Austri


Austri - 08.06.1979, Page 4

Austri - 08.06.1979, Page 4
4 A U S T R I Egilsstöðum, 8. júní 1979. Flugáætlanir á Austurlandi ísumar Blaðinu heíur borist fréttatilkynn- ing frá Flugleiðum um sumaráætlun innanlandsflugs sumarið 1979, hvað Austurland varðar. Þar sem hér eru samanþjappaðar upplýsingar um ferðamöguleika flugleiðis til og frá Austurlandi og á milli staða hér innan fjórðungs, þykir rétt að birta fréttatilkynninguna hér í heild. Millifyrirsagnir eru frá Flugleiðum. Samkvæmt sumaráætlun fljúga Flugleiðir frá Reykjavík til þriggja staða á Austurlandi, þ.e. til Egils- staða, Norðfjarðar og Hornafjarðar. Til Egilsstaða eru flestar í'erðir, þ.e. 18 í viku, þegar áætlun hefir að fullu tekið gildi. Á mánudögum, miðviku- dögum, föstudögum og laugardögum eru þrjár ferðir, aðra daga tvær ferðir. Morgunferðir eru alla daga, brott- íör frá Reykjavík kl. 10:00 og kvöld- ferðir alla virka daga, brottför frá Reykjavík kl. 19:00. Þá eru eftir- miðdagsferðir kl. 14:30 frá Reykja- vík á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Á laugardögum er þriðja ferð kl. 11:15, en eftir 1. júni kl. 09:00. Morgunflug á laugardegi heldur áfram til Færeyja og er Eg- ilsstaðaflugvöllur þannig eini völlur landsins utan Keflavíkur og Reykja- víkur sem tengir ísland við útlandið. Á miðvikudögum og laugardögum halda Flugleiðavélarnar áfram til Norðfjarðar og fljúga þaðan beint til Reykjavíkur. EGILSSTAÐAFLUGVÖLLUR — SAMGÖNGUMIÐSTÖÐ Á Egilsstaðaflugvelli tengist Flug- leiðaflugið Flugfélagi Austurlands Viðbrögð samninganefndar far- manna við ályktun frkvstj. Fram- sóknarflokksins vöktu furðu mína. Vitanlega eru skiptar skoðanir um málið. En útúrsnúningar og hártog- anir gera enga stoð. Látið er að því liggja að fram- kvæmdastjórn flokksins hafi verið að samþykkja eða fallast á áform ríkisstjórnarinnar. Þetta er út í hött. Þau liggja ekki fyrir. Það sem fram kemur er afstaða Framsóknarmanrui eins og staða málsins er nú. Fundið var að því sem sagt var um áhrif farmannadeilunnar, m.a. á harðindasvæðunum. — Þar var þó ekkert ofmælt. Mikil óþægindi og tjón hafa orðið af truflun sjósam- gangna þar, þrátt fyrir miklar und- anþágur. Þetta fer ekki á milli mála og var enn bagalegra fyrir þá sök að almennar ástæður á ísa- og harð- sem hefir áætlun til átta staða. Þann- ig tengist flug frá Reykjavík flugi til Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar, Norðfjarðar, Breið- dalsvíkur, Djúpavogs, Hornafjarðar og Akureyrar. Með þessu fyrirkomu- lagi eru t.d. daglegar flugferðir milli Norðfjarðar, Egilsstaða og Reykja- víkur, en til annara staða á Austur- landi eru flugferðir þrjár til fimm daga í viku. Þessar ferðir tengja þannig Austurland ekki einungis við Suðvesturland heldur einnig við Suð- austurland og Norðurland. Flugfélag Norðurlands flýgur þrisvar í viku frá Akureyri til Egilsstaða og teng- ist þar Flugfélagi Austurlands. Flugfélag Austurlands, sem hefur aðsetur á Egilsstöðum á tvær flug- vélar. Önnur tekur níu farþega og er af gerðinni Britten Norman Is- lander og er sérstaklega útbúin