Austri


Austri - 27.02.1981, Blaðsíða 2

Austri - 27.02.1981, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 27. febrúar 1981. Utgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson, sími 97-1314. Afgreiðsla og auglýsingar: Kristrún Jónsdóttir, sími 97-1151. HÉRAÐSPRENT SF. Byggðastefnan Það er engum blöðum um það að fletta að á árunum upp úr 1970 urðu straumnvörf í byggöamaium, og þróun sem viögengist hafði um aratuga sKeiö var snuiö viö, og íoiki vioast hvar uu á iandi fór hægt f jöigandi. Þetta héist næstu arin og reyndar allan síðasta ára- tug. Manmjöidi í Reyitjavik hefur staöiö í staö undaníariö og ekki veriö um íiutninga aí iandsbyggoinni þangaö að ræöa að veruiegu marki. Þaö ber mjög á tiihneigingu hjá þeim sem fjaila um málefni Reykjavíkur til þess aö stiiia landsbyggðinni upp sem andstæðri borgmni þegar rætt er um búseturöskun þar og íækkun einstök ár. Þetta er íjarri öiium sanni. Búseturöskunin er innan höfuðborgar- svæöisins sem við iandsbyggðarmenn kölium svo. Tekjuhæstu, ibuar Reykjavikur sem mest mega sín hafa fiutt úr borgmni og til ná- grannasveitarléiaganna, og þar hefur orðið fjölgun sem er meiri heidur en nokkurns staöar út á landsbyggöinni. Hms vegar sjást þess merki aö veörabngði séu í vændum, og f jölgunin út á landsbyggðinni sé að stöövast, nema á einstöku stað. Á Austurlandi fjölgar sáralítið ef heildin er tekin á síðasta ári. Þörfin íyrir þróttmikla byggöastefnu er brýn sem áður og þaö er mjög nauösyniegt fyrir stjornmáiameim að láta ekki gífuryrði og vindbeigingshátt ýmissa manna í þéttbýli hrekja sig aí leið í þess- um einum. Uppbygging við sjávarsíðuna hefur verið gífurlega mikil á síð- asta áratug, og við getum spurt sjálfa okkur hvar við stæðum nú án þessarar uppbyggingar, hvert væri atvinnuöryggi manna á hi- num ýmsu stöðum út um land og hver afkoma þjóöarbúsins væri. Þrátt fyrir ýmsa annmarka í sjávarútvegi hefur þarna verið lyft Grettistaki sem koma mun þjóðarheildinni til góða um langa fram- tíð. Hins vegar þarf að koma til frekari uppbygging og þá helst í iðnaðar og þjónustugreinum ef atvinnuöryggi á að haldast og at- vinnutækifærin eiga að verða fjölbreyttari en nú er. Málefni Þórshafnar sem við erfiðleika hefur átt að etja í sjávar- útvegi hafa verið í gráðugum kjafti fjölmiðla að undanförnu og hefur ekki skort þar gífuryrðin. Þótt mistök kunni að hafa verið gerð í þessu máli, þá má það ekki gleymast að málefni þessa staðar þarf að leysa, og svo er um fleiri staði sem líkt er ástatt um og má þar nefna Djúpavog hér á Austurlandi. Allt atvinnulíf í sjávarþor- pum út um land er tengt sjónum og ef sú undirstaða bregst þýðir lítið að tala um iðnað og þjónustu eða eitthvað þess háttar. Sú staðreynd blasir við að ekkert skipulag er til sem getur miðlað hrá- efni til þessara staða án hlutdeildar þeirra í veiðiskiptum og íbú- arnir eiga ekki að líða fyrir það. Framkvæmdastofnun Ríkisins hefur tengst umræddu máli, og hafa þung orð fallið um hana í þessu sambandi. Tilkoma framkvæ- mdastofnunarinnar og Byggðasjóðs var eitt af því sem olli straum- hvörfum í byggðamálunum á sínum tíma, og nú hefur Byggða- sjóður veitt um 4000 lán smá og stór til atvinnuuppbyggingar. Ég heyrði einn ungan sjálfstæðisþingmann úr Reykjavík Friðrik Só- fusson lýsa því yfir úr ræðustóli á Alþingi í fyrri viku að leggja bæri þessa stofnun niður. Hann gæti allt eins talað um að leggja einn bankann í landinu niður. Hans líkar þola ekki að nokkur króna sé undir félagslegri stjórn, í Byggðasjóði eru öll útlán sam- þykkt af stjórn Framkvæmdastofnunarinnar og á ábyrgð hennar, en draumur frjálshyggjumanna er að þetta sé allt í höndum dig- urra 'bankastjóra sem einir hafi alit vald og vit. Aðrir hallast að því, þar á meðal leiðarahöfundur að nauðsynlegt mótvægi sé eðli- legt í þessum efnum, og útlán bankastjóra séu ekki óumdeilanleg fremur en öll mannanna verk. Hér skal það undirstrikað að því fylgir mikil ábyrgð að höndla með almannafé, hvort sem það er í Framkvæmdastofnum Ríkisins eða