Morgunblaðið - 09.04.2010, Qupperneq 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010
✝ Árni Theódórssonfæddist í Reykja-
vík 11. janúar 1929.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 4. apríl
sl.
Foreldrar hans
voru Theódór N. Sig-
urgeirsson, f. 22. sept.
1895 á Efri-Brunná í
Dalasýslu, d. 4. ágúst
1983, og Þóra Árna-
dóttir, f. 24. feb. 1899
á Uppsölum í Hálsa-
sveit, d. 7. sept. 1982.
Bændur á Brennistöð-
um í Flókadal. Systkini Árna eru;
Þorsteinn, f. 14. júlí 1934, kvæntur
Elsu Sveinsdóttur og Valgerður, f.
19. des. 1930, gift Kristjáni Jónssyni.
Eftirlifandi eiginkona Árna er
Vigdís G. Sigvaldadóttir, f. 13. apríl
1933, frá Ausu í Andakíl. Árni og
Vigdís giftust 31. des. 1961 og eign-
uðust fjögur börn, áður átti Vigdís
Steindór Rafn Theódórsson húsa-
smið, f. 28. júlí 1953, sambýliskona
hans er Brynja Bjarnadóttir stuðn-
ingsfulltrúi. Þau eiga tvö börn auk
fóstursonar. Áður átti Steindór eina
dóttur en Brynja tvö börn. Börn
Árna og Vigdísar eru; Bjarni, f. 29.
apríl 1961, byggingatæknifræð-
eldrar hans verslun á Nönnugötu 5 í
Reykjavík. Sumarið 1935 keyptu
þau Geitháls og ráku þar gisti- og
veitingasölu. Vorið 1939 fluttu þau
að Brennistöðum í Flókadal og tóku
við búi foreldra Þóru, móður Árna.
Brennistaðir áttu síðan eftir að vera
heimili Árna til dauðadags. Árni
lauk landsprófi frá Reykholtsskóla
og sveinsprófi í trésmíði frá Iðnskól-
anum í Borgarnesi. Hann starfaði
alla tíð sem bóndi en auk þess við
smíðar og lagfæringar í sveitinni og
við uppsetningu sumarhúsa víða um
land. Árni vann mikið að sveit-
arstjórnar- og félagsmálum í sveit-
inni. Hann sat í hreppsnefnd um
tíma, var lengi í byggingarnefnd t.d.
við byggingu Reykholtskirkju og
vann að brunabótamati. Hann var
heiðursfélagi í Ungmennafélagi
Reykdæla þar sem hann vann óeig-
ingjarnt starf. Árni var einn af
frumkvöðlum ferðaþjónustu í Borg-
arfirði og byggði aðstöðu á Brenni-
stöðum af dugnaði og útsjónarsemi.
Árni og Vigga áttu langt og farsælt
samstarf við Félagsmálastofnun
Reykjavíkur og ýmis sveitarfélög
um dvöl barna. Ekki er til tala yfir
öll þau börn sem hafa komið við
sögu Brennistaða – sum nokkra
daga, önnur vikur, mánuði og jafn-
vel ár eða áraraðir.
Útför Árna fer fram frá Reyk-
holtskirkju í Borgarfirði í dag, 9.
apríl, og hefst athöfnin kl. 14.
ingur, kvæntur Emil-
íu Sigurðardóttur
kennara og eiga þau
þrjú börn. Sigvaldi, f.
1. feb. 1963, vélaverk-
fræðingur. Hann á
tvær dætur og eitt
afabarn. Steinunn, f.
9. apríl 1965, org-
anisti og píanókenn-
ari. Hún á þrjú börn
og eitt ömmubarn.
Þóra, f. 21. maí 1967,
líffræðingur og fram-
haldsskólakennari,
gift Hafsteini Ó. Þór-
issyni, bónda og tónlistarkennara.
