Morgunblaðið - 09.04.2010, Side 26

Morgunblaðið - 09.04.2010, Side 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010 ✝ Jónína Sigurð-ardóttir fæddist á Egg í Hegranesi í Skagafirði 30.4. 1914. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína Jónsdóttir á Egg, f. 26.7. 1874, d. 14.11. 1942, og Sig- urður Þórðarson frá Hnjúki í Skíðadal, f. 10.10. 1879, d. 12.1. 1978. Systkini Jónínu sem upp komust voru Þórður Skíðdal, f. 1908, d. 1932, Sig- ríður Guðrún, f. 1910, d. 1977, og Halldóra, f. 1912, d. 1993. Jónína giftist þann 22.8. 1942 Jó- hannesi Ingimar Hannessyni, fædd- um í Glaumbæ 21.8. 1913, d. 30.3. 2007. Foreldrar Jóhannesar voru Valgerður Sigríður Stefánsdóttir frá Halldórsstöðum, f. 8.9 1892, d. 16.12. 1994, og Hannes Jóhannesson frá Ytra-Skörðugili, f. 28.5. 1891, d. 12.6. 1916. Börn Jónínu og Jóhannesar eru: 1) Drengur, fæddur andvana 20.7. 1943. 2) Þórður Pálmar, f. 20.1. 1945, býr á Egg. Maki hans er Sig- urbjörg Valtýsdóttir. Þau eiga fjög- ur börn, Valbjörgu, Halldóru Björk, Þórð Inga og Jónínu og eru barna- börnin níu. 3) Ingibjörg Jóhanna, f. 12.5. 1947, býr í Ketu. Maki hennar er Símon Eðvald Traustason. Þau eiga fjögur börn, Jónínu Hrönn, Jó- hannes Hreiðar, Ragnheiði Hlín og Gígju Hrund og eru barnabörnin tólf. 4) Pálína Sigríður, f. 9.3. 1949, búsett á Möðruvöllum í Hörgárdal. Maki hennar er Bjarni Eyjólfur Guðleifsson. Þau eiga fjögur börn, Brynhildi, Brynjólf, Sigurborgu og Sigríði og eru barnabörnin níu. 5) Elín Gerður, f. 23.6. 1951, búsett á Sauð- árkróki. Var gift Jón- birni Þórarinssyni, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru þrjú, Guð- mundur, Eva Dögg og Valgerður Jóna og eru barnabörnin þrjú. Sam- býlismaður Elínar er Stefán Ævar Ívarsson. 6) Sigurður, f. 20.12. 1957, búsettur í Bretlandi. Maki hans er Annie Bera- quit. Þau eiga tvær dætur, þær Söru Ann og Ruby Jónínu. Jóhannes og Jónína hófu búskap á Egg árið 1942 og bjuggu þar allan sinn búskap. Gekk Jónína til allra bú- starfa utandyra sem innan. Jónína stundaði nám á Héraðsskólanum á Laugarvatni 1932-1933 og nam org- elleik í Reykjavík um svipað leyti. Hún var organisti í Rípurkirkju og kenndi söng við Barnaskóla Ríp- urhrepps til fjölda ára, en hún hafði yndi af söng og tónlist og söngrödd góða. Hún var félagi í Kvenfélagi Rípurhrepps, þar af lengi formaður, og heiðursfélagi þess hin síðari ár. Jónína var einn af stofnendum Kristniboðsfélagsins Frækornsins í Skagafirði enda guðstrúin sterkur þáttur í lífi hennar. Útför Jónínu verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 9. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Jarð- sett verður að Ríp í Hegranesi. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann hjá okkur syst- kinunum nú þegar við kveðjum móð- ur okkar eftir langa og góða sam- fylgd. Það er mikil gæfa fyrir hvern mann að fá að alast upp hjá góðum og traustum foreldrum, sem kenna börn- um sínum guðsótta og góða siði, heið- arleika, vinnusemi og reglusemi, og er okkur ómetanlegt að hafa átt því láni að fagna. Mamma ólst upp í sveitinni sinni, Hegranesinu, sem var alla tíð hennar sveit og hún unni mjög. Hún átti aldr- ei annars staðar heima. Fjallahring- urinn svo fagur frá hennar bæjardyr- um og Skagafjörður fegursta hérað landsins. Hún lifði miklar breytingar í lifnaðar- og búskaparháttum á sinni löngu ævi og sagði okkur oft frá því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig þeg- ar hún var að alast upp og hvorki var rafmagn né önnur þægindi sem við höfum í dag. Hún var dugnaðarforkur til allrar vinnu og ósérhlífin en hafði þó alltaf tíma fyrir okkur, sannkölluð hetja og góð fyrirmynd. Okkur er efst í huga þakklæti til móður okkar fyrir allt sem hún hefur verið okkur, fyrir kærleikann og um- hyggjuna, þolinmæðina og fórnfýsina og að börnin okkar og barnabörn hafa fengið að njóta þess sama. Hún kenndi okkur bænir og vers og að setja traust okkar á góðan Guð. Það veganesti er gott að hafa með sér út í lífið. