Morgunblaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 99. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Top Gear ók upp á́ heitt hraun 2. Urðu úti að Fjallabaki 3. Fólk gengur á dúandi hrauninu 4. Ekki útlendingum að kenna »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í gamanleiknum 39 þrep takast fjórir leikarar á við 139 hlutverk. Verkið er sýnt hjá Leikfélagi Akureyr- ar en sýningum lýkur 17. apríl. Oddný Stefánsdóttir keypti miða númer 39 á sýningu númer 39 á 39 þrepum. Miði númer 39 á sýn- ingu 39 á 39 þrepum  Forlagið auglýs- ir nú eftir ábend- ingum um sögur um íslenska vætti sem vantar í Ís- lenskt vættatal eftir Árna Björns- son. Í bókinni, sem nú hefur ver- ið endurútgefin, eru taldir upp íslenskir hollvættir og meinvættir. Ábendingar skulu berast á vaettatal@forlagid.is. Þekkir þú einhverja íslenska vætti? Fyrsta alheimsútgáfa Kimi Records  Retaliate er fyrsta plata Benna Hemm Hemm þar sem hann syngur á ensku, en stutt- skífan kemur út í dag og er fyrsta útgáfa Kimi Re- cords sem kemur út á Íslandi og annars staðar í heim- inum á sama tíma. Benni Hemm Hemm er nú á mánaðarlöngum Evr- óputúr til að kynna plötuna og heldur risatónleika um helgina í Rotterdam. Á laugardag Vaxandi sunnan- og suðaustanátt, víða 13-18 m/s síðdegis. Súld eða rign- ing, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast norðaustantil. Á sunnudag Suðvestanátt og skúrir, en þurrt og bjart veður A-lands. Hiti 3 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt, 10-18 m/s suðvestantil upp úr hádegi en 8-13 fyrir norðan og austan. Rigning sunnan- og vestanlands um morguninn og einnig norðaustantil síðdegis. Hiti 5 til 10 stig. VEÐUR Það var mikil spenna í gær- kvöldi í lokaumferð Íslands- móts karla í handknattleik. Fram tryggði sér keppnis- rétt í efstu deild á næsta tímabili með því að leggja Stjörnuna í hreinum úrslita- leik um fall. Akureyringar tryggðu sér sæti í fjögurra liða úrslitakeppni ásamt Haukum, Val og HK. FH- ingar sátu eftir með sárt ennið og enduðu í fimmta sæti annað árið í röð. »2-3 Akureyri í úrslit og Stjarnan féll Keflavík sýndi styrk sinn í gær með 103:79-sigri í „Ljónagryfju“ Njarðvík- inga í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik. Keflavík, sem hefur níu sinnum fagnað Ís- landsmeistaratitlinum, er 2:0 yfir og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á sunnudaginn á heimavelli sínum. Gunnar Einarsson og Hörð- ur Axel Vil- hjálmsson fóru fyrir liði Keflvíkinga sem er til alls líklegt gegn væng- brotnu liði Njarðvíkur. »4 Keflvíkingar tóku Njarð- víkinga í kennslustund „Risaeðlur“ golfíþróttarinnar sýndu í gær að þær eru ekki dauðar úr öllum æðum á fyrsta keppnisdegi Masters- mótsins í Augusta. Tiger Woods var í aðalhlutverki hjá fjölmiðlum en gaml- ar hetjur stálu senunni. Hinn fimm- tugi Fred Couples var efstur þegar Morgunblaðið fór í prentun á sex höggum undir pari. Tom Watson, sem er tíu árum eldri, var höggi á eftir. »1 „Risaeðlur“ golfíþrótt- arinnar stálu senunni ÍÞRÓTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „JÁ, það kom í morgun klukkan níu. Þá gerði fyrstu skúrina og fuglarnir sungu mikið og voru kátir,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum, spurð- ur um vorkomuna. Veðrið þessa dagana og farfuglarnir gefa vísbend- ingar um að vorið sé komið og ekki langt í að gróður taki vel við sér. Mörk vorsins á Íslandi eru óglögg enda misjafnt hvenær veturinn sleppir klónum og lætur það í mjúk- ar hendur sumarsins. Oft er talað um að vorið nái frá vorjafndægrum sem eru 20. mars og að sumarsól- stöðum sem eru 21. júní. Á fyrri hluta þessa tímabils er raunar sum- ardagurinn fyrsti, 22. apríl. Menn nota því aðrar skilgrein- ingar, taka mið af þróun náttúrunn- ar, svo sem gróðri, fuglalífi og veðri. Gróandinn stöðvaðist „Miðað við tíðina sem var um páskana og veðrið sem spáð er næstu fimm til sjö daga getum við sagt að vorið sé komið,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni. Hann vísar til þeirr- ar breytingar sem orðin er og fyrir- sjáanleg, að í staðinn fyrir þrálátan norðanvind með snjókomu norð- anlands og frosti syðra eru komnar sunnan- og suðvestanáttir með mildu og röku lofti. Einar tekur þó fram að vorið á Íslandi sé þannig að allt fram í júní geti komið bakslag. Þótt veturinn hafi verið mildur má búast við að klaki sé víðast hvar í jörðu eftir kuldakastið fyrir páska og að gróður taki ekki við sér fyrir alvöru fyrr en hann hverfur. Tún eru græn á Þorvaldseyri og hafa raunar verið í allan vetur. Gróður tók við sér í mars en stopp- aði í hálfan mánuð í hretinu. Ólafur bóndi stefnir að því að byrja að sá korni um 25. apríl, eins og venju- lega. Morgunblaðið/Ómar Vorið kom klukkan níu í morgun  Mörk vorkomu óglögg og enn hætta á bakslagi Álftin Svandís er lögst á hreiður sitt í hólmanum í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, óvenjusnemma. Talið er að sama álftaparið hafi verpt þar síðan fljótlega eftir að hólmi var gerður í tjörnina og oftast komið upp ungum. Eggjatími álfta hér á landi er talinn vera maí, júní og eitthvað fram í júlí og ungatíminn frá byrjun júní. Álftin Svandís hefur alltaf verið fyrr á ferðinni. Ómar Óskars- son, ljósmyndari Morgunblaðsins, hefur tekið myndir af ungum hennar á bilinu 16. til 21. maí undanfarin sex ár. Áætlað er að það taki eggin um fimm vikur að klekj- ast þannig að ungarnir verða með fyrra fallinu í ár, ef að líkum lætur, ef til vill 10. til 12. maí. Margir tengja vorkomuna við farfuglana. Þeir hafa verið að koma einn af öðrum. Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar, segir að fyrstu álftirnar hafi sést 2. mars, nýkomnar yfir hafið, og fyrsta lóan 25. mars. Lómurinn kom í fuglafriðlandið í Flóa 24. mars og von er á kríunni upp úr 20. apríl. Fyrstu sandlóurnar og hrossagaukarnir sáust um páskana. Búast má við nýrri hrinu farfugla með suðlægum vindum. Von á ungum í hólmanum í Bakkatjörn með fyrra fallinu í vor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.