Nýr Stormur - 27.05.1966, Page 11
FÖSTUDAGUR 27. maí 1966.
%RNUR
11
GUNNAR HALL:
Þættir ór stjórnmálasögu
íslands eftir árið 1900
Framhald af rœðu
Skúla Thoroddsen:
Þrátt fyrir það þó að nefnd
armennirnir dönsku hefðu lát
ið svo í veðri vaka annað veif-
ið, að íslandi væri ætlað að
vera sjálfstætt ríki, hefðu
þeir þó verið ófáanlegir til að
taka upp um það ljós ákvæði,
og fellt breytingartillögu sína
(Sk. Th.) þess efnis, og ekki
fengist til þess að orðið Stats-
forbund (ríkjasamband) í 1.
gr. frumvarpsins, en kosið
heldur Statsforbindelse (ríkis
eining).
Það væri af sömu rótum
runnið, að ekki hefði mátt
nefna á nafn í frumvarpinu
sérstakt, íslenzkt landhelgis-
svæði, heldur notað orðið Sö-
territorium til þess að allt
skyldi benda sem bezt á það,
að ríkið væri eitt.
Það væri talinn aðalábatinn
við Uppkastið, að ísland fengi
full ráð sérmála sinna. En
þetta væri reyndar lítilla
þakka vert, er þess væri gætt,
að Danir hefðu tryggt sér
með Uppkastinu jafnrétti til
fiskiveiða og atvinnureksturs
yfirleitt; en einmitt vegna at-
vinnumálanna hefðu þeir
þótzt þurfa til þessa að hafa
hönd í bagga með sérmáía-
löggjöf vorri.
Um undirskrift undir skip-
un íslandsráðgjafa væri það
naumast vafasamt, að henni
mundi nú hér eftir fást hagað
svo sem íslendingar óskuðu
sér, og um afskipti Dana af
sérmálalöggj öf vorri skipti
það mestu, hversu á væri hald
ið af íslendinga hálfu.
Aðalágreiningur milli stjórn
ar og sjálfstæðismanna væri
sá, að stjórnin teldi ekki
meira fáanlegt en það sem í
uppkastinu stæði, og vildi
jafnharðan taka þvi sem fá-
anlegt væri, þar sem vér sjálf
stæðismenn vildum á hinn
bóginn eigi loka neinum sund
um, en hamra á og bíða betri
tíma, í því örugga trausti, að
ekki væri til einskis beðið,
heldur hlytum vér íslending
ar að ná fullum réttindum
vorum, er stundir liðu.
Réttaróvissa sú, sem nú væri
á um ríkisréttarlega stöðu ís-
lands (ólögleg upptök stöðu-
laga og stjórnarskrár) væri fs
lendingum til hagnaðar í bar
áttunni.
Skilningur Dana á málinu
hlyti að skýrast smám saman,
þótt örðugt gengi í fyrstu og
þeim að leiðast þófið og láta
undan, svo að vér fengjum sið
ferðislegan rétt vorn að lok-
um.
Ráðherra héldi því fast að
þjóðinni, að samþykkja Upp-
kastið, og vildi þar með binda
hendur eftirkomendanna. En
þessari stefnu hans hefði mik
ill meirihluti þjóðarinnar tjáð
sig andvígan, og kosningaósig
ur stjórnarinnar 10. sept. sl.
sýndi ótvírætt að ráðgjafi
hefði glatað trausti með þjóð-
inni, enda mundi framkoma
hans í sambandsmálinu ekki
eiga hvað síztan þátt í því.
í samræmi við þennan yfir-
lýsta þjóðarvilja kvað hann
meirihluta þings hafa falið
sér að lýsa yfir því, að vænt-
anlegar væru mjög bráðlega
úr báðum deildum þingsins
þingsályktunartillögur, er
lýstu vantrausti meiri hluta
þings og þjóðar á núverandi
ráðherra.
Dr. Jón Þorkelsson:
Að ræðum Hannesar Haf-
stein og Skúla Thoroddsen
loknum flutti dr. Jón Þorkels-
son alllanga ræðu, og lagði
aðaláherzluna á það að i þessu
máli ættu íslendingar allt við
konunginn, en í raun og veru
alls ekkert við ríkisþing Dana.
Nefnd skipuð:
Að ræðum þessum loknum
var níu manna nefnd kosin,
Skúli Thoroddsen
til að fjal’T um málið, og
hlutu kosningu þessir:
Dr. Jón Þorkelsson.
Sigurður Gunnarsson,
Björn Jónsson,
Skúli Thoroddsen,
Bjarni Jónsson frá Vogi,
Ólafur Briem.
Ennfremur af hálfu frum-
varpsmanna:
Jóhannes Jóhannesson,
Jón Magnússon,
Jón Ólafsson.
Ráðherra veitt lausn.
Þegar ráðherra hafði lýst
því yfir á þingfundi neðri
deildar hinn 23. febrúar, að
hann myndi beiðast lausnar,
tóku sjálfstæðismenn að ræða
um ráðherraefni.
Símskeyti barst frá konungi
hinn 28. febrúar, en ráðherra
tilnefningin hafði verið send
honum, þar sem Björn Jóns-
son var tilnefndur hinn 25.
febrúar, ásamt lausnarbeiðni
Hannesar Hafstein ráðherra,
sem konungur bað að gegna
áfram ráðherrastörfum, unz
eftirmaður hans sé útnefndur,
og skorar jafnframt á forseta
þingsins, Björn Jónsson, Hann
es Þorsteinsson og Kristján
Jónsson að koma sem bráðast
á sinn fund, til skrafs og ráða
gerða (þ. e. um ráðherraskip-
unina).
