Morgunblaðið - 09.04.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 09.04.2010, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010 Hafa má ýmsar skoðanir á EvuJoly eins og öðrum og jafnvel fremur en flestum því hún hefur afgerandi skoðanir og flíkar þeim.     En lítill vafi er á að koma hennarinn í íslenskt andrúmsloft eftir bankahrun var mjög gagnleg.     Hún talaðiskýrt og skiljanlega um mál sem mörg- um þóttu flókin og ýmsir höfðu hag af að flækja sem mest og rugla um- ræðuna.     Hún vakti at-hygli á að hugmyndir yf- irvalda landsins um mannafla til rannsókna væru fullkomlega óraunsæjar.     Á því var tekið að nokkru oghefði það ekki verið gert án hennar atbeina.     En hún talaði einnig um skil-virkni, festu og hraða.     Og hún lagði þunga áherslu á aðsem allra fyrst yrði að rann- saka slóð peninganna, áður en yfir hana fennti.     Þótt ýmsum ábendingum þess-arar reyndu konu hafi vissu- lega verið fylgt skortir enn mikið á að farið hafi verið eftir þýðing- armestu ráðum hennar.     Þær fréttir sem fjölmiðlar erusmám saman að toga fram með töngum sýna þetta.     Hugsanlega er enn ekki of seintað taka sig á. Eva Joly Er enn tími? Skipt verður upp í eftirfarandi hópa og hópstjóra: 1. Peningamálastefna – Benedikt Jóhannesson 2. Stefna í gjaldmiðlamálum – Eyþór Arnalds 3. Umgjörðin um atvinnulífið – Þorsteinn Víglundsson 4. Skattastefna – einstaklingar – Sigríður Dís Guðjónsdóttir 5. Skuldavandi heimila – Erla Ósk Ásgeirsdóttir 6. Endurreisn atvinnulífs – Thomas Möller 7. Hagræðing í opinberum rekstri – Magnea Guðmundsdóttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu taka virkan þátt í starfi hópanna. Ragnheiður Elín Árnadóttir, leiðtogi sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, mun flytja ræðu við upphaf fundarins. Skráning á fundinn og í hópa er hjá Guðmundi Skarphéðinssyni á netfangið gudmundur@xd.is og í síma 892-1846. Allir eru velkomnir til að taka þátt í stefnumótun þessara málaflokka hjá Sjálfstæðisflokknum. Stefnumótunarfundur í Valhöll Laugardaginn 10. apríl nk. kl. 10 – 14 Fundurinn er undir stjórn tveggja málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins; atvinnumálanefndar og efnahags- og skattanefndar. Í upphafi fundar verður rætt um hvað hægt er að gera á næstu tveimur árum og síðan horft lengra til framtíðar. Veður víða um heim 8.4., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 5 súld Akureyri 6 léttskýjað Egilsstaðir 4 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 7 skýjað Nuuk -1 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 5 súld Kaupmannahöfn 6 þoka Stokkhólmur 7 léttskýjað Helsinki 5 heiðskírt Lúxemborg 11 skúrir Brussel 11 léttskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 12 léttskýjað London 15 heiðskírt París 12 skýjað Amsterdam 12 heiðskírt Hamborg 10 skúrir Berlín 19 heiðskírt Vín 18 léttskýjað Moskva 14 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 18 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 17 skýjað Aþena 16 léttskýjað Winnipeg 4 léttskýjað Montreal 4 alskýjað New York 25 heiðskírt Chicago 4 alskýjað Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 9. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:17 20:43 ÍSAFJÖRÐUR 6:15 20:54 SIGLUFJÖRÐUR 5:58 20:38 DJÚPIVOGUR 5:45 20:14 ÞAÐ er freistandi á sólskinsdögum sem þessum að hugsa sem svo að nú hljóti vorið að vera kom- ið. Ekki er þó útséð með hretið, því líkt og fram kemur á vefsíðu Veðurstofunnar er hið nýaf- staðna páskahret aðeins eitt í röð vorhreta sem ýmis heiti eru til yfir í almannatrú. Má þar nefna til viðbótar hrafnahret, sumarmálahret, kross- messukast, hvítasunnukast og fardagahret, en það síðastnefnda er sagt skjóta upp kollinum 3. til 5. júní. Þó má alltaf vona að sólin sé komin