Morgunblaðið - 09.04.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 09.04.2010, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010 Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16.      8.990       23.900 GÆÐI VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, verður áttatíu ára 15. apríl nk. Af því tilefni vill Alliance Francaise bjóða öllum sem vilja senda henni árnaðaróskir að skrá sig á heillaóskalista á vef fé- lagsins, www.af.is. Listinn er ekki einungis ætlaður þeim sem tengjast Alliance Fran- caise eða Frakklandi. Allir geta skráð sig á heillaóskalistann. Nú þegar hafa um 500 manns af ýmsu þjóðerni skráð sig á listann, m.a. sendiherrar, fulltrúar vináttu- félaga og heimsþekktir listamenn á borð við Milan Kundera. Frestur til að skrá sig á listann er til miðnættis þann 13. apríl næstkomandi. Morgunblaðið/Ómar Heillaóskir sendar til Vigdísar Í DAG, föstudag, munu íslenskir frumkvöðlar kynna starfsemi sína á fjárfestingaþinginu Seed Forum Iceland sem haldið verður í höfuð- stöðvum Arion banka. Meðal þess sem kynnt verður á þinginu eru nákvæmar veðurspár, bílar sem geta keyrt á hlið, örþunn loftræstikerfi, umhverfisvænar raf- magnslyftur fyrir sorpbíla, um- hverfisvænt gagnaver, penni sem þýðir yfir á tölvutækt form og stjórnunarkerfi fyrir stafræn gögn. Seed Forum Iceland hefur verið haldið frá árinu 2005 sem stefnu- mót frumkvöðla og fjárfesta og hafa flest framsæknustu sprotafyr- irtæki landsins tekið þátt á því. Frumkvöðlar kynna starfsemi sína STUTT Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is SÉRSTAKLEGA hefur verið horft til hins norska AutoPass-kerfis sem fyrirmynd þegar rætt er um staðbundin veggjöld til að flýta fyrir fram- kvæmdum við Vesturlandsveg, Suðurlandsveg og Reykjanesbraut. Um er að ræða svipað kerfi og notað er við Hvalfjarðargöng. Ökumenn fá þá veglykil og geta keypt á hann inneign, sem sjálf- krafa er tekið af þegar ekið er um vegtollahlið. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ástæðu þess að horft sé til Noregs vera hversu þróað AutoPass-kerfið er. Önnur kerfi sem notuð eru til að innheimta veggjöld hafa hingað til fyrst og fremst verið þróuð fyrir bíla sem notaðir eru til atvinnureksturs. „AutoPass-kerfið væri hins veg- ar hægt að taka strax í notkun hér á landi.“ Ekki yrði þó tekið veggjald á áðurnefndum veg- um fyrr en árið 2015, jafnvel þótt farin verði sú leið að lífeyrissjóðirnir láni fyrir framkvæmd- unum og endurgreiðslan fjármögnuð með veg- gjöldum. Því segir Hreinn koma til greina að veg- gjöld verði greidd með hjálp gervihnattatækni, verði þróun hennar nægilega langt á veg komin. Vill skoða gjaldheimtu gegnum gervihnetti Samgönguráðherra hefur einnig nefnt að skoða þurfi að leggja á veggjald á öllum vegum, og styðj- ast þá við skráningu í gegnum gervihnetti í stað staðbundinna tollheimtuhliða. Hollendingar eru brautryðjendur þegar kemur að því að innheimta veggjöld með þeim hætti af öllum bílaflota lands- ins. Árið 2012 mun slík gjaldheimta hefjast þar í landi fyrir flutningabíla, og er gert ráð fyrir að ár- ið 2017 verði hún að fullu komin til framkvæmda. Hugmyndin er að í öllum bílum verði staðsetn- ingartæki, tengt gervihnetti, og upplýsingar um akstur bílsins sendar til innheimtustöðva í gegn- um GSM-símakerfi. Kerfið er á undirbúningsstigi, en þegar hefur verið ráðist í tilraunaverkefni og er áætlað að fara í stóra tilraun á næsta ári með þátttöku 60 þúsund bíla. Eins og við er að búast hefur hollenska per- sónuverndarstofnunin fjallað um málið. Í árs- skýrslu stofnunarinnar frá árinu 2008 segir að lögregla muni ekki sjálfkrafa geta krafist allra upplýsinga úr kerfinu, enda verði að koma í veg fyrir að litið verði á alla ökumenn sem væntanlega brotamenn. Mishá gjöld eftir stað, tíma og mengun Veggjöld hafa talsvert verið til umræðu í Evr- ópu frá því fyrir aldamót og hafa ýmis rök verið nefnd fyrir því að slík gjöld séu heppilegri leið til að fjármagna vegakerfið en eldsneytisgjöld. Til að mynda eru bensín- og olíugjöld talin ónothæfir gjaldstofnar til lengri tíma, bendir Hreinn á, þar sem bílar verða sífellt sparneytnari og aðrir orku- gjafar hafa verið að ryðja sér til rúms. Þá hefur í Evrópu verið lögð áhersla á að gjald það sem ökumaður greiðir endurspegli þann kostnað sem akstur hans veldur, sem betur er hægt að tryggja með veggjöldum en eldsneytis- gjöldum. Sem dæmi greiða menn