Austri


Austri - 08.06.1979, Síða 4

Austri - 08.06.1979, Síða 4
4 A U S T R I Egilsstöðum, 8. júní 1979. Flugáætlanir á Austurlandi ísumar Blaðinu heíur borist fréttatilkynn- ing frá Flugleiðum um sumaráætlun innanlandsflugs sumarið 1979, hvað Austurland varðar. Þar sem hér eru samanþjappaðar upplýsingar um ferðamöguleika flugleiðis til og frá Austurlandi og á milli staða hér innan fjórðungs, þykir rétt að birta fréttatilkynninguna hér í heild. Millifyrirsagnir eru frá Flugleiðum. Samkvæmt sumaráætlun fljúga Flugleiðir frá Reykjavík til þriggja staða á Austurlandi, þ.e. til Egils- staða, Norðfjarðar og Hornafjarðar. Til Egilsstaða eru flestar í'erðir, þ.e. 18 í viku, þegar áætlun hefir að fullu tekið gildi. Á mánudögum, miðviku- dögum, föstudögum og laugardögum eru þrjár ferðir, aðra daga tvær ferðir. Morgunferðir eru alla daga, brott- íör frá Reykjavík kl. 10:00 og kvöld- ferðir alla virka daga, brottför frá Reykjavík kl. 19:00. Þá eru eftir- miðdagsferðir kl. 14:30 frá Reykja- vík á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Á laugardögum er þriðja ferð kl. 11:15, en eftir 1. júni kl. 09:00. Morgunflug á laugardegi heldur áfram til Færeyja og er Eg- ilsstaðaflugvöllur þannig eini völlur landsins utan Keflavíkur og Reykja- víkur sem tengir ísland við útlandið. Á miðvikudögum og laugardögum halda Flugleiðavélarnar áfram til Norðfjarðar og fljúga þaðan beint til Reykjavíkur. EGILSSTAÐAFLUGVÖLLUR — SAMGÖNGUMIÐSTÖÐ Á Egilsstaðaflugvelli tengist Flug- leiðaflugið Flugfélagi Austurlands Viðbrögð samninganefndar far- manna við ályktun frkvstj. Fram- sóknarflokksins vöktu furðu mína. Vitanlega eru skiptar skoðanir um málið. En útúrsnúningar og hártog- anir gera enga stoð. Látið er að því liggja að fram- kvæmdastjórn flokksins hafi verið að samþykkja eða fallast á áform ríkisstjórnarinnar. Þetta er út í hött. Þau liggja ekki fyrir. Það sem fram kemur er afstaða Framsóknarmanrui eins og staða málsins er nú. Fundið var að því sem sagt var um áhrif farmannadeilunnar, m.a. á harðindasvæðunum. — Þar var þó ekkert ofmælt. Mikil óþægindi og tjón hafa orðið af truflun sjósam- gangna þar, þrátt fyrir miklar und- anþágur. Þetta fer ekki á milli mála og var enn bagalegra fyrir þá sök að almennar ástæður á ísa- og harð- sem hefir áætlun til átta staða. Þann- ig tengist flug frá Reykjavík flugi til Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar, Norðfjarðar, Breið- dalsvíkur, Djúpavogs, Hornafjarðar og Akureyrar. Með þessu fyrirkomu- lagi eru t.d. daglegar flugferðir milli Norðfjarðar, Egilsstaða og Reykja- víkur, en til annara staða á Austur- landi eru flugferðir þrjár til fimm daga í viku. Þessar ferðir tengja þannig Austurland ekki einungis við Suðvesturland heldur einnig við Suð- austurland og Norðurland. Flugfélag Norðurlands flýgur þrisvar í viku frá Akureyri til Egilsstaða og teng- ist þar Flugfélagi Austurlands. Flugfélag Austurlands, sem hefur aðsetur á Egilsstöðum á tvær flug- vélar. Önnur tekur níu farþega og er af gerðinni