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku mamma, við kveðjum þig með söknuði og hjartans þökk fyrir allt. Við vitum að þú færð góðar mót- tökur á himnum. Friður Guðs þig blessi. Þín börn, Þórður Pálmar, Ingibjörg Jóhanna, Pálína Sigríður og Sigurður. Elsku mamma mín. Þá er lífsgöngu þinni lokið á þessari jörð eftir langa og farsæla ævi. Nú ert þú komin í aðra og miklu betri veröld þar sem vel hefur verið tekið á móti þér. Þú áttir þína sterku trú á Drottin þinn og ólst okkur börnin þín upp í guðsótta og góðum siðum og að því búum við alla ævi. Það var okkur dýr- mætt að eiga þig að svona lengi, þú varst heilsugóð og ótrúlega dugleg og hress alveg undir það síðasta. Ekki er langt síðan þú spilaðir á orgelið af fingrum fram hin fínustu lög og tókst þér það með ágætum. Ég þakka þér ævinlega allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína, alltaf tókuð þið pabbi fagnandi á móti okkur þegar við heimsóttum ykkur í sveitina á Egg. Og ekki síður þessa mánuði sem þú dvaldir á dvalarheimilinu, þá ljómaðir þú af gleði þegar við birtumst þar. Ég skila hjartans kveðju frá börn- unum mínum og barnabörnum. Þau minnast ömmu sinnar með þakklæti fyrir allt, sérstaklega muna þau þitt góða heita súkkulaði sem þau fengu alltaf hjá þér, því enginn bjó til eins gott kakó og amma í sveitinni. Við söknum þín óendanlega mikið en varðveitum allar góðu minningarn- ar um þig. Ég ætla að enda þetta með því fallegasta ljóði sem ég veit og seg- ir það í rauninni allt sem býr í huga mínum þessa stundina. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, Guð geymi þig Þín dóttir, Elín. Jónína Sigurðardóttir tengdamóðir mín var eftirtektarverð manneskja. Hún var komin yfir miðjan aldur þeg- ar ég kynntist þeim hjónunum á Egg. Jónína var fremur lágvaxin en sam- svaraði sér vel og úr andlitinu skein einbeitni og festa. Ef ég ætti að telja fram þá eiginleika sem einkenndu hana þá mundi ég fyrst telja einbeitn- ina, áhugann, þá dugnaðinn, trúar- vissuna, reynsluna og söngelskuna. Hún vann alla sína starfsævi að búi þeirra hjóna á Egg og var sívinnandi, full af áhuga og tók þátt í flestum bú- störfum. Hún telst að mínu mati til þeirra kvenskörunga íslensku þjóðar- innar sem hafa gegnum aldirnar unn- ið af trúmennsku og hógværð verkin sem vinna þurfti, heimilinu og þjóð- inni til heilla. Jónína var alla tíð mikil búkona og hvar sem hún fór um land- ið sá hún mikla ræktunarmöguleika og hugsaði þá til framtíðar fyrir land og þjóð. Jónína ól upp fimm mann- vænleg börn og kenndu þau hjónin þeim þjóðlegan fróðleik, Guðsótta og góða siði. Kannski var trúhneigðin dýpsti og merkilegasti þátturinn í lífi Jónínu, en þar bar hún mikinn svip af Sigurði föður sínum sem einnig átti lifandi trúarsamfélag við Guð. Því miður eru þessir góðu eiginleikar allt of sjaldséðir á Íslandi í dag. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af Jónínu og öllu hennar fólki, kynni sem hafa verið mér til góðs. Enda þótt við söknum hennar, þá vitum við að hún er komin til þess Guðs sem hún trúði á og treysti. Ég votta nánustu aðstand- endum samúð við fráfall þessarar góðu og traustu konu. Bjarni E. Guðleifsson. Mig langar að minnast hennar ömmu minnar og nöfnu í örfáum orð- um um leið og ég kveð hana með sökn- uði, en jafnframt með þakklæti í huga, fyrir að vera sú sem hún var. Ég var svo heppin að fá að kynnast henni ömmu strax þegar ég var lítil stelpa