til þess að athafna sig á stuttum flug- brautum. Hin er af gerðinni Paper Navajo og tekur sjö farþega i sæti. Sú flugvél er hraðfleyg og er notuð til lengri ferðanna. BÍLFERÐIR Á FIRÐINA Frá Egilsstaðaflugvelli eru einnig greiðar samgöngur með langferða- bíium til margra staða á Austur- landi. Þessar ferðir eru í beinum tengslum við flug til Egilsstaða. Bíl- ferðir eru til Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Narðfjarðar, Seyðisfj arðar, Fáskrúðsfjarðar, Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar. Ekið er fjórum til fimm sinnum í viku. Sérleifishafar sjá um akstur- inn í samráði við Sérleifisdeild Pósts og Síma' og með nokkrum styrk frá Flugleiðmn. indasvæðunum voru ekki eðlilegar. Um aðsteðjandi margþætta erfiðleika var ekkert ofmælt í tilkynningu framkvæmdastjórnar Framsóknar- flokksins. Margháttuð röskun í atvinnulíf- inu af völdum siglingabanns veldur þjóðarbúskapnum þungum búsifjum. Þær verða tilfinnanlegri en ella — fyrir þjóðarheildina — þegar saman fer hafís sem truflar fiskveiðar, harðindi sem auka tilkostnað og skerða framleiðslu, gífurleg olíu- kreppa, óhjákvæmilegar fiskveiðitak- markanir og uppsafnaðir erfiðleikar, bæði í landbúnaði og þýðingarmiklum iðngreinum. Menn ættu ekki að gera sig að fíflum með því að látast ekki sjá þetta. V. H. DAGLEGT FLUG TIL NORÐ- FJARÐAR Milli Reykjavíkur og Norðfjarðar fljúga skrúfuþotur Flugleiða tvisvar í viku svo sem fyrr er sagt. Á mið- vikudögum er brottför frá Reykja- vík kl. 14:30 og á laugardögum kl. 11:15, en eftir 1. júní kl. 09:00. Að auki flýgur svo Flugfélag Austur- lands frá Egilsstöðum til Norðfjarð- ar og tengir Norðfjörð þannig t.d. Hornafirði og fleiri stöðum. Norð- fjörður er ört vaxandi bæi' með blóm- legt atvinnulíf. í Egilsbúð er gist- ing og veitingasala og þar fara enn- fremur fram bíósýningar og sam- komuhald. Þá er grillstaðurinn Eyr- arrós í bænum. HORNAFJÖRÐUR — FIMM FLUG í VIKU Til Hornafjarðar verða í sumar flognar fimm ferðir í viku frá Rey- kjavík alla daga nema mánudaga og laugardaga. Þar að auki flýgur Flugfélag Austurlands frá Egilsstöð- um fjórum sinnum í viku og frá Hornafirði til Djúpavogs á föstudög- um og sunnudögum. Þá verða bíl- ferðir frá Hornafirði í sambandi við áætlun Flugleiða þangað. Á Hornafirði er um margt að velja fyrir ferðafólk sem kemur þangað flugleiðis. Gisting er að Hótel Höfn, sem einnig hefir fullkomna veitinga- sali og bai'. Þá er Sumarhótelið í Nesjaskóla rétt við flugvöllinn vin- sæll gististaður. í bænum er grill- staðurinn Hérinn, en í samkomu- húsinu Sindrabæ eru bíó og samkom- Seyðisfjarðarskóla var slitið föstu- daginn 25. mai. Nemendur í skólan- um voru s.l. vetur 248. í forskóla og grunnskóla voru nemendur 222. í framlialdsnámi voru 26 þ.e.a.s. 7 nemendur í bóklegu námi á haust og vorönn og 19 í iðnnámi á haustönn, sem skiptist þannig eftir iðngreinum, vélvirkjar og rennismiðir 10, húsa- smiðir 6 og rafvirkjar 3. Fastráðnir kennarar við skólann voru 14 og stundakennarar 8. Skólastjóri er Þorvaldur Jóhanns- son, yfirkennari Valgeir Sigurðsson. Næsta