Britten Norman Is- lander og er sérstaklega útbúin til þess að athafna sig á stuttum flug- brautum. Hin er af gerðinni Paper Navajo og tekur sjö farþega i sæti. Sú flugvél er hraðfleyg og er notuð til lengri ferðanna. BÍLFERÐIR Á FIRÐINA Frá Egilsstaðaflugvelli eru einnig greiðar samgöngur með langferða- bíium til margra staða á Austur- landi. Þessar ferðir eru í beinum tengslum við flug til Egilsstaða. Bíl- ferðir eru til Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Narðfjarðar, Seyðisfj arðar, Fáskrúðsfjarðar, Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar. Ekið er fjórum til fimm sinnum í viku. Sérleifishafar sjá um akstur- inn í samráði við Sérleifisdeild Pósts og Síma' og með nokkrum styrk frá Flugleiðmn. indasvæðunum voru ekki eðlilegar. Um aðsteðjandi margþætta erfiðleika var ekkert ofmælt í tilkynningu framkvæmdastjórnar Framsóknar- flokksins. Margháttuð röskun í atvinnulíf- inu af völdum siglingabanns veldur þjóðarbúskapnum þungum búsifjum. Þær verða tilfinnanlegri en ella — fyrir þjóðarheildina — þegar saman fer hafís sem truflar fiskveiðar, harðindi sem auka tilkostnað og skerða framleiðslu, gífurleg olíu- kreppa, óhjákvæmilegar fiskveiðitak- markanir og uppsafnaðir erfiðleikar, bæði í landbúnaði og þýðingarmiklum iðngreinum. Menn ættu ekki að gera sig að fíflum með því að látast ekki sjá þetta. V. H. DAGLEGT FLUG TIL NORÐ- FJARÐAR Milli Reykjavíkur og Norðfjarðar fljúga skrúfuþotur Flugleiða tvisvar í viku svo sem fyrr er sagt. Á mið- vikudögum er brottför frá Reykja- vík kl. 14:30 og á laugardögum kl. 11:15, en eftir 1. júní kl. 09:00. Að auki flýgur svo Flugfélag Austur- lands frá Egilsstöðum til Norðfjarð- ar og tengir Norðfjörð þannig t.d. Hornafirði og fleiri stöðum. Norð- fjörður er ört vaxandi bæi' með blóm- legt atvinnulíf. í Egilsbúð er gist- ing og veitingasala og þar fara enn- fremur fram bíósýningar og sam- komuhald. Þá er grillstaðurinn Eyr- arrós í bænum. HORNAFJÖRÐUR — FIMM FLUG í VIKU Til Hornafjarðar verða í sumar flognar fimm ferðir í viku frá Rey- kjavík alla daga nema mánudaga og laugardaga. Þar að auki flýgur Flugfélag Austurlands frá Egilsstöð- um fjórum sinnum í viku og frá Hornafirði til Djúpavogs á föstudög- um og sunnudögum. Þá verða bíl- ferðir frá Hornafirði í sambandi við áætlun Flugleiða þangað. Á Hornafirði er um margt að velja fyrir ferðafólk sem kemur þangað flugleiðis. Gisting er að Hótel Höfn, sem einnig hefir fullkomna veitinga- sali og bai'. Þá er Sumarhótelið í Nesjaskóla rétt við flugvöllinn vin- sæll gististaður. í bænum er grill- staðurinn Hérinn, en í samkomu- húsinu Sindrabæ eru bíó og samkom- Seyðisfjarðarskóla var slitið föstu- daginn 25. mai. Nemendur í skólan- um voru s.l. vetur 248. í forskóla og grunnskóla voru nemendur 222. í framlialdsnámi voru 26 þ.e.a.s. 7 nemendur í bóklegu námi á haust og vorönn og 19 í iðnnámi á haustönn, sem skiptist þannig eftir iðngreinum, vélvirkjar og rennismiðir 10, húsa- smiðir 6 og rafvirkjar 3. Fastráðnir kennarar við skólann voru 