Austri


Austri - 30.01.1981, Blaðsíða 3

Austri - 30.01.1981, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 30. janúar 1981. AUSTRI 3 <tU0(ýsir; Skíðagallar barna, unglinga og fullorðinna Vatteruð efni, margir litir Bolir, margar tegundir Gallabuxur Flauelsbuxur Gólfrenningar nýkomnir Gólfteppi Handverkfæri, nýjar sendingar. Knupf é(s0 Hérnðsbún EgUsstöðum Af hverju . . . framhald af bls. 4. máta mætti segja, að ríkis- stjórnin hefði með bráðabirgða- lögunum frá 31. des. rofið gam- alt vísitölusamkomulag, sem gert var við viðreisnarstjórnina á sínum tíma. En vel að merkja, þá hafa all- ir stjórnmálaflokkar staðið að aðgerðum, sem höfðu það í för með sér, að þessum gamla við- reisnarsáttmála var rift með bráðabirgðalögum. Almenningur hlýtur því að spyrja sig þeirrar spurningar, hvernig á því standi, að menn- irnir telji sér best henta og helst sæma, að grípa til hreinna ó- sanninda í málflutningi sínum? Eftir því sem á leið janúar- mánuð tók að dofna yfir hótun- um stjórnarandstöðunnar um að greiða atkvæði gegn bráða- birgðalögunum frá 31. des. Þeg- ar þau yrðu lögð fyrir Alþingi, og véfengingu á því að þau nytu stuðnings þingmeirihluta. En þá reis hjá þessum sömu mönnum ný formælingaralda gegn stjórninni. Óvenju þurr- viðrasöm tíð s,l. ár og einstakt úrkomuleysi og frost sunnan- lands, það sem af er vetri, með tilheyrandi neyð og rafmagns- skömmtun Landsvirkjunar til stóriðjufyrirtækja, er nú allt í einu í munni þessara manna, af- leiðing af stjórnarstefnu Gunn- ars Thoroddsen! Slæmar gæftir í janúar með tilheyrandi aflabresti á Suður- nesjum (engin ný bóla í janúar á ísa köldu landi), og rányrkja fiskistofna hér við land í ára- tugi, er orðið bein afleiðing af stjórnarstefnu Gunnars Thor- oddsen! Dræm sala á kók og öðru gosi, svona á meðan menn eru að jafna sig eftir hátíðarnar og venjast gjaldmiðlinum, ásamt tilraunum kók'bruggara til að „rjóða blóðinu um kinnina” í þágu Geirsklíkunnar, er einnig bein afleiðing af stjórnarstefnu Gunnars Thoroddsen!, í munni stjórnarandstæðinga. Það lítur enginn upp lengur þó að Sighvatur Björgvinss, tali eins og furðuvera frá öðru sól- kerfi, en þegar Eyjólfur K. Jónsson, Halldór Blöndal, að ó- gleymdum Kristjáni Thorlací- usi, eru bæði í sjón og láta í raun eins og verur úr öðru sól- kerfi. hljóta menn að spyrja, hvað hafi eiginlega komið fyrir ? Launþegi á Austurlandi. Fddsma erjið... Hnnnljöi d (ustnrlandi um síðustu drcmðt Blaðinu hefur borist yfirlit frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi um þróun mann- fjölda á síðasta ári. Fólksfjölgun á öllu landinu á síðasta ári varð 1.08%. Minnst fjölgaði í Reykjavík 0.10%, en mest í Reykjaneskjördæmi 2.63% og næst kemur Vestur- landskjördæmi með 2.04%. Á Austurlandi fjölgaði um 0.92%. í einstökum sveitarfélögum á Austurlandi fjölgaði mest á Höfn um 63 eða 4.'5%, á Vopna- firði um 35 eða 4.0%, á Egils- stöðum um 34 eða 3.1% og á Reyðarfirði um 29 eða 3.7%. F j ölmennustu sveitarfélögin á Austurlandi eru þessi: Neskaupstaður með 1697 íbúa Höfn í Hornaf. með 1457 íbúa Egilsstaðir með 1133 íbúa Eskifjörður með 1040 íbúa Seyðisfjörður með 998 íbúa Fáskrúðsfj. með 765 íbúa Reyðarfjörður með 726 íbúa. Einnig hefur S.S.A. sent frá sér upplýsingar um breytingu á fólksfjölda á Austurlandi í öll- um sveitarfélögum síðustu 10 ár, eða frá 1970. Á þessum tíma hefur fólki fækkað í 18 sveitar- félögum um 347 manns, en fjölgað í 16 sveitarfélögum um 1931. Eins og áður er þróunin sú að fólki fækkar í dreifbýli, en þétt- býlisstaðir halda yfirleitt sínu, eða fjölgar. Tveir staðir skera sig úr með fjölgun á þessu tímabili, Egilsstaðir og Höfn í Hornafirði og í nágrannasveit- arfélögum þessara byggðarlaga, Fellahreppi og Nesjahreppi hef- ur einnig orðið veruleg fjölgun. Um þessar tölur segir svo í umsögn Sambands sveitarfé- laga: Þar sem um er að ræða veru- lega nettófólksfjölgun á hverju ári þetta tíu ára tímabil, ætti að mega ætla, að búið væri að snúa við þróuninni frá fólks- flóttatímabilinu af Austurlandi, þó þarf örugglega að halda vel á spilunum og gæta grannt að öllum tækifærum til framþró- unar, ef framhald á að verða á Framhald af bls. 1 hafnar. Skemmdist húsið hálfu meira en við útafkeyrsluna. I öll þessi þrjú skipti sem Ingi- björn varð fyrir skakkaföllum, var ofsaveður. Þorrablótinu var frestað um síðustu helgi vegna veðurs, en verður nú um helgina, Björn þessari heillavænlegu þróun síð- ustu 10 ára. Við þetta er í raun engu að bæta nema því, að fólksfækkun í sveitum víða í fjórðungnum veldur áhyggjum, því að þar sagði að nú miði menn tímatalið við það og tali um hvað eigi að gera fyrir og eftir þorrablót. Leikfélag Neskaupstaðar kom til Borgarfjarðar um miðjan janúar og sýndi leikritið „Ann- að hvert kvöld”. Var það hin besta skemmtun. munar mikið um hvern ábúanda sem burtu flytst og erfiðara verður fyrir þá sem eftir verða að halda uppi eðlilegum sam- skiptum og félagslífi, þess vegna þarf að huga að því að styrkja þessar byggðir með öllum ráð- um. Til sölu fokhelt einbýlisliús að Brávöllum 14, Egilsstöðum Húsið er 80 m2, álklætt timburhús, lóð að mestu frágengin. Réttur áskilinn til að taka livaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar í síma 1168 næstu viku. Auglýsinga- og áskriftarsími 1151

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.