Austri


Austri - 27.02.1981, Blaðsíða 4

Austri - 27.02.1981, Blaðsíða 4
m AUSTRI Egilsstöðum, 27. febrúar 1981. iHréttir Frii UngnieniMftliigi Borgarfjarínr úr fréttobréfi 11.11 Það síðasta sem þið hafið líklega frétt frá Borgfirðingum, er í pistli í Snæfelli 1980. Það er því fyllilega ástæða til að bæta úr þvi og senda ykkur línu héðan úr Borgarfirðinum. Um áramót er alltaf talsvert um að vera í starfi félagsiris, enda koma þá margir heim í jólaleyfi. Félagið hel- dur árlega álfadans hér í firðinum, og í vetur mættu allmargir álfar til fagnaðarins. Annað árið í röð kusum við íþróttamann ársins. Það voru stjórn og nefndir UMFB sem greiddu atkvæði í kjörinu. Sæmdarheitið hlaut að þessu/sinni knattspyrnuniaðurinn marksækni Þorbjörn Björnsson, en Björn Skúlason varð i öðrri sæti. Fyrirhugað er að knattspyrnumenn okkar taki þátt í 3. deildar keppninni í knattspýrnu í fýrsta sinn í sumar. Mörgum mun líklega þykja það djörf áætlun hjá svo litlu félagi. Hvað þá heldur ef fréttist að ekki er' hug- myndin að ráða rándýran þjálfara eins og venjan er hér eystra. Ástæðan er einfaldlega sú að félagið getur ekki staðið undir slíku fjárhagslega, vegna þess að allar tekjur okkar renna í íþróttavöll félagsins. En stefnt er að því að ljúka vallargerð í sumar. Lág upphæð á fjárlögum ríkisins getur þó breytt þeim áform- um. UMFB á sitt eigið félagsblað er Gusa heitir. Blaðið kemur út reglu- lega tvisvar á ári. Síðasta blað Gusu kom út í nóvember, og erum við að safna efni í næstu Gusu, sem kemur út í vor. Gaman væri ef einhverjir úr félögunum hér fyrir austan gætu sent okkur efni í næstu Gusu, annað hvort tengt Borgarfirði eða ung- mennafélagsstarfinu yfirleitt. - Við Borgfirskir ungmennafélagar vonumst til að eiga góð samskipti við ykkur sambandsfélögin i starfi og leik á þessu nýbyrjaða ári. Með íþróttakveðju Pétur Eiðsson, ritari UMFB I dagsins önn Þá er þorrinn genginn um garð, og góa byrjuð. Þessi nöfn eru lífseigust í vitund almenn- ings af hmum gömlu mánaða- nöfnum, og er það kannski eink- um af því að vissir siðir og venj- ur eru við þá tengdar enn þann dag í dag.' . Þorránlótin eru fylgifiskar þorramánaðarins, og þessi æva- íprnisiður sem er víst ættaður úr heiðni á sívaxandi vinsæld- uin að fagna, og teygir sig stundum aðeins fram á góuna ojg geta má þess að nú um næstu helgi er síðasta þorrablótið haldið á Héraði og er það á Jökuldal. í Þorrablótin eiga sér fasta hiefð á Héraðinu og er þetta merkilegur þáttur í menningar- lifinu hér fyrir margra hluta sákir. Það hljómar ef til vill ein- kennilega að tala um menningu í ‘ sambandi við þorrablót og mundi margur spyrja hvort ekki væri nær að tengja þau við cfrykkju og át. 1 Þorrablótin þar sem ég þekki t|l hér hafa verið miklu meira eh drykkjuvéislur. Þau hafa v’erið árshátíðir sinna byggðar- l^iga sem vandað er mjög til, og dágskrá þeirra er merkilegt fyrirbæri sé það nánar skoðað. ' Dagskráratriði á þorrablót- i|m eru undantekningarlaust unnin upp úr atburðum liðins ^rs, frumsamið efni í ljóðum og lausu máli, flutt af fólkinu sjálfu sem að samkomunni stendur..Þarna koma oft fram menn sem aldrei myndu gera slíkt í annan tíma, og þarna semja menn efni af mörgu tagi, fólk sem aldrei myndi leggja slíkt fyrir sig við önnur tæki- færi. Sá sem þetta ritar hefur tví- vegis tekið þátt í undirbúningi þorrablóta hér á Egilsstöðum. Þorrablótsnefndir hér saman- standa af hópi fólks um 30 manns sem ekki eru tengdir neinu ákveðnu félagi eða hópi manna, koma sitt úr hverri átt- inni og hafa ekki sérstök tengsl fyrirfram. Sú hópvinna sem þetta fólk innir af hendi er skemmtilegt, og þarna takast oft kynni milli manna sem ekki hefðu annars orðið. Efni þorrablótanna er bundið við stað og tíma og býður mér í grun að lítið af því hafi varð- veist. Það er þó ekki aðalatriðið, heldur það að viðhalda þessum gamla sið um mörg ár og halda því sérkennilega andrúmslofti sem ríkir á þessum samkomum. VEÐURFARIÐ Sennilegá talar engin þjóð í heimi meira um veðrið en Is- lendingar. Þegar tveir menn hittast á