og bjó á sama bæ og hún til fjögurra ára aldurs. Ég man reyndar ekkert eftir því, en ég man þegar ég var orðin aðeins eldri og flutt í Ketuna og fékk að fara gangandi í heimsókn til ömmu og afa á Egg. Það var frekar langt ferðalag fyrir stutta fætur, en það var alltaf vel tekið á móti mér, með ein- hverju góðgæti. Oftast hafði ég stopp- að einhvers staðar á leiðinni og tínt blóm í vegkantinum til að færa ömmu blómvönd, því hún var svo mikil blómakona og alltaf var hún voða þakklát fyrir blómin. Mér fannst alltaf svo skrítið þegar hún heilsaði mér með orðunum: „Ert þú komin, frænka mín?“ Því ég var ekkert frænka henn- ar, hún var amma mín! Eftir að ég flutti vestur og eignaðist fjölskyldu reyndi ég alltaf að fara sem fyrst í heimsókn til hennar þegar ég kom norður. Ef henni fannst það dragast úr hófi að ég kæmi upp í Egg hringdi hún í Ketuna til að athuga hvort ég ætlaði nú ekki að kíkja á hana, sem ég og gerði, því það að fara upp í Egg var hluti af því að „skreppa heim“ í Skagafjörðinn. Á sumrin gekk hún með mér um garðinn sinn og sýndi mér hann og fannst ég óttalegur rati að þekkja ekkert til blómanna, því áhuga á blómum og garðrækt sæki ég sko ekki til nafns. Stundum settist hún líka við gamla orgelið og spilaði á það fyrir okkur og vildi helst að við syngjum með, því hún hafði líka yndi af tónlist og söng. Við vinkonurnar rifjum það stundum upp þegar hún kenndi okkur söng í barnaskóla, það var oft glatt á hjalla þá. Hún spilaði líka á orgel í Rípurkirkju og við sung- um stundum með kórnum. Stundum fórum við m.a.s. upp í Egg til að æfa okkur með henni. Í eitt skiptið langaði mig svo með vinkonunum á ball, en ég hafði ekki aldur til og mamma og pabbi voru ekki heima, svo amma skrifaði bara á blað að hún tæki ábyrgð á mér og vissi að ég myndi ekki gera neitt af mér. Að sjálfsögðu mætti ég fara með þeim á ball. – Ég man nú ekki hvernig þetta endaði, hvort ég fór á ballið, en hún var a.m.k. tilbúin til að treysta mér og fyrir það er ég þakklát. Það var skrítið að koma upp í Egg fyrst eftir að afi dó, og nú verður það enn skrítnara þegar amma er farin líka. En minningarnar lifa og ég er endalaust þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þeim og fengið að vera samvistum við þau svona lengi og fyr- ir að börnin mín fengu að kynnast þeim líka, þó svo að við höfum búið svona langt í burtu. Elsku amma, takk fyrir allt. Þín dótturdóttir og nafna, Jónína Hrönn (Ninna). Elsku amma Jónína. Nú er komið að síðustu kveðju- stund og minningarnar þjóta um hug- ann. Mikið tel ég mig hafa verið heppna að fá að alast upp með ömmu og afa alveg mér við hlið. Að fá að kúra uppi í rúmi hjá þér og afa ef ég fór ekki í fjósið á morgnana og fá morg- unkaffi sem samanstóð af brauði með marmelaði og osti og tekexi ofan á og auðvitað kaffi með mjólk. Að fá kand- ískörtu eða súkkulaðimola úr skápn- um góða eða bara knús og koss. Þú í miðherberginu að lesa í bók eða spila á orgelið þitt sem þú gerðir svo vel alla tíð og bara síðast núna um jólin. Þú kallaðir mig ævinlega nöfnu þína, ljósið þitt eða gullið þitt, ekki slæm nöfn það. Sagðir okkur syst- kinunum sögur og ævintýr og kenndir okkur vísur og lög. Þú hafðir yndi af garðinum þínum og vildir hafa hann fínan og fallegan sem hann alltaf var. Við fengum okkur göngutúr í Bæjar- klöppina og tíndum saman blóðberg sem þú notaðir í te. Það er fullt af minningum sem ég á um þig, elsku amma mín. Eftir að við fluttum á Krókinn fannst þér alveg nauðsynlegt að ein- hver kæmi í sveitina um helgar sem við oftast gerðum. Þú elskaðir lang- ömmubörnin þín mikið og þau þig. Eftir að þú fórst á dvalarheimilið fór ég oft að heimsækja þig með krakk- ana mína, Brynjar Snæ og