Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 Tveir mark-verðir úr N1-deild karla voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ og leika þeir ekki með liðum sínum í loka- umferð N1-deild- arinnar annað kvöld. Um er að ræða þá Hörð Flóka Ólafsson, markvörð Akureyrar, sem hlaut útilokun fyrir óíþróttamannslega framkomu eftir leik Akureyrar og HK í fyrrakvöld, og Aron Rafn Eðvarðsson, mark- vörð úr Haukum, sem hlaut útilokun fyrir óíþróttamannslega framkomu í leik Hauka og Stjörnunnar í 2. flokki.    Javier Clemente, fyrrverandilandsliðsþjálfari Spánverja í knattspyrnu, var í gær ráðinn þjálf- ari spænska úrvalsdeildarliðsins Valladolid í stað Onesimos Sanchez sem var rekinn í fyrrakvöld. Cle- mente var þjálfari spænska lands- liðsins á árunum 1992-1998 og hann hefur þjálfað lið Bilbao, Espanyol, Getxo og Real Betis. Hann tók við þjálfun serbneska landsliðsins árið 2006 en var látinn taka poka sinn ári síðar þegar Serbum mistókst að vinna sér sæti í úrslitakeppni EM.    Matt Kucharfrá Banda- ríkjunum og KJ Choi frá Suður- Kóreu verða með Tiger Woods í ráshópi fyrstu tvo keppnisdagana á Mastersmótinu á Augustavellinum sem hefst á morgun. Woods verður í næstsíðasta ráshópnum á fyrsta keppnisdegi og hefur hann leik kl. 17.32 að íslenskum tíma.    Woods hefur fjórum sinnumsigrað á þessu móti en hann hefur ekkert keppt á golfmótum í fjóra mánuði. Gríðarlegur fjöldi áhorfenda hefur fylgt Tiger Woods á æfingadögunum fyrir mótið og er búist við því að fleiri bætist í þann hóp á morgun.    Árni GauturArason, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, átti stóran þátt í því að Odd Grenland skyldi ná jafntefli við Sandefjord í úrvalsdeildinni í fyrrakvöld, þrátt fyrir auma öxl og brotinn þumalfingur. Patrick Walker, þjálfari Sande- fjord, sagði við TV2 að lið sitt hefði unnið öruggan sigur í leiknum, ef ekki hefði komið til frábær frammi- staða Árna í markinu hjá Odd.    Árni lék með hlíf á þumalfingrieftir að hafa brotið hann fyrir skömmu. Hann sagði við TV2 að það gengi alveg að spila þannig, auk þess sem Árni er ekki orðinn góður í öxl eftir að hafa meiðst í landsleik Kýp- ur og Íslands í byrjun mars. „Vissu- lega veit maður af þessum meiðslum en stundum er fótboltinn þannig að maður verður bara að harka af sér og spila. Þetta er ekkert hættulegt. Ég set hlíf á fingurinn og þá er allt í lagi. Ég er á batavegi,“ sagði Árni og gerði lítið úr hetjudáðum sínum í markinu.    Lionel Messi skaust upp fyrirCristiano Ronaldo með mörk- unum fjórum sem hann gerði í gær og er orðinn markahæstur í Meistaradeildinni. Messi hefur skor- að átta mörk, Ronaldo sjö og þeir Wayne Rooney og Nicklas Bendnter eru með fimm mörk. Fólk sport@mbl.is Morgunblaðið/Ómar rði. Gríðarleg stemning var á leiknum og húsfyllir. ennt er sigri  Alger bylting í áhorfendafjölda á urelding vann í Mosfellsbænum í nóvember, 26:25, en Selfyssingar unnu á sínum heimavelli í febrúar, 32:23. Þreföld umferð er leikin í 1. deildinni og það kom í hlut Selfyssinga að fá tvo heimaleiki gegn Aftureldingu. Annað tækifæri í umspili Liðið sem missir af úrvalsdeildarsætinu í kvöld fær annað tækifæri í umspili. Það leikur þá gegn ÍBV í undanúrslitum en Víkingur, sem endar í fjórða sætinu, mætir liðinu sem verður næstneðst í úrvalsdeildinni, en það gæti orðið Fram, Stjarnan eða Grótta. Sigurliðin í þessum tveimur einvígjum spila síðan um úrvalsdeildarsætið. Umspilið hefst föstudaginn 23. apríl og því lýkur 3. eða 5. maí. vs@mbl.is foss upp? GORDON Hayward, leikmaður bandaríska há- skólaliðsins Butler, var nálægt því að skrifa nafn sitt í sögubækurnar þegar hann reyndi erfitt skot úr þröngu færi þegar sjö sekúndur voru eftir af úrslita- leik háskólakörfuboltans í Indianapolis á sunnudag. Skotið frá Hayward dansaði á körfuhringnum en boltinn fór ekki ofan í og nokkrum andartökum síð- ar fögnuðu leikmenn Duke-háskólans 61:59-sigri. „Öskubuskuævintýri“ Butler-háskólans endaði því ekki eins og flest ævintýri en Butler-háskólinn er „smáháskóli“ í samanburði við stærstu háskóla landsins, með aðeins 4.000 nemendur. Kyle Singler skoraði 19 stig fyrir Duke. Lið Butl- er hafði fyrir leikinn unnið 25 leiki í röð en Butl- er-háskólinn er í borginni Indianapolis og er þetta í fyrsta sinn sem hann kemst alla leið í úrslitaleikinn. Duke-háskólinn, undir stjórn þjálfarans Mikes Krzyzewskis, fagnaði sigri í þessari sterku keppni í fjórða sinn en hinn 63 ára gamli Krzyzewski hefur þjálfað liðið í 30 ár. Til samanburðar er þjálfari Butler-liðsins aðeins 33 ára gam- all en hann heitir Brad Stevens. Krzyzewski þjálfaði banda- ríska landsliðið sem tryggði sér ólympíumeistaratitilinn í Peking 2008 og er hann nú orðaður við þjálfarastarfið hjá New Jersey Nets. Er talið að eigandi Nets vilji greiða Krzyzewski um tvo milljarða kr. í árslaun fyrir að taka slakasta lið NBA að sér. seth@mbl.is Duke háskólameistari í fjórða sinn Mike Krzyzewski Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is HILDUR var ekki með það á hreinu hve oft hún hefur fagnað „þeim stóra“ á ferlinum. „Ég er ekki góð í því að muna svona hluti. Þessi er allavega sá eftirminnilegasti.