Nýr Stormur - 24.09.1965, Blaðsíða 6
/
6
^&ORMUR
FÖSTUPAGUK 24. septembcr 1965
'&jzsc Cl]~^~<zZe
Hinir margeftirspurðu
HUDSON
dömu sokkar eru nú aftur komnir
í sérverzlanir
Margföld ending
Áferðarfagrir
Kynnið yður verð og vöruval
í verðlistum okkar
Gerist áskrifendur
Sendið nafn og heimilisfang ásamt áskriftargjaldi kr. 25.00
Miklatorgi - Lækjargötu 4
REFSIVÖNDUR
Framhald af 2. síðu
inn: Syndir þínar eru fyrir-
gefnar. Farðu heim og teldu
rétt fram fyrir 1. marz 1966.
Ef smyglarar hefðu átt í hlut.
Þetta óvenjulega og óverj
andi ákvæði í þessari skatta-
lagabreytingu er tvímæla-
laust einstakt fyrirbrigði í
refsiákvæðum nokkurs réttar
þjóðfélags. Ef við hugsum
okkur, að hliðstætt ákvæði
hefði verið í gildi í tollalög-
um varðandi smygl, hefði
Langjökulsmálið ekki vakið
neina athygli. Yfirvöldin
hefðu aðeins sagt við hina
brotlegu skipverja: Það hefur
komizt upp um ætlað smygl
ykkar, herrar mínir. Syndir
ykkar eru fyrirgefnar, ef þið
aðeins siglið út aftur með á-
fengisfarminn fyrir 1. marz
1966.
Það er á þennan hátt, sem
þessi tvö skyldu afbrot eru
meðhöndluð á mismunandi
veg, Þeim mun undarlegri er
þessi hyglun ríkisvaldsins við
skattsvikarana, þar sem þeir
hafa hundraðfalt stærri fjár-
hæðir á samvizkunni heldur
en smyglararnir nokkurn
tíma hafa. ,
Þjóðin krefst þess, að á
þessum vettvangi verði breyt
ing. Það éru hinir heiðarlegu
skattborgarar, sem verða að
bera þungar skattabyrðar
vegna skattsvikaranna.
KJALLARAGREININ
Framhald af 7. síðu
Lokaþáttur málsins hófst
með því, að næsta dag
barst yfirbókaverði nýtt
bréf frá Menntamálaráðu-
neytinu, þar sem tilkynnt var,
að skilaboð hefðu borizt frá
sendlherra Bandarikjanna,
um að rikisstjóm hans mundi
ekki greiða kostnað við för
slíks sendimanns. Málið var
þar með úr sögunni. Flateyj
arbók hélt áfram að vera á
sínum stað.
Það er von mín, að frásögn
þessi, af einhverjum mesta
dýrgrip íslendinga og allrar
Evrópu, megi verða einn lið
ur í þeirri baráttu að reyna
að koma þjóðinni i skilning
um, að Islenzk rit fyrri tima,
auk margra smiðisgripa, upp
drátta og mynda af landinu,
færl öllum þjóðum beztu
sönnun fyrir þvi, að land
vort byggi þjóð, sem á sögu
ríka menningu, sem hún hef-
ur í hyggju að varðveita um
alla framtið. G.H.
.... VSlrMll
lÍIÍHiíílÍ 6 í S ■■■■ jÍmÍÍmmm ■■ ■■■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■ ■■■■■■■ ■■■■■■■■■ ■■• ■ i
■■■»■■■■■
■ ■•■■■MMMMMIMMM«M|M(*( ,
“ “ .........
Flateyjarbók
Bandaríkjamenn fóru
þess á leit við ríkisstjórn
Dana, að þeir lánuðu þeim
Flateyjarbók á Chicagosýning
una 1893, sem haldin var í
tilefni þess, að 400 ár voru
liðin frá því Kolumbus fann
Ameríku árið 1493.