Sunnevu Dís, það sem þér þótti það gaman og þeim líka. Að hlaupa nokkrar ferðir á langa ganginum (þó þau mættu það nú ekki), að fá smá nammi úr skúffunni þinni og að syngja fyrir þig ýmiss kon- ar lög eða „stíga við stokkinn“ hjá þér. Þetta eru ógleymanlegar stundir sem ég og börnin mín munu geyma í hjarta okkar. Það er erfitt fyrir alla þegar einhver kveður og mjög erfitt fyrir litla krakka að skilja það, að geta aldrei heimsótt langömmu sína aftur. Brynjar og Sunneva segja oft á dag hvað þau sakni þín mikið. Og það geri ég líka. Mikið þótti mér gott að geta verið hjá þér síðasta spölinn og haldið í höndina þína, en það var líka mjög erfitt, elsku amma mín. Elsku amma, ég geymi allar þessar minningar og miklu fleiri í hjarta mér. Nú ertu komin til afa, sem hefur tekið á móti þér með opinn faðminn. Ég bið Guð að vernda okkur öll og styrkja. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug mér fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allt, elsku amma mín. Jónína Pálmarsdóttir (nafna þín). Elsku amma Jónína. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku amma okkar, við viljum þakka þér fyrir allar samverustund- irnar sem við áttum saman. Blessuð sé minning þín. Valbjörg, Halldóra, Þórður og Jónína. Okkur systkinin langar með nokkr- um orðum að minnast ömmu okkar, Jónínu Sigurðardóttur, sem lést fyrir rúmri viku. Minningarnar um ömmu eru margar og flestar tengdar bænum Egg í Skagafirði þar sem amma ólst upp og bjó alla sína tíð. Það var alltaf gott að koma í Egg. Amma tók alltaf vel á móti okkur, fylgdist með okkur út um eldhúsgluggann koma keyrandi upp heimreiðina og kom svo út á tröppur með opinn faðminn og bauð okkur velkomin. Ævinlega var hún bú- in að dekka borð með alls kyns kræs- ingum handa okkur og sat svo sjálf í einu horninu við eldhúsborðið og spjallaði við okkur. Okkur er einstak- lega minnisstæður kandísinn sem amma bauð upp á, en hann fengum við hvergi nema hjá henni. Sem krakkar vorum við svo lánsöm að fá að dvelja í sveitinni hjá ömmu og afa endrum og sinnum yfir sumartím- ann. Þar fengum við að taka þátt í hey- skapnum með afa og hjálpa ömmu með garðinn sinn. Amma hafði ein- stakt dálæti á gróðri og ber fallegur garðurinn á Egg því glöggt vitni. Eitt af því sem einkenndi ömmu hvað mest var dugnaður. Hún var alltaf að og engin verk voru henni ofviða. Hún var mikil sögukona og sagði okkur gjarn- an sögur áður en við fórum að sofa á kvöldin. Nú á síðari árum var hún ein- staklega dugleg að segja okkur frá gamla tímanum, frá heyskapnum, barnauppeldi og því hvernig hlutirnir voru á árum áður. Amma hafði afskap- lega gaman af tónlist og settist gjarn- an við gamla orgelið í stofunni og spil- aði og söng nokkur lög. Okkur er minnisstætt árlega jólaboðið á Egg nú um síðustu jól, þar sem amma settist enn og aftur við orgelið og spilaði jóla- sálminn „Heims um ból“ eins og ekk- ert væri, þrátt fyrir að vera orðin 95 ára gömul. Við erum Guði þakkát fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu Jón- Jónína Sigurðardóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SVEINN FILIPPUSSON, Lindargötu 20b, Siglufirði, sem andaðist aðfaranótt föstudagsins 2. apríl, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 10. apríl kl. 14.00. Steinunn Erla Marinósdóttir, Sigurrós Sveinsdóttir, Sverrir Gíslason, Kolbrún Sveinsdóttir, afabörn, langafabörn og systkini hins látna. ✝ Útför bróður míns, ÞORBJARNAR SIGURÐSSONAR frá Neðra-Nesi, Stafholtstungum, fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 10. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunar- sveitina Heiðar í Borgarfirði. Þórir Gunnar Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.