Austri


Austri - 20.03.1981, Blaðsíða 4

Austri - 20.03.1981, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 20. mars 1981. Lesandabréf I bréfkorni sem kom í Austra 15. 02. voru lítillega rædd þrjú atriði: Auðæfi hafsins, ágæti landsins og um orkuna í fall- vötnum og jarðhita. Ætlunin var, að minnast á fjórða atriðið, en þá hefði bréfið orðið oflangt, en bréf mega ekki vera löng þá nennir enginn að lesa þau. Það eru örlög margra langra og merkilegra greina í stóru blöð- unum fyrir sunnan, varla einn maður af hundrað nennir að lesa þær, eða hefur tíma og þrek til. Áður en lengra er haldið, skal það endurtekið, að enginn vafi leikur á því að þegar tímar líða verður orkan sem ísland á yfir að ráða miklu dýrmætari og dýrari en nokkurn órar fyrir nú. Og þó álbræðslur og stál- iðjur og önnur slík fyrirtæki séu gróðavænleg, virðist ýms- um það standa öðrum nær en Islendingum að framleiða efni í vopn. Og kannski mætti minna á að flest lönd á heimsbyggð- inni vantar áburð til að rækta korn í brauð handa hungruðu fólki. En fjórða atriðið sem ætlun- in var að minnast á í síðasta bréfi var fólksfjölgunin í land- inu. Um aldamótin síðustu voru Islendingar 77290, nú 80 árum síðar eru þeir næstum 230 þús- undir eða hafa meira en þre- faldast og ef svo heldur fram sem horfir verða þeir orðnir 300 þúsund að tuttugu árum liðnum, um næstu aldamót. Við eðlilegri fólksfjölgun er auðvit- að ekkert að segja, og verður að vinna ötullega að því að skapa því fólki verkefni og aðstöðu, og sjá um að það hafi olnboga- rýrni fyrir dugnað, framsýni og manndóm. En þó liggur það í augum uppi að hér á Islandi eru ekki skilyrði til að lifa góðu lífi nema fyrir takmarkaðan fjölda fólks. Það gerir stærð landsins, hnattstaða og aðrar aðstæður. Þess vegna þurfa íslendingar að huga að því nú og strax, að takmarka mjög innflutning fólks frá öðrum löndum. Nú er Það hefur ekki farið faam- hjá neinum að útvarpið og sjón- varpið eiga í miklum fjárhags- erfiðleikum og nú hefur verið tilkynnt um samdrátt á dag- skrá sem er einsdæmi svo langt sem undirritaður man. Ekki hefur fengist nægilega mikil hækkun afnotagjalda til þess að það sé fært að dómi forráða- manna ríkisútvarpsins að halda uppi óbreyttri tímalengd á dag- skrá. Það verður fróðlegt að fylgj- ast með viðbrögðum við þessu. hér fólk að störfum hvaðanæfa úr heiminum, frá Kína, Japan, Indlandi og Ástralíu, frá Spáni, Portúgal og Italíu. Arabar eru hér og Israelsmenn, Þjóðverjar, Frakkar og fólk frá mörgum fleiri löndum. Margt af þessu er að sjálfsögðu gott fólk en ekki allt. En Island hefur einfald- lega ekki þörf fyrir fólk frá öðr- um löndum. Það spyrst út um heiminn að ísland er í hópi þeirra þjóða sem hafa hæstar meðaltekjur á mann og að hér eru einhver bestu lífskjör sem þekkjast í heiminum, að því ó- gleymdu að hér eru einhverjar fullkomnustu tryggingar sem þekkjast. Þess vegna getur á- sóknin í að flytjast hingað orð- ið mikil á næstunni, ekki síst frá fjarlægum löndum. Þar sem fólksfjölgunin er jafn gífurleg og raun ber vitni. Að leyfa fólki ekki landvist hér eða að flytjast hingað þykir þeim sjálfsagt ekki stórmannlegt, sem standa með útbreiddan faðminn á móti öll- um heimshornamönnum sem hingað reka eða rekast. En þó fólki yrði leyít að flytjast hingað eins og verið hefur eða í auknum mæli þá bjargar það svo sem engu. Sam- kvæmt þeim spám og útreikn- ingum sem fyrir liggja verða Indverjar orðir 1000 milljónir um aldamótin, Kínverjar komn- ir nokkuð á annan milljarð, Singapoor orðin borg með 10 milljónir og Mexicoborg orðin stærsta borg heimsins með 30 milljónir ibúa. Ef þessar risa- vöxnu tölur eru hafðar í huga sjáum við betur en ella, hvað til- gangslaust það er að leyfa hing- að fólksflutninga. Það bjargar engu hvort eð er. Hver er sjálf- um sér næstur varð einhvern tíma að orðtaki, vafalaust ekki stórmannlegur hugsunarháttur. En það bjargar enginn öðrum sem ekki getur bjargað sjálfum sér. Og það hjálpar enginn öðr- um sem ekki getur hjálpað sér sjálfur, það þekkja menn frá mörgum harðindavorum. Hallur Steinsson. Þessir fjölmiðlar eru sjálfsagð- ur þáttur orðinn í lífi manna og er slæmt til þess að vita að ekki skuli vera fært að bæta þá dag- skrá sem nú er send út. Sann- leikurinn er sá að þegar rætt er um dagskrána þá kemur ó- talmargt upp í hugann sem þyrfti