Austri


Austri - 10.04.1981, Blaðsíða 1

Austri - 10.04.1981, Blaðsíða 1
JÓN KRISTJÁNSSON: 3. GREIN St«ii)ushro samvínnuhreiJinðarjnnar Drullutímabilið er hafið SAMGÖNGUR Samgöngur eru snar þáttur í nútímaþjóðfélagi, og atvinnulíf- ið byggist á því með öðru að samgöngur séu góðar. Sam- vinnuhreyfingin tekur þátt í þessum málum, og rekur mikla starfsemi á sviði vöruflutninga á sjó og landi. Sú spurning hlýtur að vakna í hve miklum mæli á að vinna á þessu sviði í framtíðinni, og hvaða verkefni á samgöngusviðinu koma sam- vinnuhreyfingunni helst til góða. I þessu sambandi hafa menn einkum rætt eftirfarandi spurn- ingar. 1. Hvernig á að skipuleggja vörudreifingu samvinnu- hreyfingarinnar þannig að hún sé allt í senn, hraðvirk, örugg og fjárhagslega hag- kvæm? 2. Hvemig á samstarfi hinna einstöku rekstrareininga um flutninga að vera hagað og hvernig er unnt að nýta flutningatæki samvinnu- hreyfingarinnar sem best? 3. Á Samband íslenskra sam- vinnufélaga að beita sér fyr- ir samræmdri flutninga- stj órn með bifreiðum til allra kaupfélaganna? 4. Er úrskeiðis að kanna mögu- leika á loftflutningum t.d. I framhaldi af orkulexíu til þingmanna Austurlands, þykir nú hæfa að fara nokkuð dýpra niður í orkubúskapinn, í ljósi umræðna undanfarnar vikur á þingi og í fjölmiðlum þessa lands. Þar sem umræðan um næstu virkjunarvalkosti hsfur verið vægast s&gt á lágu plani, svo lágu plani að öllum venju- legum mönnum ofbýður. Málið er einfaldlega ekki þess eðlis, að hægt sé að gaspra með hina og þessa kosti og jafn- vel ota að þjóðinni mygluðu með þyrlum á ýmsum dag- vörum til kaupfélaga, sér- staklega þeirra sem búa við óhæg flutningsskilyrði. I þeirri umfjöllun sem málin hafa þegar fengið kemur fram sá umræðugrundvöllur að sam- vinnufélögin auki skiparekstur sinn og sú aukning miðist við þarfir kaupfélaganna og félags- manna þeirra, og lagt er til að mótuð sé sú stefna að taka þátt í samgöngumálum í vaxandi mæli, og reyna að haga þeirri þátttöku þannig að ítrustu hag- kvæmni sé gætt, þannig að hún komi félagsmönnum og öðrum sem skipti eiga við samvinnu- hreyfinguna til góða. FÓLKSFLUTNINGAR Þátttaka samvinnumanna í fólksflutningum til útlanda hef- ur verið mjög rædd upp á síð- kastið í tengslum við þann ferðaskrifstofurekstur sem rek- inn er í samstarfi við launþega- samtökin. Það er að sjálfsögðu eitt af þeim atriðum sem móta þarf framtíðarstefnu í með hverjum hætti þessi mál eiga að þróast. Samvinnuhreyfingin er þegar þátttakandi af fullum krafti í ferðamálum, en þetta er tiltölulega ný grein í starfi hennar sem full ástæða er til þess að ræða. brauði, vegna tímaskorts til að baka nýtt sbr. Sultartanga- grýluna. H AGKVÆM ASTl KOSTUR- INN Orkumálastjóri Jakob Björns- son upplýsti í útvarpsviðtali 12. mars síðastliðinn „að engum blöðum væri um að fletta að Blönduvirkjun væri hagkvæm- asti kosturinn” ■ Þar sem sú virkjun væri ódýrust á orkuein- ingu og lægi vel við línum. framhald á bls. 2 Eftir norðankaflann sem gerði í tíðarfarinu á dögunum, hlánaði með sunnanþey hér austanlands og bráðnar snjór- inn ört, enda nýlega fallinn og hefur auðnast geysilega mikið síðustu dagana með tilheyrandi aurbleytu á