Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 LJÓST er að annaðhvort Alexander Petersson eða Björgvin Páll Gústavsson fer í úrslitaleiki EHF-bikarsins í handknattleik. Lið þeirra, Flensburg frá Þýskalandi og Kadetten frá Sviss, drógust saman í undanúrslitunum en dregið var til þeirra í Vínarborg í gær. Fyrri leikur liðanna fer fram í Flensburg helgina 24.-25. apríl og sá seinni í Schaffhausen í Sviss viku síðar. Þriðja Íslendingaliðið í undanúrslit- unum, Lemgo, með þá Vigni Svavarsson og Loga Geirsson leikur gegn spænska liðinu Naturhouse La Rioja í undanúrslitum. Róbert Gunnarsson og félagar hans í Gummersbach drógust gegn spænska liðinu San Antonio í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Í hinni viðureigninni mætast Steaua frá Rúmeníu og Granollers frá Spáni. „Ég hefði helst viljað fara til Búkarest, aðallega til þess að prófa eitthvað nýtt. Ef við sýnum tvo góða leiki þá förum við áfram en það má ekkert klikka. Þetta er raunhæfasti möguleikinn á titli fyrir okkur. Það væri virkilega gaman að ná þessu aftur,“ sagði Róbert við Morgunblaðið en Gummersbach sigraði í EHF-bikarnum í fyrra. vs@mbl.is/kris@mbl.is Alexander eða Björgvin í úrslit Róbert Gunnarsson JULIE Fleeting, skoska knattspyrnukonan sem kom aðeins við sögu hjá Val sumarið 2006, skoraði sitt 111. mark í sínum 111. landsleik fyrir Skotland í síðustu viku. Skotar unnu þá stórsigur á Búlgörum, 8:1, í undan- keppni HM og Fleeting gerði fjögur mark- anna og það síðasta, á 90. mínútu, var númer 111 í röðinni. Julie Fleeting, sem lék lengi með Arsenal, kom til Vals í stuttan tíma sumarið 2006 en setti mark sitt á liðið því hún skoraði fjögur mörk í tveimur leikjum Hlíðarendaliðsins í úrvalsdeildinni. Þrennu gegn Fylki og eitt mark gegn Breiðabliki. Dvöl hennar hjá Val var styttri en gert var ráð fyrir því unnusti hennar, Colin Stewart, sem var markvörður hjá Grindvíkingum, yfirgaf þá í byrjun ágúst til að spila í Skotlandi. Þetta voru fyrstu lands- liðsmörkin hjá Fleeting um nokkurt skeið en átta mán- uðir eru síðan hún eign- aðist sitt annað barn. Skot- ar heyja einvígi við Dani í riðlakeppni HM og útlit er fyrir tvo úrslitaleiki þeirra á milli. Skotar eru með fullt hús en Danir misstu óvænt stig með 0:0 jafntefli í Búlgaríu. vs@mbl.is Skoraði 111. markið í 111. leiknum Julie Fleeting Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is MESSI stal algjörlega senunni og skoraði öll fjögur mörk Evr- ópumeistararanna í 4:1-sigri á Ars- enal og Börsungar unnu einvígið, 6:3. Nicklas Bendtner kom Arsenal yfir á 18. mínútu en á 21 mínútu skoraði Messi þrennu og hann kór- ónaði frábæra frammistöðu sína þegar hann skoraði fjórða markið skömmu fyrir leikslok. Þetta er í fyrsta sinn sem Messi skorar fernu á ferli sínum en fyrir leikinn hafði þessi snillingur skorað fjórar þrennur á árinu 2010 og mörkin sem hann hefur skorað á leiktíðinni eru orðin 39 talsins. Hann gæti því vel náð Brasilíumanninum Ronaldo sem afrekaði að skora 47 mörk á einni leiktíð tímabilið 1996- 1997. Messi, sem er 22 ára gamall, hefur skorað átta mörk í Meist- aradeildinni á tímabilinu og er markahæstur og samtals hefur hann skorað 25 mörk í Meistaradeildinni sem er meira en nokkur annar leik- maður Barcelona hefur gert. Ánægður með mörkin ,,Við byrjuðum illa en