Þau eiga tvo drengi en Hafsteinn
átti dóttur fyrir. Fósturbörn Árna
og Vigdísar eru þrjú. Kristín Birg-
isdóttir, f. 1. apríl 1960, garðyrkju-
fræðingur, gift Heiðari Sigurðssyni
feldskera. Þau eiga þrjú börn, Heið-
ar átti einn son fyrir. Sigurbjörn
Birgisson, f. 8. feb. 1962, læknir,
kvæntur Helgu Sigurðardóttur
garðyrkjufræðingi. Þau eiga tvö
börn. Kjartan Örn Einarsson, f. 2.
apríl 1978. Hann á þrjú börn. Einnig
hefur fjöldi barna notið umönnunar
þeirra hjóna um lengri eða skemmri
tíma.
Þegar Árni fæddist ráku for-
Á páskadagsmorgni lést faðir minn
elskulegi. Löngum og góðum starfs-
degi var lokið. Við birtu páskahátíðar
var við hæfi að hann fengi hvíldina.
Það er birta sem umlykur minn-
ingar um föður minn. Betri föður get
ég ekki hugsað mér að hafa átt. Hann
ætlaðist ekki til neins en hvatti þó til
dáða með ljúfum og elskulegum
hætti. Hann var faðir og vinur.
Foreldrar mínir voru samhent í
verkum sínum. Pabbi sagði að þau
hefðu alltaf verið sammála um það
sem skipti máli. Þau lögðu sig bæði
fram um að koma börnum sínum til
mennta. Með nægjusemi tókst þeim
það. Þeirra gleði var að við værum að
starfa við það sem hugurinn okkar
þráði.
Þau tóku að sér börn í lengri og
skemmri tíma sem þurftu á aðstoð að
halda. Margar ástæður gátu verið
fyrir því og má segja að þau hafi
kynnst öllum hugsanlegum málum er
snertu velferð barna. Á þeirra heimili
voru allir velkomnir.
Pabbi notaði allra stundir sem
hann gat milli verka á heimilinu til
lestrar. Átti hann við ævilok fallegt
bókasafn. Þar á meðal marga dýr-
gripi.
Síðustu tvö ár voru pabba erfið.
Lungun hans voru illa skemmd. Þau
höfðu ekki þolað ryk frá heyhirðingu.
Tókst hann á við veikindi sín af æðru-
leysi. Hugurinn var þó ávallt skýr.
Þegar líkamlegir kraftar þrutu notaði
hann tímann og skrifaði minningar-
brot. Var honum hugleikið að varð-
veita upplýsingar sem annars féllu í
gleymsku eftir hans daga. Er þar
gullkista af fróðleik.
Gildismat pabba var heilt. Réttvísi
og heiðarleiki voru vegvísarnir.
Nokkuð sem er vandfundið í dag.
Dvalarheimilið í Borgarnesi var
hans griðastaður þegar kraftar þrutu.
Erum við fjölskyldan þakklát lækn-
um og starfsfólki fyrir velvilja og
elskusemi í hans garð. Sömuleiðis
starfsfólki á Sjúkrahúsinu á Akranesi
sem önnuðust hann í veikindum hans.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku pabbi.
Minning þín lifir.
Steinunn Árnadóttir.
Árið 1971 vorum við Kristín systir
send til sumardvalar í sveit á Brenni-
stöðum í Flókadal til Árna og Viggu.
Sumardvöl varð að vetrardvöl með
skólagöngu í Kleppjárnsreykjaskóla
og þannig æxlaðist til að við systkinin
ólumst upp á Brennistöðum uns við
fórum í framhaldsskóla. Á Brenni-
stöðum eignuðumst við fimm uppeld-
issystkini og var Árna og Viggu um-
hugað um okkur systkinin sem sín
eigin og börn þeirra tóku okkur í sinn
systkinahóp sem aldrei hefur borið
skugga á.
Á Brennistöðum var hjörð af
krökkum sem fylltu heilan skólabíl á
veturna og heyvagn á sumrin, þegar
fleiri bættust við. Árni og Vigga voru
með ólíkar uppeldisaðferðir sem á
einhvern hátt sameinuðust í eina góða
líkt og samvinna þeirra í búskapnum
gerði einnig. Hjá Árna og Viggu var
gott að vera, þar var heimili með aga,
aðhaldi, umhyggju, öryggi og stöðug-
leika en jafnframt sjálfræði. Árni var
alveg einstakega umburðarlyndur og
komumst við krakkarnir oft upp með
ótrúleg uppátæki. Hann virtist þó
hafa augu í hnakkanum og gætti okk-
ar vel og urðu óhöpp fátíð á Brenni-
stöðum þrátt fyrir mikinn krakka-
skara, vélar, tól og tæki og afar
fjölbreyttan búfénað. Árni upplifði
sem bóndi í áratugi miklar framfarir í
heyskap. Heyskap frá tímum amboða
og heysáta til daga öflugra vinnuvéla
og heyrúlla, tímabil frá líkamlegu
striti til vélvæðingar. Ilmurinn af ný-
slegnu eða vel verkuðu heyi er jafn
yndislegur og ólyktin er af því legnu,
blautu og mygluðu. Ósjaldan sá mað-
ur Árna bera að vitum sér töðuna úti
á túni, inni í hlöðu, fjósi eða fjárhúsi til
að finna angan og meta gæði hennar.
Frá bernsku var Árni oft og lengi
útsettur fyrir þykkum rykmekki af
gömlu og mygluðu heyi, sem með
verkunaraðferðum í dag er nánast
óþekkt vandamál. Hið lúmska mygl-
aða heyryk vann sem þögult vopn í
áranna rás og olli hjá Árna heymæði
sem dró hægt og hljótt úr honum
þrótt og þrek og varð honum síðan að
aldurtila. Þrátt fyrir langvarandi
veikindi sín heyrðist aldrei kvart eða
kvein frá Árna og hélt hann vitsmun-
um sínum óskertum fram til síðasta
dags. Heilbrigðisstarfsfólk sem kom
að umönnun hans dásamaði einstaka
hógværð hans og rólyndi í veikind-
unum. Árni og Vigga voru afar þakk-
lát fyrir þá góðu umönnun sem hann
fékk ávallt á Akranesi, í Borgarnesi
og á Landspítalanum.
Merkustu heimspekingar sögunn-
ar telja að dygð sé sá persónueigin-
leiki sem gerir mann að góðum
manni. Það hljómar ef til vill klisju-
kennt en Árni hafði í mínum huga alla
þá eiginleika í fari sínu sem teljast til
dygða og breytni hans var í samræmi
við þær allar. Árni var hógvær, um-
burðarlyndur, hófsamur, velviljaður,
háttvís, kurteis, áreiðanlegur, góðvilj-
aður, heiðarlegur, réttlátur og sam-
viskusamur. Hann var dygðugur
maður og vitur.
Elsku Árni, ég þakka þér alla þá
umhyggju og alúð og það góða upp-
eldi sem þú veittir mér.
Sigurbjörn.
Mig langar að minnast fyrrverandi
tengdaföður míns, Árna á Brenni-
stöðum eins og hann var jafnan kall-
aður.
Kynni okkar hófust fyrir um 25 ár-
um, þegar ég kom fyrst að Brenni-
stöðum. Árni var ákaflega dagfars-
prúður maður, víðlesinn og drengur
góður. Meðan eitthvert næði gafst frá
sveitastörfunum var Árni kominn
með bók í hönd, því hann elskaði bæk-
ur og átti líka mikið til af þeim. Það
var hægt að spyrja hann um allt milli
himins og jarðar, þar var ekki komið
að tómum kofunum því fróðleiksfýsn
var honum í blóð borin og hann mundi
líka það sem hann las. Ég bar strax í
upphafi mikla virðingu fyrir honum
og öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur og sagði.
