Morgunblaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010
SKUGGA-BALDUR, skáld-
saga Sjóns, kemur nú út í há-
tíðarútgáfu í tilefni þess að
fimm ár eru liðin síðan Sjón
varð Norðurlandameistari í
bókmenntum, en hann hlaut
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs árið 2005 fyrir
Skugga-Baldur. Af þessu til-
efni ætla starfsmenn Bjarts að
lesa bókina í heild sinni í höf-
uðstöðvum forlagsins seinni
partinn á föstudag. Starfsmennirnir munu ekki
leggja mat á innihaldið eða túlka það, heldur
leggja áherslu á skýra framsögn og látlausan stíl.
Að lestri loknum verður haldið upp á fimm ára af-
mælið með súkkulaðiköku með smartís.
Bókmenntir
Fimm ára Norður-
landameistari
Hátíðarútgáfa
Skugga-Baldurs.
SAMSÝNING nemenda við
myndlistarbraut Fjölbrauta-
skólans í Garðabæ verður opn-
uð í dag, föstudag, kl. 16:00 í
Gallerí Tukt, Hinu Húsinu í
Pósthússtræti.
Sýningin hefur fengið yfir-
skriftina Ekki er allt gull sem
glóir og endurspeglar afrakst-
ur hvers og eins í sínu mynd-
listarnámi, en hún er hluti af
útskriftarferli nemendanna.
Nemendurnir eru nítján og eru allir að ljúka námi
við fjölbrautaskólann.
Sýningin stendur til 20. apríl, en Gallerí Tukt er
opið frá kl. 9:00 til 18:00 alla virka daga en lokað
um helgar. Aðgangur er ókeypis.
Myndlist
Ekki er allt gull
sem glóir
Frá uppsetningu
sýningarinnar.
NÆSTKOMANDI laugardag
kl. 16:00 opnar Helgi Kúld mál-
verkasýningu á efri hæð Slát-
urhússins, menningarseturs á
Egilsstöðum.
Helgi sýnir þar um fjörutíu
stór landslagsmálverk sem
flest eru frá Þingvöllum, en
einnig hyggst hann sýna
myndir af „óæðra“ landslagi.
Öll málverkin eru ný.
Helgi lærði myndlist í Mynd-
listar- og handíðaskólanum í þrjú ár og málaralist
í listaháskóla í Indónesíu í fimm ár. Hann býr nú
og starfar á Breiðdalsvík.
Sýningin verður opin alla daga frá 14-18 fram
til 25. apríl.
Myndlist
Þingvellir í
Sláturhúsinu
Brot úr einu mál-
verka Helga.
Aniston klessir sér
þétt upp við Butler
og leggur hönd á bringu
hans. 35
»
NORRÆNI menningarsjóðurinn
styður ýmislegt menningarstarf um
gjörvöll Norðurlönd og lauk fyrir
stuttu fyrstu úthlutun fyrir árið
2010. Alls fengu 65 verkefni stuðn-
ing og þar á meðal tvö íslensk, ann-
ars vegar svonefnt Norrænt blint
stefnumót sem er í tengslum við
LUNGA, Listahátíð ungs fólks á
Austurlandi, og hins vegar Al-
þjóðlegt orgelsumar í Hallgríms-
kirkju.
Á LUNGA stendur til að stefna
saman ungu fólki frá Noregi, Finn-
landi og Danmörku til að vinna með
austfirskum ungmennum að ým-
iskonar listsköpun, en hátíðin hefur
verið á Seyðisfirði undanfarin ár.
Alþjóðlegt orgelsumar er tón-
leikaröð sem haldin er í Hallgríms-
kirkju undir merkjum Listvina-
félags kirkjunnar, en það verður
haldið í átjánda sinn nú í sumar. Á
hátíðinni halda orgelleikarar frá
ýmsum löndum daglega tónleika á
Klais-orgel Hallgrímskirkju sem
vígt var fyrir átján árum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Menningarstarf Frá Alþjóðlegu
orgelsumri í Hallgrímskirkju.
Milljónir í
norræna
menningu
Menningarsjóðurinn
styrkir menningarstarf
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
JÓN NORDAL er eitt helsta tón-
skáld Íslendinga og hlaut nýverið
heiðursverðlaun Íslensku tónlist-
arverðlaunanna fyrir framlag sitt til
íslenskrar tónlistar. Sérstakir tón-
leikar verða haldnir Jóni til heiðurs
í Langholtskirkju í dag, föstudag,
en tónleikarnir eru haldnir í sam-
starfi við Ríkisútvarpið og Sinfón-
íuhljómsveit Íslands. Þar mun Sin-
fóníuhljómsveitin leika eitt af
lykilverkum Jóns, Adagio fyrir
flautu, hörpu, píanó og strengja-
sveit, auk tónverka fjögurra ann-
arra tónskálda sem kallast á við það
verk með einum eða öðrum hætti.
Leiðir Jóns Nordals og Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands hafa legið
saman frá fyrstu tíð. Á fyrstu
hljómsveitartónleikunum sem
haldnir voru í Þjóðleikhúsinu 1950
var meðal verka á efnisskránni
fyrsta stóra hljómsveitarverk Jóns,
Konsert fyrir hljómsveit. Jón lék
auk þess nokkrum sinnum einleik
með hljómsveitinni sem píanóleik-
ari, meðal annars í eigin píanókons-
erti árið 1957. Að auki hefur Jón
samið mörg af sínum stærstu verk-
um fyrir Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands, en á síðustu árum hefur
Ríkisútvarpið átt frumkvæði að því
að hljóðrita þau í flutningi hljóm-
sveitarinnar undir stjórn Petris
Sakaris.