buðum svo upp á stórbrotna sýningu. Ég er virkilega ánægður með mörkin mín en það mikilvægasta er að liðið haldi áfram á sigurbraut,“ sagði Messi við spænska sjónvarpið eftir leikinn en á laugardaginn sækja Börsungar lið Real Madrid í heim í úrslitaleik um spænska meistaratitilinn. Messi bestur í heimi ,,Við áttum tækifærin en þegar maður eins og Lionel Messi er ann- ars vegar þá er manni refsað fyrir öll mistök sem maður gerir. Messi er besti fótboltamaður í heimi og er langbestur. Hann er ekki alltaf í boltanum en þegar hann hefur hann þá er hann óstöðvandi. Ég óska Barcelona til hamingju. Það er með betra lið en við,“ sagði Arsene Wen- ger, stjóri Arsenal, eftir leikinn en í lið hans vantaði þá Cesc Fabregas, Andrei Arshavin, William Gallas og Alex Song. Mourinho í sögubækurnar Hinn litríki Jose Mourinho, þjálf- ari Inter, skráði nafn sitt í sögubæk- ur Meistaradeildarinnar þegar lið hans lagði CSKA Moskvu, 1:0, á Luzhnyki-gervigrasvellinum í Moskvu og samanlagt 2:0. Mourinho varð þar með fyrsti þjálfarinn til að koma þremur mismunandi liðum í undanúrslit Meistaradeildarinnar en það afrekaði hann einnig með Porto og Chelsea. Úrslitin í Moskvu í gær réðust strax á 6. mínútu þegar Hol- lendingurinn Wesley Sneidjer skor- aði með skoti beint úr aukaspyrnu. Í upphafi síðari hálfleiks var Níger- íumanninum Chidi Odiah í liði CSKA vikið af velli og þar með varð eftirleikurinn auðveldur fyrir Ítal- íumeistarana. ,,Áætlunin fól í sér að skora á und- an þeim. Í Mílanó skoruðum við í 10. skotinu en í því fyrsta í kvöld. CSKA-liðið var undir pressu og því tókst ekki spila sinn besta leik. Við náðum okkur heldur ekki á strik í sóknarleiknum. Við áttum að skora í það minnsta eitt mark til viðbótar,“ sagði Mourinho eftir leikinn. Messi setti upp sýningu  Argentínumaðurinn lék Arsenal grátt og skoraði fjögur mörk  Messi orðinn markahæstur í Meistaradeildinni  Barcelona og Inter eigast við Reuters Snillingur Lionel Messi er hér að vippa boltanum fyrir Manuel Almunia og skora þriðja mark sitt gegn Arsenal. Í HNOTSKURN »Barcelona er komið í und-anúrslit í Evrópukeppni í 26. sinn og jafnaði þar með ár- angur Real Madrid. »Barcelona og Inter voru ísama riðli í Meistaradeild- inni. Liðin skildu jöfn í Mílanó, 0:0, en Barcelona vann heima- leikinn, 2:0. Lionel Messi undirstrikaði að hann er besti fótboltamaður veraldar um þessar mundir. Argentínumaðurinn bauð upp á sannkölluð töfrabrögð á Camp Nou í gær þegar Evrópumeist- arar Barcelona slógu Arsenal út. Mæta þeir Inter í undanúrslitum en Ítalíumeistararnir komust áfram eftir að hafa lagt CSKA Moskvu að velli. Hinn sigursæliþjálfari körfuboltaliðsins Los Angeles La- kers, Phil Jack- son, hefur verið sektaður af NBA- deildinni fyrir að gagnrýna dóm- gæslu opin- berlega. Jackson lét gamminn geisa í fjöl- miðlum eftir að hans menn töpuðu stórt fyrir San Antonio Spurs á páskadag. Jackson var fyrst og fremst óánægður með þá dóma sem sneru að liðsmanni hans, Ron Ar- test. Jackson var sektaður um 35 þúsund dollara sem eru um 4 millj- ónir íslenskra króna.    Aðalsteinn Örnólfsson úr Golf-klúbbnum Kiðjabergi er orð- inn alþjóðadómari í golfi. Aðalsteinn sótti námskeið á St. Andrews í Skot- landi í febrúar og þreytti þar próf í 5 daga eftir því sem fram kemur á vef- síðu GKB. Aðalsteinn verður yfir- dómari á Íslandsmótinu í höggleik í sumar sem haldið verður í Kiðja- berginu í fyrsta skipti.    