Nýr Stormur - 24.09.1965, Blaðsíða 12

Nýr Stormur - 24.09.1965, Blaðsíða 12
I Fyrir rúmlega 50 árum, eða hálfri öld, sknfaði ungur maður, sem síðarmeir átti eftir að verða einn merkasti stjórn- málamaður þjóðarinnar, Jónas Jónsson frá Hriflu, grein 1 tímarit ungmennafélaganna, Skinfaxa. Grein þessi vakti mikla athygli og þótti eiga brýnt erindi á þeim tima. Þá þegar úði og grúði af allskonar misindismönnum í fjármál- um meðal þjóðarinnar. í dag eru þessir menn nefndir í daglegu tali okrarar og braskarar og fjármálaspekúlantar. Verður nú tekin upp smá- kafli úr þessari grein til að sýna fram á að fyrirbrigðið er ekki nýtt, þótt aldrei hafi það blómgast eins og nú. Jónas gefur þessum mönnum nafn: Filistear og lætur eftirfarandi fylgja í nafnfesti: , Til bráðabirgða mætti kalla þá Filistea, unz annað nafn fæst betra. Orðið er gamalt í málinu og táknaði þá hérumbil það sama og hér er um að ræða. Filisteinn var óvinur hinnar útvöldu þjóðar, og hér þeirra manna, sem halda upp tryggu og siðuðu þjóðfélagi. Hann var fyrrum eftirbátur, en er nú kynkippingur, sem fylgir lægri og auð- virðilegri lífsstefnu en samtíðin. Sigur hans er sigur heimsk unnar, grimmdarinnar og ranglætisins yfir vitinu, siðgæðinu og réttinum." Og Jónas gefur nánari skýringar á fyrir- brigðinu: „Sá hópur manna sem hér er við átt, lifir á því að flá menn inn að skyrtunni, hafa fé af þeim sem unnt er. Þó eru þeir hvorid þjófar né ræningjar. Það eru gamlar stéttir, sem dragast nú meir og meir aftur úr, því að þær eru ekki lengur í samræmi við ándá riýjá tíriiahs. í stað þeirra koma þessir nýju menn. Þeir læðast ekki inn í hús manna um nætur, né storma þau með ofbeldi til féfanga. Þeir koma um hábjarta daga, prúðir og vel búnir og hegða sér í öllu á vísu vel siðaðra manna. Þeir tefja, þiggja beina, fara og enginn gætir að fyrr en þeir eru farnir, að þeir hafa haft á brott með sér meir eða minna af eignum þess, er þeir gistu; stundum aleiguna og mannorðið með. Engin leið er að veita þeim eftirför til að ná fengnum úr greipum þeirra. Allar gerðir þeirra eru lög- legar. List þeirra er fólgin í því að hafa fé af öðrum á lögleg- an en siðferðislega rangan hátt." Þessi grein er rituð, eins og áður er sagt, fyrir hálfri öld og þótti þá orð í tíma töluð. Jónas virðist ekki hafa haft hina svonefndu okurkarla í huga, enda voru þeir ekki orðnir eins afgerandi afl í þjóðfélaginu eins og nú. Okrarastéttin byggir alla sína afkomu á lögbrot um og að því er virðist með sælu samþykki yfirvalda. Fyrir rúmu ári síðan var gefið hér út blað, sem bar nafn þessara manna. Því blaði var ekki ætlað lengra lífdaga, en það dó hinsvegar ekki úr leiðindum, því að því var mjög vel tekið og vöktu umræður þess mikla athygli. Annar af ritstjór um þessa blaðs hefur ekki gleymt aðild sinni að því blaði og minnisstæðum viðskiptum sínum við þessa virðingarmiklu stétt. Hann mun nú reyna að halda kunningsskapnum við, þótt á annan hátt verði, en þeir kynnu að óska og eru vanast- FÖSTUDAGUR 24. september 1965 ir. Munu verða sagðar hér í blaðinu smáskrýtlur af þeim höfðirigjum við og við, ásamt stéttarbræðrum þeirra í fjár plógsstarfseminni. Eru þeir beðnir að virða viljann fyrir verkið, en þeim skal þó lof- að því, að ekki skal á þá logið, enda tæplega hægt. Hinstvegar er sagt, að asn- inn þekkist oftast af eyrun. um. Munu lesendur þessa blaðs eiga von á því að sjá langar og stuttar frásagnir af afreksverkum FILISTEANNA í þjóðfélaginu. Nýtízku verömæta sköpun Eips og kunnugt er ríkir vel megun mikil hér á okkar kæra íslandi. Er þessi velmegun einkum þökkuð frábærri stjórn, sem verið hefir á öllum hlutum hér á landi undanfarna áratugi, eins og sjá má af blöðum. Hefir meir að segja sjálfur Guð almáttugur sérstaka vel- þóknun á þessari stjóm og er steinhættur að láta rigna jafnt yfir réttláta og rangláta. Hefir það einkum birzt í því að þróunin er orðin á þá leið, að þeir réttlátu þurfa ekki að slita út kröftum líkama og sál- ar til að tryggja sér vaxandi velmegun og öryggi. Nú Þurfa þeir ekki annað en vera of- boð lítið undir hjá máttar- völdunum og fá þá til dæmis lóðir á góðum stöðum, byggja síðan eintthvað á lóðunum, þarf ekki að vera mikið, láta svo mannvirkin standa í svona fjögur til fimm ár. Eftir fimm ár er síðan selt og er þá komið geypiverð á hlutina, bæði vegna verðbólgu og svo vegna þess að byggðin færist út. Þann ig hækka lóðir og eignir um 6 —800 prósent á tiltölulega skömmum tfma. Þá þarf heldur ekki að greiða neina skatta af