til að vera, í öllu falli er um að gera að njóta hennar meðan hægt er með svaladrykk í hendi. VORSÓLIN SKÍN JAFNT Á MENN OG DÝR Morgunblaðið/Eggert „ÞAÐ er mjög skemmtilegt og já- kvætt að finna þessi miklu viðbrögð. Það vantar heimilislækna í dag og framundan er mikill skortur,“ segir Alma Eir Svavarsdóttir, kennslustjóri sér- náms í heimilis- lækningum hjá Háskóla Íslands, en alls sóttu 19 læknar um þær fimm stöður til sérnáms í heimil- islækningum sem nýverið voru auglýstar. Spurð hvort hún kunni skýringu á þessum mikla áhuga nú segir Alma ljóst að ýmislegt jákvætt hafi verið gert á síðustu árum til að gera sérnám í heimilislækningum aðlaðandi, en tek- ur fram að enn sé hægt að gera breyt- ingar sem skila myndu góðum ár- angri. Bendir hún á að mikilvægt sé að fjölga heimilislæknum hérlendis þar sem ljóst sé að á næstu tíu árum hætti yfir 60 heimilislæknar vegna aldurs. Sem dæmi um jákvæðar breytingar sem hafi áhrif á áhuga læknanema nefnir Alma að árið 2000 hafi lækna- náminu verið breytt á þá leið að læknanemar tóku hluta af kandídats- ári sínu á heilsugæslunni. „Í mörg ár gerðu þeir það ekki og þá kynntust þeir ekki því skemmtilega, spennandi og fjölbreytta starfi sem fer fram á heilsugæslunni.“ Önnur mikilvæg breyting segir Alma að sé að launalega standa heim- ilislæknar núna í sömu sporum og sér- fræðingarnir. Þriðja breytingin er, að sögn Ölmu, sú að 1995 ákvað heil- brigðisráðuneytið að greiða fyrir sér- námsstöður í heimilislækningum hér- lendis, en ráðuneytið greiðir fyrir þrjú af fjórum og hálfu til fimm árum. Spurð um framtíðaráform segir Alma það óskandi að hægt verði að fjölga heildarsérnámsstöðum úr 10 í 25 þannig að hægt sé að koma sem best til móts við þarfir þjóðfélagsins. „Enda er það mjög dýrmætt og mik- ilvægt að hafa þessa grunnþjónustu í lagi,“ segir Alma. silja@mbl.is 19 læknanemar um fimm stöður  Metaðsókn í heimilislækninganám » 199 heimilislæknar voru í landinu 2008. » 60 þeirra fara á eftirlaun á næstu 10 árum. Alma Eir Svavarsdóttir Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is RÍKIÐ mun greiða sveitarfélögunum um 700 milljónir króna á ári í leigu fyrir hjúkrunarheimili sem fyrirhugað er að reisa. Gert er ráð fyrir því að peningarnir verði sóttir í Framkvæmdasjóð aldr- aðra sem allir skattgreiðendur borga í. Tvö til fjögur sveitarfélög hafa hug á því að hefja fram- kvæmdir í ár. Níu sveitarfélög hafa verið í viðræðum við ríkið um byggingu alls 360 hjúkrunarrýma á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin byggi heimilin og reki en Íbúðalánasjóður láni þeim að fullu fyrir byggingarkostnaði. Ríkið mun síðan greiða sinn hluta byggingarkostnaðar og vaxta, 85%, til baka á fjörutíu árum í formi leigu. Bæjarstjórar sveitarfélaganna sem verið hafa í viðræðum við ríkið hittust í vikunni og sammælt- ust um að leggja til við bæjarstjórnirnar að veita heimildir til að ganga frá samningum á grundvelli síðasta tilboðs ríkisins. „Samningurinn endur- speglar þann kostnað sem sveitarfélögin verða fyrir,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sem verið hefur í forystu fyrir sveit- arfélögin í samningaviðræðunum. Sum sveitarfélögin eru í þröngri stöðu fjárhags- lega. Hvert 30 rýma hjúkrunarheimili kostar um 800 milljónir og þann kostnað þarf viðkomandi sveitarfélag að taka að láni en á móti fær það leigusamning um endurgreiðslu hans á lánstím- anum. Haraldur segir að búið sé að óska eftir því við ráðuneyti sveitarstjórnarmála að sveitarfélög- in megi gera sérstaka grein fyrir þessum skuld- bindingum í ársreikningum sínum þannig að þær hafi ekki áhrif á lánshæfi þeirra. helgi@mbl.is Greiðir 700 milljónir í leigu  Samningar á lokastigi um byggingu hjúkrunarheimila í níu sveitarfélögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.