förnum vegi er ekki ósjaldan að talið berst fyrst að því. Þegar hugsað er út í þetta er þetta að vonum því að veður hér er síbreytilegt og við eigum enn svo óskaplega mikið undir veðurlaginu. Samgöngur okkar eru háðar veðri, og stærstu at- UNNAR STÖKK TVO METRA Austurlandsmeistaramót í frjálsum íþróttum eldri flokka innanhúss fór fram á Eskifirði sunnudaginn 8. feb. s.l. þessir urðu Austurlandsmeistarar. Meyjar: Hástökk með atrennu: 1. Þórdís Hrafnkelsd. Hetti 1.55 Langstökk án atrennu: 1. Þórdís Hrafnkelsd 2.36 Stúlkur: Sigurvegarar: Hástökk með atrennu: Arney Magnúsd Hetti 1.58 Asturl.met. Langstökk án atrennu: Amey Magnúsd Hetti 2.34 Konur: Sigurvegarar: Hástökk með atrennu: Dagný Hrafnkelsd Hetti 1.35m. Langstökk án atrennu: Dagný Hrafnkelsd Hetti 2.30m. Sveinar: Hástökk með atrennu: 1. Ármann Einarss Hetti 1.70 Hástökk án atrennu: 1-2. Gunnl. Grettiss. Þr. 1.20 1-2. Víðir Ársælss Þrótti 1.20 Langstökk án atrennu: 1. Ármann Einarss Hetti 2.82 Þrístökk án atrennu: 1. Ármann Einarss Hetti 8.25 Drengir: Sigurvegarar: Langstökk án atrennu: Haraldur Jónsson UMFB 2.95m. Þrístökk án atrennu: Haraldur Jónsson UMFB 8.66m. Karlar: Sigurvegarar: Hástökk með atrennu: Unnar Vilhjálmss Hetti 2.00 Austurl.met Hástökk án atrennu: Unnar Vilhjálmss Hetti 1.53 Austurl.met Langstökk án atrennu: Guðl Sæbjörnss Hugin F 2.93m. Þrístökk án atrennu: Guðl Sæbjörnss Hugin F 8.87m. Urslit í stigakeppni félaga: 1. Iþr. Höttur 102 stig 2. Iþr. fél. Þróttur 57 stig 3-5. Umf. Huginn 12 stig 3-5. Samvirkjaf. Eiðaþ. 12 stig 3-5. Umf. Borgarf 12 stig 6. Umf. Súlan 5 stig Mótið fór vel fram, en var fámennt að venju. Þó vakti at- hygli myndarleg þátttaka frá Þrótti. Vekur hún vonir um að krakkamir fari nú að halda sér vinnuvegir okkar eiga feikna- lega mikið undir skaplegu veð- urlagi. Menn hafa fyllilega haft á- stæðu til þess að tala um veðrið í vetur, því að tíðarfar hefur verið með eindæmum óstillt, og stórviðri tíð. Snjóalög hafa enn sem komið er sneitt hjá Austur- við efnið fram yfir ferminguna, en eins og kunnugt er, er mjög gott starf í yngri flokkunum hjá flestum stærstu aðildarfélögum U.I.A. fyrir 14 ára og yngri. Er því búist við miklu fjölmennara móti á Reyðarfirði 1. marz, þegar yngri flokkarnir mæta til keppni. Hvernig var það annars,það er ekki á hverjum degi sem þrjú Austurlandsmet falla á einu bretti. AUSTURLANDSMÓT INN- ANHÚSS í FRJÁLSUM ÍÞROTTUM 14 ÁRA OG YNGRI verður haldið á Reyðarfirði sunnudaginn 1. marz n.k. Keppt verður í eftirtöldum f lokkum: Telpur 13-14 ára (f.1967 og ’68) Steipur 11-12 ára (f.’69 og ’70) Steipur 10 ára og y. (f.’71 o.s.) Piltar 13-14 ára (f.’67-’68)_ Strákar 11-12 ára (f.’69-’70) Strákar 10 ára og y. (f.’71 o.s.)_ Keppt verður í hástökki með atrennu og langstökki án at- rennu í öllum flokkum. Þáttökugjald, kr. 8.- fyrir hverja skráningu verður inn- heimt á mótsstað. Þáttöku skal tilkynna Helgu Alfreðsdóttur í síma 1444 í síð- asta lagi þriðjudaginn 24. feb. SKÍÐAGÖNGUNÁMSKEIÐ Helgina 6. - 8. febrúar sl. var mikið um að vera fyrir unn- endur skíðagöngu á Austurlandi Hinn kunni skíðagöngugarpur Halldór Matthíasson dvaldi á Egilsstöðum og leiðbeindi á tveim námskeiðum. Annars vegar var staðið fyrir námskeiði fyrir væntanlega leið- beinendur og sóttu það nám- skeið 16 manns. Eftir hádegi á laugardag og sunnudag kenndi Halldór almenningi skíðagöngu og meðferð skíðabúnaðar, og urðu þátttakendur hátt í 40. Mikil ánægja var með bæði þessi námskeið og má vænta stóraukins áhuga fyrir þessari íþróttagrein á næstunni. Námskeiðin voru haldin að tilhlutan skíðaráðs U.I.A., en umsjón af hálfu heimamanna hafði Hjálmar Jóelsson. Hafi þeir Halldór heila þökk fyrir góða frammistöðu. landi og hefur veturinn verið mun snjóþyngri á vestanverðu landinu enn sem komið er. Þetta er að vonum því að vestlægar áttir hafa verið mjög ríkjandi í veðurfarinu með augljósum af- leiðingum, snjókomu fyrir sunn- an og vestan, en þurru veðri og kulda hér fyrir austan. frariihaid á bls, 3

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.