eignaaukningu sé dæmi nefnt. Þetta er að kunna vel til verks og ekki að undra þótt almenn velmegun ríki á íslandi. Enda sagt að landsfaðirinn sé ánægð ur á svip þessa dagana, laus við Guðmund í. og stóriðja á næstu grösum. Þessum málum verða gerð nánari skil síðar. flWNUB Þrálátur orðrómur er á sveimi um að einn af athafna- mönnum kaupsýslustéttarinnar hafi „brunnið inni“ með 800 þúsund króna ávísun, er Seðlabankinn lét gera könnun í bönkunum fyrir nokkrum dögum. Þetta leiðir huga manna að því að tíðkast hefir um lang- an aldur að gefnar hafa verið út innistæðulausar ávís- anir í stórum stíl í því skyni að afla mönum og fyrirtækjum rekstrarfjár I bönkum ,án þess að um raunverulegar lán- veitingar væri að ræða. Menn hafa ekki ætlað sér að svíkja út fá á þennan hátt, án þess að greiða það, og má svo segja um marga hluti, sem tilmisferlis má telja. Ávísanirnar eru seldar í bönkum og bankaútibúum, sem fjarst bankanum sem gefið er út á. Með þesu móti eru ávísanir nokkra daga á leiðinni í aðal- bankann og útgefandinn fær „lán“ í nokkra daga. Sagt er að sum fyrirtæki hafi haft fasta starfsmenn, sem eingöngu sinna þessum „viðskiptum". Þetta er og augljóst af „stikk- pí’ufum" þeim sem Seðlabankinn hefir látið gera. Komið hefir í ljós að hér er um háar fjárhæðir hjá vissum aðilum að ræða, því að heildarupphæðirnar skipta milljónum, en ávísanirnar eru tiltölulega fáar og meginhluti þeirra lágar ávísanir ,sem gefnar eru út í ógáti. Ef saga þessi er sönn, um kaupsýslumatadorinn, sýnir hún aðeins að þessi svikamilla er enn í fullum gangi, en hér eru stórir menn á ferð, sem hvorki fá dóm, eða nafn sitt í blöðin. - » Eins og kunnugt er hefir Guðmundur Ólafs, bankastjóri Iðnaðarbankans hætt störfum við bankann. Ekki hafa verið gefnar neinar skýringar á hvarfi hans úr bankanum. Er slíkt illa farið. Bankinn er að verulegu leyti ríkisbanki og koma því málefni hans almenningi við. Fráhvarf og ráðn- ingar bankastjóra þykja alltaf tíðindum sæta, því svo margir þurfa að sækja ráð sitt til þessara manna. Guð- mundur er einn af reyndustu bankamönnum landsins og að því ,er virðist við fulla heilsu, svo það er von að fólk spyrjí. Aldrei hefir heyrzt annað en að Guðmundur hafi innt störf sín af hendi með stakri trúmennsku. Ráð- stafanir sem þessar, kalla á kjaftasögur og getgátur og er þá hætta á að saklausir verði að líða. Úr Útvegsbank- anum hefir kvisast sú sögn, að tveir af bankaráðsmönnum Iðnaðarbankans hafi farið fram á það við bankaráð Út- vegsbankans að hann endurréði Guðmund að bankanum. Menn þessir eru umsvifamiklir iðnrekendur og munu hafa mikil viðskipti við bankann. En viðskiptamenn bankanna eru þeir nefndir, sem skulda bönkunum mikið fé. Er álitið að Guðmundur hafi talið að fleiri þyrftu að fá peninga úr bankanum. En þá peninga eiga, sem kunnugt er menn, sem ekki komast i bankaráð. Munu þeir S.S. mennirnir hafa viljað losna við Guðmund með góðu og talið sjálfsagt að koma honum á eftirlaun i Útvegsbankanum. Bankaráðið varð ekki við beiðninni, en Guðmundur hlaut samt að fara. Hirðir hann nú laun sín í bankanum, en fær ekki að vinna. Margt er Mesta nýjabrumið er nú far ið af hinum spennandi og yfir máta gagnlegu umræðum blaðanna um utanferðir stjórnmálamanna. Bæði Ey- steinn og Þórarinn eru komn ir heim. Eitt blaðið var í fýlu yfir því, að Eysteinn skyldi ekki gefa skýrslu um ferðina, en því hlýtur að vera rórra núna, því að Eysteinn er byrj aður að segja barnasögur úr ferðinni. Grýlu sá hann enga skrítið í.... og ekki heldur jólasvein. það er líka nóg af þeim hér. Bjarni sagði líka frá ísrael á sínum tíma, og hann hafði opinberan fund um ferðina, því að hann sá svo margt, bæði úlfalda og samyrkjubú, sem hann var mjög hrifinn af. Vonandi að hann hafi ekki gert úlfalda úr mýflugu. Eins og kunnugt er, var sett farbann á ýmsa skipverja á jöklunum um daginn. Nú er rætt um það í fullri al- vöru að setja eigi farbann á kallana á stjórnarskútunni, um óákveðinn tíma, og far bannið þegar komið á Ingólf. Orðið er laust! Er þér nú hafið lesið þetta blað, væri ritstjórum þess kært, ef þér vilduð láta í Ijós álit yðar á því og gefa þeim ábendingar. Ennfremur óskar blaðið eftir efni og greinum. Eitt skilyrði er sett, og það er, að sannleikurinn sé allur sagður og ekkert nema sannleikurinn. Hafa ríkisspítal- amir neyðzt til að ráða giftar hjúkrunarkonur þeim skilyrðum að gefa ekki laun þeirra upp til skatts? Hvað með sér- sköttun hjóna? \

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.