Monitor - 07.07.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 07.07.2011, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2011 ekki af hverju ég geri þetta, þetta hefur kannski eitthvað með það að gera að ég er ofvirkur með athyglisbrest. Þá á maður það til að fá svona dellur og fá ofureinbeitingu í ákveðnum hlut í ákveðinn tíma en svo bara hendir maður því í burtu. Ég hef til dæmis ekki kafað núna í níu ár. Þú ert sem sagt greindur ofvirkur með athyglisbrest? Árið 2004, þegar ég var tuttugu og níu ára gamall, þá var ég að vinna með einum vini mínum sem er ofvirkur og hann pantaði fyrir mig tíma hjá sálfræðingi án þess að segja mér frá því. Í gegnum sína eigin reynslu sá hann strax hvað var í gangi hjá mér. Síðan sendi hann mig til sálfræðingsins og eftir eins og hálfs klukkutíma samtal þá er mér sagt að þetta sé borðleggjandi, að ég sé ofvirkur með athyglisbrest og þurfi á rítalíni að halda. Ég fór út í apótek og tók svo mína fyrstu rítalíntöflu og sótti síðan konuna mína í vinnuna. Vinur minn hafði þá sagt henni frá þessu svo hún spurði hvernig hefði gengið. Ég fór þá að segja henni frá fundinum með sálfræðingnum og hvernig allt hefði nú gengið fyrir sig. Eftir svona tíu mínútur, korter þá stoppar hún mig og segir: „Matti, gerir þú þér grein fyrir því að þetta er lengsta samtal sem við höfum átt síðan við byrjuðum saman?“ Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir fyrir utan tónlistina? Það er að fara með strákana mína á fótboltaæfingar og fylgjast með þeim í því sem þeir eru að gera. Þeir komast ekki upp með neitt rugl, þeir eru hýddir áfram (hlær). Ég legg metnað í að þeir standi sig í því sem þeir eru að gera. Þeir eru í fótbolta, golfi og píanó. Eigum við eftir að sjá hljómsveitina The Matthíasson Brothers, samanber Jackson 5, í framtíðinni? Það kæmi mér ekkert á óvart því það er gríðarleg músík í þessum strákum. Ég á reyndar einn sem er bara níu mánaða en þeir eldri, sem eru sex og níu ára, þeir syngja svo fallega og eru svo klárir á hljóðfæri að þeir eiga það til að græta karlinn. Ef þú kæmir til með að eignast eitt barn í viðbót sem væri stelpa. Kæmi til greina að skíra hana Völu? Nei, það held ég ekki. Það er ekki af því að ég hef eitthvað á móti Völu Matt, hún er yndisleg. Þetta er bara sama ástæða og fyrir því að ég skírði engan strákanna Pálma. HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 240975 Uppáhaldsstaður í heiminum: Heimilið mitt. Uppáhaldsmatur: Sushi og rjúpur. Uppáhaldstónlistarmaður: Freddie Mercury. Uppáhalds Pink Floyd-lag: The Trial af Wall-plötunni.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.