Morgunblaðið - 09.04.2010, Síða 2

Morgunblaðið - 09.04.2010, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010 © IL V A Ís la n d 20 10 einfaldlega betri kostur lau. 10-18 sun. 12-18 mán. - fös. 11-18:30 ILVA kaffi: lau. 10-17 sun. 12-17 mán.-fös. 11-18 s: 522 4500 www.ILVA.is Komdu og njóttu góðra veitinga Croissant og kaffi kr. 590,- Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Í UMSÖGN Bandaríkjamanna um málamiðl- unartillögu, sem samin hefur verið af hópi tólf aðildarríkja Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og miðar að því að leysa ágreining milli fylgjenda og andstæðinga hvalveiða, er sett fram sú krafa að allar afurðir, sem falla til við hval- veiðar, verði aðeins nýttar á heimamarkaði. Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Al- þjóðahvalveiðiráðinu, segir að sú afstaða bandarískra stjórnvalda nú að setja bann við milliríkjaverslun með hvalaafurðir sem skil- yrði fyrir málamiðlun innan ráðsins veki furðu og valdi miklum vonbrigðum. Hviki bandarísk stjórnvöld ekki frá þessari afstöðu sinni sé ljóst að samkomulag náist ekki. Bandaríkjastjórn ítrekar í skjali, sem birt er á heimasíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins, að hún sé andvíg hvalveiðum, bæði í atvinnu- og vísindaskyni og muni ekki fallast á málamiðlun innan ráðsins, sem felur í sér að hvalveiðibanni, sem staðið hefur í 24 ár, verði aflétt. Tilgangur tillögunnar er að auka verndun hvala og bæta stjórnun hvalveiða. Hún gerir ráð fyrir tak- mörkuðum hvalveiðum Jap- ana, Norðmanna og Íslend- inga á tíu ára gildistíma samkomulagsins. Lokafundur tólf ríkja hópsins hefst í Wash- ington á sunnudag. Auk Íslands eiga meðal annars Bandaríkin, Ástralía, Nýja Sjáland, Japan og Þýskaland og Svíþjóð fyrir hönd Evrópusambandsins fulltrúa í hópnum. Ef samkomulag næst þar verður niðurstaðan lögð fyrir aðalfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í júní. Líkur hafa minnkað á að það takist með þessari afstöðu Bandaríkjamanna og áður hafa Ástralir gert ýmsar athugasemdir við til- lögurnar. Veiðar innan sjálfbærnimarka „Við höfum unnið að því af fullum heilindum í allan vetur í hópi 12 ríkja að ná málamiðl- unarsamkomulagi innan Alþjóðahvalveiðiráðs- ins sem myndi fela í sér í senn aukna verndun hvala og bætta stjórnun hvalveiða á vettvangi ráðsins,“ segir Tómas H. Heiðar. „Ávallt hefur legið fyrir að slíkt samkomulag myndi fela í sér hvalveiðar af hálfu þeirra ríkja sem stunda slíkar veiðar í dag sem yrðu vel innan sjálf- bærnimarka. Önnur grundvallarforsenda hefur verið sú að ekki væru settar skorður við milliríkja- viðskiptum með hvalaafurðir í samræmi við reglur þjóðaréttar og hefur Ísland sem út- flutningsríki lagt mikla áherslu á þetta atriði og öllum verið þessi forsenda ljós. Í þessu sambandi ber og að hafa í huga að Alþjóða- hvalveiðiráðið er ekki til þess bært að hafa af- skipti af viðskiptum, enda falla þau ekki undir valdsvið þess. Við höfum unnið í góðri trú með Bandaríkj- unum að gerð samkomulags og líkt og Ástralía á dögunum leggja Bandaríkin nú fram tillögur sem ganga þvert gegn fyrirliggjandi sam- komulagsdrögum. Ef bandarísk stjórnvöld hvika ekki frá þessari afstöðu sinni er alveg ljóst að samkomulag næst ekki og lýsum við fullri ábyrgð á hendur þeim, fari svo. Spurn- ingin sem bandarísk stjórnvöld hljóta að velta fyrir sér er hvort þau kjósa fremur að auka verndun hvala, ná stjórn Alþjóðahvalveiði- ráðsins á hvalveiðum í heiminum og ná sátt milli fylgjenda og andstæðinga hvalveiða inn- an ráðsins, eða lifa