Ódýrir sandalar
Fyrir drengi og karlmenn
Nýjar sendingar
Skóbúð Austurbæjar
Laugavegi 100
Skóval Austurstræti 18
Eymundsonarkjallara
.•V*V*V»V*V*'V*‘VV*-V*%*W*X‘V*V*V*V*W*V*'V*‘
FRITZ BAADE:
Paradís eða ragnarök?
— Uapphlaupið
- til
— aldamótanna
Prófessor Baade ræðir í all-
löngu máli um þróun land-
búnaðar í Bandaríkjunum
annarsvegar og í Rússlandi og
Kína hins vegar. Hann gerir
grein fyrir hinum mismun-
andi aðstæðum sem ríkja í
hinum kapitalistisku löndum
og hinum kommúnistisku.
Kapitalisku löndin eru
miklu þroaðri í landbúnaði
sínum eins og er, en land-
svæði Rússa eru gífurleg og
auðlindir miklar. Geysilegir
möguleikar eru í sambandi við
hið mikla innhaf, sem ráðgert
er að mynda í Síberíu og rækt
unarsvæði Rússa færast sífellt
norðar. Prófessor Baaden ger
ir ráð fyrir svipuðum mann-
fjölda í Bandaríkjunum og
Rússlandi um næstu aldamót
og hann gerir ráð fyrir að í
Ameríku muni um tvær millj -
ónir bænda, með um 3,5 millj-
ónir landbúnaðarverkamenn
framleiða fæðu fyrir 250—350
^'iljðnir manna, á sama tima
'm 15—20 milljónir Rússa
^urfa til að framleiða sama
magn.
Baaden bregður nú upp
skemmtilegri mynd af Amer-
ískum bónda um þær mund-
ir:
Bóndi í Indiana — við skul
um nefna hann Warren North
vaknar einn morgun í 12 her
bergja húsi sínu og gengur að
stjómborði búgarðsins. Fyrir
utan baula 400 kýr og 500 svín
rýta. Bóndinn ýtir á hnapp á
stjórnborðinu. Fóðrið rennur
á færiböndum út til dýranna.
Nokkur þeirra fá maís, hey
og annað fóður.
En önnur færa dýrunum
vítamin, kjarnfóður og hor-
móna. Sérstakt færiband
blandar fóðrið og dreyfir því
í raðir á fóðurtrog, sem er
hundrað metra langt.
Á tíu minútum hefir North
lokið verkinu, sem hefði tek-
ið fimm verkamenn hálfan
dag með heykvíslum og öðr-
um handverkfærum.
Hann gengur aftur inn í
stofuna og fær sér kaffi og
les Andrés önd 12. árg., og
tekur síðan til við eftirlætis-
iðju sína, en það er að æfa
sig á orgel, og spilar Bach-
coral.
Kapphlaupið milli austurs og
vesturs um þróunarlöndin.
Skipting heimsins í þrjá
hluta, eins og áður hefir ver-
ið bent á; sem sé hin vest-
rænu ríki, sósíalistisku lönd-
in og vanþróuðu löndin, er
árangursríkt atriði í sam-
bandi við útrýmingu hung-
ursins. Baráttan gegn sultin-
um hefir borið ríkan árang-
ur í hinum tveim fyrrnefndu
grúppum. Á yfirráðasvæði
beggja hefir án alls efa fram
leiðsla fóðurs vaxið mun
meira en fólksaukningin og
mun vaxa miklu meir næstu
áratugina.
í vanþróuðu löndunum er
ennþá ekki útséð um árang-
urinn af þessu kapphlaupi.
Sulturinn ógnar stórum land-
svæðum vegna of mikillar
fólksfjölgunar. Framtíðar-
horfur barna okkar og barna-
barna mótast af því hvort
þessi barátta vinnst og hve-
nær hún vinnst.
Baráttan mun vinnast und-
ir öllum kringumstæðum,
vegna þess að á vorum tím-
um getur mannkynið ekki
horft upp á það, að stór hluti
þess svelti. Eftir því sem aust
rænu og vestrænu löndin
komast lengra í þvi að fram-
leiða meir en þau þurfa,
munu þau miðla hinum af
umfram framleiðslu sinni og
þekkingu. Þessar tvær blokkir
munu nota aðstöðu sína í
þessu tilviki í því skyni að
auka áhrif sín í stjórnmála-
legu tilliti.
Stór hluti af vanþróuðu
löndunum er á mörkum aust-
urs og vesturs. í dag byggja
þessi lönd um 800 milljónir
manna, en um aldamót munu
þar verða um 2000 milljónir
Hið efnahagslega ástand í
þessum löndum, sem eru
helzt: Tyrkland, Sýrland, ír-
ak, Pakistan, Indland, Ceyl-
on, Thailand, Indonesía, For-
mosa og Suður-Kórea — ger-
ir það að verkum, ásamt
framleiðslumöguleikum
þeirra, að þau er unnt að
reikna sem heild. Öll þessi
lönd eru undir smásjá stór-
veldanna, sem munu reyna
að aðstoða þau við vaxandi
ræktun og matvælafram-
leiðslu. í austri liggur risinn,
Kína, og hefir auga með þess-
um löndum 'og fólkið þar lítur
með vaxandi áhuga á þetta
stórveldi, sem á þó við marga
sömu erfiðleika að etja og
það sjálft.