Auk hefðbundins búskapar hefur á
Brennistöðum verið rekin bændagist-
ing og það eru nokkrir tugir barna
sem hingað komu í sveit frá félags-
málayfirvöldum. Það var mikið starf
og óeigingjarnt að sinna þessu öllu
svo sómi væri að. Hingað komu börn
sem voru sérstaklega illa sett, en hér
lágu hjónin ekki á liði sínu frekar en
fyrri daginn og bjuggu þessum börn-
um gott heimili. Fyrir þennan mann
hafði lífið einhvern tilgang.
Það er svo mikil eftirsjá í öllu tilliti
að honum Árna og ég hugsa gjarnan
til þess, hvað margir einstaklingar
eiga honum og hans konu mikið að
þakka. Ég á margar góðar minningar
um Árna þó svo þær verði ekki taldar
hér upp frekar. Árni var einn af þeim
mönnum sem svo gott er að hafa
kynnst.
Ég votta eiginkonu hans, börnum
og öðru skyldfólki innilega samúð
mína.
Gunnar G. Gunnarsson.
Góður nágranni genginn. Árni
Theodórsson á Brennistöðum í Flóka-
dal er látinn. Í rúm 50 ár voru hann og
fjölskylda hans næstu nágrannar
okkar á Hæli, aðeins einn kílómetri
milli bæjanna og árspræna skildi
löndin að. Afi og amma Árna komu að
Brennistöðum árið 1900 og ættmenn
okkar voru fyrir á Hæli. Foreldrar
Árna fluttu síðan að Brennistöðum
árið 1938 og nábýlið stóð til ársins
1991 þegar gamla Hælsfólkið flutti
burtu.
Við systkinin eigum góðar minn-
ingar um Flókdæli. Beztu minning-
arnar eru þó tengdar heimilunum á
Brennistöðum, fyrst foreldrum Árna
og börnum þeirra og síðan fjölskyldu
Árna, Vigdísi (Viggu) konu hans,
börnum þeirra og fósturbörnun. En
Árni og Vigga tóku fjölda barna til
lengri og skemmri vistar og sum
þeirra ílentust á Brennistöðum og
urðu hluti af fjölskyldunni.
Garður er granna sættir segir gam-
alt máltæki. Engan garð þurfti milli
Brennistaða og Hæls. Árekstrar milli
heimilanna voru óþekktir, og Brenni-
staðafólk umbar með þolinmæði að
sauðfé og hrossum á Hæli þótti oft
valllendið í Brennistaðahlíð munn-
tamara en mýragróðurinn á Hæls-
heiði. Mikil samvinna var milli bæj-
anna um smalanir, rúning og
réttaferðir. Þetta voru þó ekki einu
samskiptin. Brennistaðafólk var
ávallt reiðubúið að hlaupa undir
bagga með Hælsfólki og reynt var að
gjalda í sömu mynt en skakkinn var
örugglega allmikill. Til Árna var
gjarnan leitað þegar smiðshanda var
þörf auk annars kvabbs.
Árni var níu ára gamall þegar hann
flutti með foreldrum sínum að Brenni-
stöðum. Þar átti hann síðan heimili
sitt. Langdvalir að heiman voru litlar
nema vera í Reykholtsskóla og vistir á
sjúkrahúsum og Dvalarheimili aldr-
aðra í Borgarnesi síðustu árin. Árni
gerðist snemma grjótpáll fyrir búi
foreldra sinna og hóf búskap í sambýli
við þau ásamt konu sinni árið 1961.
Þau stofnuðu nýbýlið Brennistaði II
árið 1963 en tóku við jörðinni allri árið
1967 og enn á Vigga sauðfé sér til
ánægju.
