í sölu- skálum á Egilsstöðum. Að vísu eru flestir á hraðferð og gefa sér ekki, tíma til að skoða neitt eða skilja að gagni, en þó eru alltaf nokkrir sem vilja athuga hlutina og hafa gaman af að fræðast. Og fyrir þá sem stansa nokkra daga á Hallormsstað og vildu ynna sér staðinn, jarðfræði, gróður og annað, er grein Sigurðar Blöndal góð leiðsögn. Vilhjálmur menntamálaráðherra á í heftinu skemmtilega grein eins og allar hans greinar eru og ræður. "Fossar á ís- landi" heitir grein Sigurðar Þórar- inssonar prófessors. Eyþór Einars- son frá Neskaupstað skrifar um fjallagróður á íslandi. Eyþór er á- gætur vísindamaður og kunnur með- al grasafræðinga víða um lönd, ein- mitt fyrir rannsóknir á fjallagróðri. Her hafa verið taldar greinar aust- firðinga, fjölmargar aðrar merkar og ágætar greinar eru í árbókinni. Forseti Islands, Kristján Eldjárn, á þarna merka grein vel gerða og vand- aða eins og allt sem frá hans hendi kemur. Halldór Laxness skrifar um sína heimahaga Mosfellsdalinn. Matt- hías Morgunblaðsritstjóri segir ferða- sögu til Öskju, stórskemmtilega. Eins og áður sagði eru allar greinarnar í þessari árbók góðar og sumar með miklum ágætum. Ein finnst mér þó allra best "Vatnið og skógurinn", eftir Svein Skorra Höískuldsson, er snilldarverk. Fjögur smákvæði eru þarna líka eftir það ágæta skáld Ólaf Jóhann Sigurðsson. Það síð- asta heitir "Spurt og svarað". Það er aðeins tvö erindi, þau eru svona: "Einn á ferð í haustsins hélu af hvaða slóðum kemur þú? Stökkstu að heiman hæruskotinn? Hvert skal karl sá fara nú? 1 eftirleit um afrétt fornan einn ég held uns birtan dvín. Ég á langa leið að baki lengri er sú sem bíður mín". Hallur Steinsson. Auglýsinga- og áskriftarsími 1335 !¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥.¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥ ¥»¥¥¥¥¥¥¥»¥¥ ¥»¥¥»

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.