við núverandi ástand þar sem ráðið hefur ekkert um aðrar hvalveiðar en frumbyggjaveiðar að segja og er að liðast í sundur vegna togstreitu milli hinna andstæðu fylkinga,“ segir Tómas. Sáttaferli um hvalveiðar í uppnámi  Íslendingar hafna því að skorður verði settar við milliríkjaviðskiptum  Lýsa ábyrgð á hendur Bandaríkjamönnum breytist afstaða þeirra ekki  Leggja fram tillögur þvert á fyrirliggjandi drög Tómas H. Heiðar LÝÐHEILSUFÉLAG læknanema veitti í gær nemendafélaginu Komplex blóðgjafabikarinn, farandbikar í tilefni blóðgjafamánaðar Háskóla skólanemar svöruðu kallinu, en það voru fram- haldsnemar í efna- og lífefnafræði sem voru hvað ötulastir við blóðgjöfina í nafni Komplex. Íslands í mars. Kveikjan að átakinu var hin mikla þörf Blóðbankans fyrir nýja blóðgjafa, sérstaklega úr hópi ungs fólks. Um 350 há- BLÓÐGJAFABIKARINN VEITTUR Í HÍ Morgunblaðið/Ómar TILRAUNAAKSTUR breskra sjónvarpsmanna yfir ný- runnið hraun á Fimmvörðuhálsi var aðeins gerður fyrir myndavélarnar til að sýna áhorfendum Top Gear- þáttanna hversu hættuleg umgengni við gosstöðvarnar er. Emil Grímsson, stjórnarformaður Arctic Trucks, segir að of mikið sé gert úr málinu, ekki hafi í reynd verið keyrt yfir hraunið heldur aðeins framdekkjum bílsins ekið upp á jaðarinn með ýtrustu varúð. Umhverfisstofnun hefur hinsvegar óskað eftir því við sýslumanninn á Hvolsvelli að hann rannsaki hvort stjórn- endur Top Gear hafi brotið lög með akstri utan vega með athæfinu. Umhverfisstofnun minnir á að með vorinu fari frost úr jörðu á svæðinu og jarðvegurinn sé mjög við- kvæmur fyrir umferð utan jökulsins. Top Gear-hópurinn fór frá landinu í gær eftir u.þ.b. 30 klukkustunda viðdvöl á Suðurlandi. Að sögn Emils Gríms- sonar náðist mikið af frábæru myndefni í ýmsum veðrum, bæði af eldgosinu og landslagi Íslands. Hann segir að leið- angurinn hafi verið afar vel undirbúinn eins og BBC eigi vanda til og Bretarnir hafi verið sérstaklega ánægðir með fagleg vinnubrögð Hjálparsveitar skáta í Kópavogi sem Arctic Trucks óskuðu eftir að hafa í fylgdarliðinu. „Þeir fóru héðan mjög sáttir og ánægðir með þá aðstoð sem þeir fengu á Íslandi. Þetta verður mjög fín landkynning, það eru 350 milljónir manna um allan heim sem horfa á þetta.“ Þátturinn verður sýndur í sumar. una@mbl.is Óku upp á hraunið til að sýna hættuna við gosið Morgunblaðið/RAX Hraunið Top Gear-menn óku upp á hraunið á bíl með vatnskældum dekkjum til að ná krassandi myndum.  Dagskrárgerð BBC við gosið vekur blendin viðbrögð LANDSBANKINN (NBI hf.) skil- aði um 14,3 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrsta heila starfsári sínu. Þetta kom fram í tilkynningu frá bankanum, með birtingu árs- reiknings fyrir 2009 í gær. Arðsemi eigin fjár var 10% sem er nokkru lægra en sá fjármagnskostn- aður sem ríkið ber af hlutafjárfram- lagi sínu til bankans. Á sama tíma mældist ársverðbólga 8,63%. Vaxta- munur af meðalstöðu heildareigna var 2,1% á árinu. Í árslok var eigið fé 157 milljarðar króna, CAD-eiginfjárhlutfall 15% og heildareignir 1.061 milljarður króna. Innlán viðskiptavina námu 453 millj- örðum króna en útlán til viðskipta- vina námu 667 milljörðum í árslok 2009. Um fjórðungur útlána var til sjávarútvegsfyrirtækja og ríflega fjórðungur til einstaklinga. Rekstrarkostnaður bankans af reglulegri starfsemi nam 15,8 millj- örðum króna. Laun og launatengd gjöld voru 8,5 milljarðar króna. Í árslok 2009 var 1.161 stöðugildi í Landsbankanum. onundur@mbl.is NBI hagn- ast á fyrsta starfsárinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.