Nýr Stormur


Nýr Stormur - 27.05.1966, Page 8

Nýr Stormur - 27.05.1966, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 27. maí 1966. Botn'facins drepinn MANNKYNS Norrænir víkingar gera strandhögg Lindisfarne-klaustrið rænt og brennt af norrænum víkingum. — Grimmd þeirra á sér engin takmörk. Rouen, 1. júlí 793. Frá Englandi berast fregnir um að fyrir þrem vikum eða þann 8. júní hafi norrænar vík- ingasveitir ráðist á Lindisfarne klaustrið á Holy Island og rænt það og brennt til grunna. Holy Island, hin heilaga ey, Iiggur rétt undan strönd Norð- ur-Hnglands, rétt við skozku landamærin. Eyjan var heilög allt aftur í heiðni, qn í marga ættliði hefir hið þekkta biskups klaustur átt eyna, og það er mikill fjöldi lærðra og duglegra kirkjumanna, sem hefir útskrif- azt úr skóla klaustursins. Eyjan liggur svo nálægt landi, að hægt er að vaða út í hana á fjöru, en utan við hana liggur siglingaleiðin alveg inn undir eyna og menn eru þar vanir að sjá skip. Óvænt strandhögg. Þar af leiðandi vakti það ekki neina óró þótt lítill floti af nor- rænum skipum kæmi siglandi að eynni snemma dags hinn átt unda júní. En í stað þess að sigia framhjá, lögðu skipin að landi. Klausturbræðurnir héldu að skipsmenn ætluðu að verzla, eða þá að hcimsækja þennan helga stað, sér til sáluhjálpar. En frá skipunum hlupu upp fjöldi vopnaðra manna, sem 1 miljon íbúa í Konstantíópel Konstantinópel, 1. jan. 798. Konstantínópel vex nú stöð- ugt og er eftir því sem kunnug- ir telja orðin stórborg með yfir 1 milljón íbúa. Borgin er mikil viðskiptamið- stöð með líflega innflutnings- og útflutningsverzlun, þrátt fyr ir að hinar stóru verzlunar- borgir svo sem Alexandía, Bag- dad, Damaskus og Tyrus, sem Konstantínópel hafði mikil verzl unarsambönd við, eru nú komn- ar í hendur Aröbum. Verzlun borgarinnar beinist nú inn á nýjar leiðir. Skipin eigla í vestur til Frakklands og Englands, auk hinna fjarlægu stranda í Vestur-Afríku og í norðri. Á friðartímum er einnig verzl un við hin hersetnu lönd Araba. Hin austrómverska mynt er viðurkennd sem gjaldmiðill næstum allstaðar og við Mið- jarðarhafið er hún hin venju- lega mynt. Hin mikla verzlun í Konstantínópel gerir það að verkum að hinn mikli mann- fjöldi í borginni býr við vel- megun, að minnsta kosti í sam- anburði við aðra landsmenn. höfðu sverð og handöxi, eða spjót að vopni; sumir voru með hjálma og skildi. Þrátt fyrir að klaustrið átti vopnabirgðir, náðu bræöurnir ekki að ná vopnum sínum fyrr en ræningjarnir voru komnir inn fyrir klausturmúrana, en þá var það of seint. Kiaustrið' brennt. Þeir bræðranna, sem reyndu mótspyrnu, voru umsvifalaust höggnir niður, en hinum var þröngva^ til að halda kyrru fyrir, meðan hinir ókunnu söfn uðu öllum verðmætum klaust- ursins. Allir dýrgripirnir frá alt- ari klausturkirkjunnar. Þeir sprengdu upp dyr skrúðhússins. Þeir tæmdu hið heilaga ker klaustursins og aðra fjársjóði i leðurpoka og tóku á brott með sér smærri tunnur og ámur úr vínkjallara klaustursins. Þeir þvinguðu hina föngnu bræður til að bera ránsfenginn með sér niður í skipin og báru síðan eld að öllum byggingum klaustursins. Bræðurnir voru síðan reknir út í skipin, sem lögðu strax frá landi. Aðeins örfáir þeirra, sem höfðu getað leynst, eða lifðu af sárin, komust lífs af úr þessum skelfingum sem vöktu ógn alls staðar, þar sem tíðindin spurð- ust. • „Allt illt kemur úr norðri.