Nýr Stormur


Nýr Stormur - 27.05.1966, Qupperneq 4

Nýr Stormur - 27.05.1966, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 27. maí 1966 ^ÍfoRMUR Sólheima og Hvítabandslns, þar sem valinn maður og kona er í hverju starfi. Megnrar óánægju gætir hins vegar hjá mörgum sjúkling- um í garð hinna stærri sjúkra húsa og ganga oft sögur um mikil mistök. Til þess að þessi mál kom- ist í gott horf, verður hið opinbera að hlutast til um að strangt eftirlit sé haft með því að þeim sem verða fyrir því óláni að missa heils una, sé gert lífið eins létt og mögulegt er. Það er skylda þjóðfélagsins og þeirri skyldu verður að gegna. Tóbak - Framh. af bls. 1. útflytjandi sígaretta i U.S.A. Þessar niðurstöður voru árangur af rannsókn John C. Maxwell jr. í skýrslu hans um tóbaksiðnað U. S. A. í árslok 1965, er hann geröi fyrir Printer’s Ink Magazine. R. J. Reynolds Tobacco Company framleiðir nú fyrir markað í meira en 100 lönd- um og markaðssvæði um all- an hinn frjálsa heim. Filistear — v Framh. af 12. síðu störf leggja fyrir sig, að vera heiðarlegir og trúir starfi sinu. Dómgreind lögmanns og til finning hans fyrir því, sem er heiðri hans og sóma sam- boðið, má aldrei bila eða sljóvgast, ef vel á að fara. Lögmaðurinn er trúnaðarmað ur þess, er til hans leitar í hvaða erindum sem er, og þann trúnað má hann ekki undir neinum kringumstæð- um rjúfa. Eg nefni sem dæmi, að maður kemur til lögmanns og felur honum hús sitt til sölu. Lögmaðurinn spyr manninn, hvaða verð hann vilji fá fyrir húseignina. Við skulum segja, að maðurinn sé harðánægður með 600 þús- und krónur og lýsi því afdrátt arlaust, að hann teldi það mikið happ fyrir sig, ef unnt væri að ná þessu verði. Lög- maðurinn leitar eftir kaup- anda og nær sambandi við mann, sem vill greiða 650 þús. kr. fyrir húsið. Myndi nú lögmaðurinn mega selja hús- ið og taka 50 þús. kr. fyrlr söluna eða myndi hann mega kaupa húsið af manninum fyrir 600 þús. kr. og selja það slðan fyrir 50 þús. kr. hærra verð. í raun réttri má segja, að með þessu hefði hann ekki bakað seljanda neitt tjón, þar sem harin hafði lýst því, að hann væri harðánægður með 600 þús. kr. Engu að síður væri hér um stórkostlegt trún aðarbrot að ræða, svo stór- kostlegt, að telja yrði það refsivert. Jæja, svo mörg eru þau orð og í tíma töluö. Þetta eru þó ekki orð eða ummæli þessa blaðs, þótt það vildi gjarnan gera þau að sínum. Hér er á ferðinni einn þekktur og virt ur lögmaður, sem les stéttar- bræðrum sínum pistilinn. Skyldi ekki þessi maöur, sem heitir Einar Baldvin Guð- mundsson, vita hvað hann segir? Ójú, það skyldi maður ætla. Blaðið tekur fyllilega undir þessi orð, en vill hins- vegar vekja athygli á einu atriði í ræðu lögmannsins: „Lögmenn verða að vísu að sæta því að þeir séu kærðir til refsingar fyrir brot í starfi sem aðrir sýslunarmenn. Hinsvegar hefir stjórn Lög- mannafélagsins lagt á það ríka áherzlu, að lögmenn væru ekki kærðir til refsing- ar fyrir yfirvöldum, nema því aðeins, að félagsstjórn hefði áður borizt tilkynning um brot ið, og að kæra væri fyrirhug- uð, þannig að stjórnin hefði möguleika á þvi að skerast í málið og jafnvel leiða það til lykta án þess að til opinberr- ar ákæru kæmi"--------- Hér er dálítið skrýtið á ferðinni. Stjórn lögmannafé- lagsins áskilur sér rétt til að „skerast í málið og iafnvel leiða það til lykta án þess að til opinberrar ákæru kæmi“ Lögmannafélagið er stéttarfélae og þvi sambæri- legt við önnur stéttarfélöe Skyldi nokkurt annað stétt- að vernda sína menn fyrir yfirvöldunum og þykjast hafa til þess myndugleika í krafti þess að þeir hafa lært lög til að fara eftir þeim og gæta þess að kynna þau öðrum og sjá um að eftir þeim sé farið. Þegar þeir eiga sjálfir í hlut, virðist málið horfa öðru vísi við. Hafi Einar Baldvin þökk fyrir upplýsingarnar. Úfremdarástand — Framh. af bls. 1. kenna hirðuleysi um þeirra hag. Kleppsspítalinn er gam all orðinn og úreltur og mál- efnum sjúklinga hans lítill gaumur gefinn, aö minnsta kosti eftir að þeir koma af spítalanum. Eru þeir oft út- skúfaðir menn, þótt þeir hafi það eitt til saka unnið að hafa misst heilsuna um skemmri eða lengri tíma. Framtak einstaklinga í þessum málum er miklu at- hyglisverðara en frumkvæði hins opinbera. Flestallir munu hugsa hlýjum huga til litlu einkasjúkrahúsanna sem hér hafa starfað, svo sem arfélag hafa slík ákvæði á stefnuskrá sinni, að krefjast þess að það geri út um brot meðlima sinna i starfi og á landslögum. Hér er lög- mannafélagið að setja sig í dómarasæti. Reynir að koma í veg fyrir að meðlimir þess hliti lögum, eins og aðrir landsmenn. Odýr skófatnaður frá Frakklandi j Fyrir kvenfólk og börn Nýjar sendingar 'v SKÖBÚÐ AUSTURBÆIAR Laugavegi 100 SKÚBÚÐ KJÖRGARÐI Laugavegi 59 Er að undra þótt ýmsir með limir þess beri ekki mikla virðingu fyrir lögum og rétti, þegar þeirra eigin hagsmunir eru annars vegar, þegar stétt- arfélag þeirra er reiðubúið til að hlaupa undir bagga og bera af þeim áföllin. Hér er um algjört hneyksli að ræða. Lögmannafélag ís- lands er ekki ríki í rikinu og meðlimir þess eiga engan rétt fram yfir aðra þegna þjóð- félagsins, ef þeir hafa brotið lög og reglur. Lögmenn eru samt sem áður reiðubúnir til / * . * . C ■A • * .! . “ V- - ;• . •. - • a’ • • • *•»_'* • •. * * *,.. r: * .♦* * \ Vi M

x

Nýr Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.