Morgunblaðið - 09.04.2010, Page 21

Morgunblaðið - 09.04.2010, Page 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010 ✝ Birna RagnheiðurÞorbjörnsdóttir fæddist 3. ágúst 1928 á Sporði í Línakra- dal. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Hvammstanga 25. mars sl. Foreldrar hennar voru Þor- björn Leví Teitsson og Fríða Sigurbjörns- dóttir. Bróðir Birnu var Jóhann Teitur, fæddur og dáinn í maí 1935. Uppeldis- bræður Birnu eru Magnús Jónsson, Sigurbjartur Frí- mannsson og Þráinn Traustason. Birna giftist 4. nóv. 1951 eftirlif- andi eiginmanni sínum, Ágústi Jó- hannssyni, f. 31. júlí 1926 í Bol- ungavík. Foreldrar hans voru Jóhann Jón Jensson og Sigurða Sigurðardóttir. Börn Birnu og Ágústar eru: 1) Þorbjörn, f. 28. Ívarsson, f. 18. jan. 1954, sonur þeirra Friðbjörn Ívar, f. 10. nóv. 1975, núverandi sambýlismaður Guðmundur Vilhelmsson, f. 1. mars 1955, börn þeirra a) Hólmfríður Birna, f. 27. nóv. 1981, gift Jóhanni Inga Benediktssyni, f. 9. des. 1981, börn þeirra eru Hafrún Arna og Benedikt Aron. b) Elísa Sigríður, f. 26. júní 1985, sambýlismaður Jón Loftur Ingólfsson, f. 8. febr. 1980, börn þeirra eru Eydís Emma, Aldís Lilja og Fanney Dís. c) Jóhann Teitur, f. 23. okt. 1988, unnusta Kristrún Pétursdóttir, f. 14. maí 1992. d) Fríða Lilja, f. 11. maí 2001. Birna stundaði nám við Reykja- skóla og Reykholt. Hún bjó um tíma í Reykjavík og stundaði ýmis störf þar. Hún flutti með Ágústi til Ísafjarðar 1949 og bjuggu þau þar til 1954 er þau fluttu í Sporð. Vorið 1972 fluttu þau til Hvammstanga. Á Hvammstanga vann Birna um tíma við rækjuvinnslu og á næt- urvöktum við Sjúkrahúsið í rúm tuttugu ár. Hún var virkur félagi í Kvenfélaginu Björk fram á síðustu ár. Útför hennar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 9. apríl, og hefst athöfnin kl. 15. mars 1951, kvæntur Oddnýju Jós- efsdóttur, f. 17. júní 1953, börn þeirra eru a) Birna María, f. 26. nóv. 1970, sambýlis- maður Þórir Grétar Björnsson, f. 6. des. 1965. b) Ágúst Jó- hann, f. 4. des. 1973, sonur hans er Eyþór Logi, barnsmóðir Helga Guðrún Hin- riksdóttir, f. 31. ágúst 1972. c) Friðbjörn Jósef, f. 28. febr. 1977, sambýliskona Sonja Mjöll Eð- valdsdóttir, f. 27. júlí 1979, börn þeirra Draupnir Orri, Kaja Rós og Rakel Alva. d) Teitur Þorbjörn, f. 17. mars 1979. e) Birgir Þór, f. 28. júní 1992, unnusta Sara Eir Þor- leifsdóttir, f. 25. sept. 1990. 2) Jó- hanna Sigurða, f. 4. júní 1956, fyrr- verandi sambýlismaður Níels Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði elsku Birna. Þinn eiginmaður. Í dag kveð ég Birnu tengdamóður mína, hún barðist við illvígan sjúk- dóm „krabbameinið“ í eitt og hálft ár. Alltaf er maður jafn óviðbúinn, þó við höfum vitað í hvað stefndi. Hún hafði skýra hugsun þó þrótt- urinn væri búinn og fylgdist með fjölskyldunni fram á síðasta dag. Birna sagði við mig nokkrum dög- um áður en hún kvaddi að hún hefði haldið að hún fengi aðeins meiri tíma hér til að ljúka við það sem hún ætlaði að gera áður en hún færi. Ég kynntist Birnu fyrir 44 árum þegar við Bjössi sonur hennar fór- um að vera saman. Ég var hálf- kvíðin þegar ég fór fyrst í heimsókn í Sporð, vissi ekki hvernig þau hjón- in tækju mér. Óttinn var ástæðu- laus. Birna var dugnaðarkona og hafði ákveðnar skoðanir, hún var víðlesin og stálminnug og hafði maður gam- an af orðatiltækinu hennar: „Ég man það á meðan ég lifi.