“ Það er ekki fullvíst um, hvort skipin komu frá Danmörku eða Noregi, en að hinir norrænu víkingar ráðist á land upp, er ekki óþekkt. En það er í fyrsta sinni, að þeir hafa vogað sér að ráðast á þekkt klaustur hinnar kristnu kirkju og eyðileggja það. Áður hafa þeir gert „strandhögg" eins óg þeir kalla það og rænt bænda býli, þorp og verzlunarstaði. Hvort þetta er aðvörun um víð- tækari aðgerðir gegn vestur- ströndinni, er óráðin gáta, en það mun án efa auka áræði víkinganna. Á síðari tímum hafa norrænir menn komist fram úr öðrum í skipasmíðum og ekkert vestrænt skip getur siglt af sér norrænan farkost. Hinn franski kirkjufaðir Al- kuin, hefir sagt fréttaritara vorum, að hann sé sleginn mik- illi hryggð yfir þessum atburði, því að hann var einmitt nýkom- inn heim frá Englandi, þar sem hann var gestur í þessu þekkta klaustri og átti margra daga viðræður við hina lærðu menn. Þeir eru nú ýmist drepnir eða komnir á danska þrælamarkað- inn. Hann segist vera lamaður og skilningslaus. Hann segist ekki sjá vegi Guðs í þessu og hann vísar aðeins í orð spá- mannsins Jeremíasar, sem seg- ir: „Allt illt mun koma úr norðri." Norrænir víkingar gera strandhögg. Jafnvel klaustrin og hinir heilögu bræður eru ekki óhult. Trúboðinn Bonifacius drepinn af heiðingjum í Fríslandi Dockum, Fríslandi, 5. júní 754 Hinn víðkunni benediktínski trúboði Bonifacius er fallinn ásamt öllu sínu fylgdarliði, við trúboðastarf sitt. Hann dó eins hjartaprúður og hann lifði, því að hann hrópaði til leiðsögu- manna sinna að þeir mættu Bonifacius — liugrakkur i lífi og dauða ekki liefna hans eða veita mót- spyrnu, því að heilög ritning kenndi að launa illt með góðu. Hinn heilagi Bonifacius var fæddur í Wessex og lærði til prests í klausturskóla. Að því loknu hóf hann trúboðsstarf í Fríslandi. Árið 772 fór hann til Thuringen, sem tilheyrði franska ríkinu, en þar voru íbúarnir svo að segja allir með tölu, heið- ingjar. 1 meira en 30 ár, vann hann að útbreiðslu kristindóms- ins í hinum germönsku ríkjum. Felldi eik Wodans. Margir snerust til kristinnar trúar við að hlýða á prédikanir hans, aðrir við að sjá helga dóma, sem hann hafði komið með frá Róm, en mest áhrif hafði það, að hann hafði fellt hina heilögu eik. Hin gamla eik við Geismar í Hessen, var helguð guðnum Wodan, en Bonifacius felldi eik- ina. Fyrst guð forfeðranna gat ekki varið sig eða helgidóma sína, hlaut kristindómurinn að búa yfir ótrúlegum töframætti. í orðum og gjörðum prédikaði Bonifacius alltaf hlýðni við páfann, sem helga skyldu. Ef einhver reyndi að útbreiða villu trú, kærði hann til Rómar. Til dæmis hélt prestur einn því fram, að fólk byggi á jörðinni hinum megin. Páfinn svaraði: „Þar sem það er greinilegt a'ð hann lifir í villutrú, skal hann útrekinn úr kirkjunni og missa embætti sitt.“ Páfalegur fulltrúi. Árið 731 var Bonifacius út- nefndur erkibiskup og páfaleg- ur fulltrúi. Að frumkvæði hans og páfalegum myndugleik voru haldin kirkjumót í Frakklandi og Þýzkalandi, sem tryggðu kirkjuagann og páfadóminn. Um fyrsta kirkjuþingið skrif- aði Bonifacius: „Er við nú kom- um saman, er það staðfest að við munum til æviloka vera staöfastir í vorri kaþólsku trú og í hinu kaþólska samfélagi og að við munum ávallt hlýða hinni kaþólsku kirkju og hinum heil- aga Pétri og staðgengli hans og a'ð við munum ár hvert koma saman til fundar og höfuðstöðv- ar vorar munu ávallt vera í hinni helgu Róm og við á á** þreifanlegan hátt fara eftir fyrirmælum hins heilaga Péturs og vera hans sauðir. Þetta er nú samþykkt og undirskrifað. Mótspyrna sú er Bonifacius varð fyrir minnkaði ekki stað- festu hans og viljakraft, en hafði þrátt fyrir það lama'ð hann og bakað honum þungar sorgir. Framh. á bls. 9. Hinn mikli Búdda vígöur Hinn mikli Búddha í Kamakura Kamakura, 793 (einkafrétt) Hið mikla bronslíkneski af Búdda, sem er stærsta brons- líkneski, sem nokkru sinni hefur verið gert í Japan, var vígt nú fyrir skemmstu. Við mikil hátíða höld var leikin kínversk hljóm- list, í stað hinnar japönsku og kóreönsku hljómlistar, sem venjulega er notuð /ið slíkar hátíðir. Fyrir framan Búdda- líkneskið er útialtari og lítill opinn garður.

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.