að bæta og einkum það að dagskráin fái efni sitt víðar að af landinu heldur en nú er. Ég vil leyfa mér í þessum línum að minnast á þetta í þeirri von að úr rætist fyrir stofnuninni, og litið verði til endurbóta. Fciiiytrorloi Þann 1. janúar síðastliðinn tóku gildi ný lög um fæðingaror- lof og eru lögin afturvirk þann- ig að konur sem alið hafa bam eftir 1. október öðlast einnig rétt til fæðingarorlofs. Tryggingastofnun ríkisins hefur sent út bækling sem fjall- ar um fæðingarorlofið og rétt- indi í því sambandi. Þar kemur fram að allar kon- ur sem lögheimili eiga á Islandi og ekki eiga rétt á launum í þriggja mánaða fæðingarorlofi, eiga rétt á greiðslum frá al- mannatryggingum og er ekki skilyrði að konan hafi unnið á almennum vinnumarkaði. Faðir á rétt á greiðslu síðasta mánuð oi'lofsins í stað móður ef hún Eins og öllum er í fersku minni fórst Piper Navajo vél Flugfélags Austurlands við Höfn í Hornafirði í síðustu viku. Flugmaðurinn Benedikt Snædal bjargaðist og var það mest um vert. Eftir þeim upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér leita for- ráðamenn Flugfélags Austur- lands fyrir sér um vél til leigu til þess að sinna þeim skuld- bindingum sem félagið hefur nú um áætlunarflug og póstflug. Lengra eru málin ekki komin að sinni. Flugfélag Norðurlands og Leiguflug Sverris Þóroddssonai' hafa annast flug þann tíma sem liðinn er frá slysinu. Þótt Flugfélag Austurlands hafi orðið fyrir þungum áföll- Það er nauðsynlegt að fá að- stöðu til beinna útsendinga í öllum landsfjórðungum. Að- staða sú sem nú er á Akureyri þykir sjálfsögð og hefur reynst vel, og nú er helst talað um að auka starfsemi útvarpsins þar með fréttastofu. Verði það næsta verkefni út á landsbyggð- inni er hætt við að aðrir lands- hlutar verði enn meir útundan í dagskrá en nú er. Tímalengd dagskrár er kannski ekki höfuðatriði, held- ur gæði hennar og ef útvarp og sjónvarp fá auknar tekjur á það að ganga til þess að bæta dag- skrána. Þó veldur stytting sjón- varpsdagskrár nokkrum á- hyggjum og hef ég þar í huga einmana fólk, á öllum aldri sem ástæða er til að ætla að horfi mikið á sjónvarp. Stefna verður því á brattann hvað varðar lengd dagskrár í óskar þess. Fæðingarorlof er þrír mánuðir. Fæðingarorlofsgreiðslur skiptast í þrjá flokka og upp- hæð miðast við hversu margar dagvinnustundir umsækjandi hefur unnið síðustu 12 mánuð- ina fyrir töku orlofsins. Greiðsl- ur eru þannig: 1. fl. 5302 nýkr. á mánuði miðað við 1032 dagv. st. á ári, 2. fh 3535 nýkr. miðað við 516 - 1031 dagv. stund og 3. fl. 1767 nýkr. fyrir þá sem unnið hafa minna en 516 stund- ir, eða enga vinnu stundað á al- mennum markaði. Upplýsingar um fæðingaror- lofið gefa Tryggingastofnun ríkisins og umboð hennar út um land, sem eru skrifstofur sýslu- félaganna. um í rekstri þau ár sem það hef- ur starfað hefur rekstur þess sýnt það svo ekki verður um villst, að það er brýn nauðsyn að reka flug hér í fjórðungnum með flugvél sem hér er staðsett. Þó áætlunarflugið sé nauðsyn- legt er sjúkraflugið þó enn nauðsynlegra, og eru ótalin þau sjúkraflug sem vélar félagsins hafa farið héðan. Staðsetning flugvélar hér fyrir austan getur oft riðið baggamuninn í bráðum slysatilfellum. Það er því nauðsynlegt að leita enn leiða til þess að halda þessum rekstri áfram og kom- ast yfir góða flugvél sem getur þjónað því mikilvæga hlutverki sem Flugfélagið hefur hér aust- anlands. sjónvarpi. Hitt er svo annað mál að eins og málin stóðu nú er ekki annað fært en draga saman frekar en að láta þessar stofnanir safna skuldum. For- maður útvarpsráðs hefur brugð- ist rétt við og ábyrgt. Hitt vek- ur furðu að stjórnarandstæðing- ar í útvarpsráði, sem mikið hafa talað um sparnað í ríkisrekstri, skuli nú hlaupast undan og hvergi vilja nærri koma þegar gera þarf óvinsælar ráðstafanir. Sú afstaða er ekki stórmannleg. Hitt verður svo að undir- strika að ríkisútvarpið verður að fá aukið fjármagn, einkum til að bæta dagskrá og sækja til fanga um landið bæði í frétta- flutningi og annarri dagskrár- gerð. Hitt er svo mikill vandi að beita eðlilegri ráðdeild í gerð dagskrár án þess að ganga á gæði hennar, en stundum finnst áhorfendum nokkuð skorta á að svo sé. J. K. I dagsins önn flugfélag Aastnrlonds - leitoð Jyrir sér um yél til leigu

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.