“ Var hún stundum að tala um eitthvað sem við höfðum upplifað saman og ég löngu búin að gleyma. Ekki má gleyma lopapeysunum hennar, hrein listaverk, allar lykkjur ná- kvæmlega eins, og það var hægt að þekkja peysurnar hennar frá öðrum peysum. Birna gerði alla hluti mjög vel, saumaði út og málaði á postulín frábærlega vel. Birna var mjög félagslynd og hafði mjög gaman af að spila fé- lagsvist og lét mótspilarann alveg finna ef henni líkaði ekki spila- mennskan hjá honum. Hún hafði líka mjög gaman af stangveiði og voru það ófáar ferð- irnar sem hún fór í Reyðarlækinn. Hún hafði mikinn áhuga á ferðalög- um og fór tvisvar til útlanda, til Skotlands og í bændaferð til Kan- ada og hafði gaman af. Einnig hafa þau hjónin verið mjög dugleg að ferðast innanlands og eru ekki margir staðir á landinu sem þau hafa ekki komið á. Birna hafði gam- an af að taka á móti gestum og var mikill gestagangur í Sporði og á Hvammstangabrautinni eða á „tutt- ugu“ eins og oft var sagt, það voru líka oft næturgestir, sérstaklega í Sporði, flatsængur hér og þar og þau hjónin gengu úr rúmi fyrir gest- ina og sváfu sjálf t.d. á eldhúsgólf- inu eða þar sem fannst blettur til að liggja á þegar þrengst var. Þau hjónin áttu hjólhýsi og voru með það síðustu árin í Svignaskarði í Borgarfirði eða á „melnum“ eins og það var kallað, og kynntust þar öðrum hjólhýsaeigendum sem urðu góðir vinir þeirra, þar fannst þeim gott að vera og sagði Birna að það væri alltaf gott veður í Borgarfirði. Birna var mjög rausnarleg þegar kom að gjöfum til fjölskyldunnar, síðustu jólin sem hún lifði hafði hún miklar áhyggjur að hún myndi gleyma einhverjum en það fengu allir sínar gjafir. Þá var hún sátt. Gústi tengdapabbi, eitt vil ég segja við þig: Þú ert hetja. Þú hefur staðið eins og klettur í þessu stríði, hafðu þökk fyrir. Að lokum vil ég þakka Birnu tengdamóður minni samfylgdina þau ár sem við höfum þekkst og allt sem hún hefur gert fyrir okkur fjöl- skylduna. Við fjölskyldan viljum koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga fyrir frábæra umönnun Birnu í veikindum hennar. Þið eruð frábær. Hvíl í friði, Birna mín. Hinsta kveðja. Þín tengdadóttir Oddný. Sögu vil ég segja stutta sem að ég hef nýskeð frétt reyndar þekkið þið hann Gutta það er alveg rétt. Þegar ég var lítil fór ég stundum og gisti hjá ömmu og afa eina eða tvær nætur og þá voru Guttavísur það sem amma söng iðulega fyrir mig. Hún sagði mér líka sögurnar um kerlinguna sem vildi fá eitthvað fyrir snúð sinn, um birnina þrjá og sitthvað fleira sem voru skemmti- legar sögur á að hlusta fyrir litla stelpu. Ég lærði svo fljótlega að lesa sjálf, hef síðan þá verið algjör bóka- ormur og það gladdi mig ávallt mik- ið á afmælisdegi eða jólum þegar það kom bók úr pakkanum frá afa og ömmu. Amma var líka mikið fyrir bækur og fróðleiksfús manneskja. Hún var mjög iðin við það þegar ég var lítil að kenna mér hin og þessi örnefni t.d. á fjöllum, dölum og bæj- um í sveitinni sem mér fannst oft á tíðum ótrúlega þreytandi og gat ómögulega skilið þá hvers vegna í ósköpunum maður þyrfti að kunna þetta allt en þegar ég komst til vits og ára skildi ég að það er gaman að þekkja landið sitt. Amma var líka dugleg að prjóna og ábyggilega margir sem eiga peysu, húfu eða annað sem hún hef- ur prjónað. Ég nenni sjálf ekkert að prjóna og fannst frekar skondið þegar hún lét þau orð falla fyrir all- mörgum árum að hún gæti ómögu- lega skilið þennan ómyndarskap í mér þar sem móðir mín og báðar ömmur væru einstaklega miklar handavinnukonur en ég nennti ekki einu sinni að prjóna sokka. Það má margt gott um hana ömmu mína segja. Hún var gestrisin og hafði gaman af að hitta fólk. Í minningunni var oft glatt á hjalla og mikið hlegið þegar margt var um gesti og eftir að hún veiktist varð henni enn meira umhugað um fjöl- skylduna sína en áður. Ég veit að það er vel tekið á móti henni þar sem hún er nú og hún er þar án efa í góðum og skemmtilegum hópi. Þótt dagurinn í dag sé ákveðin kveðjustund þá hafa látnir ástvinir ávallt ákveðið pláss í mínu lífi og ég þakka ömmu fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég bið allar góðar vættir að hugsa vel um hann afa minn sem á allt gott skilið fyrir allt það góða sem hann er. Birna María. Er ég fékk frétt um fráfall Birnu Þorbjörnsdóttur á Hvammstanga fór í gegnum huga minn: Ekki fleiri spjallkvöld eða spjallnætur saman, því oft var það er Birna kom og gisti hjá mér að ég sagði: Komdu, við sof- um bara í sama herbergi í nótt ann- ars sofnum við ekkert. Heldurðu að það verði vel séð? sagði hún bros- andi og inn við fórum. Birna var dóttir systur pabba, hennar Fríðu í Sporði, V-Hún., og alla tíð var það líka Birna í Sporði. Þótt árin hennar væru miklu færri þar en annars staðar því víða bjó hún með honum Ágústi sínum. Ég var nokkru yngri en Birna en það fann ég aldrei, hún var svo allra, svo var líka um Fríðu móður hennar. Sama um hvað var talað þær voru inni í öllu, vel að sér og gott að leita ráða hjá þeim. Frá því ég man eftir mér komu þær mæðgur oft og reglulega á mitt bernskheimli í A-Hún. Þegar sást til þeirra var kallað: Fríða og Birna í Sporði eru komnar. Það birti yfir öllum rétt eins og jólin væru komin um hásumar; það yrði sko gaman og það var það. Spjallað og hlegið allan tímann, þær voru sérlega kátar per- sónur. Fríðu frænku fékk ég best að kynnast er hún kom af og til og saumaði íslenska búninginn af sinni alkunnu snilld á okkur allar syst- urnar sjö og dóttur mína að auki, það var ótrúlegur dugnaður. Er ég var með Birnu kom Fríða móðir hennar oft upp í hugann, þær voru að mörgu leyti mjög líkar. Þótt árin væru orðin nokkuð mörg voru þær til síðasta dags síungar og með þessa smitandi kátínu. Að hafa átt þessar frænkur og fengið að kynn- ast þeim í gegnum árin er fjársjóður og ómetanleg gjöf, slíkt verður aldr- ei fullþakkað. Kæri Ágúst, Bjössi, Hanna og barnabörnin, mínar einlægar sam- úðarkveðjur. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir. Birna Ragnheiður Þorbjörnsdóttir Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. ✝ Agnar Urbanfæddist 14. jan- úar 1940 í Önnubergi í Hveragerði. Hann andaðist á Landspít- alanum Hringbraut 31. mars 2010. Foreldrar hans voru Richard Eugen Urban , f. 30. desem- ber 1903, látinn, og Anna Sigríður Sig- urðardóttir, f. 30 jan- úar 1905, d. 26 júní 1959. Agnar Urban kvæntist Sigríði Grétu Þorsteins- dóttir 21. apríl 1968. Foreldrar henn- ar voru Þorsteinn Karlson, f. 26. september 1917, d. 10 mars 1941, og Friðrika Halldóra Einarsdóttir, f. 18. mars 1918, d. 8. apríl 1982. Agnar Urban og Sigríður Gréta eignuðust eitt barn, Agnar Þór, f. 21. júní 1976. Sambýliskona hans er Kar- olína Ómarsdóttir, f. 6. júlí 1976. Barn þeirra er Victoría Ísól, f 16. maí 2008. Einnig á Agnar Þór með fyrr- verandi sambýliskonu sinni, Heið- rúnu Ólafsdóttur, Andra Þór, f. 6. júní 2002. Agnar Urban ól einnig upp þrjú börn konu sinnar en þau eru: Guð- laugur Stefánsson, f. 14 október 1965. Sambýliskona hans er Auður Inga Ólafsdóttir, f. 11. maí 1967. Börn þeirra eru Aníta Guðlaugs- dóttir, f. 6 mars 1987, sambýlismaður