vetur er áætlað að um 20 nemendur stundi nám við framhalds- deild skólans á haustönn. Kennt er eftir áfangakerfi. Iðnnámið verður einnig tekið inn í áfangakerfið eins og gert hefur verið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Fjölbrautaskóla Akra- ness og víðar. Mjög er farið að þrengja að öllu skólahaldi og er skólinn til húsa á fjórum stöðum. Fyrirhugað er að FERÐIR UM AUSTURLAND í ljósi þess að bensín hefur hækkað verulega að undanförnu og bílferðir um landið eru þess vegna orðnar dýr- ar, þykir rétt að gefa hér nokkrai' upplýsingar um ferðamöguleika á Austurlandi í sambandi við flug og langferðabifreiðir. Ef flogið er til Egilsstaða getur ferðamaðurinn val- ið um þrjú gistihús sem ei;u á Hér- aði. Þ.e. gistihúsið á Egilsstöðum og Eddu-hótelin á Hallormsstað og Eið- um. Á Egilsstöðum er ennfremur bílaleiga. Undanfarin sumur hafa verið farnar skoðanaferðir umhverf- is Lögin. Þá eru ferðir með lang- ferðabifreiðum til fjarðanna, mjög fýsilegar fyrir ferðafólk. Á flestum stöðum eru gistihús og matsölur. Þá býður Flugfélag Austurlands vildar kjör í skoðunarferðir og fer enn- fremur í útsýnisflug þegar aðstæður leyfa. Ferðamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum skipuleggur hópferðalög um Austurland og víðar. Auðvelt er að ferðast um í nágrenni Horna- fjarðar. Daglegar ferðir eru til Ör- æfa, kl. 09:00 að morgni og til baka síðdegis. Leiðin liggur um Breiða- merkursand og ber þar margt for- vitnilegt fyrir augu. Skriðjöklar á aðra hönd en hafið á hina. Jökullónið í Jökulsá með sínum síbreytilegu ís- jökum er ljósmyndurum sífellt við- fangsefni. í Öræfum er þjónustumið- stöð, sem opnuð var fyrir stuttu og ennfremur greiðasala. í Þjóðgarðin- um eru gönguleiðir t.d. inn að Svartafossi og fleira mætti telja. Hér er aðeins gripið á öi'fáum at- riðum. Ljóst er þó að auðvelt er að notfæra sér áætlunarflug og lang- ferðabíla til ferðalaga um Austur- land. byrja' á undirbúningsvinnu að nýrri skólabyggingu á þessu ári. Mjög vel hefur gengið að fá kennara til starfa við skólann enda ekki mikið um kenn- araskipti, nema sem hæfilega endur- nýjun mætti kalla. Námsframboð á haustönn fram- haldsdeildar 1. sept. - 15. des.: íslenska 100, 102, 103. Danska 100, 102, 103. Enska 100, 102, 103. Stærð- fræði 100, 102, 103. Félagsfræði 103. Eðlisfræði 102. Efnafræði 102, 103. Grunnteikn. 102, 112. Rafm.fræði 102. Vélritun 101, 202. Bókfærsla 103. Listir, tónm. 102. Fundasköp 101. Hjálp í viðlögum 101. Þessir áfangar gefa nemendum möguleika á að Ijúka fyrstu önn á eftirtöldum brautum.: Fornám, al- menn bóknámsbraut (eðlisfræðibr., náttúrufræðibr., tæknibraut, félags- fræðibr., fornmálabraut, málabraut.) Uppeldisbraut, iðnbraut, verslunar- braut, heilsugæslubraut, vélstjórnar- braut, fiskvinnslubraut, tónlistar- braut. Þorv. Jóhannsson. Furðuleg viðbrögð ur. frí SeytcfiorSarsMli

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue: 20. tölublað (08.06.1979)
https://timarit.is/issue/337805

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

20. tölublað (08.06.1979)

Actions: