Morgunblaðið - 07.04.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.04.2010, Qupperneq 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit, seinni leikir: CSKA Moskva – Inter Mílanó................. 0:1 Wesley Sneidjer 6.  Inter áfram, 2:0 samanlagt. Barcelona – Arsenal................................ 4:1 Lionel Messi 21., 37., 42., 88. – Nicklas Bendtner 19.  Barcelona áfram, 6:3 samanlagt. England 2. deild: Huddersfield – Oldham ........................... 2:0 Staða efstu liða: Norwich 40 26 7 7 81:42 85 Swindon 40 21 13 6 64:45 76 Millwall 40 21 12 7 66:37 75 Leeds 40 21 11 8 64:37 74 Charlton 40 20 14 6 66:45 74 Huddersfield 40 19 11 10 68:47 68 Colchester 40 18 11 11 57:45 65 Bristol R. 40 19 4 17 55:56 61 Southampton 39 18 13 8 71:41 57 MK Dons 40 17 6 17 55:58 57 Brentford 39 12 16 11 45:45 52 Carlisle 40 13 12 15 54:56 51 Walsall 40 13 12 15 48:54 51 Brighton 40 12 12 16 50:56 48 Yeovil 40 11 12 17 47:54 45 Hartlepool 40 12 9 19 51:60 45 Exeter 40 10 14 16 42:53 44 Gillingham 40 10 13 17 42:51 43 Oldham 39 11 10 18 33:48 43 Svíþjóð Brommapojkarna – GAIS....................... 1:0  Eyjólfur Héðinsson lék fyrstu 74 mín- úturnar fyrir GAIS en Hallgrímur Jónsson lék allan tímann. IFK Gautaborg – Djurgården................ 1:1  Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku allan tímann fyrir Gautaborg. Theódór Elmar Bjarnason lék fyrstu 70 mínúturnar. Malmö – Halmstad................................... 1:1  Jónas Guðni Sævarsson sat á vara- mannabekk Halmstad allan tímann. Åtvidaberg – Kalmar ............................... 0:0 Elfsborg – Häcken ................................... 0:0 Staðan: Malmö FF 3 2 1 0 7:2 7 Häcken 3 2 1 0 5:2 7 Helsingborg 3 2 1 0 3:0 7 Mjallby 3 2 0 1 6:3 6 Gefle 3 2 0 1 5:4 6 Elfsborg 3 1 2 0 8:2 5 Brommapoj. 3 1 2 0 1:0 5 Halmstad 3 1 1 1 5:7 4 Kalmar 3 0 3 0 3:3 3 GAIS 3 1 0 2 3:5 3 Örebro 3 1 0 2 1:5 3 Djurgården 3 0 2 1 1:2 2 Trelleborg 3 0 2 1 3:5 2 AIK 3 0 1 2 1:4 1 Gautaborg 3 0 1 2 1:4 1 Atvidaberg 3 0 1 2 0:5 1 BLAK Úrslitakeppni kvenna: KA – Fylkir ............................................... 0:3  HK og Þróttur N. berjast um Íslands- meistaratitilinn og mætast í hreinum úr- slitaleik á laugardaginn. í kvöld HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, lokaumferð: Selfoss: Selfoss – Afturelding ..............19.30  Hreinn úrslitaleikur um sæti í úrvals- deildinni. Austurberg: ÍR – Fjölnir ..................... 19.30 Vestmannaeyjar: ÍBV – Víkingur....... 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, annar leikur: Stykkishólmur: Snæfell – KR ............. 19.15  Staðan er 1:0 fyrir Snæfell. ENGINN Wayne Rooney verður í byrjunarliði Man- chester United á Old Trafford-vellinum í Manchester í kvöld þegar Englandsmeistararnir taka á móti Bay- ern München í síðari viðureign liðanna í átta liða úr- slitum Meistaradeildarinnar. Orðrómur var í gangi um að Rooney, sem meiddist undir lok fyrri hálfleiks, yrði jafnvel með frá byrjun en sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, sagði í gær að ekki væri inni í myndinni að tefla Rooney fram. „Það er enginn möguleiki á að hann spili. Hann hef- ur tekið miklum framförum, sjúkrateymið okkar hef- ur gert frábæra hluti en þetta eru bara dæmigerð ökklameiðsli. Það má ekki taka áhættu með leikmann sem er ekki 100 prósent heill. Ég býst ekki við því að hann verði heldur á varamannabekknum, enda þótt það gæti farið svo að hann næði að tala mig til um það,“ sagði Ferguson en hans menn töpuðu fyrri leiknum, 2:1. Bæjarar endurheimta að öllum líkindum tvo öfluga leikmenn. Víst er að Bastian Schweinsteiger verður í byrjunarliðinu og þá eru Þjóðverjarnir vongóðir um að geta nýtt krafta Hollendingsins Arjens Robbens. „Ég kom ekki hingað til að fylgjast með leiknum úr stúkunni. Mér finnst ég tilbúinn til að spila og er bjartsýnn á að svo verði,“ sagði Robben við fréttamenn í gær. „Pressan er á leikmönnum United. Við höfum þegar sýnt það að við getum lagt ensk lið að velli.“ „Rooney gæti talað sig inn á bekkinn“ Wayne Rooney Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is KR undirstrikaði í gærkvöldi að fé- lagið er stórveldi í íslensku íþrótta- lífi. Um 1.200 áhorfendur mættu á leikinn og stemningin var eins og best gerist enda umgjörðin til sóma. Allajafna eru áhorfendur frekar fáir á kvennaleikjum hérlendis í bolta- greinum en í gærkvöldi varð veruleg breyting á. Körfuboltakonurnar hafa líka unnið fyrir því. Úrslitarimman var frábær og fór í oddaleik og sama má segja um rimmuna þegar Haukar unnu í fyrra. Kvennakörfuboltinn er einfaldlega orðinn mun skemmtilegri á að horfa en áður var, með fullri virðingu fyrir þeim leikmönnum sem héldu merki hans á lofti fyrir nokkr- um árum. Harkan er meiri, hraðinn er meiri og gæðin eru meiri að öllu leyti enda leikmenn farnir að leggja meira á sig. Tímanna tákn Það var því kannski tímanna tákn að Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistaranna í karlaflokki, skyldi söðla um og taka að sér kvennaliðið. Einhvern tíma hefði það þótt fremur fjarlægur möguleiki. Benedikt tók við góðu búi af Jóhann- esi Árnasyni. Liðið hafði innanborðs leikstjórnanda landsliðsins, Hildi Sigurðardóttur, besta varnarmann- inn í fyrra, Guðrúnu Gróu Þorsteins- dóttur, og Margréti Köru Sturludótt- ur sem hefur blómstrað á leiktíðinni. Unnur Tara var síðasta púslið Benedikt var klókur þegar hann bætti við sig landsliðsfyrirliðanum Signýju Hermannsdóttur sem var hungruð í að vinna titilinn eftir ann- ars glæsilegan feril. Síðasta púslið í púsluspilinu var svo lagt þegar Unn- ur Tara Jónsdóttir kom heim frá Finnlandi og gekk til liðs við KR. Hún reyndist betri en enginn og var sá leikmaður sem tók af skarið í sókninni hjá KR í oddaleiknum. Unn- ur var frábær í úrslitarimmunni og verður væntanlega kjörin besti leik- maður úrslitakeppninnar. KR-liðið sýndi að það er besta lið landsins með því að vinna deildina á afar sannfærandi hátt. Hins vegar fékk maður á tilfinninguna að spennustig- ið væri á köflum svolítið hátt hjá leik- mönnum liðsins. Þær þurftu að búa við þá pressu sem fylgir því að vera með besta liðið sem allir reikna með að vinni. Auk þess hlýtur að hafa set- ið í leikmönnum að hafa tapað síð- ustu tveimur úrslitarimmum. KR- konur standa hins vegar uppi sem sigurvegarar og nutu augnabliksins út í ystu æsar í gærkvöldi. Hvergerðingar létu KR heldur betur hafa fyrir hlutunum og voru mjög nálægt sigri. Að loknum fyrri hálfleik í oddaleiknum virtist Hamar vera líklegri til þess að sigra. Slakur leikur í þriðja leikhluta varð Ham- arskonum hins vegar að falli en lík- lega tapaðist rimman hjá þeim í öðr- um leiknum, þar sem liðið fékk tækifæri til þess að komast í 2:0 á heimavelli. Það er hins vegar mjög ánægjulegt að bæjarfélag eins og Hveragerði hafi eignast jafn sterkt lið og raun ber vitni. Ágúst Björg- vinsson, þjálfari Hamars, veit hvað hann syngur og er líklegur til þess að færa Hvergerðingum sinn fyrsta titil á næstu árum. Íslandsmeistarar Leikmenn kvennaliðs KR fögnuðu gríðarlega í leikslok í gær eftir að hafa landað 14. Íslandsmeistaratitlinum í oddaleik gegn Hamri úr Hverager KR-konum tókst í þriðju tilraun að hampa Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik í gærkvöldi eftir sigur á Hamri, 84:79, í DHL-höllinni í Frostaskjóli. KR tapaði í úrslitum fyr- ir Keflavík árið 2008 og fyrir Haukum í oddaleik fyrir ári síðan. Allt er þegar þrennt er segir einhvers staðar og KR-konur fögnuðu af mikilli innlifun þegar sigurinn var loks í höfn. Allt er þegar þre  KR-konur urðu Íslandsmeistarar í þriðju tilraun  Hamar var nálægt sínum fyrsta kvennaleik  Unnur Tara tók af skarið hjá KR  Úps, Benedikt gerði það aftur! ÞAÐ ræðst í kvöld hvort Afturelding eða Selfoss sigrar í 1. deild karla í handknattleik og tryggir sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil. Liðin mætast í lokaumferð deildarinnar á Selfossi klukk- an 19.30 en aðeins eitt stig skilur þau að á toppn- um. Afturelding er með 29 stig en Selfoss 28 og Mosfellingum nægir því jafntefli til að komast í hóp þeirra bestu á nýjan leik. Afturelding lék síðast í úrvalsdeildinni veturinn 2007-08, eftir að hafa unnið 1. deildina árið á und- an, og í fyrra tapaði liðið úrslitaleikjum við Stjörn- una um sæti þar. Selfyssingar voru meðal þeirra liða sem höfnuðu í 1. deild þegar deildaskipting var tekin upp á ný árið 2006 og hafa verið þar síð- an. Liðin hafa unnið sinn leikinn hvort í vetur. Aft- Afturelding eða Self KR – Hamar 84:79 DHL-höllin, úrslit kvenna, oddaleikur, þriðjudag 6. apríl 2010. Gangur leiksins: 0:2, 6:2, 15:8, 15:11, 20:18, 27:26, 33:37, 38:39, 47:39, 56:47, 64:58, 72:63, 72:67, 78:73, 80:78, 84:79. Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 27/7 frá- köst, Hildur Sigurðardóttir 16/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteins- dóttir 13/11 fráköst, Signý Hermannsdóttir 11/4 fráköst/11 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 8/10 fráköst, Jenny Pfeiffer- Finora 8, Helga Einarsdóttir 1, Heiðrún Kristmundsdóttir 0, Brynhildur Jónsdóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0, Heið- rún Hödd Jónsdóttir 0, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 0. Fráköst: 29 í vörn – 11 í sókn. Stig Hamars: Koren Schram 24/6 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 24/4 varin skot, Julia Demirer 18/11 fráköst, Íris Ásgeirs- dóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 0, Sóley Guðgeirs- dóttir 0, Kristrun Rut Antonsdottir 0, Jenný Harðardóttir 0, Fanney Lind Guð- mundsdóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0. Fráköst: 19 í vörn – 11 í sókn. Villur: KR 24 – Hamar 24. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Rögn- valdur Hreiðarsson. Þeir voru smámuna- samir. Áhorfendur: 1.200.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.