þá hærri gjöld þegar ekið er á vegum sem dýrt er að leggja og viðhalda, og eins þegar ekið er á háannatímum. Einnig er gert ráð fyrir að ökumenn greiði hærri veggjöld eftir því sem bílar þeirra menga meira. Fyrirmyndir að veggjöld- um í Noregi og Hollandi  Horft hefur verið til landanna tveggja í umræðunni um veggjöld hér á landi Morgunblaðið/Ómar Vegagerð Vegir eru misdýrir og því vilja yfirvöld í Evrópu taka mishátt gjald eftir því hvar keyrt er. Eins vilja þau rukka meira bíla sem menga meira og hvetja ökumenn til að aka ekki á annatímum. Hjá Evrópusambandinu er unnið að því að útbúa staðla um töku veggjalda. Ekki er þó um að ræða að sambandið skyldi öll lönd til að innheimta veggjöld, heldur verða gefnir út staðlar sem þau lönd, sem á annað borð ákveða að leggja á slík gjöld, verða að fylgja. Hreinn Haraldsson, sem hefur fylgst vel með umræðunni í Evrópu um töku veggjalda, segir að frá aldamótum og þar til fyrir um fimm árum hafi umræðan að miklu leyti snúist um persónu- verndarsjónarmið. Enda hefur gjaldtaka á grundvelli gervihnattatækni í för með sér að mjög nákvæmum upplýsingum um akstur öku- manns er safnað. Sú umræða lognaðist hins vegar að sögn Hreins að einhverju leyti út af með ákvörðun ESB um að slík gjaldtaka þyrfti að lúta samræmdum öryggiskröfum, ekki síst hvað varðar persónuvernd. Upphaflega var stefnt að því að hinir sameig- inlegu staðlar yrðu teknir í notkun árið 2012. Hins vegar reyndist verkið heldur flóknara en áætlað var, og frestast því gildistaka staðlanna. Evrópusambandið smíðar sameiginlegar reglur um veggjöld Íslendingar þurfa ekki að finna upp hjólið ef ákveðið verður að taka upp veggjöld í stað eldsneytisgjalda til að fjármagna vegakerfið. Veggjöld hafa talsvert verið rædd í Evrópu undanfarinn áratug, og víða verið tekin upp. NOKKUR innbrot voru tilkynnt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu sl. miðvikudag. Tölvuskjá var stolið úr húsi á Seltjarnarnesi og úr íbúð í vesturbænum hurfu skartgripir, tölva og sparibaukur. Þá var brotist inn í fjóra bíla og einum bíl var stol- ið í miðborginni. Þjófnaðir í borginni Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is STUÐLABERG verður uppistaðan í nýjum Hrunaréttum skammt frá Flúðum en vænst er að hægt verði að hefja framkvæmdir við þær nú í sumar. Eldri réttir, sem eru steinsteyptar og byggðar árið 1954, eru að hruni komnar og því aðkallandi að koma upp nýjum í þeirra stað. Nýju réttirnar verða í senn sólarúr, eyktamörk og áttaviti. Stuðlaberg úr sveitinni Esther Guðjónsdóttir, bóndi á Sólheimum, sem jafn- framt situr í sveitarstjórn Hrunamannahrepps, hefur ver- ið driffjöður í þessu máli. Það er hennar hugmynd að fara þessa óvenjulegu leið við byggingu nýju réttanna en hugs- unin er sú að þær geti orðið áhugaverður viðkomustaður ferðamanna árið um kring. Hún gerði fyrstu skissur að réttunum nýju sem Þórdís Halldórsdóttir á Flúðum út- færði í þrívídd í tölvu svo nú er komin heilleg mynd á. Helsta stuðlabergsnáma landsins er við Hrepphóla í Hrunamannahreppi og ætla eigendur hennar, Ólafur Stefánsson og Ásta Oddleifsdóttir, að gefa grjótið sem þarf. Skuggar og eyktir Ætlunin er að í miðjum almenningi réttanna verði stór stuðlabergsstandur og skugginn af honum verði nokkurs konar sólúr. Skugginn og markaðir stuðlabergssteinar í innri hring réttanna eiga að sýna m.a. mörk eykta sólar- hringsins. Samkvæmt þeim hafa ýmis kennileiti í nátt- úrunni verið nefnd, svo sem fjallstoppar, hólar eða hæðir eða jafnvel hlaðnar vörður sem sólina ber í séð frá ákveðnum bæ, á tilteknum tíma. Algengt var áður fyrr að slíkir staðir hétu eftir eyktamörkunum, svo sem eins og Nónvarða, Hádegishnúkur eða eitthvað slíkt. „Mér finnst áhugavert að nota stuðlabergið sem er efni- viður sem við höfum hér í sveitinni, þó að veggir milli dilka verði úr timbri eða stáli. Í raun er þetta mjög nýstárlegt og ég vænti þess að réttirnar muni vekja mikla athygli sí- vaxandi fjölda ferðamanna sem hér fer um,“ segir Esther. Hún bætir við að bændur og aðrir íbúar í sveitinni séu mjög áfram um að sjá þessa hugmynd verða að veruleika. Nú sé verið að afla styrkja til efniskaupa en ætlunin sé að reisa réttirnar nýju í sjálfboðavinnu og helst að hefjast handa strax eftir sauðburð í vor. Réttirnar verði sólúr úr stuðlabergi Þrívídd Svona er fyrirhugað að réttirnar muni líta út.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.