annars staðar, og nauðsynlegt er að vanda mjög alla málsmeð- ferð í þessum efnum. Ef fullkomins aðhalds er ekki gætt er leiðin greið í gráðuga kjafta þeirra manna sem ráða yfir fjölmiðlum sem hafa það að atvinnu að ausa gífuryrðum fyrir atvinnulífið í landinu og eru barmafullir af ósanngimi, getsökum, og órök- studdum fullyrðingum þegar málefni landsbyggðarinnar og starf stjórnmálamanna fyrir kjósendur sína ber á góma. Umræður um Þórshafnartogarann eru ömurlegt dæmi um hvað umræður um þjóðfélagsmál geta farið niður á lágt stig og má þar sem eitt dæmi af mörgum nefna þátt fréttamanns útvarps sem gekk milli stjórn- málamanna með spurningar eitthvað í þessa átt, Hann sagði að það ætti að leysa niður um þig hvað vildir þú segja um þessi um- mæli. J.K. jSitt úr hverri úttinni Áður fyrr var það mjög í tísku að fá skáld eða hagyrðing til að yrkja eftirmæli. Ekki síst átti þetta við þeg- ar um höfðingja eða fyrirmenn var að ræða. Bergur Thorberg landshöfð- ingi, annálaður ágætismaður, varð bráðkvaddur 21. janúar 1886 þá enn á besta aldri, tengdafaðir hans Pétur biskup Pétursson sendi þá mann allar götur austur Odda á Rangárvöllum til séra Matthíasar Jochumsson, með bréf og beiðni um að yrkja eftirmæli um landshöfðingjann. En svo illa vildi til að sendimaður hreppti ófærð og illvirði, og tafði það ferð hans, en það er löng leið frá Reykjavík austur að Odda, og þegar þangað kom var Matthías ekki heima, hafði farið nið- rí Landeyjar, og kom ekki heim fyrr en seint á vöku, og kallaði sjálfur að þetta hefði verið "hrakningsferð”. En nú var tíminn orðinn það naumur, að ef sendimaður átti að ná til Rey- kjavíkur í tæka tíð, þurfti hann að leggja að stað í bíti næsta dag. Andlát landshöfðingja og beiðni biskups um eftirmæli kom Matthíasi mjög á óvart, hann hafði fataskipti í flýti, og settist við að yrkja. En þegar hann hafði lokið við eftirmælin einhverntíma um nóttina og gengið frá þeim til fullnustu, duttu honum í hug þessar hendingar sem hann bætti við sem einskonar eftirmála. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú. Og aldrei svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. Þegar Matthías var gamall orðinn lét hann svo um mælt, að kannski væru þessar hendingar það skásta sem hann hafði gert, svo ólíklegt sem það væri, miðað við kringumstæður. Einræður. Flókin er sú veröld sem við mér horfir um veginn hafði ég lært. En byrgði margt, sem mætti að vísu segjast, og menn nefna tímabært. Vegurinn stefndi burt út í biðina vafann. Breyttist allt sem var kennt. Skegg mitt vex og vindurinn hvín fyrir utan ég veit aðeins þetta tvennt. Hannes Pétursson Kurteis er sá maður sem hlustar með athygli á það sem hann veit allveg út í hörgul, þegar einhver sem veit ekkert um það segir honum frá því. Kringumstæður gera manninn hvorki mikinn né lítinn en þær sýna hver hann er. Góa raular rótt og þýtt rímu veðurlagsins. Ekki er kyn þó brosi blítt bræður öskudagsins. Sigurkarl Stefánsson menntaskólakennari. Útiðengið |t í Kringilsárrana Nú í fyrri hluta febrúarmán- aðar fóru þrír Jökuldælingar á snjósleðum inn á Kringilsárrana að svipast um eftir fé, en alltaf kemur fyrir að fé komi fram á þessum slóðum á veturna. Ekki síst er von til þess nú, þar sem í haust var veður hið versta í göngum, og heimtur ekki góðar. I leiðangrinum fundu þeir eina kind frá Vopnafirði með tveimur lömbum, og var féð vel á sig komið eftir vetrarvistina þarna inn frá. Má til marks um það geta þess að á öðru lambinu sem var hrútur var tveggja tommu hornahlaup. Mjög snjólétt er um þessar mundir á þessum slóðum. Jökuldælingar halda þorra- blót nú um helgina, en sá siður er nú tekinn upp aftur þar eftir nokkurt hlé sem varð á fyrir nokkrum árum. Umferð innan sveitar að vetrarlagi er nú allt önnur en áður var með þeirri uppbyggingu á vegum sem verið hefur. Þröskuldurinn vegna snjóa er nú einkum á svæðinu frá Hvanná og að Jökulsárbrú, en þar hefur vegurinn ekki ver- ið byggður upp ennþá.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.