Austri


Austri - 30.01.1981, Blaðsíða 4

Austri - 30.01.1981, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 30. janúar 1981. Símamálin Tvœr Mnr frd iistfirðinp Undanfarið hefur Austri ver- ið að forvitnast um ýmsa þætti framkvæmda hins opinbera og fyrirtækja þess á árinu 1981, og nýlega sneri blaðið sér til Reyn- is Sigurþórssonar umdæmis- stjóra Pósts og síma á Austur- landi og rabbaði við hann um framkvæmdir í símamálum á næsta ári. Reynir sagði að heildarfjár- festingaráætlun stofnunarinnar fyrir 1981 hljóðaði upp á 99 milljónir nýkróna, var á fjár- lögum skorin niður í 54 mill- jónir og munar um minna, þar fóru m.a. nær allar áætlanir um sjálfvæðingu í sveitum og þar með Hjaltastaða- og Tungu- hreppur. Niðurskurður á áætlunum stofnunarinnar væri árviss en þessi mikli niðurskurður nú kom á óvart því spurst hafði að nú ætti að gera átak í sjálfvæð- ingu sveita og talað um 6 ára áætlun til að gera þá liðlega 3000 síma sjálfvirka sem enn eru handvirkir og til ætti að koma sérstök fjárveiting til þessara framkvæmda en hing- að til hefur stofnunin fjármagn- að allar sínar framkvæmdir af eigin fé og í stað aðstoðar frá ríkinu, í línuleiðir milli lands- hluta og sjálfvæðingu sveita svo að eitthvað sé nefnt, hefur stofnunin orðið að greiða ríkis- sjóði yfir 130% í tollum, vöru- gjaldi og söluskatti á allt að- keypt símaefni nema strengi en ofangreind gjöld eru þó vel yf- ir 100% á þá. Enda hefur farið svo að þó að sú tala sem stofn- unin vill framkvæma fyrir sé árlega skorin niður, hefur sjaldnast tekist að ljúka þeim framkvæmdum sem eftir standa því að ekki hafa fengist gjald- skrárhækkanir til að standa undir þeim og ekki hefur verið í önnur hús að venda. — Hvað er á döfirmi hér eystra á næsta ári. Þá er fyrst að nefna eftir- hreytur frá s.l. ári. Þessa dag- ana er verið að ljúka við að gera alla síma í Bakkafirði sjálfvirka og koma þeim not- endum ásamt Vopnafjarðarnot- endum inn á örbylgjukerfið á Viðarfjalli til Egilsstaða en nú er notast við brokkgenga loft- línu yfir Hellisheiði. I Hofshreppi í A-Skaftafells- sýslu verða liðlega 30 símar gerðir sjálfvirkir í mars-apríl. Þar er jarðvinnslu lokið og tækjahús tilbúið en staðið hefur á fjölsímum sem eru um það bil að koma til landsins, upp- setning hefst þegar lokið hefur verið við Vopnafjarðar/Bakka- f j arðarsambandið. Á þessu ári verða þrjár sjálf- virkar símstöðvar stækkaðar um 100 númer hver, þær eru í Neskaupstað en þar er vinna hafin og tekur um það bil viku, á Stöðvarfirði og á Fáskrúðs- firði. Þá er áætlað að endurbæta línukerfi í bæjum og kauptún- um fyrir 450 þúsund nýkrónur og búinn heilagur. Það er að segja að allar líkur eru á að ekki hefði verið meira að gert ef ekki hefði komið til lagning háspennulínu úr Skrið- dal til Hafnar sem gerir það að verkum að nauðsynlegt verður að ráðast í að loka örbylgju- hringnum milii Hafnar og Fá- skrúðsfjarðar því að þær síma- línur sem nú eru í notkun á þessum svæðum verða mikið til ónothæfar er háspennulínan verður tekin í notkun. Þetta er geysimikil og dýr framkvæmd, mun kosta um 15 milljónir ný- króna, en hún mun væntanlega koma mörgum að gagni að sjálf- sögðu mest þeim sem á svæðinu búa en einnig verður þetta vara- leið ef norðursambandið bilar hvort sem það yrði nú milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða eða vestan Akureyrar svo að dæmi séu nefnd. Fjórar höfuð- stöðvar verða reistar fyrir Austurlandsörbylgjuna og verða þær á Hafnarnesi, Streiti, Hval- nesi og Stokksnesi og stefnt er að því að sjálfvæða Lónið, Álftafjörð og Hamarsfjörð í beinu framhaldi af uppsetningu örbylgjunnar. Nú eru blessuð jólin liðin og bókaflóð þeirra gengið yfir. Ut- fallið er rétti tíminn til að íhuga hvað síst má vanta í bókaskáp- inn. Austfirðingar hafa skrifað talsvert á undanförnum árum og um austfirsk efni. Og ég vil einmitt, með örfáum línum vekja athygli lesenda Austra á tveimur slíkum bókum, sem út komu núna fyrir þessi jól. Ég eignaðist þær báðar og las mér til óblandinnar ánægju — og varð margs vísari. ÆVIÞÆTTIR AUSTFIRÐ- INGS Eiríkur