vegum. Drullutímabilið er nú hafið og horfa menn með kvíða fram á veginn því grunur leikur á því að nú sé allmikið frost í jörð því að framan af vetri var snjólétt, en frosthörkur miklar til dæmis í janúar. Þetta tímabil er mjög hvim- leitt og veldur miklum truflun- um á samgöngum, og er okkur hér á Héraðinu enn í fersku minni sá tími í fyrravor sem Fagridalur var lokaður fyrir þungaflutningum. Nógu erfitt er að flytja út um sveitirnar, en þegar Fagridalur er lokaður langtímunum saman tekur stein- inn úr, og eykur það erfiðleika þeirra sem búa við þessar sam- göngur, að miklum mun. Sú skoðun var látin hér í ljós í fyrra í blaðinu, og skal enn áréttuð að Fagridalur er lífæð Ársrit Búnaðarsambands Austurlands er komið út og flytur það mikinn fróðleik um starf Búnaðarsambandsins. Rit- ið flytur m.a. útdrátt úr fundar- gerð aðalfundar Búnaðarsam- bands Austurlands árið 1980 og reikninga þess fyrir árið 1979. Þá er í ritinu starfsskýrsla ráðunauta sem voru fluttar á aðalfundi árið 1980. Guttonnur Þormar í Geita- gerði ritar minningarorð um Snæþór Sigurbjörnsson, fyrr- verandi formann Búnaðarsam- bands Austurlands sem lést þann 3. október síðastliðinn. Þá skrifa ráðunautarnir greinar um hin ýmsu mál sem snerta landbúnaðinn. Páll Sig- bj örnsson skrifar um forfalla og afleysingaþjónustu í sveitum, Jón Snæbjörnsson skrifar um heyefnagreiningar, Jón Atli Gurmlaugsson skrifar um naut- griparæktarfélög og Þórhallur Fljótsdalshéraðs, og það er ekki viðunandi ástand að honum sé lokað ofan á alla aðra erfið- leika sem að samgöngum hér á Héraðinu steðja á þessum tíma. Við getum ímyndað okkur hvað mundi skt í Árnessýslu ef veginum frá sjó að Selfossi væri lokað í svo sem mánuð. Lega Egilsstaða sem verslunarmið- stöðvar fyrir Fljótsdalshérað er álíka mikilvæg, þótt hér sé færra fólk og allt smærra í snið- um. Allt kapp verður að leggja á að halda Fagradal opnum, og jafnvel þótt eitthvað verði til þess að kosta með ofaníburði. Um uppbyggingu vega al- mennt var rætt hér í leiðara í blaðinu nýlega, og hér skal enn áréttað að ekki má missa sjónar af því að byggja upp vegi út um sveitir landsins þannig að menn þurfi ekki að keyra leðj- una eða sitja fastir á hverju vori, eða jafnvel að vera algjör- lega einangraðir vegna veg- banna. Hauksson um sauðfjárræktar- félög. Einnig skrifar Páll Sig- björnsson bréf til bændafólks um aukabúgreinar. í ritinu eru yfirlit um jarð- ræktar- og byggingafram- kvæmdir 1979, og einnig yfirlit um fóðuröflun og búfjárfjölda 1979. Við fráfall Snæþórs Sigur- björnssonar tók Sveinn Guð- mundsson á Sellandi við for- mennsku í Búnaðarsambandinu og flutti hann aðalfundinum 1980 skýrslu stjórnar sem birt- ist í ritinu. Ætlunin er að ritið komi út reglulega héðan í frá og í því er mikill fróðleikur um hina faglegu hlið landbúnaðarmála, og horfur í landbúnaðinum. Stjórn Búnaðarsambands Austurlands skipa nú þessir menn: Sveinn Guðmundsson, Sellandi formaður, Sigurjón Friðriksson Ytri-Hlíð, Guttorm- ur V. Þormar Geitagerði, Ólaf- ur Eggertsson Berunesi og Sæ- var Sigbjamarson, Rauðholti. Orhulexia til þingmonna J. K. Ársrit Búnaðarsambands Austurlands

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.