Morgunblaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 9. A P R Í L 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 81. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGT LÍF»10-11 UNDRAHEIMUR VÍSINDA KANNAÐUR JÓN NORDAL»31 KALLAST Á VIÐ MEISTARAVERK 6 SLOKKNAÐ er í eldri gígnum á Fimmvörðuhálsi, en sá nýi hélt áfram með stöðugum krafti í gær. Hraun úr honum hefur steypst alla leið niður á botn Hvannárgils. Kviknað hefur og slokknað á hraunfossinum til skiptis og því hlaðist upp vænn bingur í hlíðum gilsins. Eins og sést fór hraun úr gamla gígnum fram á brún Úthólma (niðri t.h.). Litlu munaði að þar yrðu myndarlegir hraunfossar, sem hefðu óneitanlega glatt augað. Hraunið er nú orðið eitthvað á annan ferkílómetra . FOSS GLÓIR Á NÝ Í HVANNÁRGILI Moorgunblaðið/RAX Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÁKVÖRÐUN Glitnis um að veita FS38, dóttur- félagi Fons hf., sex milljarða króna lán er ekki til skoðunar hjá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir málinu ekki hafa verið vísað til hans frá skilanefnd Glitnis, en nefndinni ber skylda til að vísa til emb- ættisins öllum málum þar sem grunur leikur á um refsiverða háttsemi. „Bankinn er hins vegar, með aðstoð ráðgjafarfyr- irtækisins Kroll, að ljúka rannsókn á frávikum og hugsanlega óeðlilegum millifærslum í aðdrag- anda falls bankans og hugsanlega verður ein- hverjum málum vísað til okkar þegar þeirri vinnu lýkur.“ Mál Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding og þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis er einka- mál og reynir því ekki á það hvort veiting áður- nefnds láns sé refsiverð. Hins vegar segir í þeim hluta stefnunnar, sem á við um Lárus, að háttsemi hans kunni að varða við ákvæði almennra hegning- arlaga um umboðssvik. Glitnismál ekki hjá saksóknara  Skilanefnd telur Lárus Welding hugsanlega brot- legan við hegningarlög Í HNOTSKURN »Grein nr. 249 íalmennum hegningarlögum fjallar um um- boðssvik. »Varðar þaðfangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsing- una, ef mjög mikl- ar sakir eru.  FL Group var skuggastjórnandi | 16 Morgunblaðið/Kristinn Málaferli Skilanefnd krefst skaðabóta í einkamáli.  Fram kemur í ársreikningi Landsbankans fyrir árið 2009 að Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi bankastjóri, hafði ríflega 19,3 millj- ónir króna í laun á því ári. Elín var engu að síður ráðin bankastjóri tímabundið eftir hrun og lét af því starfi í byrjun mars 2009. Til sam- anburðar hafði arftaki hennar, Ás- mundur Stefánsson, rúmlega 17,5 milljónir í laun 2009. Hann gegndi starfi bankastjóra í tíu mánuði á því ári en Elín í tvo. Upphaflega voru mánaðarlaun hennar 1.950 þúsund krónur en voru lækkuð í 1,5 millj- ónir í árslok 2008 eftir umræðu um laun bankastjóra nýju bankanna. »2 Elín launahærri en Ásmund- ur í Landsbankanum 2009 Elín Sigfúsdóttir  Þeir sem hlynntir eru Evr- ópusambands- aðild reyna að höggva í sam- stöðu bænda gegn aðild með „heilaþvottaferð- um“ aðila úr bændastétt til Brussel á vegum ESB. Þetta sagði Sindri Sig- urgeirsson, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda, á aðal- fundi félagsins í gær. Sindri var harðorður í garð stjórnvalda og um „viðvarandi skilningsleysi“. »6 Bændur sendir í „heila- þvottaferðir“ til Brussel? Bændur gagnrýna ESB-umsóknina.  Vinnumálastofnun gaf á síðasta ári alls út um 4.300 vottorð fyrir fólk sem hugðist leita sér að vinnu í Evrópu. Þar af voru gefin út um 3.300 vottorð, sem sanna að við- komandi hafi verið atvinnuleysis- tryggður hér á landi sl. þrjú ár. Þetta er talin ágæt vísbending um þann fjölda fólks sem flúði land á síðasta ári, í leit að atvinnu. Tölu- verður fjöldi fólks, eða nærri eitt þúsund árið 2009, fékk vottorð sem gaf því heimild til að flytja með sér rétt til atvinnuleysisbóta á milli landa. Samkvæmt upplýsingum frá Eures er enn töluverð ásókn í þessi vottorð, miðað við útgáfu fyrstu þriggja mánaða þessa árs. »12 Enn ásókn í vottorð vegna atvinnuleitar í Evrópu „ÉG furða mig á þessari fundargerð,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en á nýlegum flokksstjórnarfundi Samfylking- arinnar fjallaði utanríkismálanefnd flokksins m.a. um Evrópumálin. Í fundargerðinni segir: „Nokkrar áhyggjur komu fram vegna rík- isstjórnarfélaga okkar í Vinstri græn- um. Þeir liggja ekki á skoðunum sínum og andstöðu við Evrópusambandið. Í Brussel gætir nokkurrar tortryggni vegna þessa, um að umsókn Íslands sé ekki sett fram í fullri einlægni, t.d. vegna ummæla Jóns Bjarnasonar.“ Jón segir að ráðuneyti sitt hafi unn- ið af fullum heilindum að allri tækni- vinnu sem aðildarumsóknin krefjist. „Engar athugasemdir hafa komið frá framkvæmdastjórn ESB vegna þess- arar vinnu ráðuneytisins. Ég efast um að landsmenn hafi áttað sig á því að framkvæmdastjórn ESB gerir kröfur um grundvallarbreytingar á laga- og stofnanaumhverfi okkar til að greiða fyrir aðild áður en þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm,“ segir Jón. bjb@mbl.is | 4 Furðar sig á fundargerð  Áhyggjum lýst vegna andstöðu VG við ESB-aðild í fundargerð utanríkismálanefndar Samfylkingarinnar Morgunblaðið/Ómar BANDARÍKJAMENN hafa sett fram þá kröfu að afurðir hvalveiða verði aðeins nýttar á heimamarkaði. Samningaviðræður 12 aðildarríkja Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) sem staðið hafa í allan vetur eru í uppnámi vegna þessa útspils Bandaríkja- manna, sem ganga þvert gegn því sem samkomulag var að nást um. Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Ís- lands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, segir að í drögum að samkomulagi hafi frá upphafi verið gert ráð fyrir áfram- haldandi hvalveiðum þeirra ríkja sem stunda þær í dag. Þá hafi öllum verið ljóst að Ísland leggi mikla áherslu á að ekki verði settar neinar skorður við milliríkjaviðskiptum með hvala- afurðir, líkt og Bandaríkjamenn krefjast nú. „Ef bandarísk stjórnvöld hvika ekki frá þessari afstöðu sinni er alveg ljóst að samkomulag næst ekki og lýsum við fullri ábyrgð á hendur þeim, fari svo,“ segir Tómas. Lokafundur tólf ríkja hópsins hefst í Washington á sunnudag. | 2 Harka hlaupin í við- ræður um hvalveiðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.