Eins og kunnugt er, er
Flateyjarbók, sem, Brynjólf-
ur Sveinsson, biskup gaf Frið
reki Danakonungi þriðja
geymd í Konungsbókhlöðunni
miklu í Kaupmannahöfn og
þykir konungsgersemi allmik
il og er allra íslenzkra skinn-
bóka stærst. Er hún rituð að
undirlagi þeirra Víðidalstungu
feðga, Hákonar Gizurarson-
ar (d. 1381) og Jóns Hákon-
arsonar, laust fyrir Svarta-
dauða og eru á henni mest
Noregskonungasögur, en auk
þess er á henni Færeyinga-
saga, sem hvergi er til annars
staðar og svo merkilegasta
frásögnin um fund Vínlands
góða (Vesturheims) og ferðir
Leifs heppna og íslendinga
þangað. Bókin var öll gefin
út af Guðbrandi Vigfússyni
og Unger prófessor í Osló á
árunum 1860—1868.
Hinn 12. september 1892
barst , utanríkisráðuneyti
Dana bréf frá Mr. Clark E.
Carr sendiherra Bandaríkj-
anna í Danmörku. Innihald
bréfsins var á þá leið, að
Bandaríkjastjórn fór þess á
leit, a ðfá að láni hjá Kon
ungsbókhlöðunni hið fræga
íslenzka handrit „Flateyjar-
bók“, sem átti að notast til
að draga að ferðamenn í sam
bandi við fyrirhugaða sýn-
ingu í Chicago í tilefni af 400
ára afmæli þess, að Kolumb
us fann Ameríku. í Flateyjar
bók er getið um fund Vín-
lands og nýlendumyndun þar,
árið 1000, eða með öðrum
orðum 500 árum áður en Kol-
umbus fann Ameríku.
í bréfi sendiherrans var
þa ðtekið fram, og gefið fyrir
heit um, að hið dýrmæta
handrit skyldi geymt í sýn
ingarskáp í sérstökum skála
(ásamt ýmsum munum úr
för Kolumbusar), sem átti að
byggja á nesi í Michigan-
vatni, og þar með að fyrir-
byggja alla áhættu af elds-
voða. Auk þess var tekið fram
í bréfinu, að flotamálaráðu-
neyti Bandaríkjanna hefði
boðizt til þess, að senda her-
skip eftir Flatgyjarbók. Her-
skip þetta átti einnig að
sækja ýmsa muni til Spánar
og ítallu, sem áttu að lánast
á sýninguna. Eftir öruggan
flutning til New York, áttu
allir þessir sýningargripir að
flytjast með einkalest til
Chicago undir hervernd til
skála þess, sem getið var hér
að framan, og áttu þei r að
vera undir þeirri vernd á með
in sýningin yrði haldin. Flutn
ingurinn heim aftur skyldi
framkvæmast á sama hátt.
Utanríkisráðuneytið sendi
bréf sendiherrans áfram til
Menntamálar áðuney tisins,
sem sendi það síðan ti yfir-
bókavarðar konunglegu bók
hlöðunnar, til umsagnar. Þar
vakti bréfið mikla undrun, að
farið væri framá, að flytja
Flateyjarbók fram og aftur
yfir Atlantshaf. Hvaða sér-
staka þýðingu hafði loforð
um flútning á bókinn með
herskipi? Herskip gat eins
og önnur skip bæði týnzt eða
sokkið. Ef Flateyjarbók færi á
annað borð í ferðalag, hver
var þá kominn til þess að
segja, a ðhún kæmi nokkurn
tíma aftur. Hér var um að
ræða elnn mesta dýrgrip
safnsins. Vátrygging á slíkum
hlut, sem taiað var um að
yrði D. kr. 75000,00, var út í
bláinn, þar sem handritið var
ómetanlegt. Mönnum kom í
hug orðsvar Holbergs, þar
sem hann segir: „Menn leika
sér ekki þannig að fara með
þjóðarelgn".
Yfirbókavörðurinn justiz-
ráð hr. Brunn taldi málið
erfitt viðureignar og benti á,
aö í London hefðl verlð gef-
in út eftirprentun, enda þótt
hún væri ófullkomin, um
Vínlandsferðirnar. Ef óskað
væri eftir fullkomnari eftir-
prentun, væri han nfús til
að gefa leyfi til Ijósmyndun-
ar á þeim síðum, sem stjórn
Bandaríkjanna óskaði sér-
staklega eftir að fá.
Þetta var fyrsti þáttur
þessa máls. Annar þáttur
lýsir áhrifum þeim, sem
þessi belðni hafði á allan al-
menning viða um Evrópu. Það
voru ekki aðeins dönsk, norsk,
heldur einnig ensk blöð sem
mótmæltu kröftuglega, að