Morgunblaðið - 09.04.2010, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.04.2010, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is HRAFNISTA bauð ekki í rekstur hjúkrunarheimilisins við Suðurlands- braut þar sem forsvarmenn hennar töldu þá upphæð sem ætluð væri til rekstrar í útboðinu ekki duga til að halda uppi þeim þjónustugæðum og því faglega starfi sem Hrafnista held- ur uppi á sínum heimilum. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafn- istu, segir ákvörðunina hafa verið erf- iða þar sem loka eigi hjúkrunar- heimilunum á Vífilsstöðum og Víðinesi og gert hafi verið sam- komulag um að starfsfólk og heim- ilisfólk þar hefði forgang að störfum og rýmum á nýja heimilinu við Suður- landsbraut. Fundað var með starfsfólkinu, 150 manns, á þriðjudaginn. „Það er þung- bært og leiðinlegt að kveðja þetta góða starfsfólk,“ segir Pétur, en veigamikil atriði í útboðinu hafi verið óviðunandi. Of lítið fé til rekstursins Í greinargerð Hrafnistu um ákvörðunina sem birt er á heimasíðu hennar stendur að Hrafnista geti ekki sætt sig við að greiðslur fyrir þjónustu séu ekki hluti af útboðinu heldur fyrirfram ákveðin krónutala. „Gerðar eru auknar kröfur til þjón- ustu og auk þess er rúmur þriðjungur rýma heimilisins skilgreindur fyrir sértæka þjónustu sem er dýrari, þ.e. mannfrekari, en þjónusta fyrir al- menn hjúkrunarrými. Fyrir þessa sérstöku þjónustu er ekki greitt sér- staklega þrátt fyrir að slíkt sé gert í ákveðnum tilfellum annars staðar.“ Pétur segir að berist ekkert við- unandi tilboð sé Hrafnista reiðubúin til viðræðna um reksturinn, þó aðeins á þeim forsendum sem nefndar séu hér að framan. Pétur segir að rekstur hjúkrunarheimila hafi ekki verið boð- inn út með þessum hætti áður, en að- eins Grund bauð í rekstur hjúkrunar- heimilisins. „Að aðeins einn bjóði í verkið er áfellisdómur yfir þessu formi sem ráðuneytið er þarna að prófa,“ segir hann og vísar til félags- og trygginga- málaráðuneytisins. Haraldur Hrafn Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Ríkiskaupum, segir ástæðu þess að ákveðið var að fara þá leið að festa krónutöluna við þjónustuna þá að ekki hafi verið til meira fé til verksins. Hann tjáir sig ekki um það hvort dræm þátttaka í útboðsverkefninu sé áfellisdómur yfir því. Pétur tekur ekki afstöðu til tilboðs Grundar. „En við ætlum okkur ekki að búa til annars flokks hjúkrunar- heimili. Telji aðrir sig geta veitt nógu góða þjónustu fyrir þennan pening þá gera þeir það. Við óskum þeim vel- farnaðar,“ segir hann. Hrafnista hætti við  Hrafnista bauð ekki í rekstur hjúkrunarheimilis á Suður- landsbraut 66 þar sem hún vill ekki annars flokks heimili Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Grundar-Markarinnar, segir að með hagkvæmum rekstri og samlegðaráhrifum heimilanna sem Grund rekur takist að reka heimilið við Suðurlandsbraut 66 fyrir þá upphæð sem farið hafi verið fram á: „Við keyptum fyrir skömmu íbúðabyggingarnar við hlið hjúkrunarheimilisins, sem eru ætlaðar fólki sem er orðið sextugt og eldra, og sjáum fyrir okkur að sem ein heild geti þetta orðið öruggur og skemmti- legur staður að búa á.“ Stefnt sé að því að leysa mál starfsmannanna 150 sem vinni á Vífilsstöðum og Víðinesi á farsælan hátt verði tilboðinu tekið. Grund vill reka svæðið sem heild Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá Hrafnistuheimili Hrafnista bauð ekki í rekstur á nýju hjúkrunarheimili við Suðurlandsbraut. Forstjórinn segir að forsvarsmennirnir hafi ekki treyst sér til að reka fyrsta flokks heimili fyrir féð sem veita á í reksturinn. Aðeins Grund bauð í rekstur hjúkrunarheimilisins við Suður- landsbraut 66. Búist var við því að Hrafnista tæki þátt, þar sem loka á tveimur heimilum hennar og veita starfsfólki og vistmönn- um forgang á nýja heimilið. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÞÓRA Ágústsdóttir, ráðgjafi hjá Eures, segir að fleiri fyrirspurnir en áður berist um svonefnd E-303 vott- orð, en með þeim flytja atvinnuleit- endur atvinnuleysisbætur með sér til annars EES-lands í allt að þrjá mánuði á meðan atvinnuleit stendur yfir. Alls voru 928 slík vottorð gefin út hér á landi á síðasta ári, borið saman við 278 árið áður. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafa 142 vottorð af gerðinni E-303 verið gefin út, voru 218 eftir janúar til mars í fyrra. Mest auglýst í Noregi „Okkar tilfinning er sú að síst sé að draga úr traffíkinni, á hverjum degi fáum við fyrirspurnir um at- vinnuleit erlendis, ýmist augliti til auglitis eða í gegnum síma og tölvu- póst,“ segir Þóra og bendir á að um miðjan mars hafi Eures á Íslandi haldið starfakynningu í samstarfi við Norðmenn og aðsóknin hafi farið fram úr björtustu vonum. Flest þau störf sem auglýst hafa verið gegnum Eures hafa komið frá Noregi. Á vefnum eures.is eru nú um 20 auglýsingar eftir störfum, m.a. eftir læknum, hjúkrunarfræð- ingum, verkfræðingum, rafvirkjum og vinnufólki til sveita. Það vottorð sem gefur besta vís- bendingu um straum fólks úr land- inu í atvinnuleit í Evrópu er E-301. Það vottar að viðkomandi hafi verið atvinnuleysistryggður á Íslandi og með þurfa að fylgja vottorð frá vinnuveitendum síðustu þriggja ára. Alls voru yfir 3.300 slík vottorð gefin út á síðasta ári, þúsund fleiri en árið 2008 og tvö þúsund fleiri en 2007. Skömmu eftir bankahrunið 2008 jókst útgáfa E-301 vottorða hjá Vinnumálastofnun verulega og þró- unin hélst nokkuð stöðug allt síðasta ár. Sé tekið mið af fyrstu þremur mánuðum þessa árs virðist nokkuð hafa dregið úr ásókninni í þessi vott- orð. Frá janúar til mars sl. voru gef- in út 334 vottorð, borið saman við 1.235 eftir sama tímabil í fyrra. Pólverjar snúa heim Samkvæmt yfirliti Vinnu- málastofnunar um útgáfu E-301 vottorða eftir löndum þá hafa flestir verið að fara til Póllands, líkast til Pólverjar að snúa heim eftir vinnu hér á landi. Til Póllands voru gefin út ríflega 2.100 E-301 vottorð í fyrra og 148 á fyrstu þremur mánuðum ársins. Pólland sker sig nokkuð úr en Norðurlöndin og Þýskaland koma þar næst á eftir, miðað við útgefin vottorð síðustu árin. Enn sótt í störf erlendis Morgunblaðið/Kristinn Atvinnuleit Enn er töluverð eftir- spurn eftir störfum erlendis.  Margir flytja atvinnuleysisbætur út Annríki hjá Evrópsku vinnumiðl- uninni, Eures, er ennþá töluvert og mikið um fyrirspurnir frá fólki í atvinnuleit. Þó hefur eitthvað dregið úr útgáfu vottorða, sem atvinnuleitendur þurfa að hafa með sér héðan, miðað við 2009. Útgefin vottorð Vinnumálastofnunar E-303 vottorð til útlanda E-301 vottorð til útlanda Heimild: Vinnumálastofnun „Vinsælustu“ löndin staðfesting á atvinnuleysistryggingu (E-301 vottorð) til Evrópulanda 2006 2007 2008 2009 2010 (jan-mars) Pólland 50 798 1.684 2.146 148 Danmörk 112 77 74 158 30 Svíþjóð 143 82 94 130 33 Þýskaland 93 105 130 125 19 Noregur 12 9 17 119 37 2006 2007 2008 2009 2010 Allt árið Jan.-mars Allt árið Jan.-mars 79 22 71 20 278 12 928 218 142 2006 2007 2008 2009 2010 494 79 180 1.208 2.318 1.011 3.318 1.235 334 Hvað er E-301 vottorð? Ef einstaklingur ætlar í atvinnuleit í öðru EES-landi er hægt að fá slíkt vottorð um að hann hafi verið at- vinnuleysistryggður á Íslandi. Skila þarf vottorðinu til Vinnumálastofn- unar ásamt vottorðum frá vinnuveit- endum síðustu þriggja ára. Hvað er E-303 vottorð? Ef atvinnulaus einstaklingur ætlar í atvinnuleit til EES-lands getur hann fengið heimild til að halda atvinnu- leysisbótum sínum í allt að þrjá mán- uði meðan á leitinni stendur og með framvísun vottorðsins fengið bæt- urnar greiddar í viðkomandi landi. S&S N JARÐARBRAUT 9 - REYK JA NE SB Æ FIS KIS LÓÐ 3 - REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.