Nýr Stormur


Nýr Stormur - 27.05.1966, Qupperneq 5

Nýr Stormur - 27.05.1966, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 27. maí 19G6 'xiiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiimiiiiinimmiiiiiiiiiiiiiimiiiiiir^ NÝR , I Í TOMIUR | = Útgefandi: Samtök óháSra borgara E | Kitstjórar: Gunnar Hall, siml 15104 og Páll Finnbogason, ábm. \ Ritstj. og afgr. Laugav. 30. Sími 11658 i Auglýsinga- og áskriftarsími: 22929 Vikublað — Útgáfudagur: föstudagur Lausasöluverð kr. 10.00. ■ Áskriftarverð kr. 450.00. 1 Prentsmiðjan Edda h.f. I tfviiiimiiiimiiiiimiuiimiiiiiiiimmmiiiiiimiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiimiiiimimimimiiiiimii’t* SIGUR - UTAN ENNIS! Trúlega mun enginn stjórnmálaflokkur hérlendur í fram- tíð reyna aS vinna kjörfylgi meðal íslenzkra kjósenda með skrumskældri persónudýrkun eftir hina hraklegu niðurlæg- ingu, sem Geir Hallgrímsson, borgarstjóri í Reykjavík hlaut í síðustu kosningum. Það er langt seilst til fanga, þegar slíkur loddaraleikur er á borð borinn fyrir vel mentaða og gáfaða þjóð, eins og íslendingar eru. Hér hefur aldrei fyrr verið höfð í frammi slík óvirðing við reykvíska kjósendur og eftirtekjur Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóra hans fóru að sjálfsögðu eftir því. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki um langa hríð goldið annað eins afhroð og í síðustu kosningum og má með réttu segja, að fylgistap flokksins hafi verulega sagt til sín um allt land. Aðeins í örfáum tilvikum er hægt að merkja frávik í þessum efnum og ber þá hæst sá „stór- sigur“ sem flokkurinn vann á Hellissandi! Það er svo annað mál og einungis á það bent sem táknmynd, að Hellissandur heitir réttu nafni Neshreppur UTAN ENNIS. — Það er alls ekki úrleiðis, þegar rætt er um fylgishrun Sjálfstæðisflokks- ins, að vekja athygli manna á því að í einasta kjördæminu þar sem flokkurinn vann fylgi af andstæðingum sínum og fékk hreinan meirihluta — þá var það UTÁN ENNIS! — Fólk ber gjarnan heilabúið INNAN ENNIS, en lætur það ekki lafa framan á líkt og bítlahár! Menn geta verið þrautheimsk- ir í stjórnmálabaráttunni og þarf ekki endilega að rekja þá heimsku til þess, að enginn sé heilinn í hausnum. Allt fyrir það þykir mörgum hugsandi manninum það vera verðugur vegsauki fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eins og hann hagaði sér gagnvart kjósendum í kosningabaráttunni, að sigur var hon- um aðeins vís í hreppi UTAN ENNIS! Þannig svarar heimskan gjarnan sjálfri sér og segir sögu sína umbúðalaust, þegar alveg keyrir um þverbak. í Reykjavík urðu úrslit kosninganna í rauninni hin beztu og ákjósanlegustu, ef betur er að gáð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað borginni samfellt um 40 ára skeið, en and- stöðuflokkarnir hafa ekki talið öllum kosningaloforðum full- nægt. Sannarlega ber að viðurkenna, að margt gott og far- sælt starf hefur meirihluti Sjálfstæðisflokksins unnið, en hinu ber eigi að leyna, að víða er margt ógert af því, sem lofað hefur verið að gera. Einnig hefur værukærð meiri- hlutans orðið hvað augljósari, sem fleiri kjósendur hafa sýnt Sj álfstæðisflokknum aukið traust. Af þessum ástæð- um þurftu kjósendur að beita meiri hörku gagnvart meiri- hlutanum og það var gert með því að gera meirihluta flokks- ins naumari en nokkru sinni fyrr í trausti þess, að hinir svefnþungu forustumenn borgarmálanna rumskuðu og tækju til höndum. Allir minnihlutaflokkarnir gerðu haröa hríð að Sjálfstæðisflokknum og kröfðust aukins aðhalds og það fengu þeir einnig kjörfylgi til að framkvæma. Enginn minnihluta- flokkanna reyndi að vinna Sjálfstæðisflokknum til falls í Reykjavík, heldur gerði sanngjarnar og réttmætar kröfur um það, að staðið væri við gefin loforð. Nú er þann veg komið að allir flokkarnir hafa sigrað í Reykjavík og þá er komið að skuldadögum. Kjósendur krefjast þess að allir flokkarnir standi við gefin loforð. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur fengið nægilegt kjörfylgi til að stjórna borginni en minni- hlutaflokkarnir þrír hafa fengið nægjanlega marga full- trúa kjörna til að fylgja því eftir að meirihlutinn standi við loforðin og auki framkvæmdir. Loks er nauðsynlegt að fylgj- ast vel með því að ekki sé bruðlað með fé borgaranna og í þeim efnum þarf hvað öflugast aðhald. Það er í fyrsta skipti um tuga ára skeið, sem allir stjórnmálaflokkarnir hafa orðið sammála um hvernig haga skuli stjórn Reykjavíkurborgar. Kjósendur hafa fallist á það, að Sjálfstæðisflokkurinn fram- kvæmi verkefni þau sem fyrirliggja, en Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag og Framsóknarflokkur