Efnisskrá tónleikanna í dag er
byggð í kringum áðurnefnt Adagio
fyrir flautu, hörpu, píanó og
strengjasveit sem Jón samdi árið
1966. Auk Adagio verða leikin á
tónleikunum verk annarra tón-
skálda fyrir sömu hljóðfæra-
samsetningu sem á vissan hátt kall-
ast á við meistarasmíð Jóns;
Pilsaþytur (1993) eftir Atla Heimi
Sveinsson, Filigree (1993) eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson og tvö ný verk,
sem verða frumflutt á tónleikunum:
Námur eftir Þórð Magnússon og
Toccata eftir Gerald Shapiro. Þess
má geta að Pilsaþytur Atla Heimis
hefur ekki áður heyrst hér á landi.
Hljómsveitarstjóri er Andrew
Massey.
Heiðurstónleikar í Langholtskirkju
Morgunblaðið/Ernir
Heiður Á tónleikunum verða meðal annars flutt verk eftir tónskáldin
Gerald Shapiro, Þórð Magnússon og Atla Heimi Sveinsson
Í HNOTSKURN
» Jón Nordal stundaði námvið Tónlistarskólann í
Reykjavík, lauk burtfarar-
prófi í píanóleik 1948 og í tón-
smíðum 1949.
» Eftir framhaldsnám er-lendis stýrði hann Tónlist-
arskólanum frá 1959 til 1992.
» Samhliða því að stjórnaskólanum og kenna vann
Jón að tónsmíðum og hefur
haldið því til þessa dags.
Samtal við Adagio Jóns Nordal
LJÓSMYNDASÝNING Jónu Þor-
valdsdóttur, Skynjanir, er nú í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur. Á morgun,
laugardag, frá kl. 14:00 til 16:00,
mun Jóna leiða gesti um sýninguna
og segja nánar frá hvaða aðferðir
hún notar við myndasmíðina, en hún
beitir aðferðum sem notaðar voru á
upphafstímum ljósmyndunar, hefð-
bundinni silfur-gelatín-prentun og
svonefndri palladíum-platínum-
aðferð og bromoil-blektækni.
Jóna tekur ljósmyndir á gamla
blaðfilmuvél með filmum sem eru á
8 x 10 sniði þ.e. 20 x 25 sm að stærð.
Filmurnar framkallar hún síðan í
bökkum og kontaktprentar svo
myndirnar á gæðavatnslitapappír
undir útfjólubláu ljósi eða sólarljósi,
en hún segist leggja mikið upp úr
prentuninni á myndunum, „og ég
nýt þess að dvelja löngum stundum í
myrkraherberginu, það er mín hug-
leiðsla. Ég læt hugann reika og gef
ímyndunaraflinu lausan tauminn.“
Jóna mun ekki aðeins ræða um
eigin verk, því hún hyggst segja frá
BROMOIL-ljósmyndasmiðjunni
sem ljósmyndarinn David Lewis
heldur í sumar í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur, en hún tók sjálf þátt í
slíkri ljósmyndasmiðju hjá honum sl.
haust í Oregon. Einnig kynnir hún
væntanlega bók sína, Art Photo-
graphy, en í henni eru ljósmyndir
sem hún hefur tekið frá því hún
byrjaði að læra og allt fram á þenn-
an dag, m.a. myndir á sýningunni.
Jóna Þorvaldsdóttir leiðir gesti um ljósmyndasýningu sína
Skynjanir í Ljósmynda-
safni Reykjavíkur
Ljósmynd/Jóna Þorvaldsdóttir
Hugleiðsla Við tjörnina, ein mynda Jónu Þorvaldsdóttur á sýningunni.
Í KVÖLD og annað kvöld hrindir
Þjóðleikhúsið úr vör dagskrá sem
kölluð hefur verið Kvöldstund með
listamanni, en þar mun listafólk
Þjóðleikhússins setja saman dag-
skrá eftir sínu nefi. Dagskráin verð-
ur haldin í Þjóðleikhúskjallaranum
og leikkonan og söngkonan Þórunn
Lárusdóttir ríður á vaðið með Kjart-
ani Valdemarssyni píanóleikara.
Þórunn segist hafa sett saman
dagskrá með lögum eftir vel valda
meistara; Bob Dylan, Leonard Co-
hen, John Lennon, Joni Mitchel og
fleiri. „Ég vel lögin eftir textunum
og fjalla aðeins um þá á milli laga,
enda kann maður miklu betur að
meta lag eftir að hafa kafað aðeins í
textann á því. Ég hef eðlilega mikinn
áhuga á texta eftir leikhúsnámið, en
svo má líka að segja að sérstaklega
nú þegar ég er komin á efri ár,“ seg-
ir Þórunn og hlær, „þá skiptir texti
lags mig æ meira máli.“
Þórunn flytur aðeins erlend lög að
þessu sinni, en hún segist örugglega
halda aðra kvöldstund síðar og þá
komi til greina að vera með íslensk
lög, til að mynda íslensk leikhúslög.
„Það lá bara svo beint við að byrja á
þessu enda er ég búin að ganga með
þessa hugmynd í maganum svo
lengi.“
Sýningin hefst kl. 20:00.
Kvöldstund með
Þórunni Lárusdóttur
Dagskrá með lögum eftir vel valda
meistara og áherslu á texta laganna
Textarýni Þórunn Lárusdóttir og
Kjartan Valdemarsson.