14 og stundakennarar 8. Skólastjóri er Þorvaldur Jóhanns- son, yfirkennari Valgeir Sigurðsson. Næsta vetur er áætlað að um 20 nemendur stundi nám við framhalds- deild skólans á haustönn. Kennt er eftir áfangakerfi. Iðnnámið verður einnig tekið inn í áfangakerfið eins og gert hefur verið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Fjölbrautaskóla Akra- ness og víðar. Mjög er farið að þrengja að öllu skólahaldi og er skólinn til húsa á fjórum stöðum. Fyrirhugað er að FERÐIR UM AUSTURLAND í ljósi þess að bensín hefur hækkað verulega að undanförnu og bílferðir um landið eru þess vegna orðnar dýr- ar, þykir rétt að gefa hér nokkrai' upplýsingar um ferðamöguleika á Austurlandi í sambandi við flug og langferðabifreiðir. Ef flogið er til Egilsstaða getur ferðamaðurinn val- ið um þrjú gistihús sem ei;u á Hér- aði. Þ.e. gistihúsið á Egilsstöðum og Eddu-hótelin á Hallormsstað og Eið- um. Á Egilsstöðum er ennfremur bílaleiga. Undanfarin sumur hafa verið farnar skoðanaferðir umhverf- is Lögin. Þá eru ferðir með lang- ferðabifreiðum til fjarðanna, mjög fýsilegar fyrir ferðafólk. Á flestum stöðum eru gistihús og matsölur. Þá býður Flugfélag Austurlands vildar kjör í skoðunarferðir og fer enn- fremur í útsýnisflug þegar aðstæður leyfa. Ferðamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum skipuleggur hópferðalög um Austurland og víðar. Auðvelt er að ferðast um í nágrenni Horna- fjarðar. Daglegar ferðir eru til Ör- æfa, kl. 09:00 að morgni og til baka síðdegis. Leiðin liggur um Breiða- merkursand og ber þar margt for- vitnilegt fyrir augu. Skriðjöklar á aðra hönd en hafið á hina. Jökullónið í Jökulsá með sínum síbreytilegu ís- jökum er ljósmyndurum sífellt við- fangsefni. í Öræfum er þjónustumið- stöð, sem opnuð var fyrir stuttu og ennfremur greiðasala. í Þjóðgarðin- um eru gönguleiðir t.d. inn að Svartafossi og fleira mætti telja. Hér er aðeins gripið á öi'fáum at- riðum. Ljóst er þó að auðvelt er að notfæra sér áætlunarflug og lang- ferðabíla til ferðalaga um Austur- land. byrja' á undirbúningsvinnu að nýrri skólabyggingu á þessu ári. Mjög vel hefur gengið að fá kennara til starfa við skólann enda ekki mikið um kenn- araskipti, nema sem hæfilega endur- nýjun mætti kalla. Námsframboð á haustönn fram- haldsdeildar 1. sept. - 15. des.: íslenska 100, 102, 103. Danska 100, 102, 103. Enska 100, 102, 103. Stærð- fræði 100, 102, 103. Félagsfræði 103. Eðlisfræði 102. Efnafræði 102, 103. Grunnteikn. 102, 112. Rafm.fræði 102. Vélritun 101, 202. Bókfærsla 103. Listir, tónm. 102. Fundasköp 101. Hjálp í viðlögum 101. Þessir áfangar gefa nemendum möguleika á að Ijúka fyrstu önn á eftirtöldum brautum.: Fornám, al- menn bóknámsbraut (eðlisfræðibr., náttúrufræðibr., tæknibraut, félags- fræðibr., fornmálabraut, málabraut.) Uppeldisbraut, iðnbraut, verslunar- braut, heilsugæslubraut, vélstjórnar- braut, fiskvinnslubraut, tónlistar- braut. Þorv. Jóhannsson. Furðuleg viðbrögð ur. frí SeytcfiorSarsMli

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.