Ólafur BjarkiRagnarsson skoraði tvö mörk fyrir Ahlener sem vann Pots- dam á útivelli, 33:29, í norð- urriðli þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Ahlener er í fimmta sætinu með 30 stig, átta stigum á eftir Hreiðari Levy Guðmundssyni og félögum í Emsdetten sem eru í þriðja sæti og standa vel að vígi með að komast í umspil um sæti í 1. deildinni.    Arnar Jón Agnarsson skoraði 4mörk fyrir Aue sem vann Er- langen á útivelli, 27:22, í suðurriðli þýsku 2. deildarinnar. Aue er í 13. sæti af 18 liðum með 22 stig en er komið af mesta hættusvæði deild- arinnar.    Danski knatt-spyrnumað- urinn Danni Kö- nig er til reynslu hjá Val þessa dagana. Hann er 23 ára gamall framherji sem leikur með Rand- ers í dönsku úr- valsdeildinni en hann kom þangað frá 2. deildarliðinu Brönshöj síðasta sumar. „Við erum búnir að leita fyrir okkur með framherja í nánast allan vetur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, við Morgunblaðið.    Bandarísk knattspyrnukona, As-hley Myers, er gengin til liðs við Hauka, nýliðana í úrvalsdeild- inni. Myers er 23 ára framherji og lék með háskólaliði Penn State í þrjú ár, og í vetur með liði Norður- Karólínuháskóla. Fólk sport@mbl.is ÞÝSKU Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Kiel drógust saman í 8-liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í handknattleik en dregið var til þeirra í Vínarborg í gærmorgun. Ólafur Stef- ánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Val- ur Sigurðsson leika með Löwen en Aron Pálm- arsson leikur með Kiel og Alfreð Gíslason þjálfar liðið. Evrópumeistarar Ciudad Real frá Spáni drógust gegn þýska liðinu Hamburg. Börsungar mæta ungverska stórliðinu Veszprém og Nikola Karabatic og félagar í Montpellier eiga í höggi við Medvedi frá Rússlandi. Morgunblaðið fékk Ró- bert Gunnarsson til þess að spá um Íslend- ingaslaginn milli Kiel og Löwen. Róbert mun ganga til liðs við Löwen í sum- ar og er gamall lærisveinn Al- freðs Gíslasonar. „Ég myndi nú segja að Kiel sé líklegri til þess að fara áfram svona fyrirfram og það búast sjálfsagt flestir við því að Kiel vinni. Ljónin hafa ekki verið sannfærandi í vetur en hafa hins vegar verið að bæta sig í síðustu leikjum. Snorri er að finna sitt ólympíuform og raðar inn mörkunum í hverjum leik. Ég held að það muni velta á honum hvort Löwen muni vinna Kiel eða ekki. Þetta er í höndunum á Snorra Steini,“ sagði Róbert þegar Morgunblaðið bar þetta undir hann. Róbert og Snorri eru sem kunn- ugt er herbergisfélagar hjá landsliðinu. Lands- liðsfyrirliðinn Guðjón Valur hefur verið meiddur upp á síðkastið og nær tæplega leikjunum gegn Kiel. „Þeir eru með virkilega góðan hornamann með honum og ef hann finnur sig þá eru þeir í ágætum málum. Gaui er engu að síður heims- klassaleikmaður og nýtist mun betur í vörninni. Það er vissulega missir fyrir þá að hann sé ekki með en breiddin hjá Löwen gerir það að verkum að fjarvera Gauja skaðar þá minna en hún myndi gera hjá flestum liðum,“ sagði Róbert. kris@mbl.is „Þetta er í höndunum á Snorra“  Alfreð og Aron í gin ljónanna  Róbert segir Snorra geta ráðið úrslitum Snorri Steinn Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.