Sigurðsson, fyrrum skólastjóri á Akureyri gerði þá bók. Hann andaðist rétt í þann mund sem bókin kom á markað- inn. Heiti bókarinnar er réttnefni. Hún er ekki ævisaga í venju- legri merkingu eins og höfund- ur segir réttilega í formálsorð- um. En þættirnir gefa býsna glögga innsýn í líf og starf Ei- ríks, ekki síst á fyrri hluta æv- innar. Með því að ekki er rak- inn samfelldur æviþráður gef- ast betri tækifæri að gera skil eftinninnilegum atburðum, um- hverfi, viðfangsefni og sam- ferðafólki. Méf þykja þessir þættir yfir- leitt bráðskemmtilegir. Og fróð- legir eru þeir fyrir þá sem eft- ir standa og þá ekki síst fyrir okkur Austfirðingana. Ég hika ekki við að segja það sálubót hverjum venjulegum manni að kynnast Eiríki — ell- egar rifja upp kynnin hafi menn þegar þekkt hann. Maðurinn hefir verið eljusamur með af- brigðum, gegnt umfangsmiklu skólastarfi, ritað fjölda bóka og verið óþreytandi félagsmála- maður. Og það sem mestu skipt- ir: viðfangsefni hans og við- horf hafa ætíð verið jákvæð og holl og ríkur skilningur og mildi ganga eins og rauður þráður í gegnum umfjöllun hans á sam- tímafólki og atburðum. Eiríkur hafði áður sent frá sér bækur um austfirsk efni: Undir Búlandstindi, Af Sjónar- hrauni og Af Héraði og fjörð- um að ógleymdri bókinni um austfirska snillinginn Ríkharð Jónsson, Með oddi og egg. TÖFRAR LIÐINS TÍMA Torfi Þorsteinsson bóndi í Haga í Nesjum sendir okkur þá bók, sem er hans fyrsta. Hann birtir þar nítján frásöguþætti um liðna tíð, flesta úr Austur- Skaftafellssýslu. Langt er síðan ég vissi til þess að Torfi hafði stundum stungið niður penna til að bjarga frá glötun ýmsu því er rekið hafði á fjörur hans. Nú sé ég að hann hefir meira að gert í þeim efnum en mig ugði. Þessi fyrsta bók Torfa er ekki einasta stórfróðleg heldur og mjög aðgengileg til lestrar að mínum dómi. En það kemur til af því að frásagnir Torfa eru allt í senn hlýlegar og hófsam- legar en þó næsta litríkar og lif- andi. Ég vona svo sannarlega að hann Torfi í Haga eigi fleira í fórum sínum og að honum gef- ist auk þess í vaxandi mæli tóm til þess að ausa meiru af þeim brunni sem seint og raunar ald- rei verður þurrausinn. Báðar þær bækur, sem hér er vakin athygli á eru að mér virð- ist skemmtilega út gefnar. Bók Torfa fylgir ítarleg nafnaskrá og myndir prýða báðar. Skugg- sjá í Hafnarfirði gefur út Ævi- þætti Austfirðings en Setberg Töfra liðins tíma. Vilhjálmur Hjálmarsson. Af hverju hrein ósannindi? Ahhtun brqpdndnr BMrepps nm orkumdl Á fundi sem haldinn var í hreppsnefnd Búðahrepps, 22. janúar 1981, var eftirfarandi bókun gerð. „Hreppsnefnd Búðahrepps tekur undir þær kröfur að kostnaði við keyrslu dieselraf- stöðva, til þess að halda uppi eðlilegri rafmagnsframleiðslu í landinu verði deilt jafnt niður á alla rafmagnsnotendur og nú þegar verði tekin ákvörðun um virkjun í fjórðungnum. Einnig skorar hreppsnefndin á þingmenn kjördæmisins að tryggja framgang þessara mála.” Umræður stjómarandstöð- unnar, þ.e. talsmanna flokks- brots Geirs Hallgrímssonar og fyrrverandi Alþýðuflokks, hlýt- ur að hafa vakið athygli og undrun ailra hugsandi manna að undanföi-nu. Þegar eftir áramótin þrum- aði þetta lið á móti efnahags- ráðstöfunum ríkisstj órnarinnar og taldi þær ganga of skammt með tilliti til atvinnurekstrar og hömlunar verðbólgu, og of langt í kaupskerðingarátt. (Rétt eins og kaupgjald kæmi atvinnu- rekstri ekkert við). Því hefur verið blákalt haldið fram, í þessu sambandi, að ríkisstjórn- in hafi tekið aftur kauphækkan- ir, sem samið var um á síðasta ári, þvert ofan í allar staðreynd- ir. Það, sem ríkisstjómin ætlar að krukka í kaupið okkar, er að láta okkur ekki fá 7% vísitölu- bætur þann 1. mars n.k., sem við hefðum átt að fá, samkvæmt gamalli vísitölureglu, í viðbót við grunnkaupshækkun á s.l. ári og í viðbót við vísitölubætur, sem við fengum 1. des. s.l. og fáum áfram. Ríkisstjórnin hefur því alls ekki rift kjarasamningunum frá síðasta ári, þó að því hafi blá- kalt verið haldið fram. I hæsta framhald á bls 3

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.