“ Hildur fékk fimmtu villuna þegar rúmlega mínúta var eftir af leiknum í stöðunni 78:73 en hún var aldrei í vafa um að KR myndi landa titlinum þrátt fyrir að fyrirliðinn og leik- stjórnandi liðsins væri farinn af velli. „Það var kannski klaufaskapur hjá mér að láta vaða svona inn í vörnina þegar við vorum yfir. Ég fékk tvær ruðningsvillur og þær vita alveg af mér þegar ég kem á ferðinni. Þær voru flinkar að stíga í veg fyrir mig og fiska ruðninginn. Vissulega var ég óróleg að þurfa að horfa á síðustu mínútuna, það er ekkert erfiðara en að fara út af á slíkum stundum. Við erum bara með frábært lið og það er alltaf einhver sem er til í að taka af skarið þegar þess þarf. Það kom bara annar leikmaður inn á og klár- aði dæmið.“ Hildur er líkt og aðrir leikmenn KR að ljúka fyrsta tímabili sínu með Benedikt Guðmundsson sem þjálf- ara. Hann tók við liðinu sl. vor eftir að hafa stýrt karlaliðinu til sigurs á Íslandsmótinu. Hildur er ekki í vafa um að „Benni“ hafi lært heilmikið af því að þjálfa kvennalið í fyrsta sinn. „Konur eru stundum góðar í því að flækja hlutina“ „Við kenndum honum allavega eitt. Ef það koma upp einhver vafa- atriði þá getur hann sem þjálfari ekki beðið eftir því að við veljum. Konur eru stundum góðar í því að flækja hlutina og pæla kannski of mikið í því sem þarf að gera. Hann tók oft af skarið og valdi,“ sagði Hildur og brosti. Fyrirliðinn var ekki sáttur með niðurstöðuna sl. vor þegar Haukar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum eftir úrslitaeinvígi gegn KR. Hún tók sig til og fór að æfa frjálsíþróttir fimm sinnum í viku aðeins viku eftir að keppnistímabilinu lauk. Hildur er fædd og uppalinn í Stykkishólmi og þekkir því frjálsíþróttirnar vel og segir hún að þessi tilbreyting hafi breytt miklu. „Það eru miklar íþróttakonur í þessu liði og við liggjum ekki í „dvala“ þegar keppnistímabilið er búið. Ég og Margrét Kara Sturlu- dóttir fórum að æfa frjálsíþróttir hjá ÍR. Það skilaði árangri að mínu mati og ég verð örugglega komin á fullt í frjálsíþróttunum eftir nokkra daga,“ sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Íslandsmeistaraliðs KR. Morgunblaðið/Ómar Það tókst Hildur Sigurðardóttir og Margrét Kara Sturludóttir tóku vel á því s.l. sumar í frjálsíþróttaæfingunum - og það skilaði árangri.  Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, fagnaði sínum þriðja meistaratitli „Ég læt hann ekki frá mér, það er al- veg á hreinu,“ sagði Hildur Sigurð- ardóttir, fyrirliði KR, eftir 84:79-sigur liðsins gegn Hamri í oddaleik um Ís- landsmeistaratitilinn í Iceland Ex- press-deild kvenna í körfubolta í gær. „Benni hefur lært heilmikið“ ÁGÚST Björgvinsson, þjálfari Hamars, þurfti að sætta við sig 2:3-tap fyrir KR eftir frábæra úrslitarimmu um Íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik kvenna. „Ef við skoðum þennan leik sérstaklega þá fórum við illa með þetta tækifæri með spilamennsku okkar í þriðja leikhluta. Þá skoruðu þær alltof auðveldar körfur á okkur og komust 10 eða 12 stigum yfir. Það var einfaldlega munur sem var of erfitt að brúa. Hvað varðar rimmuna í heild sinni þá var annar leikurinn klárlega sá lélegasti af okkar hálfu. Þá spiluðum við engan veginn nógu vel. Í hinum leikjunum spiluðum við af eðlilegri getu að mínu mati. Á heildina litið spiluðum við ekki illa í kvöld en það bara dugði ekki til,“ sagði Ágúst sem stýrði Hamri í úrslit Íslandsmóts í fyrsta skipti í sögu fé- lagsins. Hann má vera stoltur af árangri liðsins í vetur. „Það er ekki hægt annað en að vera sáttur. Auðvitað vill maður alltaf vinna og hefði verið sáttari við það. Ég hef unnið titilinn og margar af mínum stelpum hafa unnið. Þetta snýst um að ná því besta út úr sjálfum sér. Við reyndum það og við fórum eins langt og við möguleika gátum. Við spiluðum oddaleik í úrslitum Íslandsmóts og það er besti árangur félagsins. Svo er bara okkar að toppa það. Ef við höldum þessum stelpum saman verður þetta lið gríðarlega sterkt þegar þær verða árinu eldri og reynslunni ríkari. Þá getum við að sjálfsögðu gert aðra at- lögu að titlinum.“ kris@mbl.is „Við fórum eins langt og við mögulega gátum“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.