hennar Brynjar Bergsteinsson, f. 27. september 1985, og Stefán Ragnar Guð- laugsson, f. 19. mars 1991. Unnusta hans er Sylvía Bergmann Hall- dórsdóttir, f. 5 febrúar 1992. Hrönn Þorsteins, f. 15 nóvember 1963. Eig- inmaður Magnús Hauk- ur Hannesson, f. 20 jan- úar 1959. Barn þeirra Magnús þór Magnússon, f. 29. janúar 2002. Friðrika Jóhanna Sigurgeirs- dóttir, f. 4 desember 1960. Sambýlis- maður Þorvaldur Guðmundsson, f. 5. apríl 1954. Börn Friðriku með fyrr- verandi sambýlismanni sínum, Hauki Loga Michelsen, eru: Ívar Áki Hauksson, f. 7. mars 1978, sambýlis- kona Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 28 júlí 1982. Rakel Lind Hauksdóttir, f. 20 apríl 1982. Agnar Urban bjó lengst af í Hvera- gerði og vann þar við garðyrkju. Fluttust þau hjónin norður á Ak- ureyri og bjuggu þar í tvö ár en flutt- ust svo aftur suður og bjuggu síðustu ár á Selfossi og starfaði Agnar á Sogni í Ölfusi síðustu 15 ár starfsævi sinnar. Útför Agnars Urbans fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 9. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Ég bauð þér hvíld við brjóstið mitt, ég bað þig koma að hjarta mér. En rödd er fyrr þú hlýddir hljóð, ei hafði lengur vald á þér. Ég veit ei hvar um vang þú fer, veit ei um kjör þín, silkihlín. Hef þetta eitt í huga mér, mér hurfu ljúfu brosin þín. En þegar stillist stormahríð og staðnar brim í huga mér. Þá finn ég vel, mín ástúð öll á alltaf sína rót hjá þér. Þá hverfur allt sem nú er næst, sem næturskuggi er fer um svið. Og tíð sú ein sem okkur var til yndis gefin tekur við. Er röðull skín á banabraut, og ver mér ljós í hinsta stig. Þá verður það hin sama sól, og sá ég fegurst skína um þig. (Theodor Storm) Hvíl í friði. Kveðja frá ástkærri eiginkonu, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir. Það var farið að grilla í vorið, sólin búin að klifra þokkalega hátt upp á himininn þótt hitamælirinn sýndi ekki mikið vor. Fullir af þrá og tilhlökkun voru tengdaforeldrar mínir mættir í sælu- reitinn sinn í Grímsnesinu til að taka á móti páskunum og komandi vori. Líkt og þetta er tími komu lóunnar var þetta tíminn þeirra Agnars og Siggu Grétu. Grænu puttarnir hans Agnars voru farnir að þrá snertingu við nátt- úruna sem var honum svo hugstæð. En að þetta yrði síðasta vorið hans Agnars datt mér ekki í hug. Hér vil ég nota mér textann í laginu sem á svo vel við um hann; „því hann var búinn að bíða og bíða og bíða og bíða“ eftir þessu augnabliki, að fylla Mitsubishi- inn af kosti og halda í sveitina. En eft- ir skamma viðdvöl í sveitinni kvaddi vágestur dyra sem reyndist Agnari ofviða. Lífsklukkan stoppaði. Við fáum lítt ráðið við augnablik sem þessi, þau koma þegar síst skyldi og oft erfitt að skilja tilganginn. Ég gleðst þó yfir að honum voru gefnir síðustu dagarnir innan um það sem hann var búinn að rækta og smíða á undanförnum árum. Hand- bragðið og ræktunin segir allt um náttúruunnandann Agnar Urban. Ég veit að hann var ekki sáttur við þessi vistaskipti, sem skiljanlegt er, hver yrði það? Takk fyrir hjálpina í fjósinu og alla flutningana. Ég veit að þú finnur þér næg verk- efni hvar sem þú tyllir niður fæti. Það var aldrei þinn stíll að vera aðgerð- arlaus og vont verður að hafa þig ekki nálægt sér á góðum stundum til að segja og staðfesta með mér missannar sögur, því húmorinn þinn átti alltaf vel við. Saknaðarkveðja. Þinn vinur og tengdasonur, Þorvaldur Guðmundsson. Agnar Urban

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.