Morgunblaðið - 09.04.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 09.04.2010, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010 999 kr/pk. Tilboð gildir meðan birgðir endast Birt með fyrirvara um prentvillur m ar kh on nu n. is HUMAR 1 kg SKELBROT Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „NOKKRAR áhyggjur komu fram vegna ríkisstjórnarfélaga okkar í Vinstri grænum. Þeir liggja ekki á skoðunum sínum og andstöðu við Evrópusambandið. Í Brussel gætir nokkurrar tortryggni vegna þessa, um að umsókn Íslands sé ekki sett fram í fullri einlægni, t.d. vegna um- mæla Jóns Bjarnasonar sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra.“ Þetta má lesa í fundargerð utan- ríkismálanefndar Samfylkingarinn- ar, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, en fundurinn fór fram í tengslum við nýlegan flokksstjórn- arfund Samfylkingarinnar. Þar voru Evrópumálin rædd og umsókn Íslands um aðild að ESB. Í fundargerðinni segir ennfremur: „Ferlið heldur áfram og umræðan líka. Vel má búast við tveimur til þremur árum í það. Samfylking- in verður að vera vakandi í um- ræðunni. Ljóst er að flokkurinn dregur vagninn og að við verðum það afl sem mestu ræður um þró- unina. Í því starfi er nauðsynlegt að hafa hagsmunasamtökin í landinu með sér og það hefur verið gert í því starfi sem nú fer fram.“ Valgerður Bjarnadóttir þingmað- ur er formaður utanríkismálanefnd- ar Samfylkingarinnar, ásamt Guð- brandi Guðmundssyni. Þau voru hvorug viðstödd umræddan fund en Valgerður segist í samtali við Morg- unblaðið hafa lesið fundargerðina og eðlilegt sé að flokksmenn ræði þessi mál hreinskilnislega. „Auðvitað er það ekki gott að ákveðnir ráðherrar hjálpi ekki til,“ segir Valgerður og vísar þar greini- lega til Jóns Bjarnasonar. „Við höf- um áhyggjur af því en engar stórar áhyggjur. Auðvitað væri skemmti- legra að meiri einhugur væri um þetta mál.“ Spurð hvort afstaða VG til ESB sé að spilla ríkisstjórnarsam- starfinu segir Valgerður samstarfið ekki auðvelt. Hins vegar viti flokk- arnir vel um afstöðu hver annars. Gangi í Sterkara Ísland Þá er í fundargerðinni bent á sam- tökin Sterkara Ísland, þverpólitísk samtök sem berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Flokksmenn eru hvattir til að ganga í þessi samtök,“ segir í fund- argerðinni. Valgerður segir ekkert athugavert við þessi hvatningarorð, vitað sé um afstöðu þorra Samfylk- ingarfólks til Evrópumála, það sé eini flokkurinn með aðild á sinni stefnuskrá. Sterkara Ísland verði þverpólitísk já-hreyfing í landinu, til mótvægis við samtökin Heimssýn. Sjálf segist Valgerður vera meðlim- ur Sterkara Íslands. Lýstu áhyggjum af VG  Utanríkismálanefnd Samfylkingarinnar telur tortryggni gæta í Brussel vegna andstöðu VG við ESB-aðild  Engar stórar áhyggjur, segir formaður nefndarinnar Valgerður Bjarnadóttir Í HNOTSKURN »Flokkstjórnarfundur Sam-fylkingarinnar fór fram 27. mars sl. og málefnahópar hittust líka. »Á þeim fundi lét JóhannaSigurðardóttir, formaður flokksins, fræg ummæli falla um kattasmölunina á þingi. HITI kraumar víðar en undir iljum fólks á Fimmvörðuhálsi. Á Reykjanesi snýr jarðhiti gufutúrbínum nótt sem nýtan dag og varð engin undantekning þar á þegar ljósmyndari Morgun- blaðsins flögraði framhjá í gær. Ráðgert er að auka orkuframleiðslu virkjunarinnar um 80 megavött, til að sinna eftirspurn frá álverinu í Helguvík. Affall og steinefni ljá virkjunarsvæð- inu vorliti þegar það kemur undan snjó og ís. KNÝJANDI