Á Brennistöðum var rekið gott bú,
mikið ræktað, vel hýst, gripir gáfu
góðan arð og snyrtimennskan réð úti
og inni. Okkur þykir þó sem Árni hafi
ekki verið alls kostar á réttri hillu sem
bóndi. Afi hans, Árni Þorsteinsson,
var þekktur húsa- og kirkjusmiður.
Hagleikurinn erfðist til barna hans og
barnabarna. Árni Theodórsson var af-
kastamikill smiður og aflaði sér rétt-
inda, þegar hann var orðinn bóndi, og
stundaði smíðar með búskapnum.
Langskólaganga hefði ekki síður legið
fyrir Árna, en hann kaus að halda
tryggð við sveitina og Brennistaða-
jörðina. Ræktarsemi hans kom ekki
síður fram í viðhaldi og varðveizlu
gamalla verkfæra og umsjón með ljós-
myndasafni móðurbróður síns Bjarna
Árnasonar. Þegar starfsþrek þraut
tók Árni að færa í letur ýmsan fróð-
leik. Líkaminn galt bölvalds íslenzkra
bænda, heyryksins, sem hafði
snemma áhrif á heilsu Árna.
Móðir okkar og við systkinin þökk-
um Árna og Brennistaðafólki öllu
eldra og yngra ævilanga vináttu,
tryggð, hlýhug og hjálpsemi alla.
„Láti guð honum nú raun lofi betri.“
Björk, Ásgeir, Ingunn
og Helga Ingimundarbörn
frá Hæli.
Árni Theódórsson
✝ Guðrún LovísaSnorradóttir
fæddist 27. febrúar
1925 í Stóru-Gröf á
Langholti í Skaga-
firði. Hún lést á Dval-
arheimili aldraðra við
sjúkrahúsið á Sauð-
árkróki 31. mars 2010.
Foreldrar Guð-
rúnar voru Snorri
Stefánsson og Jórunn
Sigurðardóttir, ábú-
endur á Stóru-Gröf.
Börn þeirra er upp
komust voru, auk
Guðrúnar, þau Sigrún Ólöf, f. 11.
mars 1913, og Sigurður, f. 6. apríl
1919, d. 20. febrúar 1998.
Guðrún ólst upp í Stóru-Gröf. Frá
8 ára aldri til 16 ára bjó hún með for-
eldrum sínum á Sauðárkróki að
vetrum og var í Barna- og unglinga-
skólanum á Sauðákróki en í Stóru-
Gröf á sumrin. Árið 1947 flutti Guð-
rún aftur til Sauðárkróks og hóf bú-
skap með Pálma Antoni Sigurðssyni
frá Sauðárkróki. Guðrún giftst
Pálma 17. maí 1953. Börn þeirra
eru: 1) Ólöf, f. 26. febr-
úar 1948. Ólöf er gift
Þorsteini Ingólfssyni,
þeirra börn eru: a) Ing-
ólfur, giftur Annette
Marie Hansen og eiga
þau fjögur börn, Kor-
mák Jens, Signýju
Brink, Sindra Brink og
Rakel Brink. b) Pálmi
Reyr, maki Ingibjörg
Ósk Pétursdóttir. 2)
Guðbjörg Sigríður, f. 2.
febrúar 1952. Guðbjörg
er gift Valgeiri Steini
Kárasyni, þeirra börn
eru: a) Guðrún Jóna, börn hennar og
Þórðar Þórðarsonar eru Íris Lilja og
Valgeir Ingi, b) Dagmar Hlín, maki
Börkur Hólmgeirsson, sonur þeirra
er Ísak Geir, c) Árni Geir, maki Sig-
ríður Ólöf Guðmundsdóttir og d)
Pálmi Þór. 3) Snorri Rúnar, f. 22. jan-
úar 1961. Snorri Rúnar er kvæntur
Anne Marie Haga og eiga þau þrjá
syni, a) Einar, b) Jakob og c) Axel.
