Austri


Austri - 20.03.1981, Blaðsíða 3

Austri - 20.03.1981, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 20. mars 1981. AUSTRI 3 augfýsir; Nýkomiti í vefna'ðarvörudeild: Smekkbuxur barna —- Buxur Lee Cooper — Peysur — Snjósleðagallar frá Belgjagerðinni — Bolir frá Henson, einlitir — Fermingarföt og skyrtur — Stakar buxur tereline og flannel. Nýkomin sending af plötum og kasettum. I bókabúð eru fáanlegar bækur Halldórs Laxness og Þórbergs. Nýkomnar þjóðsögur Jóns Árnason- ar, Ólafs Davíðssonar, Gríma og Gráskinna ásamt lieildarútgáfum ýmissa ritverka. Tilvalið til tæki- færisgjafa og fermingargjafa. Urval af bókum gömlum og nýjum. Kuupfélftg Héroðsbúfl EgUsstöðum Fundur Herstöðvaand- stæðinga Fi-amhald af bls. 1 Efri hæðin verður leigð út í fyrstu, en þar eru skrifstofu- herbergi og fundaraðstaða. Ætl- unin er að leigja þetta pláss ýmsum félagasamtökum fyrir starfsemi sína, auk þess sem Rauðakrossdeildin á Fljótsdals- héraði mun fá þar aðstöðu, en deildin hefur gerst aðili að hús- byggingunni og fær eignaraðild að 1/5 hússins. Hefur nýlega verið gengið frá samningum þar um. Húsið er nú fokhelt og keypt hefur verið gler, ofnar, einangr- un o.fl. til þess að halda áfram. Ætlunin er að vinna áfram að framkvæmdum og koma húsinu í gagnið að mestu leyti fyrir þá starfsemi sem þar á að vera. MARGIR HAFA KOMIÐ VIÐ SÖGU Halldór sagði aðspurður að húsið hefði verið fjármagnað með lánum, fjársöfnunum sem félagar slysavarnadeildarinnar hafa lagt mikla vinnu í, fram- lagi Rauða krossins, og einnig hefðu einstaklingar og fyrirtæki hjálpað mjög mikið upp á sak- irnar. Nefndi hann sérstaklega Egilsstaðahrepp, Kaupfélag Héraðsbúa, Plastiðjuna og þá tæknimenn sem hér vinna. Með góðum vilja allra aðila hefði þetta gengið. Á aðalfundi Slysavarnadeild- arinnar 1. mars var kjörin stjórn og skipa hana: Halldór • • Sigurðsson, Guðrún Sigurðar- dóttir og Arnar Jensson. Full- trúar björgunarsveitarinnar í stjórn eru Sveinbjörn Guð- mundsson og Þorsteinn Gústafs- son. STARF BJÖRGUNARSVEIT- ARINNAR Björgunarsveitin hélt aðal- fund sinn um helgina, en hún hefur starfað mikið að undan- förnu, og henni hefur bæst út- búnaður og er þar veigamest að hún hefur nú eignast bíl í fyrsta sinn, frambyggðan rússajeppa. Einnig á hún snjóbíl, tvo snjó- sleða og aftanívagn. Snjóbílinn hafa félagar í sveitinni gert upp. Á næstunni er áformað að útvíkka björgunarsveitina út um Hérað og koma sér upp mönnum í hverjum hreppi sem vinni með björgunarsveitinni og gegni sérstöku hlutverki sem staðkunnugir menn, ef til leitar kemur á þeirra svæði. Formaður björgunarsveitar- innar er Bragi Guðjónsson. Slysavarnadeildin Gró var stofnuð 1951, en björgunar- sveitin var stofnuð árið 1959. Starfs- og félagssvæði er Fljóts- dalshérað. Þessi þarfa og góða starfsemi hefur verið á hrakhólum með aðstöðu, en með tilkomu þeirrar byggingar sem getið var um í upphafi hillir nú undir milda breytingu þar á og er það fagn- aðarefni. Laugardaginn 1. mars næst- komandi efna Herstöðvaand- stæðingar á Héraði og Alþýðu- bandalag Héraðsmanna til op- ins fundar um herstöðvarmálið, í Menntaskólanum á Egilsstöð- um. Bragi Guðbrandsson mennta- skólakennari mun hafa fram- sögu um málið, en á eftir erindi hans verða almennar umræður um þessi mál. Tónkór. . . Framhald af bls. 1 semi hans. I kórnum eru nú 43 söngvarar og eru þeir héðan frá Egilsstöðum og úr nágranna- sveitum og hefur svo ávallt ver- ið. Framundan eru tónleikar þann 12. apríl. Þá verða frum- flutt tvö verk. Annað er sér- staklega samið fyrir kórinn af Jóni Ásgeirssyni við texta eftir Hannes Pétursson og heitir verkið „Hjá fljótinu” og er í þremur köflum. Einnig verður frumflutt verk eftir Sigursvein D. Kristinsson. Þá er unnið að undirbúningi söngferðalags til Danmerkur og Noregs í sumar, og verður þá væntanlega sungið í Reykja- vík í sömu ferð. Þessi ferð er á undirbúningsstigi og er ekki hægt að segja nánar um fyrir- komulag hennar að svo stöddu. Kórfélagar hyggjast bjóða miða til sölu á vortónleikana til fjáröflunar fyrir þessa ferð, og munu þeir bjóða miðana til sölu fyrirfram. Er það von forráða- manna kórsins að kórfélögum verði tekið vel þegar þeir knýja dyra þessara erinda. Fyrstu stjórn kórsins skip- uðu þessir menn: Sigurður Magnússon, formaður, Þórunn Brynjólfsdóttir og Björn Hólm Björnsson. Núverandi formaður er Einar Halldórsson, en með honum í stjórn eru Emelía Sigmarsdóttir, Erla Jónasdótt- ir, Sæbjörn Eggertsson og Sig- urbjörg Alfreðsdóttir. Stjóm- andi kórsins frá upphafi hefur verið Magnús Magnússon, skóla- stjóri Tónskóla Fljótsdalshér- aðs. J. K. Fréttatilkynning. Fulltrúar B-listans í hreppsnefnd Egilsstaða- hrepps hafa opið hús að Furuvöllum 10 á mánu- dagskvöld kl. 21.00. Svarað fyrirspurnum og rabbað um hreppsmálin. Allir áhugamenn um sveitarstjórnarmál vel- komnir. •¥¥¥¥¥¥¥¥»¥¥¥¥¥¥»»**»*¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥»»»*»»»¥¥*¥¥¥¥¥¥¥ Auglýsinga- og áskriftarsími 1151 -» ¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.