AFL FYRIR BÆÐI TÚRISTA OG TÚRBÍNUR Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐSKIPTAVINUM í vínbúðunum fækkaði um hátt í 1.700 í vikunni fyrir páska miðað við sömu viku á síðasta ári. Þá virðist hver við- skiptavinur hafa keypt minna í ár en í páskavikunni í fyrra. Samdrátt- urinn nam tæplega 20 þúsund lítr- um eða 3,5%. Í mars seldust 1.614 þús. lítrar af áfengi sem er tæplega 20% meiri sala en 2009. Annir eru jafnan í verslunum ÁTVR í páskavikunni og má rekja aukninguna til þess að páskarnir voru í mars í ár en í apríl í fyrra. Í páskavikunni í ár voru seld- ir rúmlega 505 þúsund lítrar af áfengi, en tæplega 524 þúsund lítrar í fyrra. Sala áfengis fyrstu þrjá mánuði ársins jókst um 1,1% miðað við sama tímabil fyrir ári. Á heimasíðu vín- búðanna segir að ekki sé rétt að draga ályktanir um söluþróun fyrr en í lok apríl þegar sölutímabilið verður sambærilegt. Það sem af er ári hefur meira verið keypt af rauð- víni, hvítvíni og lagerbjór en í fyrra. Hins vegar er verulegur samdráttur í sölu á blönduðum drykkjum og ókrydduðu brennivíni og vodka. Sala áfengis dróst saman í janúar um 9% miðað við sama mánuð 2009. Í febrúar var sala áfengis 8,1% minni en 2009. Í fyrra voru seldir rúmlega 20 milljón lítrar af áfengi. Í lítrum var salan 1,4% minni en 2008. aij@mbl.is Páskasalan minni en í fyrra Færri viðskipta- vinir í vínbúðum og minna keypt La ge rb jór 3. 12 2 3. 15 6 Bla nd að ir dr yk kir Ók r.b ren niv . og vo dk a Sala áfengis Páskavikan 2009 2010 Seldir lítrar 523.869 505.438 Breyting -3,5% Fjöldi viðskiptavina 92.215 90.554 -1,8% Eftir tegundum 2009 2010 Sala samtals (þús. lítra): Hv ítv ín 3.948 3.991 20 1 21 4 78 63 40 28 +1,07% Heimild: atvr.is Janúar-mars 2009 2010 Jan.-mars Þús. lítra Breyting Ra uð vín 34 4 36 7 +1,1% +6,6% +6,6% -18,8% -30,9% AÐEINS einu sinni í 27 ára sögu Kvennaathvarfs- ins hafa fleiri konur verið skráðar en á síð- asta ári. Að sögn Sigþrúðar Guð- mundsdóttur, framkvæmda- stýru Kvenna- athvarfsins, dvöldu alls 118 konur og 60 börn í at- hvarfinu árið 2009 og veitt voru tæp- lega 500 ráðgjafar- og stuðnings- viðtöl. Þörfin virðist halda áfram að vaxa því það sem af er ári 2010 hefur aðsókn í viðtöl enn stóraukist. Fram kemur að erlendar konur hafi allt að því horfið úr Kvenna- athvarfinu í kjölfar bankahrunsins, en um mitt síðasta ár fór þeim að fjölga aftur og voru 37% dvalar- kvenna árið 2009. Fjórðungur of- beldismanna er af erlendum upp- runa. Konur dvöldu í athvarfinu allt frá einum upp í 73 daga, en að með- altali 11 daga. Fram kemur að konur fara nú í auknum mæli aftur heim í óbreyttar aðstæður, eða 40% þeirra. Fleiri leita athvarfs Sigþrúður Guðmundsdóttir Aðsókn fer vaxandi í Kvennaathvarfið „Ég furða mig á þessari fund- argerð Samfylkingarinnar,“ seg- ir Jón Bjarnason. Hann segir standa skýrt í samstarfs- yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar að flokkarnir hafi gjör- ólíka stefnu gagnvart að- ild að ESB en séu sam- mála um að virða skoðanir hvor annars í málinu. „Ég er trúr stefnu Vinstri grænna í ESB-málum og fylgi þar einnig sannfæringu minni eins og öllum lands- mönnum er fullkunnugt um. Það mun ég gera áfram.“ Jón minnir á að hann hafi til- heyrt þeim hluta þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn aðild- arumsókn á Alþingi. „Sú af- staða mín hefur alltaf legið fyrir og skoðanir mínar í þeim efnum hafa ekkert breyst.“ Trúr stefnu VG Jón Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.