Austri


Austri - 23.10.1981, Blaðsíða 2

Austri - 23.10.1981, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 23. október 1981. Utgefandi: | Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson, sími 97-1314. Auglýsingar og áskrift: Ásgeir Valdimarsson, sími 1585 og 1584. HÉRAÐSPRENT SF. Erlendar fyrirmyndir Það heyrist oft í umræðum um stjórnmál að andstæðingar Framsóknarmanna spyrja hvers konar fyrirbrigði Fram- sóknarflokkurinn sé, hann eigi sér engar erlendar fyrirmynd- ir, og af þeim sökum hljóti hann að vera verri flokkur en ella og óiiklegri til þess að taka skynsamlegan þátt í stjórnmálum. Þetta kemur m.a. upp í hugann þegar flokksforingjar heyja um það harðvítugar deilur hvort íranskir sósíalistar séu Kratar eða Alþýðubandalagsmenn, og ekki er örgrannt um að Alþýðubandalagið vilji nú afneita bræðraflokkum í austur Evrópu, til dæmis rússnesku og pólsku kommúnistaflokkun- um, og telji það ekki sína flokka. Það getur stundum verið betra að fara sér hægt á alþjóðlegum vettvangi. I stjórnmálum má greina ákveðnar steínur sem segja margt um hvers konar tök viðkomandi fiokkur vill hafa á landsstjórninni. Við getum kallað þetta ríkishyggju - íélags- byggju - og einstakiingshyggju. Oígaíyllstu afbrigði ein- staKimgshyggjunnar getum við kallað sérhyggju þar sem hver er sjáilum sér næstur. Hvert ríkishyggjan getui* leitt höfum við mjög ljós dæmi um. í Austur - Evrópu er allt frumkvæði í atvinnuiífinu dreg- ið undir ríkið. Þetta hefur reynst illa, og dregið merginn úr efnahagslífinu. Ljósasta dæmið um þetta er í Póllandi, þaðan sem berast fréttir um efnahagslega kreppu sem enginn veit hvernig lýkur. Það versta er að í þeim löndum sem þarna um ræðir er frelsi og mannréttindum þegnanna fórnað í ofaná- lag. Þetta er sú raunasaga sem veldur því að nú keppast ís- lenskir sósíalistar við það að afneita þjóðskipulaginu í Aust- ur - Evrópu og fara að rífast við Krata um það hvort Mitter- and sé Alþýðubandalagsmaður eða Krati. Um það hvert einstaklingshyggjan getur leitt, höfum við skýrt dæmi í Bretlandi um þessar mundir, þar sem stjómað er í anda leiftursóknar. Afleiðingin er geigvænlegt atvinnu- leysi og kreppa í efnahagslífnu, svo mikil að íhaldsmönnum þykir sjálfum nóg um og hriktir í flokknum af þeim sökum. I því stjórnkerfi sem þar ríkir má hver bjarga sér eins og best gengur, og full atvinna er ekki markmið sem taka þarf tillit til þegar aðgerðir í efnahagsmálum eru framkvæmdar. Hins vegar lætur árangurinn á sér standa, þrátt fyrir atvinnuleys- ið. öfgar til hægri og vinstri á Bretlandi hafa nú upp á síð- kastið eflt þá stjómmálastarfsemi sem telst til miðjunnar, og eru mestar líkur á því að þau stjómmálaöfl vinni stórsigur næst þegar kosið verður þar. Og þá er komið að þeim sem aðhyllast félagshyggju. Þann hóp fylla Framsóknarmenn og þeirra flokkur. I þeim anda hefur verið stjórnað í þeim löndum, sem hafa hvað bestan efnahag og velferð þegnanna er mest. Félagshyggjan leitast við að ná því besta úr bæði einstaklingshyggjunni og ríkis- hyggjunni. Hún leitast við að leyfa frumkvæði einstaklinga að njóta sín í atvinnulífi, en setur einstaklingnum ákveðnar reglur til þess að koma í veg fyrir að lögmál frumskógarins gildi. 1 þjóðfélagi félagshyggjunnar keppa hin ólíku rekstrar- form hvert við annað, og örfa efnahagslífið á þann hátt. Ríkisvaldið er notað til þess að þjóna fólkinu, sjá um almenna velferð, og reka ýmis konar samfélagslega þjónustu. Slíkum stjórnarháttum mun vaxa ásmegin ef skynsemin fær að ráða og þeir eru líklegastir til farsældar fyrir þjóðfélagsþegnana. J. K. MAGNÚS EINARSSON skrifar um skák $ KÁKÞÁTTUR Hér í blaðinu mun á næst- unni verða stuttur þáttur um skák. Er ætlunin að fjalla um það, sem kann að gerast í skáklífi á Austurlandi og ým- islegt er reka kann á fjörur undirritaðs. Sem kunnugt er stendur nú yfir á Italíu heimsmeistara- einvígi, þar sem þeir keppa heimsmeistarinn Karpov og áskorandinn Kortsnoj og er staðan 3 gegn 1 fyrir heims- meistarann, þegar þetta er skrifað. Stórviðburðir í skák- heiminum verða alltaf til þess að auka áhuga almennings á skák og ýmsir draga fram gömul og rykfallin töfl til þess að skoða skákir meistar- anna. Á Austurlandi hefur verið fremur dauft yfir skák- lífinu undanfarið og þyrfti að hressa upp á það. Þó munu menn að sjálfsögðu tefla eitt- hvað í heimahúsum og reglu- legar skákæfingar eru á sum- um þéttbýlisstöðum t.d. Eski- firði og Norðfirði. Nú fer veturinn í hönd og því er upp- lagt að stilla upp, trekkja klukkurnar og kalla á kunn- ingjann úr næsta húsi og tefla nokkrar. Næsta skrefið er, að góðir menn, sem hafa tíma aflögu taki að sér að koma á fót vikulegum æfing- um og síðar móti. Forráða- menn Skáksambands Austur- lands ættu einnig að standa fyrir tveimur til þremur stuttum mótum yfir veturinn. Skólai*nir þyrftu að sinna skákinni meira en gert er, því fátt er hollara ungu fólki en að þjálfa hugann með því að tefla. Undirritaður er ósköp þakklátur fyrir að fá fréttir af því, sem gerast kann og fallegar skákir og skákdæmi eru vel þegin. Að síðustu eitt iauf'létt: Hvítt: Kal, De7, Hb7, Rc5, b6. Svart: Ka8, Hf8, Hf7, Bfl, Rc8, a6. Hvítur mátar í 2. leik. Hittumst í næsta blaði. Magnús Einarsson. SIGURJÓN JÓNASSON skrifar um 'bridge BR1DQEFRÉTTIR Hjá Bridgefélagi Fljóts- dalshéraðs er lokið 1. umferð í firmakeppninni, sem er tví- menningskeppni. Röð efstu fyrirtækjanna er þessi: 1. S. Stefánsson hf. 126 stig, Sigurþór og Sigurður Ste- fánsson. 2. Héraðsprent sf. 123 stig, Jónas og Kristinn Bjarna- son. 3. Fatahr. Björns Pálss. 119 stig, Bjöm og Ingólfur Steindórsson. 4. Rörasteypan hf. 118 stig, Pálmi og Stefán Krist- mannsson. 5. Valaskjálf 112 stig, Þor- steinn og Jón Hávarður Jónsson. Samtals tóku 18 pör þátt í keppninni fyrsta kvöldið og var meðalskor 108, svo greini- lega var keppnin jöfn og tví- sýn. Nú í kvöld er spiluð önn- ur umferðin og verður þá bætt við keppendum. Bridgefélag Reyðar- og Eskifjarðar hefir hafið vetr- arstarfið. Er nú lokið þrem umferðum af fimm í úrtöku- móti í tvímenning, fyrir Austurlandsmótið í næsta mánuði. Spilað er á þriðju- dagskvöldum kl. 20, til skipt- is á Reyðarfirði og Eskifirði. Athygli skal vakin á því að 10. nóvember n.k. hefst ný keppni, að öllum líkindum tvímenningur og eru þá nýir félagar velkomnir í hópinn. Þeir sem áhuga hefðu skal bent á að hafa samband við Kristján Krstjánsson eða Hallgrím Hallgrímsson á Reyðarfirði. Föstudagskvöldið 6. og laugardaginn 7. nóvember n.k. verður í Félagslundi á Reyðarfirði, Austurlandsmót í tvímenning, sem jafnframt er undankeppni fyrir íslands- mótið í tvímenning, sem hald- ið verður síðar í vetur. Reiknað er með þátttöku 32ja para og spilaðar 3 um- ferðir með hefðbundnu fyrir- komulagi. Keppnisstjóri verður Björn Jónsson Reyð- arfirði, en Þorsteinn Ólafsson Reyðarfirði hefir séð um und- irbúning mótsins. Eru for- menn aðildarfélaga sam- bandsins beðnir að hafa sam- band við Þorstein í tíma, til að láta vita um þátttöku. Sigurvegarar þessarar keppni fá sæmdarheitið Tví- menningsmeistarar Austur- lands, og eins og áður sagði vinna efstu pörin rétt til þátt- töku í íslandsmótinu síðar í vetur: Sambandið er ungt að ár- um ennþá, en hefir staðið fyr- ir þróttmiklu starfi meðal bridgemanna á Austurlandi. Sá háttur hefir verið við hafður, að kjósa stjórn bridgesambandsins úr félög- unum til skiptis og situr nú- verandi stjóm á Hornafirði. Sjónvarpsdagskrdin FÖSTUDAGUR 23. október 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Á döfinni. 20.50 Allt í gamni með Harold Lloyd s/h. 21.15 Fréttaspegill. 21.45 Sjö dagar í maí. s/h. Bandarísk bíómynd frá 1964. Offursti í Bandaríkjaher kemst á snoðir um samsæri háttsetts hershöfðingja til að steypa forsetanum af stóli og ætlar hann sjálfur að komast til valda. 23.40 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 24. október 17.00 íþróttir. Umsjón Bjarni Felixson. 18.30 Kreppuárin. 19.00 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Frétti og veður. 20.25 Auglýsingar og dagská. 20.35 Ættarsetrið. Breskur gamanmyndafl. 21.05 Tónheimar. Tónlistarþáttur frá norska sjónvarpinu. 21.35 Einn var góður, annar illur og sá þriðji grimmur. ítalskur vestri frá 1966. 00.05 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 25. október 18.00 Hugvekja. 18.10 Stundin okkar. 19.00 Karpov gegn Koitsnoj - skákskýringar. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Dagúr í Reykjadal, mynd í umsjá Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra. 21.15 Myndsjá - Marelyn Monroe. 22.50 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 26. október 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Tommi og Jenni. 21.10 Þegar eplin þroskast. Norskt sjónvarpsleikrit. 21.35 Snúið á tímann. Bresk fræðslumynd um ljós- myndun. 22.30 Dagskrárlok. ÞRBDJUDAGUR 27. október 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Pétur. Tékkneskur teikni- myndaflokkur. 20.40 Hart á móti hörðu. Bandarískur sakamála- myndaflokkur. 22.00 Fréttaspegill. 22.30 Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 28. október 18.00 Barbapapa. 18.10 Andrés 2. þáttur. 18.45 Fólk að leik. Fyrri þáttur af tveimur um Thailand. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Handan vetrarbrautarinnar. 21.25 Dallas 19. þáttur. 22.20 Hver er réttur þinn? 22.40 Dagskrárlok.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.