Morgunblaðið - 09.04.2010, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000
sum stefnumót enda með hvelli
Bráðskemmtileg gamanhasarmynd
um hjón á flótta í bullandi vandræðum!
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
FRÁBÆR ÆVINTÝRA-
MYND STÚTFULL AF
SPENNU, HASAR OG
FLOTTUM TÖLVU-
BRELLUM!
HHH
„A fun digital ride through
Greek mythology as humans
clash with gods and monsters.“
- The Hollywood Reporter
HHH
„I liked it. This is a full-throttle
action-adventure, played un-
apologetically straight.“
- Time
HHH
„A roaring old-school action adventure.”
- New York Post
HHH
„Frábær skemmtun.“
- Chicago Sun-Times – R.Ebert
HEIMSFRUMSÝNING
Date Night kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára
Dear John kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
Earth kl. 5:45 LEYFÐ
Shutter Island kl. 8 B.i. 16 ára
Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i. 14 ára
Clash of the Titans kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára
Dear John kl. 8 - 10:20 LEYFÐ
Kóngavegur kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.10 ára
Lovely Bones kl. 10:15 B.i.12 ára
The Good Heart kl. 5:50 - 8 B.i.10 ára
Mamma Gógó kl. 6 LEYFÐ
Date Night kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára
I love you Phillip Morris kl. 8 - 10 B.i. 12 ára
Dear John kl. 6 B.i. 7 ára
SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓ OG HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, BORGARBÍÓI
OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m
Kannski er nú á dögum orð-ið svo kúl að vera ókúl aðþað er kúl að vera kúl
aftur. En núna fer ég á klósett-
ið,“ sagði Jussi, vinur okkar Arn-
ars Eggerts, þegar við fengum
okkur að borða á skemmti- og
veitingastaðnum White Trash í
Berlín fyrir nokkrum árum. Það
var nokkuð til í þessu hjá mann-
inum.
Við vorum að ræða tónlist-arsmekk, þegar þessi ódauð-
lega setning hraut af vörum hins
skorinorta finnska snillings.
Margir eru nefnilega sífellt að
eltast við það sem er „kúl“, þegar
kemur að tónlist. Tónlist-
arsmekkur viss hóps fólks gengur
þannig í tískubylgjum. Eitt árið
eru allir að hlusta á „surf“-tónlist
og það næsta er rosa hipp og kúl
að hlusta á Electric Light Orc-
hestra (sem jaðraði við dauða-
synd hjá sambærilegum hópi á
áttunda áratugnum).
Og eins og Jussi orðaði á svomeitlaðan hátt getur þessi til-
hneiging leitt vel meinandi hipp-
stera á miklar villigötur. Sá, sem
alltaf er að leitast við að vera kúl
og svolítið á skjön við það sem
gengur og gerist í tónlistarneyslu,
getur óhjákvæmilega lent í þó-
nokkrum vandræðum ef of margir
fara að fíla það sem hann fílar.
Stundum verður nefnilega mest
kúl að vera „ókúl“. Þannig getur
það sem er ókúl - og þar með í
raun og veru kúl - orðið ókúl ef of
margir fara að fíla það.
Þá liggur beinast við að færasig yfir í það sem þykir kúl.
Vandamálið þá er hins vegar að
ef of margir hallast að því sem er
kúl verður það ókúl. Og hvað taka
menn þá til bragðs? Það er
ómöguleg staða fyrir þann sem
vill vera ókúl (og þannig gríð-
arlega kúl).
Auðvitað er þetta allt samanmeð öllu óskiljanlegt. Til að
gera tilraun til að skýra þetta má
nefna eftirfarandi dæmi: Allt í
einu þykir rosalega töff að kafa
rækilega ofan í Celine Dion og
eignast safnið hennar komplett.
Vinahópurinn spilar ekkert annað
í partíum og allir skemmta sér
vel. Þessi siður verður sífellt al-
gengari og Celine Dion sífellt vin-
sælli hjá þeim sem vilja vera hipp
og kúl.
Á endanum verður frú Dion svo
vinsæl, að það er ekki lengur kúl
að vera ókúl og hlusta á hana. Þá
kann að koma upp sú staða að
rétt sé að færa sig yfir í eitthvað
sem er óumdeilanlega kúl, eins og
Dmitri Shostakovich. Ef hann nær
hins vegar miklum vinsældum inn-
an kreðsunnar er allt unnið fyrir
gýg.
Sjálfur hef ég aðhyllst þá stefnu
að hlusta bara á þá tónlist sem
mér finnst góð. Ég hef fílað ELO
frá því ég man fyrst eftir mér og
mér fannst einu sinni lag með
söngkonunni geðþekku Dido bara
déskoti fínt. Enda verð ég aldrei
kúl.
Hvort er kúlara að vera kúl eða ókúl?
AF LISTUM
Ívar Páll Jónsson
» Það getur veriðvandasamt að þurfa
alltaf að vera rosalega
hipp og kúl og hlusta
bara á það sem fæstir
hlusta á.
Vonarneisti Helsta von hinnar geðþekku söngkonu Dido hlýtur að felast í
því að verða nógu ókúl til að þykja kúl.
ivarpall@mbl.is