hafa á móti lofað kjósendum því að fylgjast rækilegá með gjörðum meirihlut- Hið æsilega ævintýri árs ins er í þann veginn að hefjast . Eltingarleikurinn við þann litla' og litfagra fisk, er ræður örlögum okk ar sem einstaklinga og þjóðar — næst guði sjálf- um. Bretar hafa einkarétt á þeirri sérkennilegu mann- gerð, sem gengur með ein- hverja eina lausa skrúfu í kollinum, en stendur að öðru leyti öllu venjulegu fólki á sporði hvað snertir heilbrigða skynsemi, og á stundum langt fram yfir það. Og enginn hreinrækt aður~ Breti lætur sem hann heyri skröltið og hringlið í þessari skrúfu náunga síns; hún er alger- lega einkamál hans sjálfs. Þannig er Bretinn. Kann ski hefur það verið vegna þess arna, að hann hélt forystu í heiminum öldum saman og fram á okkar daga — eða þangað til all- ar skrúfur losnuðu í öllum, og þeir þóttu vænlegastir til forystu, sem hæst skrölti í. En það er annað mál. Sumum kann að finn- ast að allt sé þetta annað mál en það, sem minnst var á í upphafi. En við skul um athuga það betur. ■«* ★ •* Það var einu sinnj Breti, vel lærður maður og vel metinn í sínu heimalandi, sem gekk með þá lausu skrúfu, að íslendingar væru guðs útvalda þióð og ættu eftir að frelsa heim- inn. Hann vissi að vísu ekki á hvaða hátt — svo laflaus var skrúfan sem sagt ekki. En þar sem hann var mað- ur sögufróður, benti hann á að guð hafði áður útval- ið sér sérstaka bióð endur fyrir löngu, sem stóð vel í þeirri stöðu sinni um all- langt skeið og lagði meðal annars grundvöllinn að þeirri siðmenningu, sem verið hefur hæstráðandi í heiminum æ síðan, að svo miklu leyti sem nokkur sið- menning hefur verið þar ráðandi. Og hann benti líka á það, að síðan hefði þessi þjóð algerlega brugð- ist guði sínum og því hlut- verki, sem hann hafði fal- ið henni, lagzt í auðsöfn- un og stórgróðabrask og annað þess háttar og fyrir það hefði guð útskúfað henni fyrir löngu. En þó að þessi tilraun guðs tækist ekki sem skyldi í það skiptið, vildi hann ekki gefast upp. Og nú höfðu íslendirtgar sem sagt „KVIKASILFUR * HAFSINS" orðið fyrir valinu fullyrti sá brezki.... +«★*►> Ekki minntist hann neitt á það, er Jahve leiddi þessa sína áður útvöldu þjóð út á eyðimörkina, til þess að herða hana og styrkja svo að hún yrði hæfari að gegna hinu mikilvæga hlut verki, sem hann hafði val- ið hana til. Ekki heldur hvernig hann sá henni fyr ir mat og drykk, með því að senda henni daglega brauð af himnum ofan og dögg á steina, svo að hún þyrfti ekki neinar búk- sorgir að hafa. Ekki heldur hvernig hún ,datt út úr“ hinu dýrlega hlutverki sinu í fyrsta sinn, þegar hún hóf dansinn í kringum gullkálfinn. Manni finnst sem Jahve hefði bá þegar átt að geta sagt sér það sjálfur, að henni væri ekki treystandi og sennilega hefur hann líka séð það, þó að hann vildi ekki svipta hana hlutverkinu fyrr en fullreynt væri. Látum þá lausu skrúfu Bretans liggja á milli hluta, að við séum guðs önnur og síðari útvalda þjóð og eig- um fyrir höndum að frelsa heiminn, þegar fylling tím ans er komin. En undar- lega er það ^kt, þetta með mannabrauðið og síldina, þó að brauðið kæmi af himni en síldin sé sótt í sjó. Hvernig guð sér um það, aö þjóðin þurfi ekki neinar búksorgir að hafa, ef hún bara nennir að bera sig eftir björginni. Kann- ski er ekki auðvelt að finna samlíkingu með göngu okk ar eigin þjóðar nú og eyði- merkurgöngu hinnar fyrri ....og þó, það er mörg eyðimörkin, allt eftir því hvernig litið er á allar að- stæður. *• ★ »* Og svo þetta með dans- inn kringum gullkálfinn. Það er nú það.... t sjálfrl ritningunni getur að lítá allskilmerkilega lýsingu á þeim örlagaríka dansi, að minnsta kosti nógu skil- merkilega til þess að mað- ur getur gert sér ýmislegt í hugarlund, sem ekki er nema ymprað á, og er þó heilög ritning yfirleitt ekki með neitt tæpitungumál, þegar svo ber undir. Og þegar það er allt tekið með í reikninginn, þá fer sam- líkingin ekki að verða sér- lega langsótt. Kannski.... kannski það eigi fyrir okkur að liggj-a aö frelsa heiminn; kann- ski.... ans. Minnihlutafulltrúunum ber því að gegna þeirri nauðsynlegu skyldu sinni að hafa strangt eftirlit með því að embættismenn borgari.nnar vinni verk sín af útsjónasemi og atorku. Borgarfulltrúum hefur verið falið það verkefni að kynna sér rækilega alla stjðrn borgarinnar og eiga þeir að vinna það verk af dugnaði og vera bókstaflega með nefið ofan í hverri krús og.hverri bók hjá embættismönnum borgarinnar. Svo bezt verður að- haldið rækt, að með öllu sé fylgst af gaumgæfni og gagnrýni — og það skal gert RÆKI- LEGA næsta kjörtímabil. w w , .

x

Nýr Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.