Útför Guðrúnar fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju 9. apríl 2010 og hefst
athöfnin kl. 14.
Amma okkar yndislega er fallin frá.
Það er erfitt að minnast svona stór-
brotinnar manneskju í fáum orðum.
Við leyfum okkur að halda því fram að
hún hafi verið amma á heimsmæli-
kvarða. Umhyggjan, alúðin, hlýjan og
kærleikurinn sem Gunna amma bjó
yfir var eins og botnlaus brunnur. Við
barnabörnin (og barnabarnabörnin)
vorum alltaf velkomin, hvenær sem
var. Þegar við komum, hvort sem það
var í mat eða til búsetu, þá fundum við
alltaf fyrir skilyrðislausri ást hennar
gagnvart okkur. Hún hentist á fætur
og galdraði fram kræsingar á auga-
bragði eins og lummur, kleinur,
pönnukökur, hjónabandssælu og alls-
kyns grauta. Ísskápurinn var uppá-
haldsstaðurinn okkar til að kíkja í.
Þegar við vorum í mat hjá henni þá
var okkur uppálagt að leggja okkur
eftir matinn. Þvílík og önnur eins dek-
urmeðferð sem við fengum hjá henni.
Við eigum eftir að sakna þess hve
mikla umhyggju hún sýndi okkur og
aldrei gerði hún upp á milli okkar.
Hún var sú sem alltaf nennti að lesa
fyrir okkur, segja okkur sögur, kenna
okkur að spila og leggja kapal – og já,
hún lagði grunninn að góðri dönsku-
kunnáttu okkar með því að lesa fyrir
okkur Andrés Önd á dönsku.
Gunna amma ræktaði ekki bara
manneskjur heldur blómstraði allt í
höndunum á henni. Garðurinn á Æg-
isstígnum hefur alla tíð verið umvaf-
inn fallegum gróðri og skreyttur lit-
ríkum blómum og plöntum. Hún var
ótrúlega flink í höndunum og það sem
hún gat töfrað fram var með ólíkind-
um. Hún saumaði svakalega fallegar
flíkur, myndir og önnur listaverk,
prjónaði ótrúlega flottar peysur, hlýja
sokka og vettlinga. Hún var alltaf
með eina kommóðuskúffu sem var
iðulega full af vettlingum og sokkum
sem við máttum velja úr.
Amma og afi hafa alltaf verið með
okkur á jólum og áramótum, fyrst
niðri á Ægisstíg og svo heima í Háu-
hlíð. Gunna amma var mjög glæsileg
kona í alla staði, hvar sem hún var og
hvert sem hún fór. Árlega var svo
jólaboð á annan í jólum þar sem
amma fór á kostum. Þar bauð hún
upp á rjúkandi heitt súkkulaði, rjóma-
tertu, sprautukökur og fleiri kræsing-
ar.
Minningarnar frá Ægisstíg eru svo
ótal margar, þær eiga alltaf eftir að
lifa í hjarta okkar.
Hvíl í friði, elsku amma.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Elsku Pálmi afi, megi Guð gefa þér
styrk til að takast á við þennan mikla
missi.
Guðrún Jóna, Dagmar Hlín,
Árni Geir og Pálmi Þór.
Elsku langamma mín. Þú varst svo
góð við mig og þú fylgdist svo vel með
mér stækka og þroskast. Þegar ég
kom í heimsókn vildir þú alltaf leika
við mig. Þú varst svo glöð þegar ég
mátti loksins fá eitthvað að borða
annað en mjólk – þá fékk ég pönnu-
kökur hjá þér. Við töluðum oft saman
í síma og þér tókst alltaf að heyra
amma þegar ég „bablaði“ í símann.
Núna ætla ég að vera duglegur að
hringja í langafa minn.
Elsku amma, við eigum öll eftir að
sakna þín mjög mikið. Hvíl í friði.
Þinn
Ísak Geir.
Guðrún Lovísa
Snorradóttir